Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1999, Blaðsíða 15
* MAÐURINN ER ALLTAF AÐ SKAPA SJÁLFAN SIG EFTIR JÓHANN BJÖRNSSON Það er rétt hjá Sartre og verður ekki um deilt að frelsið er ávallt aðstæðubundið. Staðvera mín er ávallt háð þáttum eins og líkama mínum, menningu, umhverfi, fortíð og öðru fólki svo eitthvað sé nefnt. En því verður ekki neitað að þessar byrðar leggjast mismunandi þungtá menn. Sköpun mannsins. Mélverk eftir Anton Koberger frá 1483. SIÐARI HLUTI IHEIMSPEKI Sartres er enginn ves- ældómur umborinn. Fanginn sem lok- aður er inni í klefa sínum er einnig frjáls þrátt fyrir rammgerða veggi og rimla fyrir gluggum. Sartre getur ekki neitað því að fanginn er lokaður inni í fangelsinu en frelsi hans felst í því að geta gert eitthvað frekar en ekkert. Hann hefur einhverja möguleika í stöðu sinni og einn er sá möguleiki að skipu- leggja og reyna flótta svo dæmi sé nefnt. Pað má ímynda sér hvemig meðhöndlun vímuefnaneytenda væri háttað ef unnið væri eftir existensíalískri hugmyndafræði. Sá for- fallni kæmi á meðferðarstofnunina og á móti honum tæki meðferðarfulltrúinn sem myndi ekki klæða hann í náttföt og segja að hann væri sjúkur. Hinsvegar mætti hann klæðast sínum eigin fötum en honum yrði gerð ljós sú staða lífs síns að hann gæti ekki skýlt sér á bakvið sjúkdómshugtakið, ástríður eða al- mennan aumingjaskap. Hann væri þarna kominn til þess að fallast á og sannreyna frelsi sitt og ábyrgð á eigin lífi og hann yrði að standa sig því enginn gæti staðið sig fyrir hann. Það færi vel á að einkunnarorð slíks meðferðarheimilis væru: „Ef þú hjálpar þér ekki sjálfur hjálpar Guð þér ekki.“ Þetta er róttæk afstaða og hæpið að hún standist í okkar hversdagslega lífi. Menn upplifa sjálfræði sitt misjafnlega og það er í samanburði mínum við aðra sem ég get dæmt um frelsi mitt til athafna. Maurice Merleau- Ponty hefur gagnrýnt frelsishugmyndir Sar- tres og tekur dæmi af tveimur mönnum sem koma að drukknandi manni.13 Annar á við líkamlega fötlun að stríða en hinn er stæltur sundmaður. Sundmaðurinn fer létt með að bjarga þeim sem er í háska en sá fatlaði get- ur, þrátt fyrir mikinn vilja, sig hvergi hreyft. Er hægt að segja að þeir hafi jafnmikið frelsi til athafna í þessu tilviki? Þrátt fyrir jafnmik- inn vilja af beggja hálfu er ekki nema eðlilegt að sá fatlaði beri hæfni sína saman við sund- manninn og álykti að frelsi hans til athafna sé takmarkaðra. Það er því ekki nóg að hafa vilja og ætla sér eitthvað ef staðvera manns og aðstæður leika mann verr en aðra. Það er rétt hjá Sartre og verður ekki um deilt að frelsið er ávallt aðstæðubundið. Stað- vera mín er ávallt háð þáttum eins og líkama mínum, menningu, umhverfi, fortíð og öðru fólki svo eitthvað sé nefnt. En þvi verður ekki neitað að þessar byrðar leggjast mismunandi þungt á menn. Líkami þess fatlaða hindrar vilja hans meir en líkami sundmannsins. Og hvað getur hann gert að því? Það er því ekki hægt að segja mann ávallt frjálsan til athafna í þeim aðstæðum sem maður finnur sig í. Hvernig frelsi er það sem ekki leiðir neitt af sér? Frelsið þarf að vera eitthvað annað og meira en hreinn vilji eða ósk og þarf að geta leitt eitthvað af sér eða áorkað einhverju í lífi mínu. Frelsishugmynd Sai*tres er um of bundin því að vera bara eitthvað óskilgreint sem maður getur gert eða hugsað í sérhverj- um aðstæðum. Sá fatlaði er ekki frjáls að því að bjarga drukknandi manni en hann er frjáls að því að hreyfa litla fingur í þessum aðstæð- um þar sem hann hefúr mátt til þess. En að hreyfa litla fingur kemur ekki að gagni og bjargar ekki drukknandi manni. Sartre gæti svarað þessari athugasemd á þá leið að fatlaði maðurinn væri sjálfur búinn að ákveða að hann gæti bjargað þeim sem var að drukkna, rétt eins og fjallgöngumaðurinn ákveður sjálfur hvort fjall sé klífanlegt eða ekki. Ef fjallgöngumaðurinn hefur ákveðið að fjall sé klífanlegt, sem reynist svo ekki vera, þá er frelsi hans í engu skert því hann hafði frelsi til þess að ákveða klífanleika fjallsins. Frelsið samkvæmt Sartre er eins og sjá má mjög algilt og með öllu ómögulegt er að nokk- ur maður hafi tök á því að tala um skerðingu á