Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 13
Dómkórinn syngur í kirkju heilags Nikulásar við Garnla torgið í Prag. EFTIR ÞRÖST HARALDSSON Fyrir þrjátíu og fimm árum - sum- arið 1964 - fór ég í hópi unglinga til Tékkóslóvakíu. Við fórum með því góða skipi Dronning Alex- andrine sem hafði viðkomu í Færeyjum á leiðinni til Kaup- mannahafnar. Þaðan var haldið áfram með lest til Prag og flug- vél sem millilenti í Brno og Bratislava áður en hún lenti í borginni Banská Bystrica í miðri Slóvakíu. Skammt frá þeirri borg dvöldum við svo í fjórar vikur í ungherjabúðum, eins konar sós- íalískum Vatnaskógi eða Ulfljótsvatni, ásamt hundraðum ungmenna frá ýmsum löndum Evrópu. Þessar vikur lifa í minningunni sem alger paradísardvöl. Veðrið var dásamlegt og við gengum um og tíndum hindber af trjám milli þess sem við hömuðumst á íþróttavellin- um og urðum ástfangin þrisvar á dag. Við ferðuðumst líka um Slóvakíu, fóram í langa ferð upp í Tatrafjöllin við pólsku landa- mærin og sáum í leiðinni stærsta dropasteins- helli í Evrópu sem mig minnir að hafi verið sagður 150 km að lengd enda teygði hann sig langt inn í Pólland. Og aldrei rigndi, að minnsta kosti gerir það það ekki í minning- unni. A einum stað námu rútumar staðar og okk- ur var sagt að fara út að skoða merkilega hluti. 1 minningunni er eins og þá hafi dregið fyrir sólu þegar við gengum drjúga stund um fanga- búðir nasista úr síðari heimsstyi'jöldinni. Þar sáum við dvalarstaði fanganna og sturtur sem vora víst ekki eingöngu ætlaðar fyiir vatn. Og við sáum gríðarmikinn ofn með víðu opi að of- an. Upp að því var okkur sagt að hefði áður fyn- legið færiband því ofan í ofninn vora líkin sett eftir að fangarnir höfðu farið í sturtu. Við gengum þegjandi í burtu fra þessum stað og settumst upp í rútu. Eftir nokkra stund tók sólin aftui' að skína og við héldum áfram að vera glaðir unglingar í paradísarieik. Af röngu faðerni Þessi ferð hefur smám saman verið að rifj- ast upp fyrir mér að undanfömu og ástæðan er sú að leið mín lá aftur til Tékkóslóvakíu, rcynd- ar bara til þess hluta sem nú heith' Tékkland. Dómkórinn söng nú í lok október á tónlistar- hátíð í Prag sem haldin var í tilefni af sjötugs- afmæli Petrs Ebens. Hann er þekktasta tón- skáld Tékka um þessar mundir og álitinn verðugur arftaki stórmeistara tónlistarinnar á borð við Dvorák, Smetana og Janasek. Þegar Petr Eben var á svipuðu reki og við unglingamir sem upplifðum paradís á jörð austur í Slóvakíu komust þýsk hernaðaryfir- völd að því að hann væri af óæskilegu faðerni Upp á líf og dauða Sungiö fyrir gesti og gangandi á Gamla torginu þar sem hjarta Tékklands slær í takt við klukkurnar frægu í ráðhúsinu. Petr Eben fæddist í smábænum Zamberk skammt frá landamærum Bæheims og Póllands árið 1929 en fjölskylda hans fluttist skömmu síðar til Ceský Ki-umlov í suður- hluta Bæheims þar sem hann ólst upp. Þar í borg er frægur kastali og í hon- um kirkja þar sem Petr hinn ungi fékk sínar fyrstu kennslustundir í tónlist. A fyrstu árum heimsstyrjaldarinnar síðari dvaldi hann löngum stundum á kii'kju- loftinu og byrjaði að læra á orgel þótt hann næði vart niður á