Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Side 3
LESBéK MORGIJNBLAÐSENS - MLNMNG LISTIR 45. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Ræður séra Haraldar Um þessar mundir kemur út ný bók með völdum köflum úr ræðum séra Haraldar Ní- elssonar prófessors, sem hann flutti fyrir fullu húsi í Fríkirkjunni í Reykjavík snemma á öldinni. Pétur Pétursson prófes- sor skrifar inngang og birtist hér útdráttur úr honum, svo og ein af ræðum Haraldar, Ok Krists. Listin sprettur alltaf upp aftur segir Einar Hákonarson í tilefni af sýningu á verkum hans, sem opn- uð verður í Garðabæ í dag. En það eru fleiri á ferðinni í dag en Einar; í Gerðubergi verður haldið sjónþingEiríks Smith, sem segist vera "svona margslungið kvikindi." Og í Listasafni ASÍ verða opnaðar þrjár sýningar og (jórar í Nýlistasafninu Aldamót og endureisn er heiti á nýrri bók sem kemur út um þessar mundir og inniheldur merkileg sendibréf sem fóru á milli tveggja baráttufélaga fyrir og eftir aldamótin 1900. Þeir voru Valtýr Guðmundsson, sem „valtýskan" var kennd við, og vinur hans Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti á Seyðisfirði. Jón Þ. Þór sagn- fræðingur hefur ritstýrt verkinu og skrifar hann skýringar við bréfin. Æskustöðvar Guðríðar Næsta vor verður afsteypa af höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Fyrstu hvítu móð- urinni í Ameríku, sett upp í nánd við Laug- arbrekku á Hellisvöllum undir Jökli, en þar fæddist Guðríður Þorbjarnardóttir sem tal- in er víðförlasta kona miðalda. Gísli Sig- urðsson hefur farið um æskuslóðir Guðríð- ar og lýsir þeim í máli og myndum, en Guðríður átti heima í Laugarbrekku til tvít- ugs. Þá sigldi hún með sínu fólki til Græn- lands og var sú sigling hin fyrsta af átta út- hafssiglingum hennar. FORSÍÐUMYNDIN er í tilefni umf jöllunar um æskuslóðir Guðríðar Þorbjarnardóttur. Fró Laugar- brekku, þar sem hún ólst upp, sést vestur með ströndinni og svipmesta kennileitið þar eru Lóndrangar. Myndin er tekin af Svalþúfu. Ljósm. GS. OIAFH.HAUGE GYLLTUR HANI BERGSTEINN BIRGISSON ÞÝDDI Löngu dauður ogluktur eigin skel, lifði égsem keisarans hani: tómur, íMiklagarðigall minn hvelli hljómur, gulli sleginn égrembdist ogspeirti stél. Þartil draumuvminn vakti’ um veislunátt. Varð að ösku hamur, fórmigað dreyma: Ég stend við dyr og húsið sefur, - heima - með hjarta barnsins ímér milt og sátt. Innum gætt égmæni, máninn skín, mamma og pabbi -, slitið viðargólf, þú varst svo lengi? kemur kennd án orða. Sorgin hrærði handan þungt sinn kólf er hjartað sökk og hvarf mér draumsins sýn. Gól égánýmeð gylltan keisarans borða. Olav H. Hauge er skóld, bóndi og garðyrkjumaður í Ulvik í Harðangursfirði í Noregi. Ljóð hans hafa verið þýdd ó fjölda tungumóla. Þýðandinn stundar nóm í norraenum fræðum í Ósló. UM VERÐMÆTI RABB Menn eru eyðilagðir ef þeir týna gömlum frakka eða þúsund lmónum, en enginn virðist óttast að glata sjálfum sér. (Ók.) Flest göngum við lífsgötuna dag hvern af gömlum vana. Við hugleiðum allt of sjaldan hvað við viljum fá út úr lífínu eða hvert ferðinni er heitið. Stefnum við í raun og veru í þá átt sem hugur okkar stendur til eða hrekjumst við undan veðrum lífsins án þess að geta rönd við reist? Þetta er að sjálfsögðu spumingin um ör- lögin og hinn sjálfstæða vilja og um það má endalaust deila hve miklu eða litlu við fáum sjálf áorkað til að marka okkur lífsstefnu. Mismunandi fletir á því álitamáli koma ber- lega í ljós í orðtökum og málsháttum sem orðið hafa til í viskusmiðjum mannkynsins frá alda öðli: Eigi má sköpum renna. Hver er sinnar gæfu smiður. