Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Page 12
Það er ótrúlegt þrek og áræði hjá konu sem komin var yfir miðjan aldur að ráðast í suð- urgöngu. En fyrst varð að sigla utan, líklega til Noregs og það varð sjöunda ferð Guðríðar yfir úthafið. Sú áttunda skilaði henni heim og þá hafði þessi víðförlasta kona miðalda séð nóg af heiminum. Litast um á Laugarbrekku A æskuslóðum Guðríðar Þorbjamardóttur undir Jökli er víðast hvar fagurt um að litast, einkum þegar bjart er og jökullinn sést í sínu mikla veldi svo og hraunstraumamir sem hafa storknað í brattri hlíðinni. Undirlendið er hvorki stórt né tiltakanlega grösugt og hafið hvergi langt undan; brimið svarrar við hamra sem rísa hæst í Þúfubjargi og Lón- dröngum, lítið eitt vestar. Fyrir utan húsa- þyrpingar á Arnarstapa og Hellnum er ósnortin náttúra nánast hvert sem litið er; á þessu umhverfi er ugglaust lítill munur frá uppvaxtaráram Guðríðar. Frá Arnarstapa liggur Utnesvegurinn vestur yfir Hellnahraun og lítið eitt vestar liggur hann norðan undir brattri hæð sem heitir Laugarhöfuð og síðan meðfram Laug- arvatni. Snertuspöl þaðan vekur athygli skilti sem sett hefur verið upp við veginn. Það er hópur áhugamanna á Snæfellsnesi um Guðríði sem heiðurinn á af skiltinu og þar segir í fáum orðum hver hún var og sé litið til suðurs frá þessum stað sést bæjar- stæðið á Laugarbrekku undir grösugri brekku, rúman kílómetra frá veginum. Búið var á Laugarbrekku til 1860; þá bjó þar Magnús Gunnlaugsson, en litlar sögur fara af honum. Bærinn var fluttur að Helln- um, en túnið í Laugarbrekku var nýtt miklu lengur. Raunar svo lengi að einhvemtíma um miðja öldina, sem nú er að enda, var það plægt og herfað með það fyrir augum að gera það véltækt. En þess sér ekki stað leng- ur; mestan part er þar kargaþýfí vaxið gras- beðju. Leiðin heim að Laugarbrekku frá þjóð- veginum liggur yfir þýfðan móa og er þá komið að tröð sem enn sést vel þrátt fyrir grasbeðjuna. Tröðin liggur upp að háum bæjarhóli með tóftum efst; því er líkast að þar hafi hver bærinn verið byggður ofan á öðrum. Fátt er þó markvert að sjá annað en stein sem ber ártalið 1743. Yfir öll önnur mannanna verk á þessum stað hefur grasið miskunnað sig. Skammt sunnan við bæjarhólinn er kirkjutóft og kirkjugarður. Stóðu kirkjuyfir- völd fyrir því 1993 að hann var girtur. Þarna hefur staðið allstór torfkirkja sem lögð var niður 1883 og stendur tóftin að mestu. Þar stingur í augu að sjá mannvirki sem komið hefur verið fyrir í tóftinni og líkist mest litlu gróðurhúsi. Þegar betur er að gáð er þetta ál- og glerhús einskonar grafhýsi. Það er yfir gröf Matthíasar Guðmundssonar, sýslu- manns á Snæfellsnesi, sem lézt voveiflega í febrúarmánuði 1660. Ekki hefur þótt sæm- andi að grafa annan eins mann utan kirkjunnar og hann virðist jafnvel eiga góða að í nútímanum. Af síðari alda búendum á Laugarbrekku hefur farið mest orð af Asgrími sem nefndur var Hellnaprestur. Eftir ósætti við sóknar- böm sín missti hann hempuna 1793 og þá mest fyrir þær sakir að hann hafði af stríðni við sýslumann gefið saman norðlenzkan flakkara og frillu hans. Flakkarinn var þá þegar kvæntur fyrir norðan. A þessum tíma átti Ásgrímur Laugarbrekku og fluttist þá á eignarjörð sína. Eftir