Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 5
urinn er kominn hálfur upp á að spyrja hann tveggja spurninga en ekki þriggja því þá hverf- ur draugurinn niður aftur, fyrir þrenningunni. Fyrsta spurningin er vanalega hver hann hafi verið í lífinu og sú seinni hversu hraustur hann sé. Ef draugurinn segist hafa verið meðalmaður eða meir er ráðlegt að hætta, því það liggur fyr- ir særingarmanni að takast á við drauginn. Draugar eru ákaflega sterkir og sagt er að þeir magnist um helming umfram það sem þeir voru í jarðlífinu. Þetta er ástæða þess að særingar- menn velja helst börn, tólf til fjórtán ára gömul, en ekki menn sem komnir eru undir þrítugt. Sé ákveðið að halda áfram, skal særa uns hann er allur kominn upp. Þegar draugar koma fyrst upp úr gröfum sínum vella öll vit þeirra, munn- ur og nasir, í froðuslefju og saur, heitir þetta náfroða. Froðu þessa á særingarmaðurinn að sleikja af draugnum. Siðan skal hann vekja sér blóð undan litlu tá á hægra fæti og vökva með því tungu draugsins. Nú hefjast slagsmálin við drauginn, menn eru ekki á einu máli um það hvor ræðst á hvem, draugurinn eða kuklarinn, en hafi draugurinn betur dregur hann særing- armanninn niður í gröfina með sér. Hafi sær- ingarmaðurinn betur, er draugurinn skyldugur til að þjóna honum. Karlar sem vaktir eru upp nefnast Mórar en kvenmenn Skottur. Þeir uppvakningar sem særðir eru upp áður en Iíkið nær að kólna, þykja rammastir og verstir viðureignar. Það verður einnig að sjá þeim fyrir mat, því þeir þurfa að nærast eins og lifandi menn. Irafellsmóra var skammtaður matur eins og öðru fólki enda er talið víst að hann hafi ekki verið með öllu dauður þegar hann var magnaður. Irafellsmóri virðist enn vera á ferli því það sást til hans á ferðalagi í Belfast á Norður-írlandi ekki alls fyrir löngu. Varnir gegn draugum Þegar menn höfðu andvarpað þrisvar á bana- legunni mátti telja víst að sálin hafi yfirgefið líkamann. Þá þótti vissara að taka skjáinn úr glugganum sem næstur var líkinu, til þess að sálin kæmist út. Setja varð skjáinn síðan öfugan í aftur til þess að sálin gæti ekki snúið til baka. En það er aldrei víst að nokkur maður sé svo aldauður að hann geti ekki gengið aftur. Það var trú manna að eitthvert líf eða einhver hluti sálarinnar leyndist með líkinu, að minnsta kosti fyrst um sinn eftir dauðann. „Ef hinn dauði vildi fyrir einhverjar sakii' leita á sínar gömlu slóðir var nauðsynlegt að gera honum erfitt fyrir. Fyrst og fremst þarf að loka augum dáinna manna, til að þeir geti ekki séð. Þetta kallast nábjargh-."5 Draugar eiga ekki að geta farið aðra leið frá gröf sinn heim, en þá sömu og þeir voru fluttir. Þess vegna vora lík borin með fæturna á undan. Þá sér hinn dauði ekki aftur fyrir sig og ratar ekki heim. Þess era dæmi að brotin hafi verið göt á húsgafla og hlaðið í aftur jafnskjótt og borið hafði verið út. I Egils sögu segir frá því að Egill Skallagrímsson lét rjúfa vegg og bera föð- ur sinn þar út af hræðslu við að hann gengi aft- ur. Og ekki er nema rám öld síðan sá siður lagð- ist að fullu af, að hringsnúa líkkistunni til þess að ragla hinn dauða í ríminu. Talið var að mun hægara væri að yfirbuga afturgöngur en upp- vakninga og sjaldnast tókst að sigra þá að fullu. Líftími drauga er eitthvað á reiki. Sumh- segja hann vera 120 ár, magnast þeir fyrstu 40 árin, standa í stað í 40 og dofna síðustu 40 árin. Aðrir segja hann vera 300 ár eða að hann fylgi í 9 ættl- iði. „Þegar draugar eru orðnir gamlir, verða þeh- sumir mjög farlama enda búnir að ganga undan sér fæturna upp að hnjám, [...]