Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 5
skyldi ekki fá leyfi til að klappa. Að loknum tónleikum héldum við upp á hótel þar sem gestgjafinn bauð upp á kaffi; þau höfðu svo mikinn áhuga á tónlist og voru svo ánægð með tónleikana, en leið yfir því hve stuttir þeir voru, svo við héldum örlitla tónleika eftir kaffið. Pabbi lék undir á harmóníum; það var það sama og við höfðum haft í kirkjunni. Þar sem harmóníumið í kirkjunni var svo lélegt fengum við að láni harmóníum hótelhaldar- ans. Arangur tónleikanna var svo góður sem hægt var að hugsa sér; Kirkjuna fengum við ókeypis, maðurinn sem seldi aðganginn vildi ekkert hafa íyrir sinn snúð og gestgjafinn tók mjög lítið fvrir gistinguna. I fyrramálið förum við aftur til Akureyrar. 24.6. Akureyri kl. 4'/2 Erum nýkomin frá Húsavík; höfum ferðast í skínandi sólskini. Fórum smá útúrdúr upp á fjóra kílómetra til að sjá fallegan foss sem heitir Laxárfoss. Uti í freyðandi ánni liggja margir litlir birkivaxnir hólmar með ýmsum plöntum og blómum. Við áðum einnig stutt við Goðafoss. Það fallegasta og óskiljanleg- asta á þessari leið var Vaglaskógur. Hafði aldrei getað ímyndað mér að nokkuð þessu líkt fyndist á Islandi. Það lá vegur þvert í gegnum skóginn; beggja vegna vegarins var birki- og reyniviður allt að tvær til þrjár mannhæðir. Það var svo mikil gróðursæld alls staðar að maður hefði alveg eins getað verið í Danmörku. Við vildum gjarnan hafa gengið í gegnum skóginn en það hefði tekið allt of mikinn tíma frá okkur svo við hættum við þá hugmynd. í staðinn fundum við dá- samlegann litinn „dal“ þar sem við lögðumst niður og létum sólina baka okkur. Allt iðaði af skordýrum og fuglalíf var mikið. Stundin sem við áttum þama var svo falleg, svo full af Ijóðlist að ég mun aldrei gleyma henni. Það var erfitt að yfirgefa þessa „Eden“ - en nú erum við komin hingað aftur. Þrátt fyrir að við vorum þreytt eftir ferðina höfðum við æf- ingu í salnum frá kl. átta til tíu. Kl. 12. Nótt. Sá miðnætursólina. Kl. 11:10. Hún dansaði eins og glóandi bolti yfir hafflöt- inn. Eftir um 10 mínútur byrjaði hún að rísa í mót norðri. Þetta var einstök sjón; það var bjart sem á miðjum degi og yfir fjöllunum lá geislaljómi frá sólinni. Akureyri 25.6. Við fengum mjög fína umfjöllun um tón- leika okkar hér þann 22. Við mamma æfðum fyrir hádegi og þegar við höfðum borðað og hinir fjölskyldumeðlimirnir voru farnir að æfa sig, lagði ég mig og svaf í tvo tíma. Frá veitingasalnum var mér fært kaffi og ligg nú og nýt tilverunnar með góða bók. Akureyri 26.6. Tónleikarnir í gær heppnuðust stórkost- lega hvað það listræna snertir. Því miður voru færri til að hlusta þar sem fjöldi fólks fór út úr bænum til að njóta góða veðursins. Mikillar hrifningar gætti meðal þeirra sem annars komu. Eftir tónleikana var okkur boðið út - Þvílíkur hiti í dag, 23 gráður í skugga; svo hlýtt verður sjaldan í Reykjavík. Kl. eitt var okkur öllum boðið í kaffi hjá konu sem mamma þekkti. Lagt var á borð á gras- flötinni úti í garðinum. Kl. hálf þrjú kom „virtúósinn“ og sótti okkur til að keyra út fyrir bæinn. Um tíu kílómetrum fyrir utan bæinn komum við að freyðandi á, sem rann eftir djúpu gljúfri; hún áhugaverð að sjá; við Lilli stóðumst ekki freistinguna að klifra nið- ur og ganga með henni. Á einum stað urðum við að fara úr skónum og sokkunum, og vaða, til þess að komast áfram; það var ansi erfitt. Vatnið var ískalt svo við héldum það ekki út að vera í vatninu lengi í senn. Hún var einnig ansi straumhörð. Til að hafa lausar hendur reyndi ég að kasta skónum fram fyrir mig; annar lenti einnig nákvæmlega þar sem hann átti að lenda, en hinni lenti á steini og kastað- ist aftur, og út í á. Svona var þá staða mín. Það sem eftir var að leiðinni að bílnum varð ég að haltra með stuðningi Lilliar þar sem steinarnir skáru mig í fótinn. Mamma hló, þegar hún sá mig koma haltrandi og snökt- andi. En þetta voru svo notalegir skór. Það var ekkert annað að gera en að keyra inn í bæinn og reyna að finna nýja skó. Pabbi og mamma fóru úr bílnum við fallegan blómag- arð og þangað áttum við svo að sækja þau þegar við höfðum keypt skó. Það reyndist erfiðara en ég hafði trúað. Við urðum að keyra milli verslana; við hverja skóbúð sáu menn unga stúlku íklædda skó á öðrum fæti og hvítum ökklasokk á hinum, haltra yfir torgið. Nú, að lokum fundum við skó sem þó komust ekki í hálfkvisti í fegurð við hina. Síð- an keyrðum við út og náðum í pabba og mömmu. Þau voru yfir sig hrifin af garðinum þar sem uxu margar gerðir barrtrjáa og mörg litrík og ilmandi blóm. Eftir