mikið málaþras tókst honum að að í'á uppreisn til prestsembættis að nýju 1804. Arið 1821 kærði sýslumaður hann aftur og varð það upphaf að langvinnu málastappi; fylgdi ákærunni „sálmur" eftir Ásgrím, sem var níð um sóknarbömin. I prófastsrétti að Laugarbrekku 1822 var hann aftur dæmdur frá kjóli og kalli, en þrjózkan var slík þótt aldurinn væri farinn að færast yfir kappann, að enn sigldi hann til Kaupmannahafnar og var þar langdvölum til að berjast íyrir endurheimt hempunnar. Fór svo að hæstiréttur sýknaði hann og tók hann þá enn við embætti í Breiðuvíkurþingum. Þá var hann kominn fast að sjötugu og átti ekki langt eftir. Mælti hann svo iyrir að hann skyldi grafinn í hempu sinni í tvöfaldri kistu og gröfin höfð fjögurra álna djúp. Hvar á höggmynd Ásmundar að standa? Laugarbrekkuhópurinn, eins og áhuga- menn um minningu Guðríðar Þorbjamar- dóttur nefna sig, hefur fest kaup á afsteypu af verki Ásmundar Sveinssonar, Fyrstu hvítu móðurinni íAmeríku og verður myndin sett upp í nánd við Laugarbrekku næsta vor. Þessa höggmynd vann Ásmundur vegna Heimssýningarinnar í New York 1940 og sýnir hún konu standa í stafni á stílfærðu skipi sem Ásmundur hefur þó kosið að láta líkjast sel. Styður konan annarri hendi ofan á drekahöfuð skipsins, en skyggir með hinni fyrir augu um leið og hún heldur í höndina á Þverhöggviðgnapir Þúfubjarg/ þrútið af lamstri veðra, segir í Áföngum Jóns Helgasonar. Á Þúfu- bjargi sem sést frá Laugarbrekku segir þjóðsagan að Kolbeinn Jöklaraskáld hafi kveðizt á við Kölska og haft sigur. Rústir bæjarins á Laugarbrekku ber yfir kargþýft en grasgefið tún. Laugarvatn, skammt frá Laugarbrekku. í fjarska sjást Lóndrangar. í sefi við Laugarvatn er stærsta blómálfabyggð á íslandi að sögn Margrétar frá Öxnafelli. Snorra syni sínum sem stendur á öxl hennar. I Laugabrekkuhópnum eru Kristinn Jón- asson, Ólafsvík, Reynir Bragason, Hellnum, Ragnhildur Sigurðardóttir, Álftavatni í Stað- arsveit, Guðrún Bergmann, Hellnum, og Skúli Alexandersson, Hellissandi. Hugmynd þeima var að gera eitthvað til heiðurs Guð- ríði Þorbjarnardóttur á árinu 2000, en málið hefur átt talsvert langan aðdraganda. Vetur- inn 1990-91 fluttu alþingismennimir Skúli Alexandersson, Ragnar Arnalds, Stefán Guðmundsson, Salome Þorkelsdóttir, Rann- veig Guðmundsdóttir, Kristín Einarsdóttir og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir tillögu til þingsályktunar um kynningu á Guðríði Þorbjamardóttur. Var þar skorað á ráðun- eyti menntamála og samgöngumála að beita sér fyrir verðugrí kynningu og Laugar- brekka var þá sérstaklega nefnd. Laugarbrekkuhópurinn hefði helzt viljað fá vegagerðina til þess að leggja afleggjara frá þjóðveginum að Laugarbrekku og að þar yrði byggður stallur undir höggmyndina. Nú virðist málið hinsvegar hafa fengið þá af- greiðslu að vegurinn nái aðeins hálfa leið. Þar á höggmyndin að standa og þar er fyrir- hugað bflastæði. Kynngimagnaður staður Landnámsmaður á Laugarbrekku var Bárður Snæfellsás, maður af tröllakyni og eigi einhamur. Að sögn gekk hann inn í jök- ulinn á dánardægri og varð átrúnaðargoð. Flest er hér kynngi magnað og ekki sem sýnist. Lítum fyrst á Laugarholtið ofan bæj- arstæðisins; hæð eða lágt fell sem hallar til suðurs. Fljótt