Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 3
LESBðK MORGUNBLAÐSEVS ~ MEMMNG LISTIR 3. TÖLUBLAÐ-75. ÁRGANGUR EFNI Séríslenskt? ER TIL eitthvað alveg séríslenskt? Jú, reyndar er það ótrúlega margt, en flest af því er í ríki náttúrunnar. Gísli Sigurðsson hefur litið á ýmislegt, bæði manngert og úr náttúrunnar ríki. ¦MMj Valþjófsstaður Þriðja og síðasta grein Helga Hall- grímssonar náttúrufræðings um höfuðbólin þrjú í Fljótsdal fjallar um Valþjófsstað, kirkjustað sem á sér langa og merka sögu. Hvers vegna ísland? Við höfum tekið góða og gilda söguna af Hrafna-Flóka sem gaf landinu nafn eftir að hafa séð fjörð fullan af ís. Ægir Geirdal tel- ur hinsvegar að Brendan hinn írski hafi löngu áður komið hingað og nefnt landið eftir Jesú, en það hafi afbakast. BókmenntaverÖlaun Norðurlandaráðs verða veitt í Helsingfors í næstu viku. Af því tilefni segir Jóhann Hjálmarsson frá bókunum sem eru tilnefnd- ar og fjallar uin verðlaunin sem oft hefur verið deilt um. íslendingar hafa fimm sinn- um fengið þessi verðlaun en nú eru til- nefndir rithöfundarnir Guðbergur Bergs- son og Kristín Ómarsddttir. FORSIÐUMYNDIN í tilefni umfjöllunar um Valþjófsstað er forsíðumyndin af hinni frægu Val- þjóf sstaðahurð, sem er mikil gersemi. Ljósm.: Þjóominjasaf n íslands. SNORRI BJÖRNSSON ÞORRABÁLKUR [brot] Útreikaðieg eftir dagsetur. Þá var himinn blár og heiðar stjömw, fold hjarnfrosin, failín hrímhéla, breki lognhvítur og blika með hafi. Glöggvara vildi ég gæta aðþessu, launskelkaðw lagði ég við hlustir. Heyi'ði ég því nær sem á harða skeiði albrynjaðwjór ísa sprengdi. Heyrði ég til suðws, hark fór mikið, sem reið dunaði eða rynni grjótskriða stallbrattan veg fyrir stálbjórg niðw; gnúði alheimur, en grund nötraði. Gjörla sá ég gráan skýfióka, svo í mynd að sjá sem mann á hesti. Stóðégoghorfði, - hann stefndi beint á mig. Reyndar varþað rubbungw mikill. Velti ég sjónhjólum, varð ég brúnhvelfi, hélt égyfír augum höndum báðum. Sat á fíughvötum fáki steingráum, stórmannlegw ísteindum söðli; Sáégeldingar sindra úrgrjóti ogsvellumúr snæljós brenna. gullreimaðan reið við hrímanda, stóð stinnlega ístigreipunum. Snorri Björnsson, 1710-1803, varS stúdent ór Skólholtsskóla 1733, prestur á StoS í Aðalvík en lengst af ó Húsafelli og löngum kenndur viö þann staS. Hann skrifaði leikrit, orti rímur en frægastur var hann fyrir krafta og galdra. RABB NÁTTÚRAN er ekki að- eins yndi okkar og dýrlegur lífgjafi, því að af henni standa líka ógnir á ýmsan hátt. Jafnvel þótt margt og mikið sé gert til að af- stýra þeim hættum verða þær, beint og óbeint, tugum þúsunda að fjörtjóni á hverju ári. Jörðin skelfur og leggur borgir í rúst og veldur limlestingum og dauða. Fellibyljir æða yfir lönd með skriðuföllum og sjávarflóðum. Eldgos eyða byggð og lífi. Af þessum hamförum og ýms- um öðrum svo sem flugslysum segja fjöl- miðlar skilmerkileg tíðindi þegar þau ger- ast, langhelst þegar margir farast í einu. Mikil áhersla er lögð á að vinna að viðvör- unum og öðrum forvörnum gegn slíkum stórslysum og koma til hjálpar þegar þau eiga sér stað. En í þessu efni sem öðrum gildir orðtakið gamla: Segir fátt af einum. Þó að tuttugu sinnum á ári komi það fyrir að slys verði einum að aldurtila vekur það litla athygli í samanburði við eitt slys þegar tuttugu far- ast. Þá er eins og maklegt er gjarnan efnt til mikilla fjársafnana og hvers konar að- stoðar og