Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Page 16
' LANGFERÐIR - ÍSLENSK MENN-
INGARHÁTÍÐ í BANDARÍKJUNUM
Morgunblaðið/RAX
Gudmundur Emilsson horfir til himins í Grindavík en hann gegnir nú starfi menningarfulltrúa Grindavíkurbæjar.
Baltneska filharmónían í Riga vid upptökur á lidnu vori undir stjórn Gudmundar Emilssonar.
Guðmundur Emilsson,
stjórnandi Baltnesku Fíl-
harmóníunnar í Riga,
hygguró landvinninga í
Vesturheimi. Framundan
♦ er fjögurra daga tónlist-
arhótíð í Brown Universi-
ty þar sem dagskróin er
borin uppi af nýjum ís-
lenskum tónverkum og er
hótíðin öll tileinkuð
landafundunum sem
minnst verður við ór-
* þúsundamótin. HÁVAR
SIGURJÓNSSON ræddi
við Guðmund.
YFIRSKRIFT hátíðarinnar er
Voyages eða Langferðir og á
það vel við þegar landafund-
anna er minnst en þar lögðu
djarfir menn og konur upp í
langferðir yfir ókunn höf í leit
nýrra landa. Guðmundur hef-
ur helgað þessu verkefni
krafta sína um nær tveggja ára skeið og upp-
sker nú árangur erfiðisins þegar hátíðin
hefst á fimmtudaginn kemur, hinn 4.
nóvember.
„Upphaf þessa ævintýris nær aftur til
janúar 1998 er mér var boðið að stjórna Sin-
fóníuhljómsveit Brown University i Provi-
dence í Rhode Island fylki. Þetta er einn af
-elstu og virtustu háskólum Bandaríkjanna og
er í hópi þeirra fimm sem kallaðir eru Ivy
League háskólamir. Við Brown University
• er starfrækt öflug tónlistardeild undir stjóm
tónskáldsins Geralds Shapiros. Mér varð að
orði þegar við hittumst í Providenee hvort
„ekki væri tilvalið að efna til hátíðar með ís-
lenskri tónlist í tilefni landafundanna. Hann
greip hugmyndina á lofti og við ræddum
hana á meðan ég dvaldi þama við æfingar og
tónleikahald með hljómsveitinni í sex vikur.
Við brottför skipaði hann mig listrænan
stjómanda verkefnisins. í fyrstu var talað
um eina tónleika en hugmyndin hefur vaxið
og dafnað á þessum 18 mánuðum og eigin-
lega þanist út og sífellt fleiri komið að,“ segir
Guðmundur.
Ferðast um sex fylki
Kjölfesta hátíðarinnar er 25 manna
Kammersveit Baltnesku Fílharmóníunnar í
Riga ásamt fjórum slaghljóðfæraleikurum
og kór sem leika undir stjóm Guðmundar en
fimm íslensk og þrjú bandarísk tónskáld
leggja hátíðinni til fmmsamin verk. Guðný
Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sinfóníu-
hljómsveitar Islands, fmmflytur fiðlukonsert
og ameríska mezzosópran söngkonan Lynn
Helding ogkór Brown University taka þátt í
hátíðinni. I kjölfar þessarar fjögurra daga
menningarhátíðar er lagt upp í sex ríkja tón-
leikaferð með jafnmörgum tónleikum með
einleikuram, kómum og hljómsveitinni. I allt
tæplega 100 manns.
„Fyrst em tónleikar í Wesleyan Universi-
ty í Connecticut og þar er víst uppselt nú
þegar. Síðan em tónleikar í finnska menning-
arsetrinu glæsta í Washington. Þeir tónleik-
ar eru haldnir í samstarfi sendiráða íslands,
v Lettlands og Finnlands. Þar er líka uppselt
að ég held. Síðan era tónleikar í MOler
Theatre á Broadway í New York. Það er há-
tíðarsalur Columbia University - og fór þá
aldrei svo að maður kæmist ekki á svið á
Broadway," segir Guðmundur og hlær.
„Næstsíðustu tónleikamir em í Pennsylvan-
íu og þaðan fömm við alla leið til Kentucky
og höldum þar lokatónleika."
Hljóðritar fjóra diska
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti fslands,
hefur þekkst boð Brown University um að
halda fyrirlestur í hinni alþjóðlegu Ogden
fyrirlestraröð og nefnist erindi forsetans:
The Northem Region: A new dimension in
intemational relations. Guðmundur segir
það mikinn heiður fyrir aðstandendur hátíð-
arinnar að forsetinn hafi þekkst boð um taka
þátt í henni með þessum hætti.
