Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 9
Drengur leikur sér að skopparkringlu, olra á léreft, 1738 (?), 67x76 sm. Louvre París. rænnar heildar, sem er hafin yfir tíma og rúm, sameinar á þá veru tvær tegundir túlkunar mynd og hvunndag. Lítill og fín- legur hallar drengurinn sér að borðbrún- inni, hann er nú þegar klæddur í föt full- orðinna og samkvæmt 18. aldar tísku hirðarinnar. í stað þess að sinna námsefni sínu, horfir hann dreymnum augum á leikfang sitt, skopparakringluna á borð- inu, og hefur ýtt námsefninu til hliðar til að rýma fyrir ferð hennar, léttum og ljúf- um dansi um borðplötuna. Meðvitað hefur Chardin takmarkað sig við örfá mynd- atriði til að geta helgað sig þeim og dreg- ið þau fram af meiri krafti. Þarmeð nær hann þeirri samþjöppun, sem gefur for- munum eigið líf. Milt samræmt Ijós dreg- ur fram og markar útlínurnar og stig- magnast eftir þörfum. Mestu birtumögnin eru á andliti drengsins, lýsa það upp svo það verður líkst fínasta postulíni. Fleiri lýsandi birtumögn koma fram í skriftar- fjöðrinni, skopparakringlunni og pappírs- rúllunni, sem dreifir þeim um myndflöt- inn, skapar andstæður og jafnvægi í myndbyggingunni. Blæbrigðaríkidómur heitra brúntóna, sem grænir og rauðir tónar auðga, eru loks til vitnis um hið næma og þjálfaða auga og einstæða lita- skyn málarans. Meinlegt að það þurfti að koma fyrir Chardin, sem verst getur hent málara, einkum af hans gráðu. Augnsjúkdómur tók að herja á hann sem var honum er á leið æ meiri fjötur um fót við málaratrön- urnar. Svo fór að um 1770 hættir hann með öllu að mála með olíu, í stað þess sneri hann sér að pastellitum, sem var óvenjuleg tækni á þeim tímum, og miðaði stærð mynda yfirleitt við myndefnin, sem voru mestmegins andlit. Hér kemur snilli Chardins vel fram í sjálfsmyndinni með gleraugun, sem fyrir stígandann og birtumögnin ber öll stíl- einkenni hans, vinnubrögðin eru fyrir sumt nær málverki í olíu en rissi í pastel, sér í lagi í mildri áferðinni. Listamaður- inn virðist líka hafa hugsað meira sem málari en teiknari í útfærslu pastelmynda sinna, að öllu samanlögðu stórum minna en um að draga fram hin sérstöku ein- kenni pastellitanna líkt og Degas löngu seinna. Sér enn frekar stað í hinni frægu mynd af konu hans og þó er meira en greinilegt að um pastelliti er að ræða, einkum ef vel er rýnt í tæknibrögðin. Sum viðfangsefna sinna átti Chardin til að mála í fleiri útgáfum og gerði svo vel og meistaralega að munurinn verður lítt greindur, sem sýnir nákvæmni hans og hin þjálfuðu vinnubrögð. Hins vegar hafa þær elst misvel og í því liggur helstur munurinn, kemur einkum fram í málverk- inu af konunni að afhýða ávexti, en ein út- gáfan er verr farin en hinar, sprungur í bakgrunninum. Má alveg vera að hann hafi einnig verið að gera tilraunir með ol- íur, og á þessa hlið í list meistarans er lögð drjúg áhersla á sýningunni í París, og mátti sjá fólk rýna lengi og vel í mynd- irnar og reyna að greina einhvern mun. Það átti fyrir Chardin að liggja sem ýmsum meisturum aldanna, að frægð hans dalaði er ný viðhorf ruddu sér rúms. Einnig gerði augnsjúkdómurinn það að verkum, að hann átti æ erfiðara með að sinna opinberum störfum og 1774 neydd- ist hann til að segja af sér sem féhirðir akademíunnar. Þegar hann svo lést 1779 tóku menn varla eftir því, ný kynslóð sí- gildrar akademískrar menntunar hafði tekið við, sem lagði meiri áherslu á sögu- legt innihald og gljáandi og þurran mál- unarhátt, hluti sem skorti fullkomlega í málverkum Chardins. París, Grand Palais, til 22 nóvember. Sýningin heldur áfram til listahallar Diisseldorf 5.12- 20.2., London, Royal Academi of Arts 9.3- 28.5. New York Metropol- itan Museum of Art 19.6.-17.9. Sýningarskrá í stóru broti 360 síður, 240 F, 36,59 EU. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. NÓVEMBER 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.