. Þetta bendh’ enn á, hvað þjóðtráin gerir þá líka- mlega.“6 Það var talið gott að bera grájurt, öðru nafni fjandafælu (Omalotheca norvegica), milli brjóstanna eða í höfuðfati. Tilvalið var að brenna surtarbrand eða grafa hann í gólf þar sem reimt var. Talið var heillaráð að steypa hlandi yfir drauga og höfðu margar kerlingar koppinn sinn með einhverjum leka í við rúmið, svona til öryggis. Bjöm Halldórsson (1724- 1794) í Sauðlauksdal taldi að best væri að spýta duglega frá sér og snúa svo að þeim rassinum og reka duglega við. Einnig þótti gott að skjóta á drauga með silfurhnöppum en þar sem þeir vora ekki á hvers manns færi mátti allt eins not- ast við lambaspörð eða rekla af grávíði (Salix callicarpaea). Éf draugar vora mjög magnaðir gat reynst nauðsynlegt að grafa upp líkið og reka nagla í iljar þess eða höggva af því höfuðið og leggja það þannig að nefið sneri til saurbæj- ar. í þjóðsögum má finna eftirfarlandi sögu um það þegar var verið að sauma utan um Finn galdramann, „[...] hann var svo forn og illur í skapi að allir vora hræddir við hann. Þegar hann dó vildi enginn, hvorki karl né kona, verða til þess að líkklæða hann og sauma utan um hann. Þó varð kvenmaður einn til þess að reyna það; komst hún ekki nema hálfa leið og varð vit- stola. Þá gaf önnur sig til og gaf hún sig ekki að því hvernig líkið lét. Þegar hún var nærri búin sagði Finnur: „Þú átt eftir að bíta úr nálinni.“ Hún svaraði: „Eg ætlaði að slíta, en ekki bíta, bölvaður," sleit hún síðan nálina frá, braut hana í sundur og stakk brotunum í iljar líkinu.“2. Einnig era þess dæmi að menn hafi kveðið nið- ur drauga með góðri vísu eins og Sigurður Gíslason í sögunni, Maður og draugur kveðast á, í þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar:0 „Engir eða fáir draugar voru svo rammir, að þeir stæðust, ef kveðin var Lilja eða Bama- ber.“5 Allra best var þó að grafa upp líkið og brenna það til ösku. Niðurlag Af framangi-eindu má sjá að trá manna á drauga hefur verið almenn og fáir dregið tilvera þeirra í efa. Menn hræddust drauga og fundu allskonar ráð og aðferðir til að verjast og sigi-ast á þeim og líkama þeirra. Draugar slógust við menn, drápu skepnur og áttu jafnvel börn með mennskum konum. Vamir gegn draugum bein- ast nær eingöngu að líkama þeirra, t.d. með því að reka nagla í iljarnai- á þeim eða þá að brenna líkið. Af þessu má sjá að draugar era bundnir jarðlíkama sínum. „Én sannast er það að segja, að hin foma, heiðna draugatrá hefir undralitl- um breytingum tekið allt fram undir vora daga, en nú á síðustu mannsöldram hafa flestir hinna römmu, fornu drauga dáið út að mestu eða orðnir að meinlitlum slæðingi og engir nýir komið í þeiiTa stað, nema meinlitlir svipir.