á litið virðist þetta vera há jökulalda, en þegar upp er gengið kemur í ljós rauðamöl og loks mikið gímald með vatni efst, þar sem heitir Laugarhöfðuð. Þarna er þá forn eldgígur með vatni sem heitir Bárð- arlaug; náttúravætti og nafnið er til komið vegna þess að þar baðaði Bárður sig. Vestar, í Purkhólum, er svipað náttúrufyrirbæri sem lítur út fyrir að vera gígur en er líklega jarð- fall og án vatns. Þar heitir Bárðarból. Skammt vestan við bæjarstæðið á Laug- arbrekku er hamar á gilbrún og flöt uppi á honum. Þar er forn þingstaður enda heitir staðurinn Þinghamar. Þar var réttað yfir Axlar-Birni, einum frægasta fjöldamorð- ingja Islandssögunnar. Þótti hann hafa unn- ið til þess að vera beinbrotinn áður en hann var höggvinn, en að enduðu var líkið hlutað í þrennt og dysjað þar skammt frá í þrennu lagi til þess að ófétið gengi síður aftur. Hvort það dugði til þess að hann lægi kyrr veit ég ekki, en mér varð hugsað til hans þegar ég var á gangi um bæjarstæðið á Laugarbrekku og þá var hreinlega einhver sem setti fyrir mig fótinn svo ég steyptist á hausinn. En þar var gras undir og mér varð ekki meint af byltunni. Frá Laugarbrekku sést vestur með ströndinni út að Malarrifi. Þar eru alls stað- ar hamrar og jafnvel í góðviðri þegar hafflöt- urinn virðist spegilsléttur, rísa alltaf öldur og brotna við þessa bergveggi. Á unglingsár- um sínum hefur Guðríður Þorbjarnardóttir þekkt þessa strönd vel; ugglaust hefur hún margoft gengið vestur á Þúfubjarg, sem er þverhöggvið og þiútið af lamstri veðra eins og Jón Helgason segir í Áföngum. Ofan af Svalþúfu er stórfenglegasta útsýnið hér um slóðir þegar horft er til Lóndranga, þessara myndrænu gostappa sem rísa upp úr klett- óttri ströndinni eins og miðaldadómkirkja. Nema hvað þær skarta ekki brimlöðrinu. Mannvirki nútímans setja ekki mark sitt á þetta iimhverfi svo um muni. Þegar ekið er eftir Utnesvegi vestur og norður með jöklin- um er náttúran alls staðar í aðalhlutverki. Og ekki er allt sem okkur sýnist, þessum sem enga dulræna hæfileika hafa. Við tökum að vísu eftir fallegu sefi skammt frá veginum við Laugarvatn. En „augu voru eru haldin og hjörtu voru trufluð“, eins og Snæfellingurinn Jóhann Jónsson segir í Söknuði, og þess vegna sjáum við ekki blómálfana þar. En þeir eru þar; meira að segja stærsta blóm- álfabyggð á Islandi, eða svo sagði sjáandinn Margrét frá Öxnafelli. Annar sem upp er sprottinn úr þessum jarðvegi og sér lengra en nef hans nær er listamaðurinn og refa- skyttan Þórður frá Dagverðará. Nú er hann ekki lengur hér og íbúðarhúsið á Dagverðará ber þess merki, jafnvel úr fjarlægð, að þar er allt í eyði. Það er freistandi að gera sér einhverja hugmynd um útlit Guðríðar Þorbjarnardótt- ur, en óvíst hvort maður kemst nokkuð nærri hinu sanna. Að líkindum var hún ljós yfírlitum og hávaxin. Hún var áreiðanlega líkamlega sterk, að öðrum kosti hefði hún ekki þolað þrekraunir á sjó í tvígang, eða gönguna suður til Rómar. Hún hefur verið gáfuð og glæsileg og umfram allt haft magn- aðan kjark fyrst hún guggnaði ekki á sjó- ferðum eftir mannraunir upp á líf og dauða í tveimur fyrstu úthafssiglingum sínum. Önnur eins kona er vel að minnisvarða komin. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.