Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 19
DIRFSKA EÐA DÓNASKAPUR? Sýningin Losti 2000 var opnuð í Listasafninu á Akureyri í gærkvöldi. Hún er að hluta til bönnuð börnum, sögðu nokkrir hlutaðeigandi ÞÓRUNNI ÞÓRSDÓTTUR á dögunum. LOSTI feykir fólki milli ystu homa til- veru sinnar ef marka má skáldið Dante. Að auki hélt skáldið því fram að refsing fyrir þetta ástand eða lifn- að væri framhald hins sama í víti. Það gæti því átt von á góðu, lista- fólkið sem nú sýnir lostamyndir í I Listasafninu á Akureyri. Heiti sýn- ingarinnar er Losti 2000 og á boðskorti segir að stóð blóðheitra listamanna standi að sýning- unni. Hún var opnuð í gærkvöldi og stendur til 19. mars. Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Lista- safnsins, er sýningarstjóri og 30 íslenskir lista- menn af yngri kynslóðum afhjúpa kenndir sínar eða hugmyndir um viðfangsefnið. Blaðamaður hitti nokkur þeirra sem sýna, ásamt Hannesi, á Mokkakaffí einn morgun og reynir hér að miðla því sem sagt var. Þau sem sýna á Akureyri fjalla flest um líkamlegan losta, kynferðisleg efni á mismun- andi stigum. En íramreiðslustúlka á veitinga- stað, þar sem blaðamaður fékk sér súpu til að styrkjast til þessara skrifa, taldi losta alveg eins og jafnvel frekar andlegt ástand, eins og margir hstamannanna tækju sjálfsagt undir aðspurðir. Stúlkunni þótti öll löngun hefjast í höfðinu og færast síðan kannski útum kroppinn. „Lostæti, til dæmis,“ sagði hún með súpudisk í annarri hendi og kaffibolla í hinni. Víst er að losti snýst um þrá eða gimd, sterkar kenndir sem gætu átt það til að taka völdin af viðkomandi. Þess vegna tengdu menn eins og Sade markgreiii þetta hugtak við þjáninguna og þannig gæti staðið á fyrirbærinu ástríðuglæpum. Orðabók menningarsjóðs og íslensk orðsifja- bók gera losta nokkurn veginn þau skil sem fyrr greinir; girnd, fýsn, frygð; en geta einnig orð- anna munaðar og gáska. Ur öðrum tungumálum mætti nefna þýska orðið Lebenslust, sem þýðir lífsgleði eða lyst á lífinu. Svíar segja lusta sej - skemmta sér eða njóta - og mun lengur mætti telja skyld orð í öðrum málum. Látum nægja latneska orðið lascivus (Orðsifjabókin) sem haft er um þann sem er léttúðugur eða gáskafullur. Þau sem að Lostasýningunni standa segja hugmyndina fædda í heimabænum Akureyri þar sem kynlífsiðnaður blómstri og þrír nektar- staðir séu fyrir 15.000 íbúa. Snorri Asmundsson myndhstarmaður vann heimildarmynd um þetta með Kára Schram og er hún ásamt mál- verkum Snorra sýnd í Listasafninu. Myndin heitir XXX-reyri/Klámtán. Hljómdiskur hefur jafnframt verið gefinn út í takmörkuðu upplagi. Snorri segir athuganir sínar leiða í Ijós að klám- iðnaður á Akureyri sé sá öflugasti í heimi miðað við íbúafjölda. Aðrir salir safnsins eru undirlagðir af öðrum lostafullum verkum, kannski verkjum, ef tillit er tekið til hugleiðinga sumra Ustamannanna um sársauka og kvöl tengda lostanum. „Sjáðu Ópið eftir Munch,“ segir Omar Stefánsson, „það er meðal þekktustu málverka af þjáningu og losta, á veggspjöldum heima hjá fólki sem vildi margt síður ræða slík mál.