Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 11
art telja menn borginni til ágætis að þar var fyrsta Laugardagsmarkaðurinn á Salamanca Place í Hobart er eitt af því sem dregur að gesti. í þessari götu eru mörg gallerí, kafflhús og smáverslanir sem hafa handíðir á boðstólum. turströnd Tasmaníu er rómuð :ur hugmynd um. Hér, við Wineg- selar gönguleiðir. Til þess að tryggja náttúruvernd hafa stór svæði á Tasmaníu verið tekin undir þjóðgarða. Þar á meðal er Suðvesturþjóðgarðurinn, sem nær yfir fjölbreytt fjalllendi. Á því svæði er hæsta fjall lands- ins, Mt. Ossa, 1616 m, og stærsta ósnortna víðerni Tasmaníu. n íiyffis M 1 Md-i ~ * »««< 1 > > > v* *’U • ý iiiirwil m r Tasmaníu er næst höfuðstaðnum Hobart að stærð og mikilvægi. Borgarstæðið þykir mjögfagurt. minntist úr íslenskri sveit, stóðu eins og minn- ismerki úr fortíð með blómvöndum, berjasultu, jarðarberjum í öskju og svo mátti endalaust telja. Öll kaupmennska var byggð á trausti, þ.e.a.s enginn að afgreiða, heldur eingöngu sjálfsafgreiðsla. Mér varð hugsað til allra símaklefanna á Isl- andi sem sífellt stóðu berskjaldaðir fyrir skemmdarverkum og sjaldan nothæfir til síns brúks. Tasmanía er eina eyjan sem tilheyrir fylkj- um Astralíu og er um 67.000 ferkilómetrar að stærð og telur um 'h milljón íbúa. Tæplega 14.000 ferkílómetrar falla undir þjóðgarða (World Heritage Area) og þar er að finna fjöl- breytt dýralíf og einstakan gróður, m.a stærstu regnskógasvæði veraldar í dag. Menn eins og Darwin og James Cook komu til Tasmaníu á sínum tíma og töldu eyjuna ein- staka náttúruperlu og vitnaði Darwin í eyjuna eftii- að hafa dvalið þar um tíma er hann vann að þróunarkenningu sinni, enda er þar einstak- ur gróður og dýralíf sem hvergi er að finna annars staðar í veröldinni. Þrátt fyrir voðaverk nútímamannsins sem unnin eru með grunnhyggju og gróðavon, hef- ur sem betur fer tekist að viðhalda óspilltri náttúrunni á ákveðnum svæðum. Umhverfis- sinnar hafa látið til sín taka með góðum árangri og árið 1972 stofnuðu þeir sinn eigin pólitískan flokk og eiga í dag öfluga talsmenn í ríkisstjórn Ástrala. Umhverfissinnum hefur tekist að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu regn- skóga Tasmaníu ásamt fyrirhuguðum virkjana- framkvæmdum og er mörgum öðrum samtök- um fyrirmynd að umhverfisvænu samfélagi. Það hefur þó ekki gengið átakalaust, enda margir sem byggðu lífsviðurværi sitt á skógar- höggi og tregir til að sjá tilganginn í friðun skóganna og annara náttúruauðlinda. Atvinnuleysi var hið mesta í Tasmaníu árið 1991 þegar ég kom þangað fyrst. Með friðun regnskóganna, var stórt skarð hoggið í atvinnuveg sem heilu sveitarfélögin höfðu reitt sig á, stórar trémyllur er að finna víðast hvar um eyjuna. Fyrir utan landbúnað var skógarhögg ein helsta atvinnugrein Tasm- aníu og heilu kynslóðirnar haft lifibrauð af, þar til að umhverfissinnar létu til skarar skríða með sögufrægum árangri. Einnig var eyjan op- in fyrir alls kyns virkjunarframkvæmdum fram að þeim tíma, með misjöfnum árangri, og ófull- nægðum loforðum. Svo kom sá