Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 8
DRENGJAKÓR LAUGAR- NESKIRKJU 10ÁRA EFTIR SVANFRÍÐI S. FRANKLÍNSDÓTTUR Drengjakórinn er kirkjukór og eini drengjakórinn hér ó landi. Hann hefur þó bæði flutttrúarlega og veraldlega tónlistó ferli sínum. Innan kórsins fer einnig fram mikið menningar- og uppeldisstarf. Einn gagnrýnandi Morgunblaðsins hefur lótið svo um mælt að Drengjakór Laugarneskirkju sé „einn af athyglisverðustu kórum landsins". RENGJAKÓRAE eiga sér langa sögu innan kirkjunn- ar. Þeir urðu til þegar konur máttu ekki syngja í kirkjum og drengir voru þjálfaðir upp í að syngja sópranradd- ir. Vínardrengjakórinn í Austurríki, sem stofnaður var árið 1498 og starfar enn, er einhver frægasti drengjakór allra tíma. Hér á landi hafa verið stofnaðir nokkrir drengjakórar í gegnum tíðina. Nefna má sem dæmi Drengjakór Reykjavíkm', Drengjakór Fríkirkjunnar, Drengjakór Sjón- varpins og Drengjakór Tónlistarskólans á Akranesi. Enginn þessara kóra starfaði lengur en þijú ár. Arið 1990 var Bandaríkjamað- urinn Ronald Vilhjálmur Tumer ráðinn til Laugameskirkju Reykjavík, sem organisti og söng- stjóri. Draumur hans var að stofna drengjakór við kirkjuna og fékk hann til þess dyggan stuðning frá þáverandi sóknarpresti, sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni, og sóknar- nefnd kirkjunnar. Draumurinn varð að veruleika og 6. október 1990 var Drengjakór Laugames- kirkju (DKL) stofnaður. Stofnfé- lagar vom 15 drengir á aldrinum 10-12 ára víðs vegar af höfuðborg- arsvæðinu. Haustið 1994 tók Friðrik S. Kristinsson við kórstjóm DKL. Hann stjómar einnig Karlakór Reykjavíkur og Snæfellingakómum í Reykja- vík. í dag em kórfélagar DKL 32 að tölu, á al- drinum 8-15 ára. í Deild eldri félaga em 9 piltar, á aldrinum 17-20 ára. Björk Jónsdóttir söng- kona sér um raddþjálfun og Peter Máté er und- irleikari kórsins. Drengjakór Laugameskirkju er nú eini starf- andi drengjakórinn á íslandi og einnig sá sem starfað hefúr lengst hér á landi. Grein þessi er skrifuð í tifefni af tíu ára afmæli DKL 6. október nk. og er hún jafnframt stutt ágrip af sögu hans. Starfsemi DKL Er Ronald V. Tumer hóf starfsemi drengja- kórsins byggði hann hugmyndir sínar á starfi drengjakóra, sem hann hafði kynnst í Banda- ríkjunum. Við kórinn var strax stofnað foreldra- félag, sem ásamt kórstjóra samdi reglur fyrir kórinn og setti starfsemi hans markmið. Ein- kunnarorð kórsins hafa frá upphafi verið: ■ SYNGJA EINS OG ENGLAR, ■ HEGÐA SÉR EINS OG HERRAR, ■ LEIKA SÉR EINS OG STRÁKAR. Kórinn hóf strax reglulegar æfingar og um áramótin sama ár var stofnuð undirbúnings- deild fyrir nýliða, Schola Cantorum. I hana inn- rituðust sex drengir á aldrinum 6-8 ára. Undir- búningsdeildin starfaði til vorsins 1996. Þá um haustið var stofnuð Deild eldri félaga, fyrir drengi sem sungið höfðu áður með kómum. Þau tíu ár sem DKL hefur starfað hafa eftir- farandi þættir verið fastir liðir í starfi hans: • Kórinn æfir tvisvar sinnum í viku og fá drengimir einnig þjálfun í raddbeitingu. Aukaæfingum er bætt við þegar eitthvað sér- stakt stendur til. •Deild eldri félaga æfir einu sinni í viku og æfa þeir tenór- og