Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 3
LESBÖK MOIií.l MÍI ADSIXS - MENNEVG USTER 4. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI SigríðurZoéga rak fyrst kvenna ljósmyndastofu í Reykjavík og vann þar brautryðjandastarf og þekktust er hún fyrir portret sín. Þjóðminjasafn ís- lands gengst fyrir sýningu á verkum Sigríðar og af því tilefni skrifar Æsa Sigurjónsdóttir grein sem hér birtist. Tasmanía er okkur flestum ókunnugt land, en þessi eyja er sunnan við Ástralíu. Þar bjó Soffía M. Gústafsdóttir um tíma og lýsir þessari undra- fögru eyju, sem eitt sinn var sakamannaný- lenda Breta og þangað var Jörundur hunda- dagakonungur fluttur. Draugagangur Verði einhver var við draug þá er það meinlítill slæðingfur. Svo var ekki fyrr á tímum þegar mórar og skottur riðu húsum, og draugar voru beinlinis vaktir upp. Frá þessum draugafræðum segir Vilmundur Hansen í grein. Claudio Parmiggiani er einn af kunnustu samtímalistamönnum Italíu og Evrópu en í dag verður opnuð sýn- ing á verkum hans í Listasafni íslands auk þess sem útilistaverk hans, íslandsvitinn, verður vígt. Þröstur Helgason ræddi við Parmiggiani um list hans og stöðu listarinnar almennt í ofhlöðnum samtimanum. FORSÍÐUMYNDIN Portret eftir Sigríði Zoega af Hansínu Gunnarsdóttur, 1915. RAINER MARIA RILKE LÓFI STEFÁN SNÆVARR ÞÝDDIÚR ÞÝSKU Lófí. Sóli sem ekki gengur lengur á neinu nema kenndum. Hann snýr upp og speglar himnesk stræti, stræti sem sjálf ferðast. Hann hefur lært að ganga á vatni er hann fyllir skjólur og gengur á brunnum, hann sem breytir öllum brautum. Hann fer inn í aðrar hendur oggerir sér líka að landslagi: Ferðast og lýkur ferðum íþeim, fyllh-þær með heimkomu Rainer Maria Rilke (1875-1926) var eitt mesta skóld þýskumælandi þjóða. Frægustu Ijóðabólkar hans eru Sónhendurnar til Orfeifs (Die Sonnette an Or feus) og Dúínó tregaljóðin (Duineser elegien) en síðarnefndi bólkurinn hefur komið út í íslenskri þýðingu. RABB „EKKI ER HANN ÁRENNILEGUR DRENGIR" T'mi skammdegisþunglyndisins og veðrakvíðans kominn. Erf- itt að skrifa. Nær ógerningur að koma sér að verki nema menn hafi röskan ritstjóra að trutta sér af stað og dragast þó ekki að verki fyrr en komið er fram yfir alla eindaga. Ég veit um mann sem var svo gott sem til- búinn með einar fjórar blaðagreinar í huga sér, ákveðinn í að koma nú einu sinni ritstjóra sínum á óvart og demba þessu öllu yfír hann í einu, óumbeðið. En sem oftar varð tregðulögmálið góðum ásetningi yfirsterkara. Ritstjórinn náttúr- lega brenndi hann inni, hringdi og sagði snaggaralega: „Komið að þér!“ Hinn svar- ar hart að bragði: „Ekkert mál. Ég er með þetta hér á borðinu hjá mér...“ Fjórir dagar liðnir og ekki byrjað. Dögunum eytt í að koma sér fyrir, taka til, bjástra við tölvufjandann, reyna að tengja faxsamband, skrifa ættingjum, leggja kapal tímunum saman; í raun ekkert ann- að en yfirskin til að fresta, teygja tímann, finna sér upp hvaðeina annað en það sem fyrir liggur og eftir er beðið. Skaðlegur veikleiki verkfælnin. Eða er hún þvert á móti kostur? Menn reyna að hugga sig við það. Hugverk þarf gerjun- artíma, málefnin að skýrast, ímyndir að raða sér hver upp að annarri, réttu setn- ingarnar tíma til að aðskilja sig frá hundr- aðþúsundmilljón öðrum sem í undirvitun- dinni bulla. Löngunin til að forðast verkið, gera eitthvað annað og síðan enn annað til að forðast þetta annað vex og bólgnar, gín yfir og gleypir alla orku; illkynja æxii sem vex og nærist á sjálfu sér. Má vera. Þarf þó ekki að vera að heldur. Sumir útskýra þetta með miklu einfaldari og skilvirkari hætti: Leti. Oftast er þeirra dómur tekinn fram yfir aðra enda eins líklegt að hann sé sá réttasti eins og flest það sem einfalt er og vafningalaust: Aumingjadómur. Ritunarferlið kemst ekki fremur en bátur á sjó yfir ákveðinn, eðlilegan hraða, sé ekki beitt vélabrögðum og ofurefli. Þessa verður maður gleggst var við þýð- ingar. Oft þarf talsvert að bíða eftir því að rétta orðinu skjóti upp eða silist fram, líkt og hvítmaðkur úr kös og svo hinu ekki minna að sjálfur hugsunarmátinn þokist af frummáli yfir á móðurmál. Þess vegna þykir hvað vænlegast að rubba upp nokk- urn veginn meiningaréttri þýðingu, dæla gagnrýnislaust setningum á blað, vitandi vel að réttu