Hljómsveitin hefur þegar hljóðritað flest
þau nýju íslensku og bandarísku tónverk sem
frumflutt verða á hátíðinni. Þó ekki öll. Þau
verða hljóðrituð í Providence. „Það er gaman
að segja frá því að einmitt núna þegar við
leggjum í þessa ferð að fyrsti hljómdiskur
Baltnesku fílharmóníunnar undir minni
stjóm kemur út á vegum Skífunnar. A hon-
um em forleikir að ópemm Mozarts og bari-
tónaríur og er Sigurður Bragason þar í aðal-
hlutverki. Hljómsveitin hefur þegar
hljóðritað efni á fjóra diska sem hver er til-
einkaður einu tónskáldi. Þau em Atli Heimir
Sveinsson, Þorkeil Sigurbjömsson, William
Hudson Harper III og Gerald Shapiro. í bíg-
erð er einnig útgáfa hljómdiska með verkum
Mistar Þorkelsdóttur og Mark Phillips. Ég
vil einnig geta þess að tónskáldin Finnur
Torfí Stefánsson og Hilmar Þórðarson
sömdu kórverk til flutnings á Providence-
hátíðinni. Því miður vannst kór skólans ekki
tími til að fullæfa þau fyrir hátíðina enda eru
þetta mikil tónverk og er vonandi stefnt að
því að flytja þau og hljóðrita sem fyrst.“
Framlag tónlistarmannanna mikilvægast
„Það gleður mig mjög að tónskáldin skyldu
öll verða við beiðni minni um að semja verk
fyrir þetta tilefni," segir Guðmundur en flest
era verkin tileinkuð honum. Aðspurður segir
Guðmundur þetta verkefni ekki njóta fjár-
hagslegs stuðnings íslenskra yfirvalda. „Við
Shapiro gengum á fund þartil settra aðila
fyrir rúmu ári og óskuðum eftir stuðningi við
Providencehátíðina en engin svör hafa enn
borist við erindi okkar. Við þóttumst sjá
þetta fyrir og tókum skjótt þá ákvörðun að
fjármagna dæmið eftir öðmm leiðum. Þar
vegur þyngst framlag tónlistarmanna og tón-
skálda. Baltneska Fflharmónían leggur til
tónlistarmenn sína og stjórnanda og Brown
University ber hita og þunga af undirbúningi
ásamt mér. Gerald Shapiro hefur verið mjög
ötull í þessu samstarfi, tekið hugmyndum
mínum vel og gert bókstaflega allt til að
hrinda þeim í framkvæmd. Auk þess nýtur
hátíðin stuðnings fjölmargra bandarískra
menningarsjóða og einstaklinga og stuðnings
vina minna hér á Islandi."
Melódrama úr Vínlandssógum
Eftir Atla Heimi Sveinsson verður fram-
flutt verkið Doloroso sem hann samdi í minn-
ingu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur for-
setafrúar og er tileinkað Ólafi Ragnari
Grímssyni og fjölskyldu hans. „Þetta er
undurfagurt verk sem Atli Heimir samdi á
föstudaginn langa í ár. Ég hringdi í hann frá
Riga og bað hann semja verkið þennan til-
tekna dag sem og varð.“ Eftir Mist Þorkels-
dóttur verður fmmflutt verkið Kvinnan
fróma. „Þetta er verk fyrir strengjasveit og
er helgað Guðríði Þorbjamardóttur og sögu
hennar," segir Guðmundur. „Þau Atli Heimir
og Mist verða sérstakir heiðursgestir á hátíð-
inni og halda fyrirlestra um íslenska tónlist
og hitta tónsmíðanema og kennara." Eftir
Þorkel Sigurbjörnsson verður frumflutt
verkið Goodnight fyrir mezzosópran og
strengjasveit. „Hógvært verk og fagurt,"
segir Guðmundur. „Textinn er fenginn úr
Ijóði eftir vestur-íslenska skáldið Guttorm
Guttormsson og á það vel við. Eftir Gerald
Shapiro verða fmmflutt tvö verk. Hið fyrra
er fiðlukonsert þar sem Guðný Guðmunds-
dóttir leikur einleik. Hið síðara er hálftíma
langt verk er nefnist The Vinland Sagas og
er samið fyrir hljómsveit og sögumann. Texti
þess er sóttur í Vínlandssögur og er þetta
opnunarverk hátíðarinnar og verður frum-
flutt áður en forseti Islands jlytur erindi sitt
fimmtudaginn 4. nóvember. I hlutverki sögu-
manns verður Atli Heimir Sveinsson og mæl-
ir hann á íslensku með öriitlu ensku ívafi.
„Segja má að verkið sé samið með ákveðið
form í huga, þar sem saman fara texti og tón-
ar. A 19. öld hét þetta melódrama og þekkt
verk þeirrar gerðar á 20. öld eru t.d. Lincoln
Portrait og Pétur og úlfurinn. Ég veit þó ekki
til þess að áður hafi verið samið melódrama
upp úr Islendingasögunum," segir Guð-
mundur. Eldur og ís nefnist nýtt verk eftir
Mark Phillips, „... mikilúðlegt eins og nafnið
ber með sér“. Éftir William Hudson Harper
verður frumflutt verkið Marlíðendur sem
Guðmundur segir innblásið af lestri tón-
skáldsins á samnefndu Ijóði Jóhanns
Hjálmarssonar, og tilheyrir verkið Námum.
„Þetta er magnað verk fyrir ásláttarhljóð-
færi, kór, einsöngvara og hljómsveit. Það býr
yfir kynngi og forneskju en er þó nútímalegt.
Eins konar blanda af rokkmúsík og miðalda-
söng. Þetta verk hljóðritaði ég í apríl síðast-
liðnum með Baltnesku Fflharmóníunni og
Drengjakómum í Riga en sú upptaka hefur
enn ekki verið gefin út svo þetta er frum-
flutningur verksins."
Guðmundur segir að nýju verkin beri uppi
efnisskrá tónleikanna á hátíðinni í Provi-
dence en önnur samnorræn efnisskrá verður
einnig í boði þegar haldið er í tónleikaferðina.
„Þá munum við leika verk eftir Grieg og Si-
belius og önnur norræn og baltnesk sem val-
in hafa verið,“ sagði Guðmundur Emilsson,
listrænn stjórnandi Baltnesku Fflharmón-
íunnar og menningarfulltrúi Grindavíkur-
bæjar.
1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999