tími að til stóð að virkja eina af náttúruperlum Tasmaníu. Tóku þá umhverfissinnar sig til og háðu mikla og erfiða baráttu sem leiddi til sigurs og jafn- framt stofnun pólitísks flokks eins og áður greindi frá. Hollenski landkönnuðurinn Abel Janszoon Tasman, stjómaði fyrsta evrópska leiðangrin- um sem nam land á Tasmaníu. Sem meðlimur Austur Indía-félagsins, stýrði hann skipunum Heemskerck og Zeehaen í landkönnunarleið- angri frá Batavia, eða Djakarta, í Indónesíu, í ágúst 1642. Abel J. Tasman gerði tilkall til eyj- arinnar sem landssvæði Hollendinga, þegar hann sendi smið sinn með hollenska fánann að strönd Blackmans Bay, sem er suðaustur af Hobart, höfuðborg Tasmaníu. En það urðu ekki örlög Hollendinga að gera Tasmaníu að nýlendu sinni. Abel J. Tasman gaf þó eyjunni nafn yfir- manns síns og Austur Indía-félagsins, Van Di- mens, og nefndi eyjuna Van Diemens Land. Árið 1855 var nafninu breytt í Tasmaníu til heiðurs Abel J. Tasman sem var fyrstur evrópskra landkönnuða sem fann eyjuna. í þessum fyrsta landkönnuði sáu þeir enga eyjaskeggja, en virðast þó hafa orðið þeirra vai’ir og segir Abel Tasman í dagbók sinni árið 1642... „Þeir héldu sennilega til í hæðunum fjarri ströndinni.“ Menn úr leiðangri hans þóttust heyra mannamál í fjarska sem hljómaði ein- kennilega í eyrum. James Cook sem kom þangað 135 árum síðar var hinsvegar með heppnina með sér og komst þar með fyrstur í kynni við Tasmaníu-frum- byggjana. Um það skrifar hann í dagbók sína, hinn 29. janúar 1777 ... „Það kom okkur þægilega á óvart, þar sem við vorum að höggva timbur, þegar við fengum skyndilega heimsókn frá átta þeldökkum mönnum og einum dreng ... Þeir komu til okk- ar úr skóginum og virtust ekki hræðast okkur, því þeir báru engin vopn fyrir utan einn sem var með prik í hendi sér ..." Þeir voru nánast naktir, og voru með rauða skreytingu í hári og skeggi og voru sumir mál- aðir þessum rauða lit í andliti Á þeirri sögulegu stundu, er James Cook hitti frumbyggja Tasm- aníu í íyrsta sinn, höfðu þeir lifað á eyjunni í 30.000 ár að því talið er. Árið 1777 er ályktað að um 4-6000 frum- byggjar hafi búið á eyjunni, en líf þeirra og um- hverfi átti eftir að taka örlagaríkum breyting- um eftir að eyjan varð að breskri nýlendu og var kynstofni þeirra og menningu, nánast út- rýmt. Það var Bretinn Philip G. King, landstjóri New South Wales, sem tók þá ákvörðun að gera Van Diemens Land að fanganýlendu Breta, til að koma í veg fyrir áform Frakka um að gera eyjuna að franskri nýlendu. Árið 1803 sigldi hinn 23ja ára yfirlautinant, John Bowen, til Tasmaníu með 49 manns um borð, þar af 24 fanga, og stofnaði þar breska nýlendu. Næstu 50 ár voru dæmdir fangar frá Bretlandi fluttir í stórum stíl til Tasmaníu og voru þeir m.a. not- aðir við að byggja upp húsakost, brýr og vegi. Islandsvinurinn Jörundur „hundadagakonung- ur“ var í þessum hópi og lifði í 20 ævintýraleg ár á eyjunni og mun ég fjalla um einstaka sögu hans þar í annarri grein. í dag má enn finna merki þess tíma er Tasm- anía var að byggjast upp. Húsin sem fangarnir hlóðu