Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 17
fullum stúlkum, sem dregur að sér athyglina. Það er engu líkara en dökkhærð stúlka, sem fremst stendur, sé annað hvort í þann veginn að stökkva út úr myndinni eða tilbúin til þess að kippa áhorfandanum inn í hana. í grein í The Daily Telegraph benti Richard Dorment mönnum á að bera þessa mynd saman við málverk nafna Chabas og landa, Paul Cézan- ne, af nöktu fólki að baða sig. Málverk Cha- bas hafi í raun verið gamaldags, þegar hann málaði það, meðan Cézanne vísaði veginn til nýrra tíma í málverkinu. Tíminn hafi svo leitt í ljós, að Cézanne var snillingur, en Chabas annars flokks. Það er ekki bara þarna, sem gesturinn stendur frammi fyrir svona and- stæðum. Þær eru alls staðar. Menn geta svo velt því fyrir sér, hvort þessi málarinn hafi verið betri, eða hinn, eða einfaldlega öðru vísi. Dorment sagði svarið fara eftir því, hvað við legðum upp úr frumleika og sköpunar- gáfu. Kona og karl eru viðfangsefni verkanna í þriðja sal. Þarna eru heiðbjört samskipti kynjanna í höggmynd Rodin; Jörð og máni, og svartnættið í Nauðgun eftir Belgann Jef Lambeux. Það er einhver angist yfir manni og konu Munchs, en friður og ró yfir pari Richard Bergh, þar sem það stendur á ver- öndinni í birtu sænska sumarkvöldsins. En syndin er lævís og lipur, eins og lesa má út úr dulúðgum dökkva konunnar í málverki Þjóð- verjans Franz von Stuck. Svo eru þarna þrjú málverk af Salome með höfuð Jóhannesar skírara. Þessi málverk eru hvert með sínu sniði og mjög ólík. Þjóðverjinn Wilhelm Tru- bner hefur málað Salome sem státinn nektar- dýrkanda og virkar hún hvorki herská né hefnigjörn. Salome Frakkans Jean Benner er með seiðandi unglingsbrag, en málverk Þjóð- verjans Lovis Corinth líkist einna helzt farsa- kenndri sviðsmynd. Systurnar gleði og sorg Það er margt um manninn í fjórða sal, enda eru þar sýnd portrett. Þarna eru Edward og Nina Grieg við píanóið, eins og P.S. Kröyer málaði þau. En tvö andlit skáru sig úr í mín- um augum; málverk Danans Ludvig Find af norska málaranum Thorvald Erichsen ungum og portrett ítalans Giovanni Boldini af banda- ríska listmálaranum James Abbott McNeill Whistler. Það skín einhver fínleg depurð úr andliti Erichsen meðan Whistler geislar af sjálfsöruggum þrótti. Og hlið við hlið hanga myndir Cézanne af karlinum með krosslögðu handleggina og Picasso af rithöfundinum Jos- ep Cardona. Svo eru þarna höggmyndir, þ.á m. svipmikið andlit Leo Tolstoy eftir landa hans Troubetzkoy og María Morozova í rúss- nesku málverki Valentin Serov er ein af þess- um boldungskerlingum, sem virðast hafnar yfir þjóðerni og landamæri. I fimmta salnum eru félagsfræðimálin og satt að segja æði döpur. Einn af fylgikvillum fátæktar borgarlífsins voru kynsjúkdómar og stærsta myndin er málverk Spánverjans Joaquín Sorolla Y Bastida af nístandi afleið- ingum þeirra; bækluðum börnum á bað- strönd. Sama sorglega arfleifðin er í málverki Munch af móður með dáið barn sitt. Þreytt fólkið í málverki Frakkans Jules Adler ber borgarlífinu ekki glaðvært vitni, en Bretinn Stanhope Forbes hefur gætt mynd sína af vinnunni í eldsmiðjunni glöðu yfirbragði, sem ásamt kaffiverksmiðju austurríska málarans Carl Moll gefur til kynna að um borgarlífið hafi þrátt fyrir allt runnið glaðværir mann- lífsstraumar. En það voru augu sótugu stúlk- unnar í málverki Finnans Eero Jarnefelt af brunabarningnum, sem fylgdu mér úr saln- um. Sjötti salurinn hýsir eins og sá fyrsti ein- göngu verk, sem voru á heimssýningunni í París. Þarna gefur að líta þrískipta mynd bel- gíska málarans Léon Fréderic af lífsstraumn- um, sem barnamergð túlkar með einhverjum fáránlegum en þó grípandi hætti. Það var satt