Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 7
varst öðrum þræði að vísa til stjörnudýrkun- ar listamanna þar sem þeir eru á bás með kvikmyndastjörnum, fótboltamönnum og öðr- um slíkum en þetta kemur mér ekki við. Eg vil vinna markvisst á móti þessum skilningi á listinni, mér finnst hann ekki hafa neitt með listina að gera sem slíka. Eg held það séu margir aðrir listamenn sömu skoðunar. List þeirra skiptir máli en ekki annarra. Andspyrnan er mikilvæg nú og þar gegna listamenn stóru hlutverki, þeirra er að setja upp síðasta vígið gegn ómenningunni og heimskunni sem veður uppi.“ Miðlunarkraftur listaverksins - Óttast þú ekki að listin hafi fjarlægst fólk um of, að hún sé að lokast af í einhverjum táknheimi sem fáir aðrir en innvígðir skilja? „Þetta er mjög ákveðin spurning sem ég hefði viljað svara á mjög ákveðinn hátt á tungumáli sem við skildum báðir. Eg held að ef um raunverulegt listaverk er að ræða búi í því ákveðinn kraftur sem ég vildi kalla miðlunarkraft. Kannski er þetta merki um að ég sé listamaður sem hugsar á forneskjulegan hátt. En hvernig stendur á því að við verðum enn þann dag í dag upp- numin frammi fyrir verkum eftir Caravaggio eða Piero della Francesca? Það er vegna þess að þau búa yfir þessum miðlunarkrafti. Ég tel að það sé hlutverk listamanna í dag að skapa kraft sem er hliðstæður þeim sem býr í verkum þessara manna. Verkið á að hreyfa við tilfinningum okkar og það á að geta kveikt líf. Þegar ég tala um að verk þurfi að geta hrært við tilfinningum eða miðlað þeim á ég ekki við persónulegar tilfinningar heldur tilfinningu sem er sammannleg. Ég er að tala um eitthvað sem stendur miklu dýpra í okkur en sú tilfinningalega reynsla sem hver og einn aflar sér.“ . Skopmyndir af vísindunum „Ef við lítum á hið pólitíska eða siðferði- lega hlutverk listarinnar,“ heldur Parmiggi- ani áfram, „er mikilvægt að hún sporni við þeim öflum sem eru drottnandi og hafa fjar- lægst manninn. Ég á við ákveðna hluti í vís- indasamfélagi samtímans þar sem tæknin er hætt að þróast í tengslum við manninn og starfar algerlega á eigin forsendum. Við get- um sagt að listamaðurinn eigi að stefna blóð- inu gegn plastinu. Það er til mikið af myndlist - þú varst ef til vill að vísa til hennar áðan - sem virðist við fyrstu sýn vera mjög nútímaleg vegna þess að hún nýtir sér nýjustu tækni. Ég held hins vegar að þarna séu listamenn á villigötum, að þetta geti orðið vísindalegur skrípaleikur eða öllu heldur skrípamynd af vísindunum. Það er óraunsætt að líta svo á að listin geti keppt við vísindin og tæknina á þeirra forsendum. Ef við berum saman listaverk sem notast við myndband og þær myndir sem vísindamenn gera af himingeimnum og öllum þeim undr- um og stórmerkjum sem til eru í náttúrunni þá eru myndir visindamannanna augljóslega miklu stórfenglegri. Þetta myndbandadót er mest eins og skopmynd af vísindunum. Ég ber mikla virðingu fyrir vísindunum. En ég er ekki vísindamaður. Ég er listamað- ur. Visindamennirnir fara í gríðarstórum geimförum út í geiminn. Eg tek mér hins vegar far með örlitlu geimfari inn í sjálfan mig. Mér finnst það vera mjög mannlegt að taka á sig slíka ferð og einnig að ferðast um innlönd annarra manna. Mikilvægast af öllu í listinni er þó frelsið. Frelsið tengist ávallt þeim möguleikum sem felast í listinni. Frelsi þýðir líka andspyrna. Fyrir mér er vitinn tákn um andspyrnu gegn því ástándi sem við höfum verið að ræða hér.