Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 14
Sigríður Zoéga á Ijósmyndastofu sinni 18. febrúar 1915. Ljósm. Sigríður Zoega. Allar myndirnar eru í vörslu Þjóðminjasafns íslands. ÞJÓÐMINJASAFN íslands efnir til sýningar á ljósmyndum Sig- ríðar Zoéga í Hafnarborg í Hafnarfirði og verður sýningin opnuð 29. janúar og stendur til 28. febrúar 2000. Er sýningin unnin í samvinnu við Hafnar- borg og Reykjavík, menningar- borg Evrópu árið 2000. A sýningunni verður gefið yfirlit yfir ævistarf Sigríðar og lögð áhersla á þau myndefni sem hún sinnti helst: andlitsmyndir, barnamyndir, fjölskyldumynd- ir, myndir af starfsstéttum, embættismönn- um, vinnustöðum og heimilum. Sigríður Zoéga var einn íremsti stúdíóljós- myndari á Islandi á þessari öld. Hún rak ljós- myndastofu Sigríðar Zoéga & co í Reykjavík í fjörutíu ár eða frá 1915 tii 1955. Ljósmynda- plötusafn hennar er varðveitt á myndadeild Þjóðminjasafns íslands og er rúmlega 30.000 plötur. Ekkert filmu- og plötusafn, sem afhent hefur verið Þjóðminjasafni, kom jafnvel skráð og frágengið til safnsins. Draumurinn látinn rætast Bjartsýni og framfarir einkenndu Reykja- vík á öllum sviðum í upphafi 20. aldar. Þá var að vaxa úr grasi kynslóð ungra kvenna sem hafði áhugamál og langanir sem fyrri kynslóð- ir hefðu aldrei getað látið sig dreyma um. Ungar konur vildu leita sér starfsmenntunar og fannst lífið hafa upp á ýmislegt annað að bjóða en giftingu og heimilishald. I fyrstu var hópurinn fámennur og fáar stúlkur höfðu efni á að láta drauminn rætast. Ein þessara ungu kvenna var Sigríður Zoéga (1889-1968), dóttir Geirs T. Zoéga kennara og síðar rektors við Menntaskólann í Reykjavík. Um aldamótin þótti ljósmyndun alls ekki óviðeigandi starf fyrir ungar stúlkur og höfðu nokkrar íslenskar konur þegar reynt fyrir sér á því sviði með góðum árangri. Ljósmyndun var stutt nám, sem bauð konum upp á svigrúm sem þær höfðu ekki annars staðar, þ.e.a.s. tækifæri til sjálfstæðrar vinnu, listrænnar sköpunar og tekjumöguleika. Þessi atriði hafa án efa átt drjúgan þátt í því að gera ljósmynd- un <ið eftirsóttu starfi fyrir ungar konur. Árið 1907 réð Sigríður sig á ljósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar við Hverfisgötu 18. Pétur Brynjólfsson var þá umsvifamesti ljós- myndari landsins og hafði margt fólk í vinnu. Gæði voru í hávegum höfð á ljósmyndastofu Péturs og eru sumar mynda hans með því besta sem gert hefur verið í Ijósmyndun hér á landi á tuttugustu öld. Systir Sigríðar, Guðrún, bemskuvinkona hennar Steinunn Thorsteinson, og fleiri ungar SIGRÍÐUR ZOEGA EFTIRÆSU SIGURJÓNSDÓTTUR Sigríður Zoéga er meðal hinna fremstu af stúdíó- Ijósmync lurum okkar. Hún rak Ijósmyndastofu í 1 teykjavíl c í 40 ór, en filmu- og plötusafn hennar er nú varðveitt ó Þjóðminjasafninu. stúlkur unnu einnig á ljósmyndastofunni hjá Pétri. Sá hængur var á starfinu hjá Pétri að stúlkurnar fengu ekki að taka myndir og ein- hver tregða var að kenna þeim það. Verka- skiptingin var þannig að Pétur Brynjólfsson sá sjálfur um allar tökur, eða karlkynsaðstoð- armenn hans. Stúlkurnar sáu hins vegar um að retússera og tóna og þær sáu um allan frá- gang og afgreiðslu. Það var mikill hugur í ungu efnafólki á þess- um árum að fara utan og læra ný störf. Haust- ið 1910 sigldi Sigríður til Kaupmannahafnar. Markmiðið var fyrst og fremst að komast á góða stofu til að læra að taka myndir. Sigríður hafði gott veganesti frá Pétri og þótti lagin að retússera. Það gekk samt illa að fá vinnu í Kaupmannahöfn, því þar var offramboð á ljós- myndurum. Sigríður var vandlát, vildi ekki ráða sig á hvaða stofu sem var og helst ekki nema á bestu stofurnar í borginni. Hún sótti stutt ljósmyndanámskeið í Teknologisk Instit- ut og vann um tíma bæði hjá Noru Lindström og Rosu Parsberg, sem báðar voru virtir ljós- myndarar í Höfn. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem urðu á vegi hennar vildi hún ekki gefast upp, og svo fór að með hjálp systur hennar, Guðrúnar, sem þá var í Þýskalandi, komst Sig- ríður loks í vinnu á ljósmyndastofu þar i landi. 23. júní 1911 steig Sigríður út úr lestinni á brautarstöðinni í Köln. Hún hafði svarað auglýsingu sem hún sá í þýska fagtímaritinu Der Photograph og var ráðin sem aðstoðar- manneskja hjá þýska ljósmyndaranum Aug- ust Sander. Hún vissi það ekki þá, en þar kom hún til að njóta tilsagnar manns sem nú er einna þekktastur þýskra ljósmyndara og tal- inn í hópi helstu meistara Ijósmyndanna á 20. öld. „Eg er mjög hrifin af honum í bréfinu, en bara að ég verði nú ekki skúffuð. Eins og þið munuð sjá lítur þetta út fyrir að vera mjög kúnstnerískt og moderne Atelier, hann er „krossaður og medalliseraður". Mér þykir hann samt líta nokkuð mikið á sjálfan sig, að halda að ég auminginn frá íslandi, hafi heyrt talað um hans kúnstverk, þar stend ég því miður á gati!“ Sigríður lærði allt viðkomandi ljósmyndun þessi þrjú ár sem hún dvaldist hjá August Sander. Hún vann sjálfstætt, því hann ferðað- ist mikið og tók myndir í sveitunum skammt frá Köln. Hann kom heim um helgar með plöt- urnar og Sigríður og Anna, kona hans, fram- kölluðu, retússeruðu, stækkuðu, tónuðu og gengu frá samkvæmt því sem viðskiptavinur- inn óskaði og hafði efni á að borga. Stundum fékk Sigríður að fylgja meistaranum í mynda- 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.