frelsi og óþarfi er að tala um að frjálsar at- hafnir þurfi að áorka einhverju. Maðurinn er bara frjáls og það í öllum sínum aðstæðum. En hvernig var með freistingu Adams, fík- ilinn sem óskar sér bata, manninn sem fellur fyrir dömunni gimilegu og ofbeldismanninn sem freistast til þess að slá frá sér að tilefnis- lausu? Eru þeir ábyrgir gjörða sinna og hafa þeir frelsi til að bæta hegðun sína? Hvað þá með hugleysingjann sem þjáist af minnimátt- arkennd? Getur hann hætt að vera huglaus? Sartre hélt því fram eins og fram hefur komið að sá huglausi gæti hætt að vera hug- laus. En hvaða forsendur hefur hann til þess að láta af hugleysi sínu eftir áratuga hug- leysi? Það væri óþarfleg svartsýni að segja þann huglausa aldrei geta verið neitt annað en huglausan. Hér tek ég undir þann mannskilning Sartres að manninn er ávallt verið að skapa. Maðurinn er ávallt verðandi í þeim skilningi að hann gerir eitthvað úr sér og það er ekkert víst að hann sé á morgun ná- kvæmlega það sama og hann er í dag. I þess- ari hugsun er vonin fólgin. Hér er von exist- ensíalismans og bjartsýni. I slíka von er nauðsynlegt að halda til þess að komast af í þessu lífi. Enginn er útilokaður í möguleika sínum á að verða eitthvað annað en hann er. Það er mikilvægt að halda í þá trú bernsk- unnar að ævintýri geti enn gerst. Móðir fíkn- iefnaneytandans lifir í þessari von, að hann einn daginn geri sjálfan sig að einhverju öðru en fíkniefnaneytanda. Og þrátt fyrir góð má- lefni, hungraðan heim og háskólaprófessora þá verður spilafíkillinn sem of oft tæmir úr veski sínu í spilakassa Rauða krossins og Há- skóla íslands að lifa í þeirri von að mega sigr- ast á fíkn sinni og verða öðruvísi maður. Hvaða forsendur eru til staðar fyrir breyt- ingum? Ég segi það ef til vill svartsýni að ætla hinum huglausa að vera huglaus áfram en Merleau- Ponty telur slíka svartsýni ekki ástæðulausa enda ekki létt verk að ætla sér að snúa hugleysingjanum frá hugleysi sínu ef hann á að baki langa sögu hugleysis.14 Hug- leysið er hér orðið að ákveðnum tilveruhætti hins huglausa ólíkt því sem gerist hjá þeim sem verður örsjaldan huglaus og þá bara við einstaklega ógnvekjandi aðstæður. Þó við höfum öll möguleika á að gera eitt- hvað úr okkur og séum í raun dæmd til þess hvort sem við viljum eða ekki, þá erum við öll einhvemveginn að upplagi. Maður áformar líf sitt ekki úr engu þó maður sé frjáls og ábyrgur. Við gerum okkur að einhverju úr þeim efnivið sem við höfum og er falinn í okk- ur sjálfum og aðstæðum okkai-. Við eigum okkur sögu, líkamleg og sálfræðileg skilyrði, höfum samskipti við annað fólk og búum við ákveðnar aðstæður. Maður getur ekki alltaf orðið það sem maður vill eða eins og Merleau- Ponty kemst að orði: „Jafnvel þó ég óski mér þess að taka upp ákveðna hegðun, verða bar- dagamaður eða daðrari, þá verður það mér ekki endilega auðvelt verk og aldrei eiginlegt því ég er það ekki að upplagi.“16 Ég verð kannski bara eins og lélegur leikari ef ég reyni að gera sjálfan mig að því sem ég í raun get ekki verið. En hvað með þá sem breyta gegn betri vit- und eins og Adam? Adam vissi að ávöxturinn sem hann át var var honum forboðinn og maðurinn sem hélt framhjá vissi að konan góða var honum ekki ætluð ætti hann að halda tryggð við eiginkonu sína. Adam vissi vel af þessu en samt breytti hann gegn vissu sinni. Það kemur best fram í skömminni og feluleiknum sem hann ástundaði gagnvart Guði. Hann hefði ekki skammast sín hefði hann breytt rétt og í samræmi við samvisku sína. Sama má segja um eiginmanninn ótr- ygga sem fer í feluleik gagnvart eiginkonu sinni, segist hafa spilað golf meðan hann gerði eitthvað allt annað. Samt er lífið nú þannig að stundum breytir maður en spyr sig síðan eftirá hversvegna maður gerði það sem maður gerði. Það er horft á mig og ég lít undan. Síðan spyr ég sjálfan mig hversvegna ég hafi litið undan því ekki ákvað ég það á meðvitaðan hátt að ætla mér að líta undan þegar horft yrði á mig. Kannski breytir maður of oft fyrst en hugsar síðan eftirá. Svona er þetta en er það afsak- anlegt? Getur Adam sagt við Guð: „Kæri Guð þú veist nú hvernig við mennirnir erum. Það er bara iyrirbærafræðileg staðreynd að við breytum oft í fljótræði og af einhverri hvat- vísi en hugsum svo og sjáum eftir öllu sam- an.