fótstigið. En árið 1943 komust yfirvöld að því að afi Petrs var gyðingur og þá var endi bundinn á tónlistamám og aðra skólagöngu unglingsins. Engu skipti þótt fjölskyldan játaði kaþólska trá, Petr og faðir hans vora sendir í fangabúð- irnar í Buchenwald i Þýskalandi og vora þar til stríðsloka. Þessi reynsla markaði Petr Eben fyrir líf- stíð. Stundh-nai’ á kirkjuloftinu beindu honum inn á tónlistarbrautina og dvölin í fangabúðun- um illræmdu efldi með honum tráarþöi-fina. Kannski engin furða því í Buchenwald stóð hann daglega andspænis spurningum um líf og dauða, grimmd mannsins og hæfileika hans til að tráa á betra líf. Hann fékk þá köllun að bæta heiminn og koma á sáttum og friði milli manna. Eftir stríðið settist hann að í Prag og hélt þar áfrarn tónlistamámi. Arið 1948 innritaðist hann í Tónlistarakademíuna í Prag og nam þar píanóleik og tónsmíðar næstu sex árin. Hæfi- leikar hans til að miðla öðram komu fljótt í ljós og hann var skipaður kennari við Karlsháskóla árið 1955. Þar kenndi hann upp frá því sam- hliða tónsmíðum. Biðin langa eftir vorinu En þótt stríðinu hefði lokið með ósigri nas- ismans steðjuðu aðrar ógnir að hinu upprenn- andi tónskáídi og kennara. Árið 1948 komst kommúnistaflokkurinn tíl valda í Tékkóslóv- akíu og forystumenn hans vora lítt gefnir fyi'ir trúariðkan. Peti' Eben stóð fast á því að hlýða köllun sinni og mætti í messu á hverjum sunnudegi ásamt fjölskyldu sinni. Þetta var ekki hollt iyrir starfsframann og íyrir vikið var honum synjað um stöðuhækkun. Hann gegndi lektorsstöðu við háskólann allt fram til ársins 1989 þegar hann vai- loksins gerður að prófess- og sendu hann ásamt föður sínum til Buchenwald. Þar lenti Petr Eben í þeim hremmingum meðal annars að vera sendur í sturtu án þess að vita hvort.úr henni kæmi vatn eða eitthvað annað. Sem betur fer fyrir hann og heiminn var bara vatn í sturtunum í Buchenwald þann daginn og Petr Eben lifði dvölina af. Reynsla Petrs Ebens úr fangabúðum nas- ista leiddi hann á vit trúarinnar og kannski er það þess vegna sem hann er ekki þekktari hér uppi á íslandi en raun ber vitni. Nútímaleg kirkjutónlist er ekki það sem vekur mesta at- hygli í tónlistai’lífinu en meira máli skiptir þó eflaust sú staðreynd að trúarlegt inntak tónlistar Petrs Ebens varð til þess að tékknesk stjómvöld hömpuðu honum ekki meðan kommúnistaflokk- urinn var við völd þar í landi. Tónlist hans vai' ekki talin heppileg til út- flutnings. Líkbrennsluofninn sem greinarhöfundur skoð- aði í fangabúðum nasista í Tékkóslóvakíu fyrir 35 árum. PETR EBEN ÞEKKTASTA TÓNSKÁLD TÉKKA BAUÐ DÓMKÓRNUM í AFMÆLIÐ SIH Tvö tónskáld: Petr Eben og Þorkell Sigur- björnsson á góðri stund í Prag. or, þá orðinn sextugur. Þrátt íyrir þessa þrjósku hans við að halda í trúna slapp hann við margar verstu hliðar hins kommúníska stjómarfars. Hann hélt stöðu sinni við háskólann og gat eflaust þakkað það tvennu, annars vegai' því að hann var fórnar- lamb nasista í stríðinu og hins vegar því að hann var afburðagóður og vinsæll kennari. Það síðamefnda sást glöggt eftir Flauelsbylting- una árið 1989 en þá greiddu háskólanemar at- kvæði um það hvaða kennara úr