Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Page 4
ÞAÐER YFIR OSS VAKAÐ Um þessar mundir koma út í nýrri bók valdir kaflar úr ræðum séra Haralds Níelssonar prófessors. Pétur Pétursson prófessor skrifar inngang og birtist hér útdróttur úr honum og ein af ræðunum úr bókinni. Útgefandi bókarinnar er Hóskólaútgáfan. SÉRA Haraldur Níelsson pró- fessor var kunnasti guðfræð- ingur og predikari síns tíma á íslandi. Hann var fæddur á Grímsstöðum í Mýrasýslu 1. desember árið 1868 og lést í Reykjavík árið 1928, þá rétt tæplega sextugur að aldri. Foreldrar hans voru Níels Eyjólfsson bóndi og Sigríður Sveinsdóttir kona hans. Móðurafi Haralds var hinn þekkti klerkur og fræði- maður séra Sveinn Níelsson. Sveinn var tví- kvæntur. Seinni kona hans hét Guðrún Jóns- dóttir. Þeirra sonur var Hallgrímur, sem var biskup 1889-1908, og dóttir Elísabet Guðný, sem giftist Bimi Jónssyni, ritstjóra ísafold- ar, og síðar ráðherra. Haraldur var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Bergljót Sig- urðardóttir og átti Haraldur með henni fimm börn, en hún lést árið 1915. Seinni kona Har- aids hét Aðalbjörg Sigurðardóttir og eignuð- ust þau tvö börn. Haraldur markaði djúp spor í guðfræði- sögu 20. aldar og reyndar allt trúarlíf þjóðar- innar. Þýðing hans á Gamla testamentinu á íslensku úr frummálinu, sem hann lauk við árið 1908, var afreksverk sem ber vitni um afburða þekkingu í biblíufræðum og næmi á meðferð íslensks máls. En þekktastur hefur hann orðið sem predikari og eftir hann liggur fjöldi predikana á prenti og í handriti, ræður við hefðbundnar guðsþjónustur, líkræður og húskveðjur sem voru algengar í upphafi ald- arinnar. Haraldur vígðist sem prestur við holdsveikraspítalann í Laugamesi árið 1908 og þjónaði því embætti til æviloka. Hann sótti um og fékk prestsstöðu við Dómkirkj- una í Reykjavík árið 1909 en varð að láta af því starfi vegna meinsemdar í hálsi eftir nokkra mánuði. Aðalstarf Haralds eftir að hann lauk við þýðinguna var kennsla. Hann var ráðinn kennari við Prestaskólann í Reykjavík 1908 og eftir að Háskóli íslands var stofnaður árið 1911 varð hann prófessor í guðfræði og aðalkennslugrein hans var Gamlatestamentisfræði. Tvisvar var Har- aldur kosinn rektor Háskólans og gegndi hann því embætti í fyrra skiptið árin 1916- 1917 og seinna skiptið 1927-28. Mikið hefur verið skrifað um Harald, skoð- anir hans og kenningar, en mest af því er með því marki brennt að vera annaðhvort há- stemmt lof og hól sem á stundum hefur jaðr- að við persónudýrkun eða svo rætið og nei- kvætt að ekki er mark á því takandi. Þeir sem fylgdu honum að málum töldu að hann hefði með spíritismanum snúið þeirri vörn sem kirkjan og kristin trú voru í um aldamót- in í sókn. En andstæðingum hans sveið það hve áhrif hans voru mikil og vildu þeir að yf- irvöld vikju honum úr kennarastóli við guð- fræðideild Háskólans og jafnvel að hann yrði gerður rækur úr þjóðkirkjunni. Þegar Haraldur kom heim frá guðfræði- námi í Kaupmannahöfn vorið 1897 tók hann af miklum áhuga þátt í samfélagi þeirra guð- fræðinga í Reykjavík sem mest létu trúar- og kirkjumál til sín taka. Þar fór fremstur í flokki Jón Helgason prestaskólakennari og síðar biskup (1916-1938). Friðrik Friðriks- son bættist einnig í þennan hóp þegar hann kom frá Kaupmannahöfn sama ár og Har- aldur. Þá hafði hann gefið læknisfræðina upp á bátinn og snúið sér að námi í Prestaskólan- um í Reykjavík og kristilegu æskulýðsstarfi. Hann varð leiðtogi KFUM sem sýndi sig að eiga grundvöll hér á landi þótt sjálft Heima- trúboðið (Dansk indre mission) fengi engan hljómgrunn, enda var það lenska hjá íslensk- um menntamönnum að agnúast út í það. Þeir Haraldur og Jón Helgason urðu miklir mátar og samstarfsmenn við Prestaskólann og síð- ar guðfræðideild Háskólans. Þegar Jón fór að kynna rannsóknarniðurstöður þýskra biblíufræðinga og frjálslyndu