“ Mun lýsa til fjarlægra heimshorna - íslandsvitinn virðist vera þverstæða í sjálfum sér. Viti getur vai’la þjónað hlutverki sínu nema þar sem fólk sér hann, þar sem mannaferðir eru. En þessi viti er ekki bara staddur hér uppi á íslandi heldur og fjarri mannabyggðum á þessari afskekktu eyju. Skáldskapur og andspyrna verksins felst í fjarverunni. „Hefði ég gert vita hér inni í borginni hefði ég hagað mér eins og mjög amerískur lista- maður sem hefði sagt af miklu yfirlæti: Sjáðu þarna, þetta gerði ég! Ég lagði þennan vita í skaut jarðarinnar, þar er hann varðveittur í sínu rétta umhverfi. Ljósið frá þessum vita á eftir að berast víða, það á ekki aðeins eftir að ná til þeirra sem sjá hann heldur og til þeirra sem vita af hon- um hér. Það er ekki mikilvægast að hafa hann fyrir augunum heldur vita að hann lýs- ir. Þess vegna held ég að hann verði sýnileg- ur úr mjög mikilli fjarlægð, úr fjarlægum heimshornum.11 Verkið Delocazione eða Tilfærsla er á sýningunni í Listasafni íslands. Glerflöskurnar og hillurnar sem eldurinn og reykurinn léku um hafa verið fjar- lægðar og eftir standa myndir, „ekki sem skuggar af efnislegu formi, heldur sem efnislegt form skuggans," eins og listamaðurinn segir. List hans skiptir ekki jafnmiklu máli og áður en ef til vill getur hann huggað sig við að tákngildi hans sjálfs hefur aukist. Stundum er til dæmis engu líkara en að listamaðurinn skipti meira máli í umfjöllun fjölmiðla en listaverk hans. Listaverkið er eins og víðs- fjarri á meðan andlit listamannsins blikkar á skjánum eins og vanstilltur götuviti. Á þessu hefur Parmiggiani ákveðna skoð- un. „Það sem þú segir um stöðu listamannsins er rétt. Það er líka satt að ég hef reynt að vinna gegn þessu ástandi í list minni, skiln- ingur minn á listinni er enda í algerri and- stöðu við þessa þróun. Ef ég hefði hagað mér samkvæmt þeim reglum sem þú varst að lýsa þá hefði ég aldrei gert íslandsvitann. Ég hefði sett upp vita í New York, Róm eða Pa- rís. Ef þú áttir við að vitinn hafi ekki þá merkingu eða það gildi sem hann hafði einu sinni þá efast ég um að það sé rétt því ég veit ekki til að nokkur listamaður hafi áður gert vita. Það er margt til í þeirri mynd sem þú dróst upp af niðurlægingu („vúlgaríseringu") listarinnar en ég lít á vitaverkið sem and- spyrnu gegn henni, vitinn á að vera tákn um hið andlega gildi listaverksins í samtímanum. fslandsvitinn er þannig ekki síst hugsaður sem skilaboð til annarra listamanna um skiln- ing minn á því hvað listin á að snúast um.“ - En um hvað snýst listin þá, geturðu út- skýrt hlutverk hennar nánar í þessu ástandi sem við vorum að tala um? „Hlutverk listarinnar er það sama og það hefur alltaf verið, hún á að miðla skáldskap. Við gætum einnig notað hug- takið pólitík, að listin eigi að hafa pólitískt hlutverk, en þá á ég við að listaverkið eigi ekki bara að hafa fagurfræðilegt gildi Clavis eða Lykill nefnist eitt af fjórum skúlptúrum sem Parmiggiani hefur sett upp í ólíkum heimshlutum. Eins og Íslandsvitínn eru þeir allir staðsettir utan alfaraleiðar. heldur einnig siðferðilegt innihald.“ - I yfirlýsingu sem þú sendir frá þér um íslandsvitann talar þú um að hann sé „auga, ljósgjafi sem beinir sjónum sínum að villuráf- andi meðbræðrum á jörðinni". Það er það sem þú ert að tala um, að listaverkið geti ver- ið viti? „Þetta er eina skilyrðið sem verk þarf að uppfylla til þess að geta talist listaverk. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þú LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.