“ Hópurinn sem hittist á Mokka velti fyrir sér skilum milli hugtaka - losti, erótík, klám - og komst að þeirri niðurstöðu að erótík væri víð- tækast og „næði inn á öll mengi í myndlist". Einhver minntist á umfjöllun Bataille um þetta og annar spurði hvort erótík væri orð yfir fallegt klám eða hvort það væri einmitt öfugt. Asmundur Ásmundsson telur muninn á eró- tík og klámi aðallega htafræðilegan, erótík sé best í svarthvítu en klám í lit. í sýningarskrá skrifar Hahgrímur Helgason um erótík að hún hafi ekki ratað inn í íslenska myndlist fyrr en húshiti var orðinn góður og almennur og fólk farið að geta háttað sig. Þá var í spjahinu á Mokka rætt um óskráða reglu eða bann við opinberri umfjöllun á Islandi um holdleg efni. „Við erum óvenju bæld í afstöð- unni til þessa þáttar tilverunnar og það hefur speglast í myndlist í landinu. Þótt kvíamar séu MorgunblaSið/Árni Sæberg Nokkur þeirra sem sýna á Akureyri. Sara Björnsdóttir, Snorri Ásmundsson, Ómar Stefánsson, Áslaug Thorlacius, og Jóní og Sigrún úr Gjörningaklúbbnum. Hverdags eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur. færðar frá kynlífi út í erótík hefur íslensk mynd- listarsaga af htlu að státa. Jón Engilberts hneykslaði reyndar marga með sinni fyrstu sýn- ingu eftir Parísarárin, Alfreð Flóki vann eró- tískar myndh- og skreytingar Ásgríms við þjóð- sögur eru af þessu tagi. Seinna kom sterk erótísk undiralda í popplist og nýhst í SÚM.“ Félagamir sem mættu í viðtahð sögðu þús- und ára þróun kynlífs á Islandi með óhkindum, „allt frá Njáli til súludans, nú hin síðustu ár. Er búið að opna hér alla skápa, þola landsmenn svona sýningu eða hvar stöndum við í dag í þess- ari baráttu okkar?“ Áslaug Thorlacius, einn viðmælenda blaðsins, benti á að einu konurnar sem hefðu notið sín kynferðislega, að minnsta kosti hér áður, hefðu verið kallaðar nomir. „Hugsið ykkur þetta dimma bændasamfélag, baðstoíúr og þoku- Stefnumót eftir Friðrik Örn. súld,“ segir hún og blaðamanni kemur í hug vögguvísan þar sem úti bíður andlit á glugga. Kvenleg sjónarmið birtast líka í framlagi Gjöm- ingaklúbbsins á sýningunni á Akureyri. Stöll- umar Jóní og Sigrún, sem klúbbinn skipa, segja verk sitt snúast um gimd og vera óð til húsmóð- ur sem hrærir í deigi og sigrar heiminn með rjómasprautu að vopni. Önnur dæmi um verk á sýningunni era upp- tökur Söra Björnsdóttur á símjátningum sjálf- boðahða um líkamleg efni og hljóðmynd Þor- valdar Þorsteinssonai- af því sem ekki má sjást. í sýningarskrá segir Þoi-valdur myndhstina kjörið framtíðarstarf fyrir þann sem skammast sín fyrir áhuga á allskonar dónaskap, því hann megi nálgast í hennar skjóli, „kanna, skrásetja, prófa og útsetja og fá borgað fyrir í blíðu". Haraldur Jónsson segir kynþörf einn grunn-^ þátta hstsköpunar sinnar og verk sitt á sýning- unni hggi á „hinu litríka merkingarsviði milli munúðar og sársauka." Viðmælendur blaðsins koma að losta sem spegilmynd dauðans, „fjölgunarþörf stendur í því samhengi við lok lBfsins að fólk vill helst skilja eftir för eða sýnishom af sjálfu sér. Svo leggjumst við í skriftir þegar nákominn deyr og fáum ástaróð um hann birtan í Morgunblaðinu. Þarna kemur hún enn í Ijós, bælingin á hinum raunveralegu hvötum okkar Islendinga, þær fá helst ekki útrás fyrr en á eheftu stundu“. Loks er listafólkið spurt, til vonar og vara, hvort þetta sé mjög dónaleg sýning. „Það sér hver með sínum augum,“ er svarið, en við Jiaöj bætt að sum verkin séu ekld við hæfi bama. Andrúmsloft Listasafnsins á Akureyri er því lævi blandið, sýningarstjórinn hefur ekki haft tíma til að panta sér flugmiða til útlanda ef ein- hverjir skyldu reiðast honum og útkoman er að sögn Hallgríms Helgasonar „pornógrafískt komprómí“. «T LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.