Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 11
 HR %f^fÉÍP mm rnmmmmmM. igffl « S/ Ljósm. greinarhöf. Efst: Bessahaugur í túni Bessastaða, grasi vaxinn, en slegið í kring. Bærinn í baksýn. Myndin frá 1986. í miðju: Hamborg, 1990. Þar bjó Halldór Stefánsson alþingismaður og fræðimaður um tíma og byggði steinhúsið sem þarna sést. Neðst: Stekkur og nátthagi í „Stekkjarhvammi" neðst í Bessastaðaárgili. Lfklegt er að þar hafi hof Bessa staðið. Lengra burtu sést Fljótsdalsrétt. Ljósm. greinarhöf. Bessastaðir í Fljótsdal, 1988. Myndin er tekin á veginum við Þingvelli. Trjágarður Önnu er milli húss og vegar. Til hægri sér í Eyrarlandsbæinn. Teikning af Bessastaðabænum um 1900-1920, eftir Vigfús Sigurðsson frá Egilsstöóum í Fljótsdal. Frummyndin er í teiknibók Vigfúsar, sem er varðveitt í Héraðsskjalasafninu á Egilsstöðum. Ljósm. greinarhöf. Bessastaðaárgil er eitt helsta náttúrudjásn Fljótsdals, allt að 200 m djúpt og vítt á kafia. Neðst er Drekkingarhylur (Sunnevuhylur), en ofar eru Tófufoss og Jónsfoss. Þykk lög af sandsteini og jökul- ruðningi sjást um miðbik gilsins. Til hægri grillir í Kröflulínu og Snæfellsveg, sem krókast upp með gilinu, og klettinn Ingiríði ber við loft. Helgi braut upp lásinn á hofgarðinum og síð- an hofið sjálft, þrátt fyrir mótmæli Gríms. í hofinu voru líkneskjur af Þór og Frey, Frigg og Freyju. Helgi ávarpaði goðin heldur kersknislega, en fátt var um svör af þeirra hálfu. Þá tók hann þau af stöllunum, svipti þau klæðum og gripum, og bar allt í eina hrúgu í einu horni hofsins. Vildi Helgi kenna þeim um villu þá er hent hafði þá bræður, en Grímur taldi þetta hið versta verk, þó hann fengi þar engu ráðið. Að svo búnu fóru þeir sína leið, og skildu hofið eftir opið, svo snjó lagði inn í það. Ekki fer sögum af því hvernig Spak-Bersi tók þessum tiltektum fóstursonar síns, því að niðurlag Fljótsdæla sögu er týnt. Frásögnin ber þess merki, að söguhöfundur sé að skopast að goðatrúnni, og hún er því ekki talin trúverð- ug sem lýsing á hofi. Þó má skilja af sögunum, \ • , að Helgi hafi orðið „ógæfumaður“, og þá ekki síst vegna bíræfni sinnar og hvatskeytni. (Af lýsingu sögunnar má helst ráða að hofgarður Bessa hafi verið á nesinu neðan við Bessa- staðaármela). Trúskipti Bessa og Bessahlaup Þar sem fornsagan endar taka þjóðsögurnar við, og hefur Sigfús Sigfússon ritað langan þátt um Spak-Bersa, sem byggður er á munnmæl- um, er menn töldu vera ættuð úr hinum týnda hluta Fljótsdælu. „Bessi var mikill trúmaður og átti hann hof. Mun Brynjólfur afi hans hafa reist það. Er sú sögn manna, að það stæði þar vestanvert við Bessastaðaána, spölkorn frá bænum. Er þar gil að ánni og hljóp hann þar yfir ána milli hamra, sem síðan var kallað Bessahlaup, en það er eigi annarra manna færi.“ (Þjóðs. Sig- fúsar Sigfússonar, 2. útg., VI, 10) Samkvæmt þessum gömlu munnmælum lifði Bessi fram á þann tíma, er kristniboð hófst í landinu. Þá gerði mikið harðæri, og hét Bessi á goðin til árbóta, en lítið skipaðist \dð það. Ákv- að hann þá að prófa hvort hinn nýi guð krist- inna manna væri máttugri, og hét því að trúa á hann, ef hláka yrði komin að morgni daginn eftir. Þegar hann hafði staðfest þetta heit þorði hann ekki að stökkva yfir gilið, en næsta dag var komin asahláka og batnaði tíðarfar upp frá því. „Þegar Bessi þóttist sjá hve miklum mun goðin væru ómáttugii en hinn nýi guð, þá er mælt að hann segði: „Aldrei skal ég á goðin trúa framar. “ Síðan tók hann þau og bar í ána. Flutti hún þau út í Lagarfljót, og komu þeir hernaðarguðinn Þór og ársældargoðið Freyr sinn upp á hvort nes, sem síðan eru við þá kennd. Heitir þar Þórsnes austan Lagarfljóts er Þór kom á land; það er á Völlum út. En Freysnes heitir þar sem Frey rak, gagnvart, norðan Lagarfljóts, í Fellasveit. “ (Þjóðsögur Sigfúsar, 2. útg., VI, 10-11). Bessahlaup hefur líklega verið neðst í gilinu, en þar eru nú um 15-20 m milli kletta. Þar var mjó hengibrú á fyrri áratugum aldarinnar, fyr- ir gangandi fólk að fara yfir ána, og sér ennþá merki brúarsporðanna. Bessagötur eru nefndar í Hrafnkels sögu, og sagðar liggja frá Bessastöðum vestur yfir Fljótsdalsheiði. Bessabrunnar koma fyrir í Fjótsdæla sögu, og má skilja að þeir hafi verið nálægt „hofgarðinum“. Stórt, ferhymt gerði LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. NÓVEMBER 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.