kvöldmat- inn fórum við út og rerum á firðinum. í dá- samlegu veðri rerum við yfir á hina strönd fjarðarins og fengum þaðan stórkostlegt út- sýni yfir bæinn. Drossíunni ekið yfir óbrúaða á einhvers staðar á leiðinni norður. fólk virtist ánægt. Gestgjafar okkar á hótel- inu voru þeir fyrstu sem mættu í kirkjuna, hvítþvegnir og sléttgreiddir, áreiðanlega þó með sorgarrendur undir nöglunum. Það er meginregla á Sauðárkróki að skafa ekki und- an nöglunum; allavega ekki á Hótel Tinda- stóli. Eftir konsertinn var okkur boðið upp á kaffi hjá læknisfrúnni, sem reyndist vera systir gestgjafa okkar á Húsavík. Við komum snemma hingað til Blönduóss svo það hefur gengið vel. Því miður voru tón- leikarnir í kvöld illa sóttir; þetta er slæmur tími til tónleikahalds því bændur eru í óða önn að slá túnin og þvo ull o.fl. Eg get ekki látið hjá líða að segja frá skemmtilegu atviki frá því í gærkvöld. Einar var byrjaður að spila í kirkjunni; Lilli og ég læddumst út til að sinna „dálitlu erindi“, en fundum engan hentugan stað til þess. I örvæntingu okkar snerum við okkur að lítilli stúlku, sem lék sér fyrir framan gamlan íslenskan sveitabæ. Hún hljóp inn til móður sinnar, sem miskunnaði sig yfir okkur, og leiddi okkur út - í fjósið; hún stóð fyrir utan til að gæta þess að enginn kæmi inn til okkar. Hvammi 29.6. Komum hingað um þrjúleytið. Ferðin var ekki skemmtileg og það hefur rignt allan daginn. Við höfðum hlakkað til að komast á hestbak, og komumst það einnig, en í ausandi rigningu. Við Einar riðum heim að bæ þar sem við ætluðum að fá að hringja til Reykja- víkur. Við riðum yfir þó nokkuð djúpa á; það var afskaplega gaman. Lilli var alveg æst að fá að stíga á bak (hún hafði aldrei reynt það áður) og þrátt fyrir rigninguna voru sóttir hestar handa allri fjölskyldunni. Einar reið fyrst prufutúr með Lilli, sem stóð sig með reisn; hún hafði verið klædd í pokabuxur og drengjablússu og var ábúðarmikil að sjá. Við vorum nú öll tilbúin að fara af stað og hinn langþráði reiðtúr varð nú að veruleika í aus- andi rigningu. Er við komum til baka urðum við að fara úr nánast öllum fötunum og hengja upp til þerris, en góða skapið beið ekki hnekki i rigningunni. I kvöld spiluðum og sungum hér fyrir fólkið á bænum - það varð mjög hrifið. Það er lítið pláss hér og af þeim ástæðum sofum við Lilli saman í rúmi sem hvorki er sérstaklega langt né breitt. Við fáum líklega lítinn svefn í nótt. 30.6. Hvammi Svaf mjög illa. Vaknaði hvert sinn sem ég þurfti að snúa mér og hvert sinn sem Lilli sneri sér; hún svaf einnig illa; í kvöld fáum við okkar eigin rúm. Fór á hestbak í morgun; vildi af alvöru reyna bestu hesta í heimi! - hann var einnig stórkostlegur; því miður endaði ferðin á hausnum, því hesturinn kast- aði mér af baki. Á hvínandi valhoppi reið ég eftir veginum; allt í einu, án nokkurrar við- vörunar, tók hann hliðarstökk út í þýfða mýr- ina án þess að hægja á sér, og eina leið mín út úr þessu var að láta mig síga niður á jörðina. Það tókst sem betur fer vel, en ég meiddi mig aðeins á hálsinum. Ég stökk strax á fætur og hljóp á eftir hestinum sem stökk frá mér. Á heimleiðinni hagað hann sér óaðfinnanlega. Sömu meðferð fékk Einar einnig í fyrsta skiptið sem hann steig á bak honum. Lausleg þýðing: Bjarki Sveinbjörnsson. Á norðurleiðinni 1933: Þetta átti víst að heita vegur, en stundum var betra að létta á bílnum. Sauðórkrókur 27.6. Kl. 9 kvöddum við Akureyri, bæinn sem við urðum svo gagntekin af. Tveir herrar komu í þann mund sem við vorum að fara af stað, með blómvendi frá „tónlistaráhuga- mönnum“. Vendirnir voru hnýttir úr blómum úr ýmsum görðum í bænum. Við óskuðum þess að við hefðum getað dvalið dálítið leng- ur. Nú erum við hér á Sauðárkróki og höfum haldið tónleika sem gengu mjög vel. Við urð- um vægast sagt smeyk þegar við komum á hið svokallaða hótel; lyktin var hræðileg og herbergin við fyrstu sýn afskaplega óaðlað- andi. Allt virkaði að sjálfsögðu mikið verr með hin dásamlegu herbergi á Akureyri í huga. Þegar ég lagði mig í dag uppgötvaði ég að rúmin voru allavega nógu góð; já og rúmið mitt var það lengsta og besta sem ég hingað til hafði haft. Blönduós 28.6. Sauðárkrókur er leiðinlegur bær enda vor- um við glöð í morgun þegar við fórum þaðan. Konsertinn í gærkvöld gaf lítið í aðra hönd en Einar Sigfússon og Guðmundur bílstjóri, báðir klæddir samkvæmt tízku tímans. Mæðgurnar Valborg og Elsa sýna tistræn til- þrif úti í náttúrunni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. NÓVEMBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.