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. En hvort sem við ráðum miklu eða litlu um það sem hendir okkur á lífsleiðinni verður ekki undan því vikist að við berum að minnsta kosti að einhverju leyti ábyrgð á því hvemig við bregðumst við. I hverju tilviki höfum við um ýmsa kosti að velja og þótt við getum ráðfært okkur við annað fólk verðum við sjálf á endanum að taka ákvörðun. Við veljum okkur lífsförunaut eða það að vera án hans. Við þurfum að ákveða hvern- ig við ætlum að afla okkur lífsviðurværis, hvar við setjumst að og hvort við ætlum að geta af okkur börn og ala önn fyrir þeim. Þetta eru afdrifaríkar ákvarðanir sem beina lífi okkar í tiltekinn farveg. Lífið streymir fram sem á er fellur til sjávar og annað veifið hvarflar það að okkur að við höfum býsna lítil áhrif á hraða og þunga straumsins eða landkosti þar sem áin fellur fram. A leiðinni erum við í leit að lífshamingj- u.Við sækjumst eftir þeim verðmætum sem við teljum vera uppsprettu sannra lífs- gæða. En hver eru þau, þessi verðmæti, og hvernig fáum við öðlast þau? Þetta er erfið spurning sem við verðum þó öll að svara. Líf vort liggur við. Ef til vill er þetta eina spurningin sem vert er að spyrja. Hver eru hin sönnu verðmæti? Þessi brennandi spurning leitar enn einu sinni á mig þar sem ég sit fyrir framan tölvuskjáinn og stari á þessi skrítnu tákn. Hvað er það sem blífur þegar öllu er á botninn hvolft? Við kunnum sjaldnast að meta það sem dýrmætast er í lífinu fyrr en það er um það bil að renna okkur úr greipum. í öllu ann- ríkinu, streðinu og lífsgæðakapphlaupinu láist okkur að leiða að því hugann að góð heilsa til líkama og sálar er undirstaða velf- arnaðar og skilyrði þess að við getum notið þeirra veislufanga sem lífið ber á borð. Að hafa augu til að sjá með, eyru til að heyra og hinn undursamlega hæfileika heilans til þess að umbreyta skynjun vorri í liti og tóna sem óma í sálinni. Að hafa lifur, bris og lungu sem gegna hlutverki sínu frá degi til dags. Að hafa hendur sem geta strokið oggælt. Einstaka sinnum finnum við örlagatakið á öxl vorri og sjáum augliti til auglitis. Þá verður okkur ljóst að við getum aldrei eign- að okkur neitt, að við höfum alla hluti að láni. Fyrr en varir eru þeir á braut og við erum nakin eins og þegar við komum í þennan heim. Við getum aðeins leitast við að varðveita þessar dýru gjafir sem okkur voru gefnar í árdaga. En í amstri daganna gleymist þessi vitr- un aftur skjótt. Við púlum, streðum og stynjum undan fargi áhyggjunnar og hin háalvarlegu verkefni eiga hug vorn allan. Við megum engan tíma missa. Við bindum okkur sjálf á klafann og örkum hring eftir hring uns það v'erður okkur um megn að reisa höfuðið til stjarnanna sem gætu ef til vill vísað okkur til vegar. Minnt okkur á að það besta í lífínu bíður við hvert fótmál og kostar litla sem enga peninga. Snerting handar, koss á varir, ástaratlot. Blikið í augum barnsins þegar það breiðir út faðm- inn. Að gæða sér á nýbökuðu ilmandi brauði og svala þorstanum með blátæru lindarvatni. Að fylla lungun úr blænum sem ber okkur hreint loft af fjöllum og hafi. Að njóta litbrigða náttúrunnar í jarðlögum, gróðri og ljósaskiptum á himni. Að leggjast í lyngið á fögrum vordegi, teyga ilm jarð- arinnar og skoða nýkviknað lífið á iði í grassverðinum. Finna hreiður og undrast hið óskiljanlega. Að á örskömmum tíma skuli þetta rauða og hvíta glundur í eggjun- um breytast í þúsund fjaðrir, harðan gogg og kló, einungis við yl úr móðurkviði. Oftast teljum við þetta þó einskisvert, sjálfsagða hluti sem tekur ekki að nefna. Já, svo hlægilegan barnaskap að slíkt hjal tengist aðallega vanvitum eða öðru undar- legu fólki. Það er ekki fyrr en við missum máttinn í fótunum að gaman verður að ganga. Hryggsúlan verður einhvers virði þegar við fáum þursabit og getum ekki velt okkur við í rúminu þótt við eigum að vinna okkur það til lífs. Meltingarfærin verða okkur fyrst hjartfólgin þegar við hættum að geta kúk- að. Við uppgötvum raddböndin er við höf- um glatað hæfileikanum til að tala, hlæja ogsyngja. Ekkert okkar myndi hika við að gefa all- ar okkar jarðnesku eigur í staðinn fyrir eitt af þessu hefðum við glatað því. Á þeirri stundu sjáum við augliti til auglitis og skynjum hin sönnu verðmæti. Og þótt hraustur líkami verði ekki metinn til fjár er heilbrigð sál samt enn dýrmætari og undir- staða þess að við kunnum að meta það sem okkur hefur verið gefið. Við getum ef til vill aðeins fundið fyrir þakklætinu þegar við höfum lært að lifa í sátt við okkur sjálf og samvisku okkar. Þegar allt kemur til alls er það ástin á líf- inu sem blífur og það besta sem við getum gert til að rækta þá tilfinningu er að smella blautum kossi á varir dagsins þegar við opnum augun á morgnana. EYSTEINN BJÖRNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.