Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Side 9
Allt lokað Á vordögum gengust um sex- tíu myndlistarmenn fyrir sam- sýningu til að freista þess að bjarga Listaskálanum. Það tókst ekki, þrátt fyrir víðtæka sam- stöðu, og varð sýningin sú síð- asta í húsbóndatíð Einars. „Það var mikill hvellur í sam- bandi við þessa samstöðusýn- ingu, ekki síst þar sem ég hafði leyft mér að segja í sýningarskrá að myndlist í Reykjavík ætti ekki í önnur hús að venda en gjafa- vörubúð og fataverslun. Allt ann- að væri lokað. Eg skil ekki hvers vegna menn voru að gera veður út af þessu - þetta er alveg hreina satt. Þegar ég vildi sýna núna var bara um tvo staði að ræða, Gerðarsafn í Kópavogi og Hafnarborg í Hafnarfirði, og á báðum þessum stöðum er bið í tvö til þrjú ár eftir plássi. Þar að auki skilst mér að þessir staðir séu að íhuga að taka upp sömu Morgunblaðiö/Kristinn „Það er mikil lífsreynsla fyrir mann sem er reiðubúinn að leggja allar sínar veraldlegu eigur undir til að veita ákveðinni hugsjón brautargengi að líða á endanum eins og húsið hafi brunnið ofan af honum - ótryggt," segir Einar Hákonarson. LISTIN SPRETTUR ALLTAF UPP AFTUR Einar Hákonarson lætur nú að sér kveða í fyrsta sinn eftir að hann tapaði taflinu um Listaskálann í Hvera- gerði í sumar. Það gerir listmálarinn á sýningu með nýjum verkum sem opnuð verður á Garðatorgi í Garðabæ í dag. ORRI PÁLL ORMARSSON fór til fundar við Einar sem kveður land og lýð með þessum hætti -að sinni. Horfin sjónarmiö, 1999. stefnu og Kjarvalsstaðir - þar sem aldrei er hræðu að sjá - að setja eingöngu upp boðs- sýningar. Þar með yrði búið að loka öllum op- inberum sýningarsölum á höfuðborgarsvæð- inu. í mínum huga er engum blöðum um það að fletta að þetta er röng listpólitík. Menn verða að taka á þessu. Og það hlýtur að ger- ast, fyrr en síðar. Það er nefnilega með listina eins og jurtirnar - það er sama hversu oft þú stígur á hana, hún sprettur alltaf upp aftur.“ - Nú sprettur hún sumsé upp á Garða- torgi? „Já, já. Hér er ágætt að vera en samt há- bölvað að þurfa að leita hingað þegar til eru staðir, eins og þetta metnaðarfulla hús mitt í Hveragerði, sem menn voru sammála um að væri einn besti sýningarsalur landsins. Það færir manni heim sanninn um það að allt þetta gaspur um menningu er bara í munnin- um á fólki. Því miður.“ - Þetta hefði með öðrum orðum ekki þurft að fara á þennan veg? „Nákvæmlega. Og ég er mjög ósáttur innra með mér yfii- því að mér skyldi ekki vera svarað, ekki síst þar sem ég bauðst til að gefa ævistarfið ef það mætti verða til þess að menn kæmu til bjargar skálanum. Það er gamla sagan, við Islendingar erum aldrei sér- lega góðir við okkar heimamenn. En um leið og Islendingar flytja til útlanda er allt gert fyrir þá.“ Og þetta ætlar listmálarinn að færa sér í nyt. „Það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Eg er á leið til Gautaborgar, þar sem ég hef kennslu við listaháskóla í janúar. Það má því eiginlega líta á þessa sýningu hérna á Garðatorgi sem einskonar kveðjusýningu, þó ekki sé ég að slíta tengsl við landið.“ - Þú hefur aldrei legið á skoðunum þínum. Heldurðu að það hafí að hluta til komið þér í koll? „Eg er ekki frá því. Eg hef velt þessu mikið fyrir mér undanfarið og komist að þeirri nið- urstöðu að menn verði að hugsa sig vandlega um í dag ef þeir ætla að tjá sig um menn og málefni. Sérstaklega málefni. Falli ummæli í grýttan jarðveg getur það bitnað á mönnum. Þess vegna þorir enginn að segja neitt leng- ur. Eg er talandi dæmi um þennan vanda - hef alltaf verið óhræddur við að tjá mig, með þessum árangri sem raun ber vitni. Menn vildu ekki vera í mínum sporum núna.“ - Ertu að segja að listamenn geti ekki leng- ur leyft séraðhafa skoðanirá umhverfísínu? „Það er að minnsta kosti af sem áður var. Halldór Laxness var vanur að tjá sig með af- gerandi hætti hér áður fyrr og komst upp með það án þess að stigið væri á hann. Hvers vegna? Hann hafði sínar tekjur að mestu frá útlöndum. Sama máli gegndi um Einar Ben., eins og fram kemur með skýrum hætti í ævi- sögu hans. Mín reynsla er sú að þótt menn vilji vera menn sannleikans verði þeir að tala á ákveðnum nótum til að lifa af.