Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 2
KAFFISTOFA LISTASAFNS ÍSLANDS
MÁLVERK HERTOGANS AF ST. KILDU
í NÓVEMBER og desember verðar sýnd
17 valin verk Karls Einarssonar Dunganons,
hertoga af Sankti Kildu, í Kaffistofu Lista-
safns Islands.
Dunganon ánafnaði íslenska ríkinu öllu
safni sínu, myndaröðinni „Oracles“ alls um
250 myndum. í safninu má finna nokkra
myndaflokka m.a. mannamyndir, Islands-
myndir og dýramyndir. Myndirnar eru
margar hverjar málaðar við ljóð hans, en
hann var skáld og orðinn goðsagnapersóna
löngu áður en hann fór að mála.
Karl Kerúlf Einarsson fæddist á Seyðis-
firði árið 1897 en fluttist ungur með foreldr-
um sínum til Færeyja og síðan Danmerkur.
Hann tók sér nafnið Dunganon í Færeyjum
en gekk einnig undir öðrum nöfnum sem
hann hafði búið til svo sem próf. Emarson
og Carolus Africanus gandakallur. Verk
hans endurspegla fjölbreytta furðuveröld
sem ber vott um auðugt hugarflug lista-
mannsins og frumlegheit. Myndirnar eru
málaðar á pappír með olíukrít, tússi og
vaxlitum sem hann ferniseraði síðan.
Dunganon hefur orðið öðrum skáldum og
listamönnum viðfangsefni, Halldór Laxness
skrifaði tvær smásögur þar sem finna má
ýmislegt um listamanninn en þær heita
Völuspá á hebresku og Corda Atlantica.
Þráinn Bertelsson gerði myndina Paradísar-
víti og Björn Th. Björnsson skrifaði leikrit
sem sýnt var í Borgarleikhúsinu 1992.
Leitast við að vera elckert
í viðtali sem Björn Th. Bjömsson átti við
Dunganon og birt var í Vikunni árið 1960
segir hann: „Eg hef alla ævina leitast við að
verða að engu og vera ekkert, og það er
miklu erfiðara heldur en að vera eitthvað.“
Ævi hans var viðburðarík og óvenjuleg.
Ferðaðist hann víða, dvaldi m.a. á Spáni,
Frakklandi, Berlín, Brússel og á Islandi.
Ljóð hans hafa verið gefin út á mörgum
tungumálum en hann orti á færeysku,
frönsku og dönsku og raunar ótal öðram
tungumálum, þar á meðal St. Kildamáli sem
er löngu glatað tungumál.
Dunganon var um árabil búsettur í Kaup-
mannahöfn og lést þar 25. febrúar 1972.
Yfirlitssýning var haldin á verkum hans í
Bogasal Þjóðminjasafnsins í tengslum við
Listahátíð 1976.
Maður og tveir fuglar, 1948-55. Karl Einarsson Dunganon.
Trio Parlando leikur í Salnum á þriðjudag.
TRIO PARLANDO í TÍBRÁ
TRIO Parlando heldur tónleika í Tíbrá
þriðjudagskvöldið 9. nóvember. Tónleikarnir
verða í Salnum í Kópavogi og hefjast kl.
20:30.
Trio Parlando var stofnað af þremur ung-
um tónlistarmönnum, sem kynntust við nám
i Sweelinck-tónlistarháskólanum í Amster-
dam fyrir tæpum tveimur árum. Tríóið skipa
þau Rúnar Óskarsson klarínettuleikari, Hé-
lene Navasse flautuleikari og Sandra de
Bruin píanóleikari. Hafa þau hlotið alþjóð-
lega viðurkenningu vegna óvenjulegs sam-
spils flautu, bassklarínettu og píanós.
A efnisskránni eni verkin Ringing the
Changes eftir Andrew Ford, frumflutningur
á verkinu Bergmál eftir Oliver Kentish, Rún
eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, La Muerte del
Angel eftir Astor Piazzolla, Sporðdrekadans
eftir Kjartan Ólafsson, Sónata fyrir flautu og
píanó op. 14 eftir Robert Muczynski og II
volto della notte eftir Paolo Perezzani.
„Efnisskráin íýrir þessa tónleika okkar í
Salnum er valin með einungis eitt takmark
að leiðarljósi, fjölbreytni, þ.e. fjölbreytni inn-
an ákveðins ramma. Trio Parlando gefur sig
út fyrir að spila nútímatónlist en þrátt fyrir
þá yfirlýsingu má heyra ýmislegt á tónleik-
unum á þriðjudaginn kemur - sumt er nú-
tímalegt, annað þykjumst við kannast við,“
segir Rúnar Óskarsson.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum
Asmundar Sveinssonar.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14 Erlingur
Jón Valgarðsson (Elli). Til 7. nóv.
Gallerí Fold, Kringlunni Brian Pilkington
og Gunnar Karlsson.
GalleriÉhlemmur.is. Þverholti 5 Baldur J.
Baldurss. og Kristinn Pálmas. Til 21. nóv.
Gallerí Stöðlakot Eirún Sigurðardóttir.