“6 Draugatrá hefur tekið þá stefnu nú í seinni tíð að þeir virðast ótengdari jarðlíkamanum. Þeir era fai-nir að líkjast meira vofum sem svífa um stofur og ganga, eða að þeir hrella menn á næt- urránti við Geitháls eða Stapann. Draugar eru ekki leng^r fastir fyrii’ og líkamlegir, þeir era hættir að ríða húsum, drepa skepnur og bama konur. Þeir virðast smátt og smátt vera að þynnast upp, verða að gufu og hverfa. Kveð ég þig niður í kraftí hans erkrossinnbarábaki. Allar hallir andskotans opnarviðþértaki. Hcimildaskrá: 1 Halldór Pétursson. 1962. Ævisaga Eyjasels-Mdra. Reykjavík, ísafoldarprentsmiðja h.f. 2 Jdn Árnason. 1961. íslenska þjóðsögur og œvintýri I. lteykjavík, Þjóðsaga. 8 Jón Hnefill Aðalsteinsson. 1988. íslensk þjóðmenning VI. Reykjavik, Þjóðsaga. 4 Jón Þorkelsson, 1899. Þjóðsögur og munnmæli. Akur- eyri, Prentvcrk Odds Björnssonar. B Jónas Jónasson frá Hrafnagiii. 1961. íslenzkir Þjóð- hættir. Reykjavík, ísafoldaprcntsmiðja h.f. 6 Sigfús Sigfússon. 1982. íslenskar þjóðsögur og sagnir II. Reykjavík, Þjóðsaga. Höfundurinn er skólastjóri í Þykkvabæ. MyndlýsÍng: Freydís Kristjánsdóttir „Móri gekk nú Ijósum logum í Eyjaseli, svo að næróskyggnir sem skyggnir sáu hann. Það var líkast því sem geðbilaður maður gengi um og fremdi illvirki á skepnum. Stundum hófust kindur í háaloft og komu niður steindauðar, aðrar fundust hálsbrotnar, sligaðar, hengdar eða beinbrotnar.“ NIIA NORTHSUN RAUÐHETTA LITLA ÁRNIIBSEN ÞÝDDI þegar amma lá á spítala eftir hjartaáfall kallaði hún til sín eins marga af átta sonum og hún náði í hún kallaði ekki á einkadóttur sína babe sem var 34 ára amma hafði ekki hugmynd hvar hún kynni að vera steininum götunni á bar í klamath falls eða hokrandi með einum af chicano elskhugunum eða indjána-lessu ÍLA babe fór að heiman 16 ára giftist ekta kapteini króki með lepp fyrir auga og allt ferlega fær ípóker en fór svo frá honum ári síðar inn og út úr steininum bílstuldir innbrot eiturlyf ávísanafals hún þyngdist um 30 kíló varð næstum 90 kíló klippti síða svarta hárið í stuttar litaðar rytjur andlitið bitið og sogið af afbrýðisamri vinkonu fór að tala eins og svartur hóru- mangari amma kallaði ekki á hana en hún birtist samt á spítalan- um viskíflaska í annarri hendi bjórdós í hinni nýlega lamin vætlandi sígarettubrunasár á handleggjunum slefandi & volandi „mamma mamma“ babe var eina barnið sem heimsótti ömmu Höfundurinn er bandarískt samtímaskóid. STANLEY KUNITZ MYNDIN Aldrei fyrirgaf móðir mín fóðurmínum sjálfsmorðið, en einkum að hann framdi það á afar óheppilegum tíma og það í almenningsgarði, vorið sem ég beið eftir að fæðast. Hún læsti nafn hans niður ídýpstu hirsluna og neitaði að hleypa honum út, þó égheyrði hann knýja á. Þegar ég kom ofan af háalofti með pastelmynd í hendi af ókunnum, breiðmynntum manni með þéttvaxið yfirskegg og dimmbrún, beinsett augu, reif hún hana í tætlur umyrðalaust og löðrungaði mig fast. A sextugasta ogfjórða ári finn ég enn sviða á kinninni. Höfundurinn er bandarískt samtímaskóld. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.