“ Hafa menn misst alla sjálfsvirdingu? - Iðrastu orða þinna ? „Leyfðu mér að svara þessu svona: Ég hef gagnrýnt listsagnfræðinga harkalega og hversu valdamiklir þeir eru í íslensku menn- ingarlífi. Það eru þeir sem sitja í valdastöðun- um. Það er ekki okkur, málurunum, að kenna að myndlistin á við þennan vanda að etja. Það er hins vegar okkar aumingjaskapur að standa ekki uppi í hárinu á þess- um fræðingum. Hafa menn misst alla sjálfsvirðingu? Gera hvað sem er fyrir smáathygli?" - Þú iðrast með öðrum orðum einskis? „Ég hef hreina samvisku gagnvart mínum hugsjónum! Og það er frumkrafa listamannsins að vera sannur sjálfum sér.“ Svíþjóð er framundan og leggst dvölin vel í Einar. Hann bjó þar á árunum 1989-91 og hélt meðal annars fimm sýning- ar sem var vel tekið. Gerir hann ráð fyrir að hafa gott svigrúm til að mála með kennslunni. „Ætli ég komi nokkuð aftur fyrr en ég er orðinn heimsfræg- ur í Svíþjóð og menn fara að taka mark á mér hér,“ segir listmála- rinn og brosir í kampinn. „Ann- ars held ég að ég hafi gott af því að hvfla mig aðeins á íslensku þjóðfélagi eftir þessai' hremm- ingar og sjálfsagt hefur íslenskt þjóðfélag gott af því að hvíla sig á mér. Samt er aldrei að vita nema ég sendi eitt og eitt skeyti frá Gautaborg," klykkir hann út með og hlær ógurlega. Sýningin á Garðatorgi hefst klukkan tvö í dag og mun Olafur Gunnarsson rithöfundur lesa úr bók sinni, Vetrarferðinni, við opnunina. Sýningunni lýkur 28. nóvember. „FARÐU bara inn hjá Nýkaupi og labbaðu inn ganginn, þá finnurðu mig strax. Ég er þama á götunni. Það fer vel á því,“ segir Ein- ar Hákonarson og skellir upp úr þegar ég hringi í hann og boða komu mína á Garðatorg, þar sem listmálarinn er að setja upp sýningu. Gott að hann hefur ekki glatað kaldhæðninni, hugsa ég með mér, en sem kunnugt er tefldi Einar djarft með byggingu Listaskálans í Hveragerði. Og tapaði. Ég hef ekki í annan tíma sett Garðatorg, þetta hjarta Garðabæjar, í samhengi við myndlist en þarna væsir ekki um listamann- inn, sem komið hefur upp litlu listatorgi í verslanamiðstöðinni, björtu og hlýlegu. Þótt vissulega sé þetta enginn Listaskáli, eins og Einar bendir á sjálfur. Mikið rétt, hann er auðfundinn, þar sem hann stendur á torginu sínu, jakkaklæddur með húfu í gjólunni. Það er ekki beinlínis kalt en samt ekki hlýtt, þótt gatan sé yfirbyggð. Oðru máli gegnir um myndimar, flestar hverjai', sem komnar eru upp - þær eru fun- heitar. Það er gi'einilegt að málaranum liggur sitthvað á hjarta. Tilfinningaríkari málari „Eftir að ég lokaði Listaskálanum í Hvera- gerði um síðustu áramót kom ákveðið tóma- rúm vegna biðar eftir svörum frá ríkisstjórn Islands - svörum sem aldrei komu - og á meðan málaði ég megnið af þessum myndum. Raunar málaði ég þær, svo til allar, í Lista- skálanum," segir Einar þegar tilurð sýning- arinnar ber á góma. - Er þetta þá einskonar óður til skálans? „Nei, ég myndi ekki segja það. Þetta er miklu frekar reynsla sem ég lenti í með Lista- skálann - reynsla sem gerði mig að tilfinning- aríkari málara. Ég kafa dýpra í sálartetrið. Það kemur fram með þeim hætti að myndirn- ar eru malerískari, hvað sem menn vilja lesa út úr því, og liturinn mildari. Viðfangsefnin bera líka sum hver þessari reynslu minni vitni.“ - Viltu útskýra það nánar? „Já, já. Það er mikil lífsreynsla fyinr mann sem er reiðubúinn að leggja allar sínar ver- aldlegu eigur undir til að veita ákveðinni hug- sjón brautargengi að líða á endanum eins og húsið hafi brunnið ofan af honum - ótryggt. Þannig er staðan, hálfsextugur stend ég á núlli.“ Mörgum væri tregt um tungu í þessum sporum og þótt Einar mæli vissulega af þunga - hann er ekki sáttur við lyktir mála - er engin uppgjöf í röddinni. Hann mun halda baráttunni áfram. En býst hann við því að Listaskálinn taki aftur til starfa á sömu for- sendum? „Af hverju ekki? Mér finnst alveg hugsan- legt að hægt verði að taka upp þráðinn aftur. Það er mín heitasta ósk. Skálinn var auglýst- ur til sölu á dögunum og þar kom fram að hann hefði verið byggður undir lista.staifsemi og æskilegt væri að nýta hann þannig áfram. Það finnst mér mjög jákvætt. Það er auðvitað skítt að láta einhverjar áttatíu-níutíu milljón- ir falla dauðar.“ Einar kveðst hafa fengið tólf milljóna króna styrk frá ríkisvaldinu árið 1998, árið eftir að hann opnaði Listaskálann. „Það var helmingurinn af því sem ég bað um það ár og fór í stofnkostnað. Staðreyndin er sú að ég hafði ekki næga peninga _ til að fjár- magna þetta dæmi. Ég er eigi að síður harður á því að Listaskál- inn, eins finn og hann er, hafi verið byggður fyrir helming af þeirri upphæð sem svona bygg- ing ætti með réttu að kosta. Það er þjóðarskömm að þetta skyldi vera látið fara svona.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.