Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Page 8
NYR GLUGGI í HALL- GRÍMSKIRKJU og viðhafnarútgáfa á Opinberunarbókinni EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Kristur, Hallgrímur Pétursson, helgir menn og ýmis trúarleg tákn er sá efniviður sem Leifur Breiðfjörð hef- ur unnið úr í nýjum og glæsilegum glugga yfir c lyrum Hallgrímskir kju sem helgaður verður á morgun, fyrsta sunnudi 2gi í aðventu. Jafnframt verður opnuð sýning á myndröð Leifs úr Opinberunarbókinni, sem k emur út í viðhafnarútgáfu. KRKJUGLUGGAR úr steindu gleri njóta sín venju- lega bezt innan frá þegar dagsbirtan skín í gegn. Hitt er óvenjulegra að kirkju- gluggi verði ekki síður prýði fyrir kirkju að utanverðu og þá einnig fyrir umhverfið. Sú er þó raunin um glugga þann í Hallgríms- kirkju, sem Leifur Breiðfjörð hefur unnið að undanfarið eitt og hálft ár og helgaður verður á morgun. Pannig hagar til í Hallgrímskirkju að or- gelið gnæfir afar hátt eins og kirkjugestir þekkja og úr kirkjunni sést naumast í háan glugga sem er yfir kirkjudyrum. Vel er þó hægt að komast að glugganum með því að ganga upp tröppur og á bak við orgelið. Það- an sést glerlistaverk Leifs í allri sinni dýrð og þarf ekki sól utan dyra til þess að verkið Ijómi. En bak við orgelið hefur einnig verið komið fyrir sterkum ljóskösturum, sem beint er á gluggann og þá Ijómar hann utanfrá og ætti að njóta sín vel af Skólavörðustígnum. Biskup íslands, Karl Sigurbjörnsson, mun helga gluggann á morgun, en þá er fyrstu sunnudagur í aðventu. Það sést bezt þegar komið er upp að glugg- anum að hann er engin smásmíði, enda er hann 9 m á hæð og um 2 m á breidd. Enda þótt Guðjón Samúelsson teiknaði ekki Hall- grímskirkju eftir gotneskri forskrift, er glugginn yfir kirkjudyrunum með oddboga og í honum hafði Guðjón tvo steinsteypta pósta. Af þessu formi var Leifur bundinn, en það hefur ekki orðið honum fjötur um fót. Hann ákvað að hafa gluggann samhverfan og litsterkan; formið er mjög afgerandi svo ætla má að það greinist vel neðarlega af Skóla- vörðustíg. Dýrð, vald, virðing... Það jarðneska er neðst í glugganum, það himneska ofar, en fjórblaðaformið (quatref- oil) notar Leifur til að halda utan um mynd- efni gluggans. Neðst er fjórblaðaformið hálft og þar heldur það utan um Hallgrím Péturs- son, sem þama er í íslenzkri náttúru; þar er grænn litur jarðar, blár litur himins og hafs, svo og grös og blóm. Ofar í glugganum er þetta form tvítekið, en efst er hringform. í þremur einingum gluggans túlkar Leifur baráttu góðs og ills. Drekinn, tákn hins illa, er þar í innskotsmynd; einnig Belsebúb, eða Satan með gríðarlegan kjaft á maganum og kann að koma á óvart að myrkrahöfðinginn er frekar góðlegur á svipinn, en þar er ekki allt sem sýnist. A öðrum stað sjáum við heilagan Mikjál erkiengil búa sig undir bardaga við drekann, studdan fimm englum. Einn er til hliðar við Mikjál en fjórir eru ofar í verkinu. Næstu sex einingar fyrir ofan sýna píslar- göngu Krists og krossfestingu. Ofar eru þrjár einingar með fuglinum Fönix í miðgluggan- um, tákni upprisunnar. A hægrihönd er ker- úb, alsettur augum og hann er í ljónsmynd, tákni Markúsar guðspjallamanns, en á vinstri hönd er kerúb í nautsmynd, tákni Lúkasar. Hinn efsti dagur Enn höldum við upp eftir glugganum og næst taka við sex einingar sem sýna Krist í hásæti með kross og sár á höndum, sem hér eru sigurtákn. Umhverfis hann er mandala, regnbogi, þar sem smaragðsgræni liturinn er allsráðandi. A djúpbláum himni umhverfis eru rauðar stjömur. í minnispunktum um hugmyndafræði og helgitákn gluggans, sem Leifur lét Lesbók eftir til upplýsingar, segir hann ennfremur að vesturátt hafi alla tíð verið helguð dómsdegi. „Hér kemur Opinberunarbókin til sögunnar," segir hann. „Vesturhlið snýr mót sólarlagi og er séð sem tákn þess sem líður undir lok. I miðglugga þar fyrir ofan er engill með bás- únu, tákn dómsdags, en vinstra megin er ker- úbi í amarlíki, en í mannsmynd hægra megin, báðir alsettir augum. Þeir era tákn guð- spjallamannanna Jóhannesar og Mattheus- ar.“ Efstu sex einingamar sýna hringinn, tákn eilífðar, óendanleika og fullkomnuna. Inni í hringnum er þríhyrningur, tákn heilagrar þrenningar; einnig dúfan sem er tákn heilags anda og allra efst er tákn upphafs og endis. Efniviður og tækni Leifur Breiðfjörð hefur mikla reynslu af gerð kirkjuglugga úr steindu gleri. I hinum nýja glugga Hallgrímskirkju gengur hann í sjóð langrar reynslu, enda hefur enginn hér- lendur listamaður fengið lík tækifæri. Þau tækifæri hefur Leifur nýtt með þeim glæsi- brag að athygli hefur vakið um víða veröld. Hann segir að glerið í verkið hafi meðal annars verið valið þannig að hlutar þess njóti sín sériega vel við raflýsingu. Aðallega sé not- að í gluggann gagnsætt antíkgler, sýmætt að hluta, yfirmálað og innbrennt bæði með svartri glermálningu og „silver stain“, sér- stakri gulri málningu sem upp var fundin á 15. öld. Það verður merkileg sjónræn upplifun að virða gluggann fyrir sér utanfrá, þegar kveikt hefur verið á Ijóskösturunum. Opalglerið grípur til dæmis ljósið frá kösturunum og heldur því á meðan innviðir kirkjunnar sjást gegnum gagnsæja glerið. Þá sést móta fýrir orgelinu og áhorfandinnn greinir hreyfingu fólks sem gengur þar hjá. Hálfkúlur úr gleri í mismunandi litum em og notaðar til þess að auka áhrifin. Þær grípa ljósið frá kösturun- um, en síðdegis þegar sól er hátt á lofti munu þær sjást sem glitrandi perlur að innanverðu. En þótt glugginn verði fallegur utanfrá með ljóskastara að baki, nýtur hann sín samt bezt innanfrá þegar dagsbirta er úti og á síðkvöld- um að sumarlagi mun hann senda litaflóð um veggi kirkjunnar innanverða. Eins og ævinlega þegar Leifur vinnur verk af þessu tagi heldur hann saman öllum teikn- ingum, allt frá fyrstu framdrögum og vinnut- eikningum. Það gerir hann bæði til þess að eiga þessar heimildir sjálfur og til þess að all- Glugginn í Hallgrímsk irkju séður innan frá. Hæð hans er 9 m. Neðst er það jarðneska, ofar það himneska. 8 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 199?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.