úr höggnum sandsteini, standa víða og eru einstakar bygg- ingar sem minna á liðna tíma. Þrátt fyrir skuggalegt upphaf nýlendunnar er Tasmanía uppfull af sögulegum minjum sem gerir nú- tímamanninum kleift að upplifa tíðaranda sem heyrir fortíðinni tll. Náttúrufegurð eyjarinnar er nær ólýsanleg, þar sem regnskógarnir teygja sig enn til fann- hvítra stranda. Það eru aðeins 200 km á milli Tasmaníu og meginlands Ástralíu, en þó er fjarlægðin heil- mikil hvað menningu og náttúru varðar og er í rauninni veröld út af fyrir sig. Eyjan er nokkurn veginn hjartalöguð í lag- inu og u.þ.b helmingi minni en ísland. I dag búa þar um 'Æ milljón manna og er afar rúmt um.menn og dýr í skjóli einstakrar nátt- úrufegurðar sem er nánast ólýsanleg. Sumir hafa lýst Tasmaníu á þann veg, „að ferðast um eyjuna er eins og fjársjóðsleit þar sem þú finn- ur fjársjóð við hvert fótspor". Mannlífið í Tasmaníu nú á dögum er áberandi litað lista- mönnum, skáldum, rithöfundum, handverks- fólki, bændum, sæförum, sérvitringum, og villuráfandi auðnuleysingjum. Bresk áhrif er enn að finna innan samfélagsins og afkomend- ur þeirra embættismanna og fanga frá fyrstu árum nýlendunnar. En sífellt gerist það al- gengara nú á dögum, að fólk leiti upplýsinga eftir forfeðrum sínum sem komu til eyjunnar í hlekkjum fyrir rétt um tveimur mannsöldrum síðan, en lengi var slíkt aldrei borið á borð, enda þótti það skömm mikil og að vera illa ætt- aður. Það má segja að sú von hafi orðið að veru- leika þegar hópur umhverfissinna í Tasmaníu tók höndum saman og sýndu með aðgerðum sínum að samtök þeirra voru tilbúin að berjast í nafni umhverfisverndar og hófu sögulega og öfluga baráttu sem skilað hefur marktækum árangri til þessa. Margir þakka þessum samtökum fyrir að hafa stuðlað að þeirri staðreynd, að Tasmanía er í dag einstakt samfélag og ennþá sú töfra- eyja sem langafi minn vitnaði í forðum. Eyjan er ein af fáum náttúruperlum jarðarinnar þar sem ósnortin náttúran fær að njóta sín undir vernd sterkra umhverfislaga sem komandi kynslóðir munu njóta. Tasmanía, sem áður var þekkt fyrir þjáning- arfulla fortíð og eyðileggingarhvöt nútíma- mannsins á náttúrunni fyrir skjótfenginn gróða úr höndum stórvelda, hefur nú fengið á sig markaðslegt gildi fyrir umhverfisvænan lífsstíl sem skilað hefur auknum tekjum af ferða- mönnum og ekki síst fyrir gæðaframleiðslu matvæla sem njóta nú viðurkenningar um heim allan. Vegna þeirrar ímyndar sem eyjan hefur skapað sér á síðari árum, nýtur öll framleiðsla hærra markaðsverðs og er ég ekki í nokkrum vafa, að ísland gæti fylgt sama fordæmi. Það hefur verið fremur dapurt fyrir mig að fylgjast með skammsýni landa minna í um- hverfismálum á síðustu misserum, og vissulega minnir mai-gt í dag, á baráttu þá er átti sér stað í Tasmaníu á áttunda áratugnum, en það er von mín að fólk vakni til vitundar hér eins og þar, og eygi þá möguleika sem við höfum hér á ísl- andi og áður en það verður of seint. Höfundurinn býr ó Sellossi og starior hjó Útvarpi Suðurlands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.