áfallahjálpar og fjárveitingavald- ið efnir til kostnaðarsamra varúðarráðstaf- ana. Það er ánægjulegur vottur um samkennd og hjálpfýsi. En ef það gerist á sama tíma að maður ferst í bflslysi eða snjóflóði eða drukknar einn á báti er það undir hælinn lagt hvort aðstoðin og samúð- in koma á vettvang. Fyrir átta árum var haldin alþjóðleg ráð- stefna í Reykjavík um forvarnir gegn hvers konar náttúruvá, en fyrir henni stóð Verk- fræðingafélagið á fslandi. Eins og vænta mátti var þar fjallað mikið um hitabeltis- fellibylji, jarðskjálfta og eldgos. Vissulega valda jarðskjálftar og eldgos stundum miklu eignatjóni hér á landi og Skaftáreld- arnir leiddu af sér gífurlegan hungurfelli á 18. öld vegna gróðurskemmda og búfjár- fellis. En á þessari öld hafa ótrúlega fá dauðsföll stafað af eldsumbrotum eða jarð- skjálftum á íslandi, reyndar hverfandi fá í samanburði við banaslys af völdum veðurs, bæði á sjó og landi, þrátt fyrir það að eigin- legir fellibyljir ná ekki hingað til lands. OGNIR NÁTTÚRUNNAR Mér fannst því ástæða til þess að flytja á þessari ráðstefnu stutt erindi um þær nátt- úruhamfarir sem langflestum dauðsföllum hafa valdið hér á landi á öldinni sem nú er að líða undir lok, bæði á sjó og landi. Sú náttúruvá er veðrið. Á síðustu áratugum má segja að um það bil 100 manns hafi farist á sjó á hverjum áratug vegna storma, en það er helmingur dauðaslysa á sjó. Það er fímmtánfalt á við það sem samsvarar manndauða í heiminum vegna hitabeltisfellibylja, en hér eru það lægðir vestanvindabeltisins sem hætturnar stafa af. Almennt eru þær taldar langtum vægari en fellibyljirnir. En þær eru hins vegar miklu algengari en þeir, og á okkar slóðum eru þessar lægðir kröftugri en víð- ast annars staðar. Á Islandi gerist það 250 sinnum á ári að veðurhæð nær stormi, 9 vindstigum eða meira, á 10 eða fieiri veð- urstöðvum, og á sjó er yfirleitt hvassara en til landsins. Það sem annars gerir mestan muninn er hvað sjósókn er hér miklu meiri en annars staðar tíðkast. Afli okkar hefur verið nærri 6 tonnum á hvert mannsbarn á hverju ári. Aðeins Færeyingar veiða álíka mikið, en þær þjóðir sem næstar koma, Chile-búar og Norðmenn, landa aðeins hálfu tonni á hvern íbúa á ári. Sem betur fer hefur slysum á sjó farið heldur fækkandi hér á landi, og vonandi verður framhald á því. Ekki má þó sofa á verðinum. Eg er ekki að spá hörmungum eins og þeim þegar 165 sjómenn drukknuðu af róðrarbátum á einum degi, 8. mars árið 1700. Sigurður Þórarinsson benti á að það hefði samsvarað 660 þúsund mannslátum í Bandaríkjunum á einum degi í síðari heimsstyrjöldinni, en allt mannfall þeirra í því stríði var 292 þúsund manns. En þrátt fyrir góðar framfarir í veðurspám og ýmsar aðrar varúðarráðstafanir er ekki hægt að útiloka að óvænt óveður geti valdið miklum slysum þegar margir bátar eru á sjó. Margt getur gerst á milli þess að tölvuspár berast á 12 klukkustunda fresti, og því miður hafa veðurspár til fárra klukkustunda ekki batn- að að sama skapi og spár um fleiri daga. Ekki er enn farið að nota hér tölvur til að leiðrétta nýjustu tölvuspár sem koma tvisv- ar á sólarhring. Það þarf að gera á þriggja stunda fresti með þeim veðurathugunum sem berast af hafinu. Meðan svo er er því brýn nauðsyn að veðurfræðingar leggi sig skilyrðislaust fram um þessar leiðréttingar með nákvæmum kortagreiningum og tíma- bærum viðvörunum til sjómanna í veður- fregnum. Ef