Til 14. nóv.
Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16
Bryndís Kondrup. Til 7. nóv.
Gerðarsafn Bjarni Sigurbjörnsson, Guð-
rún Kristjánsdóttir, Helga Egilsdóttir og
Guðjón Bjarnason. Til 21. nóv.
Gerðuberg Þetta vil ég sjá: Friðrik Þór
Friðriksson. Til 14. nóv.
Hafnarborg Svemssalur: Sigurður Magn-
ússon. Aðals: Jón B. Hlíðberg. Til 13. des.
Hallgrímskirkja Jón Axel Björnsson. Til
28. nóv.
Hönnunarsafn íslands, Garðatorgi Is-
lensk hönnun frá 1950-1970. Til 15. nóv.
i8, Ingólfsstræti 8 Magnús Pálss. Til 5. des.
Kjarvalsstaðir Grafik í mynd, Ragna Ró-
bertsdóttir. Til 19. des.
Listasafn ASÍ Ásmundarsalur og Gryfja:
Elsa Dóróthea Gísladóttir, Guðrún Vera
Hjartardóttir, Helgi Hjaltalín, Hreinn
Friðriksson, Jón Bergmann Kjartansson,
Pétur Örn Friðriksson og Sólveig Þor-
bergsdóttir. Til 14. nóv. Arinstofa: Verk úr
eigu safnsins.
Listasafn Akureyrar Stefán Jónsson og
Dauðahvötin, yfirlitssýning á vegum safns-
ins. Til 5. des.
Listasafn Einars Jónssonar Opið laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-17. Höggmynda-
garðurinn opinn alla daga.
Listasafn Islands Ásgrímur Jónsson í
Skaftafellssýslum. Fimm Súmmarar. Til
28. nóv. Kaffistofa: Málverk Dunganons.
Til 31. des.
Listasalurinn Man Harpa Björnsd. Til 7.
nóv.
Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Halla
Haraldsdóttir. Til 7. nóv.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Valin verk
eftir Sigurjón Ólafsson.
Mokkakaffi Tennur og list: Ljósmynda-
verk Snorra Ásmundssonar.
Norræna húsið Pre Kalevala. Til 31. des.
Nýlistasafnið Anna Júlía Friðbjörnsdóttir,
Cathrine Evelid, Helga G. Oskarsdóttir,
Ingvill Gaarder, Ólöf Ragnheiður Björns-
dóttir og Stine Berger. Til 14. nóv.
One o one Gallerí, Laugavegi 48b Hljóð-
verk Páls Thayer. Til 9. nóv.
Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v.
Suðurgötu Handritasýning opin þriðju-
daga-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí.
TONLIST
Laugardagur: Hásalir, Hafnarfirði: Kar-
lakórinn Þrestir. Kl. 16.
Þriðjudagur: Salurinn, Kópavogi: Trio
Parlando. Rúnar Óskarsson klarinettuleik-
ari, Hél'ene Navasse flautuleikari og
Sandra de Bruinpíanóleikari. KI. 20.30.
Miðvikudagur: Islenska óperan: Óperan
Mannsröddin. Kl. 11.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið Sjálfstætt fólk: Bjartur, fim.
11. nóv. Tveir tvöfaldir, lau. 6. nóv. Fedra,
sun. 7. nóv. Abel Snorko býr einn, lau. 6.
nóv. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 7. nóv.
Borgarleikhúsið Vorið vaknar, sun. 14.
nóv. Sex í sveit, mið. 10. nóv. Litla hryll-
ingsbúðin, lau. 6., fim. 11. nóv.
Fegurðardrottningin frá Línakri, lau. 6.,
fim. 11. nóv. Pétur Pan, sun. 7. nóv. Leitin
að vísbendingu..., sun. 7. nóv.
íslenski dansflokkurinn: NPK, Maðurinn
er alltaf einn, Æsa: Ljóð um stríð, sun. 7.
nóv.
íslenska óperan Baneitrað samband, lau.
6. nóv. Hellisbúinn, fös. 12. nóv.
Loftkastalinn Rent, lau. 6. nóv. Hattur og
fattur, sun. 7. nóv.
Bíóleikhúsið Kossinn, lau. 6. nóv.
Iðnó Frankie & Johnny, fim. 11., fos. 12.
nóv. Gleym-mér ei og Ljóni Kóngsson, lau.
6. okt. Þjónn í súpunni, þrið. 9. nóv. Leik-
hússport, mán. 8. nóv.
Kaffileikhúsið Ó, þessi þjóð, lau. 6., los. 12.
nóv. Ævintýrið um ástina, sun. 7. okt.
Tjarnarbíó Töfratívolí, sun. 7. nóv.
Möguleikhúsið Langafi prakkari, sun. 7.,
fös. 12. nóv.
Hafnarfjarðarleikhúsið Salka ástarsaga,
lau. 6., fim. 11., fös. 12. nóv.
Hugleikur Völin & kvölin & mölin, lau. 6.
nóv.
Leikfélag Akureyrar Klukkustrengir,
lau. 6. nóv.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. NÓVEMBER 1999