guðfræðina um aldamótin 1900 átti hann góðan stuðning þar sem Haraldur var, enda var hann skráður meðritstjóri að trúmálatímariti því sem Jón hafði veg og vanda af og nefndi Verði ljós. Þessi nýja stefna samrýmdist illa guðfræði og trúarlærdómum heimatrúboðsfólks og fylgjendur lútherska rétttrúnaðarins réðust gegn nýju stefnunni af miklum móð og voru kallaðir íhaldsmenn í guðfræði fyrir vikið og líkaði þeim mörgum það alls ekki illa. Þessir ungu aldamótamenn höfðu brenn- andi áhuga á því að efla kristna trú og kirkju- rækni með löndum sínum og vildu af heilum hug verja kristindóminn gegn gagnrýni og árásum sem þá var farið að bera meira á en áður, ekki síst af hálfu menntamanna sem höfðu stundað nám í Kaupmannahöfn. Flest- ir þeirra höfðu hrifist af hinum þekkta bók- menntafræðingi Georg Brandes. Hin skarpa gagnrýni hans á ríkjandi ástand í stjómmál- um og menningarmálum Dana féll í góðan jarðveg hjá íslenskum menntamönnum í Kaupmannahöfn og nokkrir þeirra urðu persónulegir vinir og kunningjar þessa áhrifamikla manns, þar á meðal Hannes Haf- stein fyrsti ráðherra íslands og leiðtogi Heimastjómarflokksins. Skáld og rithöfund- ar tileinkuðu sér hina hörðu gagnrýni og neikvæðu viðhorf Brandesar gagnvart kirkju og kristinni trú. Þar má t.d. nefna Gest Páls- son og Einar Hjörleifsson sem síðar tók sér eftimafnið Kvaran. Segja má að áhrif Brand- esar á andlegt líf á Islandi hafi aldrei verið meiri en þegar Haraldur sneri heim frá námi og áratuginn þar á eftir. Athyglisvert er að Einar Hjörleifsson átti eftir að venda sínu kvæði í kross gagnvart kristindóminum og gerast eindreginn talsmaður meistarans frá Nasaret. Einar var áhrifamikill í stjómmál- um landsins í upphafi aldarinnar sem rit- stjóri því hann sat aldrei á Alþingi. Hann sneri sér fyrst og fremst að skáldsagnagerð og varð einn vinsælasti rithöfundur þjóðar- innar. Hann lá ekki á liði sínu þar sem spírit- isminn var og segja má að hann hafi verið leiðtogi þeirrar hreyfingar allt frá því að hann heillaðist af spíritismanum, þá ritstjóri á Akureyri árið 1904. Með þeim Einari og Haraldi tókst náin vinátta og snem þeir bök- um saman þegar ráðist var á spíritismann. Ekki er óeðlilegt að spurt sé hvers vegna Haraldur Níelsson varð spíritisti. Astæðuna er að hluta til að finna í einkalífi hans en einn- ig í stöðu kirkjunnar og kristinnar trúar meðal menntamanna um aldamótin 1900. Ymsir sáu í sálarrannsóknunum möguleika á því að hægt væri að sanna með aðferðum raunvísinda að maðurinn lifði af líkamsdauð- ann. Þetta þótti þeim hinum sömu geta styrkt kirkjuna og rennt nýjum stoðum undir kristna trú. Hinar miklu framfarir í vísindum á 19. öld ólu af sér þær vonir að þeim væru nánast engin takmörk sett þegar um það var að ræða að bæta mannlífið og sigrast á því sem ógnaði manninum - jafnvel dauðanum. Haraldur Níelsson prófessor Biblíurannsóknimar og endurmat á trúar- lærdómum kirkjunnar sem Haraldur kynnt- ist í sambandi við vinnu sína við þýðingu Gamla testamentisins gengu í berhögg við þá guðfræði sem hann hafði lært og þá trú sem hann eignaðist við móðurkné og hjá frænda sínum og fóstra Hallgrími Sveinssyni bisk- upi. En hann hlaut að styðjast við túlkunar- sjónarmið þýsku biblíurannsóknanna sem byggðust á viðurkenndum sagnfræðilegum og bókmenntafræðilegum aðferðum og það var ástæðan fyrir því að hann tók að endur- skoða þær kenningar og viðhorf sem honum höfðu verið innrættar. Þá vaknaði efi hans um réttmæti ýmissa kenninga kirkjunnar og gildi þeirra fyrir kristna trú. Það var þrá eftir raunveruleika kristinnar trúar og ást á sannleikanum sem dró Harald að fundunum í Tilraunafélaginu sem var stofnað haustið 1905 að forgöngu Einars H. Kvaran. Þetta félag sem átti að vera lokað og starfa í kyrrþey starfaði til ársins 1912. En starfsemi þess vakti fljótt mikið umtal og deilur og magnaðar sögur gengu manna á milli