þær viðvaranir dragast nokkra klukkutíma getur orðið ómögulegt fyrir bátana að ná höfn eða vari í tæka tíð. Það er óverjandi að nú hefur veðurfregnum og stormviðvörunum til sjómanna fækkað í útvarpi. Til dæmis líða nú meira en sex klukkustundir frá hádegi fram að næstu veðurfréttum, og stundum er undirbún- ingstími veðurfræðings of naumur til að taka tillit til nýjustu fregna. þá er bara end- urtekin síðasta spá. Nú er þó komið til sög- unnar langbylgjuútvarp sem vel mætti nota til að koma ýtarlegum veðurfregnum á framfæri án þess að ganga á þann tíma sem Rás 1 og Rás 2 eru taldar þurfa að hafa til umráða fyrir afþreyingarefni, sem ekki skal lastað. Langbylgjan nær jafnvel til fjarlægra miða. Eitthvað kynni sú dag- skrárbreyting að kosta, en er ekki alltaf verið að réttlæta tilvist ríkisútvarpsins með því að það sé öryggistæki, mér er spurn? í þessu efni má ekki sækja fyrirmyndir til annarra þjóða sem eiga ekki nándar nærri eins mikið undir veðri. Ekki má slaka á þeirri starfsemi að halda námskeið fyrir sjómenn til að bregðast rétt við óveðri og öðrum hættum. Þó að manntjón vegna óveðurs á sjó kunni að hafa minnkað hafa komið til nýjar hremmingar sem voru nærri óþekktar í upphafi aldarinnar sem er nú að líða. Það er dauðinn á þjóðvegunum. Hér á landi hafa að jafnaði farist um 200 manns á áratug af þeim sökum og oft meira, en að jafnaði munu slasaðir vera 30 sinnum fleiri. Þetta er lítið eitt lægra hlutfall af fólksfjölda en tíðkast í heiminum, þar sem fimm milljónir farast á vegunum á áratug. Það er reyndar umhugsunarefni hvers vegna við erum ekki betur á vegi stödd í þessu efni en þetta. Að nokkru leyti er skýringin sú að fjórða hvert dauðaslys á vegum okkar stafar af hálku, minnst fimmtíu á áratug. Þetta er þó óviss tala og gæti verið hærri því ekki virðist hirt um að tilgreina hana í skýrslum. Við erum þannig í sveit sett að frá miðjum október fram í miðjan apríl má heita að lofthitinn liggi á milli tveggja stiga yfir og undir frostmarki. Frost og þíða skiptast þá á, snjórinn er blautur og mikil hálka. Svell á vegum eru hér tíð, einkum á fáförnum veg- um, og einna hálust þegar rignt hefur á þau í tveggja til fjögurra stiga hita. Auk þessa er veðrið orsök meira en 50 dauðaslysa á áratug þegar fiugvélum hlekkist á, þegar snjóflóð falla og þegar menn verða úti. Alls eru þetta 100 banaslys á landi á áratug, beinlínis af veðurs völdum, en um 10 dauða- slys á áratug verða að jafnaði vegna skriðu- falla, flóða, eldgosa og jarðskjálfta. Þetta er mikið manntjón á landi og nauð- synlegt að gera sem bestar varúðarráðstaf- anir. Vegagerðin hefur staðið sig vel að koma á framfæri fregnum af færð á vegum. Oneitanlega sinnir Veðurstofan betur veð- urspám á landi en sjó, einkum að deginum, en betur mætti þó gera. Einkum þyrfti að gera viðvaranir vegna hálku markvissari, ekki síst þegar hennar fer fyrst að gæta að haustinu. Þessar veðurfregnir og aðrar við- varanir gæti langbylgjuútvarpið flutt, en á það er hentugast að hlusta á ferðalögum á landi eins og á sjó, alltaf á sömu bylgjuna. Allir þurfa að hafa aðstöðu til að þekkja og meta rétt þær aðstæður sem náttúran býr okkur, en síðan kemur til þeirra eigin kasta að kunna forráð fótum sínum, skipi sínu, bíl eða flugvél: Eigiferðaðendavel, ökumaðurbesti, hlýtt og gætið hugarþel hafðuíveganesti. PÁLL BERGÞÓRSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.