bassaraddir. • Einu sinni í mánuði syngur kórinn við guðs- þjónustu í Laugameskirkju. •Árlega heldur kórinn jóla- og vortónleika. • Einnig kemur kórinn fram við mörg önnur hátíðleg tækifæri, jafnt utan kirkju sem inn- an. •Á hverjum vetri er farið tvisvar sinnum í æfingabúðir út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar gefst drengjunum gott tældfæri til samveru í leik og starfi. •Ár hvert fer kórinn í söngferðalag. Annað hvert ár í söngferð utanlands, en þess á milli fer kórinn í söngferð innanlands. • Kórfélagar gefa út DKL-blaðið. Efni blaðs- ins einkennist af áhugasviði ritnefndar hverju sinni og er blanda af fróðleik og skemmtiefni. Drengjakórinn er íyrst og fremst kirkjukór. Hann hefur þó bæði flutt trúarlega og ver- aldlega tónlist á ferli sínum, jafnt sálma og lofsöngva sem þjóðlög og bítlasöngva. Dreng- imir syngja flest lög í þriggja radda útsetningum, þ.e. radd- skipunina 1. sópran, 2. sópran og altrödd. En þegar Deild eldri félaga syngur með kóm- um, syngur hann í fjórum rödd- um og verður til blandaður kór, eins og þekkist í Englandi. A tónleikum kórsins syngja drengimir einnig einsöng, dúetta og tríó. í DKL fer fram mikið menn- ingar- og uppeldisstarf. Alla tíð hefur verið keppt að háleitum markmiðum og vinnubrögðin verið vönduð, en einnig munað eftir að slá á létta strengi af og til; eins og einkunnarorð kórsins gefa til kynna. I þessu sambandi er gaman að vitna annars vegar í grein Ragnars Bjömssonar í Morgunblaðinu 11. mars 1992: „Ronald Vilhjálmur Tumer hef- ur sannarlega byijað þarft verk með því að koma á fót drengjakór við Laugameskirkju og svo virðist að hér verði ekld um dægurflugu að ræða því starfið er þegar orðið umfangsmikið og byggt upp á reynslu erlendra fyrirmynda og þá með framtíðina í huga.“ Og hins vegar í grein Jóns Ásgeirssonar í Morgunblaðinu 18. desem- ber 1998: „Einn af athyglisverðustu kómm landsins er tvímælalaust Drengjakór Laugar- neskirkju og undir stjóm Friðriks S. Kristins- sonar hefur kórinn eflst og á tónleikum í Sel- tjamameskirkju sl. miðvikudag var Ijóst að Drengjakór Laugameskirkju hefur náð þeim áfanga að teljast einhver athyglisverðasta upp- eldisstofnun á sviði söngs, sem starfar hér á landi.“ Foreldrafélag DKL sér um daglegan rekstur kórsins. Ásamt kórstjóra hefur það skipulagt starf hans og aflað fjár til rekstursins. Um- fangsmikil starfsemi kórsins væri ekki möguleg án virkrar þátttöku foreldra. Tónleikar og geisladiskar Drengjakór Laugameskirkju kom fyrst fram 4. nóvember 1990, við guðsþjónustu í Laugar- neskirkju, undir stjóm Ronalds V. Tumer. Ýmsir einsöngvarar og hljóðfæraleikarar hafa komið fram með kómum á árlegum jóla- og vor- tónleikum hans. Þar má nefna einsöngvarana Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Signýju Sæmunds- dóttur, Björk Jónsdóttur og Ingu Backman. Þá hafa undirleikaramir Davið Knowles Játvarðs- son, Gunnar Gunnarsson og Peter Máté m.a. starfað með kómum. DKL hefur komið fram við margvísleg önnur tækifæri. Má þar nefna að árið 1991 söng hann í jólamessu biskups íslands í sjónvarpinu og hjá Forseta íslands að Bessastöðum. Þá söng kór- inn á jólatónleikum með Karlakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju 1995 og í beinni útsendingu á Evróputónleikum Ríkisútvarpsins í Hallgríms- kirkju haustið 1997, sem útvarpað var samtímis til allra útvarpsstöðva í Evrópu. Árið 1998 söng kórinn á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói. DKL hefur gefið út tvo geisladiska á ferli sín- um. Fyrri diskurinn ber nafnið Drengjakór Laugameskirkju og kom út haustið 1994 undir stjóm Ronalds V. Tumer. Hann var hljóðritað- ur eftir glæsilega söngför kórsins til Bandaríkj- anna. Seinni diskurinn kom út fyrir jólin 1998 og nefnist Hvað vitið þið fegra, undir stjóm Frið- riks S. Kristinssonar. Hann hefur að geyma efn- isskrá velheppnaðrar tónleikaferðar til Eng- lands sama ár. Söngferðalög Annað hvert ár að vori hefur DKL farið í ferðalag út á landsbyggðina og haldið tónleika. Fyrsta starfsár sitt hélt DKL á Snæfellsnes, síðan hefur hann sótt heim Vestmannaeyjar, Egilsstaði, Borgarfjörð og Skagafjörð. Ferðir þessar hafa teldst ákaflega vel sem tónleika- ferðir, en jafnframt verið skemmtiferðir fyrir kórfélaga í vetrarlok. Það ár sem ekki er haldið út á landsbyggðina, hefur kórinn farið út fyrir landsteinana. Fyrstu ferð sína fór hann til Bandaríkjanna vorið 1992. Þar tók kórinn þátt í Alþjóðlegu drengjakóra- móti, sem haldið var af Florida Boychoir í St. Petersburg í Flórída. Þrettán kórar frá Banda- ríkjunum og Kanada tóku þátt í mótinu. Tveim- ur árum síðar tók kórinn aftur þátt í alþjóðlegu drengjakóramóti, þá í Tampa í Flórída. Þar vann kórinn til þrennra gullverðlauna, í aðal- kórakeppninni, í flutningi tuttugustu aldar verka, auk þess sem tveir drengir úr kómum sigruðu í tvísöngskeppni. Árið 1996 hélt kórinn til Svíþjóðar og Dan- merkur þar sem haldnir vom tónleikar í Gust- avi-dómkirkjunni í Gautaborg og í Dyssegards- kirkju í Hellerup við Kaupmannahöfn, ásamt drengjakórum kirknanna. Farið var í fjórðu ut- anlandsför DKL vorið 1998, en þá fór kórinn til Englands í boði tveggja drengjakóra þar, Drengjakórs Crosfield-skólans í Reading og Drengjakórs St. Marýs Choirschool í Reigate. Haldnir vom tónleikar í heimabæjum beggja kóranna. Ferðinni lauk svo með sameiginlegum tónleikum kóranna þriggja í St. Michael’s Com- hill-kirkju í London. Lokaorð Á tíu ára ferli Drengjakórs Laugarneskirkju hafa 150 drengir á aldrinum 6-20 ára, víðs vegar af höfuðborgarsvæðinu, verið skráðir kórfélag- ar. Starf eins og fram fer hjá kómum er mjög krefjandi og krefst mikils aga. Þar læra dreng- imir að starfa saman, taka tillit til annarra og síðast en ekki síst fá þeir mikilsvert tónlistar- legt uppeldi, sem þeir búa að alia tíð. Sú ánægjulega þróun hefur nú orðið að nokkrir stofnfélaga DKL em aftur komnir inn í kórinn og syngja með Deild eldri félaga. Farsæld kórsins er fyrst og fremst að þakka metnaðarfullum stjómendum hans, þeim Ron- ald V. Tumer og Friðriki S. Kristinssyni, þar sem þeim hefur tekist með vandvirkni og agaðri stjóm að sameina drengina og ná því besta fram hjá þeim hveiju sinni. Einnig hefur Laugar- neskirkja veitt kómum stuðning og sýnt honum Friðrik S. Kristinsson 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.