“ Er slík hvatvísi, hugsunarlaus breytni og ástríðufull hegðun á einhvem hátt afsakan- leg? Sartre svarar þessu neitandi og telur sérhvern einstakling ábyrgan fyrir allri breytni sinni og þar með talið að láta undan ástríðum sínum. Það er vissulega rétt að hér er ekki orsaka- lögmál á ferðinni sambærilegt við orsakalög- mál dauðra efnislegra hluta, enda er maður- inn ekki dauður viljalaus hlutur. Það er ekki hægt að segja að epli í Eden orsaki það nauð- synlega að Adam gæði sér á því. Adam hefði getað gert eitthvað annað. Og sama má segja um kvennabósann og ofbeldismanninn. Það er ekki lögmál að kvennamaðurinn bregðist fyi’irvaralaust við birtingu girnilegrar konu á þann hátt að hjónabandi hans sé stefnt í hættu, eða sá ofbeldisfulli með ofbeldi þegar hann mætir einhverjum sem hann telur sig ekki líka við. En má líta svo á að sá ástríðufulli sé fatlað- ur gagnvart ástríðum sínum á sambærilegan '' hátt og sá líkamlega fatlaði sem getur sig hvergi hreyft þó hann vilja bjarga drukkn- andi manni? Tilhneigingar í þessa veru eru ekki óalgengar, samanber konur þær sem ítrekað fýrirgefa eiginmönnum sínum svik og ofbeldi og segja svo: „Æi, þeir ráða bara svo illa við sig strákarnir." Þar með er þeim fyrir- gefin ámælisverð hegðun á þeirri forsendu að þeir séu ekki frjálsir og ábyrgir breytni sinn- ar. Með slíkri fyrirgefningu eru þeir einnig afsakaðir og þá er ekki nema von að spurt sé hvort menn fari ekki að ganga á lagið og skýla sér á bakvið vanmátt sinn gagnvárt - ábyrgðarfullri hegðun. Það er ekki rétt að túlka breytni Adams, kvennamannsins og þess ofbeldisfulla sem fötlun gagnvart tilfinningum á kostnað frelsis og ábyrgðar. Hvemig væri umhorfs í heimi hér ef öllum misindismönnum væri fyrirgefið á þeirri forsendu að vera fatlaðir gagnvart ástríðum sínum? Frelsishugmynd Sartres getur hér þjónað góðum tilgangi í að reka menn til ábyrgrar hegðunar. Að fá menn til þess að takast á við frelsi sitt, ábyrgð og lífs- áform er markmið sem sállækningai’ og með- ferðir sem byggjast á existensíalískri hugsun hafa. Sálfræðingurinn getur vel sagt við skjólstæðing sinn að hann verði að velja, hann sé frjáls og ábyrgur eins og Sartre sagði við nemanda sinn en það þarf skjólstæðing- urinn í raun að gera ætli hann að áforma líf sitt á ábyrgan hátt. Sálfræðingurinn getur ekki leyft sér að taka allt vit og framkvæði af skjólstæðingi sínum. En það era ekki bara bældar húsmæður og forhertir töffarai’ sem eiga það til að afneita frelsi sínu og ábyrgð á eigin lífi. Þar sem ex- istensíalistinn sem sat í hægindastól sínum heima í stofu kveikir á sjónvarpinu og skoðar samskipti raunvísindamanna, einkum þeirra sem starfa við svokölluð vísindafyrirtæki annarsvegar og fréttamanna hinsvegar, þá má ætla af þeim skilaboðum sem gefin era og því birtingarformi sem út úr kassanum kem- ur að manneskjan sé aðeins efnasamsetning á háu stigi og ef tekst að skilja til hlítar og hafa taumhald á þessari efnasamsetningu þá megi komast fyrir alla hennar kvilla, breysk- leika og misgjörðir. Vissulega er þetta ekki svona, það vita allir góðir existensíalistar og - eflaust vísindamennirnir einnig þó þeir hugs- anlega eigi sér þann draum að mega skilja manneskjuna til hlítar og geta komist að öll- um hennar kvillum hvort sem það er alkóhól- ismi, sjálfsvíg, lífsleiði, ástríðuþrangin hegð- un, tilfinningaleg óreiða, angist, fjarstæðukennd eða eitthvað allt annað. V. Existensíalisminn og visindin Hver er staða existensíalistans á dögum árangursríkra erfðarannsókna og framsókn- ar vísindafyrirtækja? Eru sjónarmið exist- ensíalistans ekki léttvæg þegar kemur að árangri raunvísindamanna á rannsóknum á manneskjunni í ljósi þess sem Sartre segir?: Þegar fólk áfellist okkur fyrir skáldverk þar sem við lýsum veiklyndum og huglausum manneskjum og stundum beinlínis vondum, þá er ástæðan ekki sú að þær séu veiklyndar, huglausar eða vondar: því ef við tækjum fram LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. NÓVEMBER 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.