Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 13
REYKJAVIK - MENNINGARBORG EVROPU HÁTÍÐ í TÓNUM Opnunartónleikar Tónlist- arhótíðar Tónskóldafé- lags Islands og Reykjavík- ur - menninggrborgar Evrópu 2000 verða haldnir í Borgarleikhús- inu í kvöld kl. 20. Fram koma Kammersveit Reykjavíkur og gestir. ORRI PÁLL ORMARSSON forvitnaðist um tónleik- ana, þar sem meðal ann- ars verður frumflutt nýtt verk eí+ir Hafliða Hal 1- grímsson, og 1 látíðina sem fer í hönd hjá Tón- skóldafélaginu. Kammersveit Reykjavlkur. Fremst fyrir miðju svidinu eru stjórnandinn, Guðmundur Óli Gunnarsson, og konsertmeistarinn, Rut Ingólfsdóttir. FRÁ OG með deginum í dag er Reykjavík virk sem ein af níu menningarborgum Evrópu ár- ið 2000. Mun þess sjá merki um víðan völl fram eftir öllum degi og í kvöld berst leikurinn í Borgarleikhúsið, þar sem blásið verður formlega til þessarar viðamestu menningarhátíðar Islandssögunn- ar með tónleikum og ræðuhöldum. Á tónleikunum koma fram Kammersveit Reykjavíkur, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, og gestir. Hefjast þeir á verki eftir Atla Heimi Sveinsson, Á gleðistundu, sem samið var fyrir Kammersveitina í tilefni af vígslu Borgarleikhússins árið 1989. „Okk- ur þótti við hæfi að hafa þessa skemmtitónlist á efnisskránni, bæði vegna tengsla hennar við Borgarleikhúsið og eins vegna þess að þetta verður mikil gleðistund, upphaf menn- ingarársins," segir Rut Ingólfsdóttir, kon- sertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur. Þess má geta að Atli Heimir gerir ráð fyrir notkun hljóð- og ljósakerfis leikhússins í verkinu. Að Gleðistundinni slepptri snýr Kammer- sveitin sér að frumkvöðlunum í íslenskri tón- sköpun. Flutt verður strengjasveitarverkið Endur- skin úr norðri eftir Jón Leifs. „Verkið er samið árið 1952 og hefur ekki svo ég viti verið flutt á tónleikum í áratugi. Hins vegar tók Sinfóníuhljómsveit íslands það upp fyrir geislaplötu í fyrra og hún er komin út. Verkið var þó ekki spilað á tónleikum við það tæki- færi,“ segir Rut. Rví næst snýr sveitin sér að tveimur litlum verkum fyrir strengjasveit eftir Helga Páls- son, en þeir Jón Leifs voru einmitt jafnaldr- ar, fæddir 1899. Annað verkið nefnist Prélu- de og hitt Menuett í gömlum stíl. „Þetta eru mjög falleg lítil verk, samin á milli 1930 og 1940,“ segir Rut. Þórarinn Jónsson á einnig verk á efnis- skránni, Lágnætti, lítið verk fyrir strengja- sveit, og tvö sönglög, Ave María og Smala- vísu eða Pastorale, þar sem Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, sópransöngkona kemur til liðs við hljóðfæraleikarana. „Ég veit ekki til þess að þessi verk hafi heyrst hér í áratugi. Þau eru til hjá Ríkisút- varpinu í mjög gömlum upptökum með Sin- fóníuhljómsveit Islands, sennilega frá því á sjötta áratugnum, en þau hafa ekki verið flutt á tónleikum mjög lengi. Sönglögin hafa að vísu verið flutt með píanóundirleik en ekki í þessari útgáfu,“ segir Rut. Lokaverkið á tónleikunum er víólukonsert Hafliða Hallgrímssonar, Ombra, sem frum- fluttur var af Skosku kammersveitinni síðast- liðið haust. Er þetta frumflutningur verksins á íslandi. „Ombra er samið fyrir norska víóluleikar- ann Lars-Anders Tomter, mikinn virtúós, og fékk sérstaklega fína dóma í Skotlandi. Það kemur ekki á óvart, því verkið er frábært og einleikshlutverkið alveg meiriháttar," segir Rut. Einleikarinn í Ombru, Þórann Ósk Marinós- dóttir, tekur í sama streng: „Þetta er erfitt en verðugt verkefni. Hafliði skrifar afskaplega fallega tónlist. Hann er strengjaleikari sjálf- ur og þess sér greinileg merki í konsertinum - þótt hann sé erfiður er hann líka aðgengi- legur, bæði fyrir flytjendur og hlustendur.