fortíðinni þeir vildu halda í. Við talningu kom í ljós að nafn Petrs Ebens var á öllum atkvæðaseðlunum. Eben tók þátt í andófinu gegn einræði kommúnistaflokksins þótt ekki gæti hann tal- ist áberandi í því. Hann er ágætur vinur Vaclavs Havels forseta og árið 1990 var hann kallaður til að stjóma þekktustu tónlistarhátíð Tékka sem ber heitið Voríð í Pmg. Hann var listrænn stjómandi hennar í fjögur ár og fékk á þeim tíma marga þekktustu útlaga Tékka úi' röðum tónlistarmanna til að koma á hátíðina. Síðan hefur þessi hátíð verið helsta stolt Tékka á menningarsviðinu. Þjóðlög og munkasöngur Petr Eben hefur verið afkastamikið tón- skáld. Listinn yfir tónsmíðar hans er langur og spannai’ að heita má allar tegundir tónlistar. Mest hefur hann samið af orgeltónlist en kór- verk og einsöngslög era einnig fýrirferðannik- il. Hann hefur samið fjölmörg kammerverk tyrh' píanó og strengjahljóðfæri og spreytt sig bæði á óperam og sinfóníum. Tónlist hans stendur ýmsum fótum. Hann komst ungur í tæri við tékknesk þjóðlög og fór um á skólaárum sínum og safnaði þjóðlögum frá Mæri. í verkum hans gætir mikilla áhrifa frá einradda söng eins og munkai' hafa iðkað um aldir enda hefur hann dvalið af og til í klaustrum til að kynna sér sönglist íbúanna. Einnig hefur hann orðið fyrir áhrifum frá tón- list endurreisnartímans og fleira mætti tína til. Við heyrðum til dæmis leikna sinfóníu efth’ hann, glæsilegt æskuverk sem hann samdi 24 ára gamall. Þar byggir hann á einradda söngstefjum en áhrif ýmissa helstu tónskálda aldarinnai’ - Bartoks, Hindemiths, Mahlers - era einnig greinileg. Þjóðlögum og fornum kh’kjusöng steypir hann saman við nútímalegra tónmál svo úr verður áhrifamikil og grípandi tónlist. Eitt þeirra verka sem Dómkórinn flutti í Prag er Prager Te Deum sem Eben samdi um það bil sem árið 1990 gekk í garð. I því ríkir mikil gleði og fögnuður og tónskáldið hefur lýst því hvemig hann stefnir saman gregoríönskum munkasöng og nútímalegu tónmáli. Meginstef- ið er fom einradda söngur en gegn því er stillt upp nútímalegu viðlagi. „Þessar andstæður,“ segh’ Petr Eben, „eru mér mikilvægar því þær tákna sættir sögulegra hefða og veraleika nú- thnans innan veggja kirkjunnar." Utkoman er glæsilegt kórverk með undir- leik fjögurra blásara, páku og annars slag- verks. Helsta tónskáld Tékka er þar að fagna nýfengnu frelsi þjóðar sinnar með áhrifamikl- um hætti. Þetta verk var fyrst flutt 20. apríl 1990 á tónleikum sem haldnir voru til heiðurs Jóhannesi Páli páfa sem þá var í heimsókn í Prag. Tónverk fyrir Dómkórinn Á tónlistarhátíðinni í Prag flutti Dómkórinn einnig verkið Visio Pacis - Fríðarsýn - sem Petr Eben samdi sérstaklega fyiir kórinn. Það var frumflutt á Tónlistai’dögum Dómkirkjunn- ar haustið 1994 að tónskáldinu viðstöddu. Einnig söng kórinn það inn á geisladiskinn Um aldir a/da sem kom út á 200 ára afmæli Dóm- kirkjunnar árið 1996. Marteinn H. Friðriksson dómorganisti og stjórnandi Dómkórains segir að það hafi í raun verið alger tilviljun að Petr Eben skyldi semja LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. NÓVEMBER 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.