orðin gefa kost á sér strax, ganga bara að þessu handverki með oddi og egg (eða sleggju) líkt og að drepa naut, henda svo þessum hálfslátraða skrokki frá sér, láta hann „hanga“ í nokkra daga, eða mánuði á meðan hann gerjast í skrokkageymslu undirvitundarinnar og viti menn: Þegar komið er að á ný liggur allt ljóst fyrir. Tíminn einn búinn að breyta hráæti í góðgæti. Eg undrast og dái verkfærni manna sem þýða fyrir sjónvarp. Þeir eiga engan kost á svona gerjunartíma. Þeir fá sund- urlausar setningar á renningi, rúlla myndinni yfir og búa svo til, eins og á færibandi, setningar á íslensku sem verða að vera næstum akkúrat jafnlangar í sentimetrum talið og frumtextinn. Ná þó oft á tíðum skratti góðum sprettum. Auð- vitað er ekki hægt að ætlast til þess að þetta sé nokkur raunveruleg íslenska. Þeir fá t.d. einfalda umsögn einnar leik- persónu um aðra á ensku: „He is a fool“, eða þá með þeirra fræga úrdrætti: „He is not a vise man“. Þýðandinn má ekki slóra og ákveður í hvelli: „Hann er bjáni!“ eða „Hann er ekki vitur maður“. Fengi hann að hugsa sig um, skoða persónurnar, fá á tilfinninguna hvernig þær hegða sér og tala, þá sæi hann að þessar hendingar eru ekki komnar á neina raunverulega ís- lensku. Ekki alla leið. Eftir nokkra daga, kannski mánuð eða meira, hoppar rétta þýðingin upp á yfirborð vitundarinnar og þá með fleiri en einum og fleiri en tveim möguleikum: „Hann er þorskur (sauðar- haus)“, „ hann stígur ekki í vitið“,„hann reiðir ekki vitið í þverpokum" eða; „vitið er (náttúriega, auðvitað, vitaskuld, svo sem, svosem, sosum), ekki meira en guð gaf‘. Möguleikarnir ótæmandi. íslenskan er tungumál sagnorða og skáldlegra lík- inga. Ritlistin er tímafrek. Miklu tímafrekari en nokkur sá sem ekki reynt hefur (og reynt langtímum saman) fær ímyndað sér. Mestur tíminn fer í að bora í nefið á sér, sagði Pétur Gunnarsson einhverju sinni í útvarpið. Þessi tími er aldrei met- inn enda sjálfsagt ómælanlegur og þar af leiðandi óborganlegur. Borgað er einung- is fyrir þann tíma sem tekur að skrifa, það er; vélrita textann á blað. Það er mæl- anlegt. Æfður vélritari á að ná um tvö hundruð slögum á mínútu sem þýðir að hann skrifar svokallaða normalsíðu (1800- 2000 slög) á tíu mínútum. Svo þarf ekki annað en ákveða að vera dálítið rausna- rlegur við rithöfundinn og margfalda þessa tölu með, segjum 10, það er auðveld tala, og fá út 100 mín. á síðu sem gerir, ef við höldum áfram að vera „generös", næstum tvo tíma. Verðleggjum það á sirka tímakaup trésmiðs og verðið er komið: Sextánhundruðkall á blað hvert. Tek fram að höfundar pistla, eins og þessa, fá þó ennþá meira borgað. Sei sei jú mikil ósköp. Þó er þar ekkert hægt um vik fyrir rit- stjórana vegna þess að blaðamennirnir, sem eru ráðnir þarna upp á kaup hvort sem er, kunna sömu snarhandaraðferðir og sjónvarpsþýðendur og leika sér að því að setja saman jafnlangan texta og þenn- an á fyrrnefndum tíu mínútum, um hvað sem er og eftirspurn er eftir hverju sinni. Og eru miklu meira lesnir; nýtast kúnn- anum betur. Og hvað er þess vert að um sé fjallað? Þá fyrst fer nú fótfestan fyrir fullt og allt fari menn að hugsa í alvöru um það. Mál- efni „í umræðunni" eru flest komin upp á borð með svipuðum tilvikum og amerísk neðanþindarmynd sem dagskrárstjóri grípur úr haug hundruða slíkra og skellir, í miðjum hasar samkeppninnar, á borð einhvers orðhagleiksmannsins með skil- virkum fyrirmælum: „Snaraðu þessu“. Þau eru mörg málefnin, hávær og bólgin eins og illkynja æxli, nærast á sjálfum sér eins og þau, koma og fara hvert af öðru í tísku og úr tísku og ekki nokkrum manni ætlandi að átta sig á því hvort eitthvert þeirra, einhver eða öll, eru mikilvæg eða kannski upp til hópa bull. Þjóðlendur? Kvóti? Norskar beljur? Berar baltneskar stelpur? Finnur? Eitthvað rýkur í há- mæli, ekki endilega það sem mest á ríður, og um eitthvað verður hasarinn að snúast. Samkeppnin! Engin furða þótt þeir sem fást við að velja orð, setningar, hugmyndir að setja á blað og senda fyrir almenningssjónir nú á þessum hvatskeytlegu og grunnhyggnu tímum horfi lengi kvíðafullir á hið ósk- emmda, auða blað líkt og fjörukvíðinn for- maður til hafsbrúnar út yfir lygnan sjó. EYVINDUR ERLENDSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.