“ Það leggst vel í Þórunni Ósk að feta í fót- spor Tomters. „Hann er greinilega með mjög stóra vinstri hönd,“ segir hún og hlær. „Ann- ars hef ég ekki heyrt upptöku af frumflutn- ingnum, þannig að ég veit ekki hvernig hann lék þetta.“ Skyldi það vera betra eða verra? „Það fer eftir ýmsu. Stundum er betra að hafa heyrt verk leikið og stundum ekki. Haf- liði er mjög nákvæmt tónskáld - veit upp á hár hvað hann vill og fyrir vikið eru upp- lýsingarnar í partítúrnum mjög nákvæmar, bæði hvað varðar tempó og annað. Ef maður fylgir þeim leiðbeiningum ætti maður því að geta komið þessu til skila án þess að hafa heyrt fyrri flutning." Aukinheldur hefur Þórunn Ósk ráðfært sig við tónskáldið símleiðis en Hafliði var ekki væntanlegur til landsins fyrr en í gærkvöldi. Þórunn Ósk lauk prófi frá Conservatorium í Brussel árið 1996 og hefur starfað með Sin- fóníuhljómsveit íslands í hálfan annan vetur. Þar fyrir utan leikur hún kammertónlist og „allt sem til fellur", eins og hún tekur til orða. Og öllu stærri hlutverk en einleikur við þess- ar aðstæður falla varla til? „Nei, það er rétt. Þetta er stærsta tækifæri mitt hér heima til þessa. Ég er Kammersveitinni afar þakklát, ekki síst Rut Ingólfsdóttur, sem ég held að hafi haft mest um þetta að segja.“ íslensk tónlist í 1OO ór íslensk tónlist síðustu hundrað ára verður í brennidepli á Tónlistarhátíð Tónskáldafélags íslands, að sögn Kjartans Ólafssonar, for- manns félagsins. „Á þessari öld hafa flestar af merkustu tónsmíðum Islendinga orðið til, tónsmíðar sem í dag teljast einn viðamesti þáttur ís- lenskrar tónlistarsögu. Með framlagi Tón- skáldafélags íslands gefst kostur á að kynn- ast íslenskri tónlist þessarar aldar og þeirri þróun sem orðið hefur á öldinni,“ segir Kjart- an. Hátíðinni er skipt í þrjár tónleikaraðir og stendur sú fyrsta fram í miðjan febrúar. Þar verða flutt verk sem samin voru á fyrri hluta aldarinnar, „verk sem hafa unnið sér sess í hjarta Islendinga og flokkast ef til vill ekki undir það sem kallað er „nútímatónlist““, að því er fram kemur í máli Kjartans. í þessari fyrstu tónleikaröð verða haldnir einir hljómsveitartónleikar, þrennir kórtón- leikar, þrennir einsöngstónleikar, orgeltón- leikar og einir tónleikar með kammer- og ein- leiksverkum. Segir Kjartan það hafa komið mönnum á óvart, þegar þeir fóru að skoða úrval tóns- míða frá þessu tímabili, hve lítið var til af kammerverkum. Einsöngs-, einleiks- og stærri verk hafi verið meira áberandi. A þessu kann hann enga einhlíta skýringu. Önnur tónleikaröð tónlistarhátíðarinnar hefst með setningu Listahátíðar í Reykjavík hinn 20. maí og stendur fram í miðjan júní. Þar verður flutt tónlist sem samin var um miðbik aldarinnar og sérstök áhersla lögð á verk sem hafa reynst stefnumótandi í ís- lensku tónlistarlífi. Þriðja og síðasta tónleikaröð Tónskáldafé- lags íslands hefst í lok október og stendur fram í miðjan nóvember. Þar verður lögð áhersla á íslenska tónlist í lok aldarinnar, einkum raf- og tölvutónlisþ, og flutt verk eftir flest núlifandi tónskáld á Islandi. Hátíðin leggst afar vel í Kjartan sem seg- ir spennandi að skoða tónlistarsögu þjóðar- innar, sem ekki er löng, í samhengi. „Auð- vitað verður þetta aldrei tæmandi úttekt en vonandi tekst okkur að draga fram helstu línur.“ Á undan tónleikunum í kvöld verða flutt ávörp þar sem koma við sögu Þórunn Sigurð- ardóttir, stjórnandi menningarborgarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og er- lendir gestir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.