um það sem fór fram á fundum félags- ins. Félagsmenn voru einkum úr hópi vina, vandamanna og samherja Einars og Björns Jónssonar og þess vegna mátti fyrstu árin greina afstöðu manna til sálarrannsókna nokkuð örugglega eftir því hvort þeir fylgdu Heimastjómarflokknum eða stjómarand- stöðuflokknum undir forystu Björns Jóns- sonar. Fundargerðir sem varðveist hafa frá fundum þess sýna glögglega að yfir þeim var trúarlegur blær, bænir fluttar og sálmar sungnir. Fyrir kom að haldnar væm sérstak- ar guðsþjónustur fyrir félagsmenn, annað- hvort í húsi því sem það lét reisa, sem stund- um var kallað Sambandshúsið, eða á heimili Einars H. Kvaran. Að jafnaði predikaði Haraldur við þær guðsþjónustur og nokkur handrit af ræðum sem hann flutti við þau tækifæri hafa varðveist í skjalasafni hans. Þar fléttar hann spíritismann saman við boð- un kristinnar trúar og það er greinilegt að ár- ið 1906 er hann orðinn sannfærður sgíritisti og hikar ekki við að gangast við því. A þess- um fundum í Tilraunafélaginu er gmnnurinn lagður að því predikunarstarfi sem Haraldur varð frægastur fyrir og fór að mestu fram við guðsþjónustur sem haldnar voru annan hvern sunnudag í Fríkirkjunni í Reykjavík frá árinu 1914. Frumkvæðið að þessum guðs- þjónustum átti kjami fólks sem áður hafði sótt fundi í Tilraunafélaginu og hefur áreið- anlega saknað þess að fá ekki að heyra þær andríku ræður sem Haraldur flutti þar. Tal- að var um Haraldssöfnuð í þessu sambandi og áreiðanlega hefði verið grundvöllur fyrir stofnun sérstaks safnaðar um séra Harald í Reykjavík á öðmm áratugi aldarinnar ef hann hefði gengist inn á það. En hann vildi ekki að spíritisminn yrði sérstök trú og lýsti því yfir að hann yfirgæfi ekki evangelísk-lút- hersku þjóðkirkjuna meðan honum væri stætt enda var hann viss um að vísindalegar rannsóknir og samviskufrelsi í trúmálum væri beinlínis í anda siðbótarmannanna. Sjálfur leggur Haraldur á seinni hluta ævi sinnar ekki mikið upp úr predikunarstarfi sínu fyrir þann tíma er spíritisminn kom til sögunnar. Þetta sést best á því að hann vildi síðar á ævinni ekki láta birta neitt af þeim predikunum sem vom til frá þeim tíma er hann flutti guðsþjónustur í Dómkirkjunni í Reykjavík. Ekki er þó svo að predikun hans frá þeim tíma hafi fallið í grýttan jarðveg. Ás- mundur Guðmundsson biskup segir frá því að fólk hafi á þessum ámm þyrpst til kirkju til að hlýða á hann. „Hann hreif hugi þess og náði á þeim djúpum tökum, enda þótt þau yrðu meiri og dýpri síðar meir.“ Afstaða Haralds til eldri predikana sinna í dómkirkjunni mótaðist að sjálfsögðu af þeirri áherslu og því mikilvægi sem hann gaf spírit- ismanum í boðun kristinnar trúar, enda segir hann sjálfur í formála að fyrri hluta predik- unarsafnsins Árin og eilífðin árið 1920, að: „Sé nokkuð nýtilegt í predikunarstarfi mínu og þessum ræðum, þá er það fyrst og fremst þaðan [þ.e. frá sálarrannsóknum] runnið.“ Þær ræður sem varðveist hafa frá því fyrir 1914 sýna greinilega að ræðusnilld hans var ekki bundin við boðun spíritismans. Það er því full ástæða til að gefa þeim gaum þótt hann gefi þeim sjálfur ekki háa einkunn. I safni hans sem áður er minnst á, sem að mestu leyti virðist hafa varðveist eins og hann sjálfur gekk frá því í pökkum, hefur hann sett flestar þessar ræður í pakka og merkt „Af- gamlar ræður“ og „Gamalt rusl“. Hér er það bardagamaðurinn Haraldur Ní- elsson sem skrifar í hita átakanna, en í þeim hlaut hann sár og missti nána vini. Það var ekki umburðarlyndi eða sáttfysi sem ein- kenndi hann í þessum ham. Hann dró skýrar línur, varð harðorður um kenningar and- stæðinga sinna og beitti biblíuþekkingu sinni til að slá vopnin úr höndum þeirra. Þannig hreif hann fólk með sér og skapaði um sig hóp aðdáenda og fylgjenda um allt land sem litu á hann sem andlegan leiðtoga og leituðu 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.