að segja mikill léttir að koma hingað eftir drunga félagsfræðinnar í fimmta salnum; að upplifa ást sálnanna í himinbláma Belgans Jean Delville bætti um betur og að njóta birt- unnar í málverki Frakkans William-Adolphe Bouguerau af elsku kvennanna á litla drengn- um. Það verður að segjast eins og er, að ég kipptist örlítið við, þegar ég kom í sjöunda salinn, þar sem sýndar eru innimyndir og kyrralífsmyndir. Það sem ýtti við mér var málverk norska málarans Harriet Backer af bókasafni Thorvalds Boeck. Andrúmið er þannig, að það má bókstaflega finna fyrir eigandanum, líkt og á forsíðu blaðs Morgun- blaðsins um Halldór Laxness, þar sem var ljósmynd úr bókasafni skáldsins og stóll þess auður. Eg man, hvað sú mynd talaði sterkt til mín og nú heyrði ég óminn aftur. í öðrum innimyndum situr mörg konan í mismunandi húsakynnum og þarna má líka labba meðfram kyrralífsvegg, þar sem m.a. hanga ávextir, leirtau og blóm eftir Gauguin, Bonnard, Cézanne og Matisse. Borgin er viðfangsefni áttunda salarins og Eero Jarnfellt: Brunabarningur, 1893. Paul Chabas: Ærsl í ánni, 1899. Alfred Guillou: Kveðjustundin, 1892. Valentín Serov: Maria Morozova, 1897. Jean Delville: Ástir sálnanna, 1900. er nú margt með öðrum brag en í drunga sjötta salar. Borgarmyndirnar eru fjölbreytt- ar og hér er fólk sem nýtur lífsins; hér situr Picasso að absintdrykkju, Finninn Magnus Enckell fer á tónleika og Degas er upptekinn af dansmeyjunum. Hér glíma menn í mál- verki Bandaríkjamannsins Thomas Eakins, en Frakkinn Henri de Toulouse-Lautrec fer ‘f óperuna. í Osló hefur Christian Krohg málað menn í skrúðgöngu á sólskinsbjörtum 17. maí, en í New York ríkir vetur í myndum Robert Henri og Childe Hassam. Og auðvitað er hér ein af myndum Monet af Charing Cross-brúnni í London. Þennan hest þekki ég Níundi salurinn er sá stærsti og hér gefur að líta landslagið. Ég lét augun hvarfla um salinn og allt í einu var eins og kallað væri á mig. Þennan hest þekkti ég! Og þessa sumar- nótt! Þarna var þá lifandi komin Þingvalla- mynd Þórarins B. Þorlákssonar. Þarna eru líka norskar sumarnætur eftir Munch og Harald Oskar Sohlberg. Suðrænni svipur er svo yfir Morgni á Signu eftir Monet. Þýzki málarinn Ludwig von Hofmann skar sjálfur út sína ramma og þarna sígur sól hans við yztu sjónarrönd í ramma með mynd af Beet- hoven. Síðan koma þeir hver af öðrum; Gauguin með gönguferð fjölskyldunnar í faðmi landsins, Cézanne með grjót og greinar í Bibémus, Degas með sveitaþorpið sem kúrir undir klettinum og Monet með liljutjömina. Og nýi heimurinn er þarna líka í kröftugum myndum Bandaríkjamannanna Thomas Mor- an af fjöllum vestursins og strandmynd Wins- low Homer frá Maine. Sveitalífið tekur við af landslaginu. Það fer ekkert á milli mála, að samúð listamanna um aldamótin var sveitalífsins megin. Þar er heiðríkjan meðan borgin elur mannlífsins dökku hliðar. Þarna hanga hlið við hlið sólbjart málverk Italans Camille Pissaro af síestunni og sept- embersnjór á verönd ungverska málarans Ig- or Grabar. Á heitu miðsumarsballi Anders Zorn ríkir fjör meðan kuldinn smýgur um konuna, sem Pekka Halonen hefur sent út á ísinn til að þvo. Synir jarðarinnar er sveita- lífsins óður eftir Bretann George Clausen, sem Angelo Morbelli tekur undir í mynd af stúlkunum á hrísgrjónaakrinum. Og stúlk- urnar, sem bera síðustu knippin í hlöðu, í mynd Frakkans Jules Breton, eru talandi c tákn um æsku og sakleysi sveitalífsins. Trúin á heima í ellefta salnum. Um alda- mótin sótti efnishyggjan fast að fólki. Trúir draumi sveitalífsins gengu listamenn fram fyrir skjöldu til varnar trúnni; oft með sínum hætti, eins og Finninn Albert Edelfelt, sem lætur Maríu Magdalenu með finnskum svip krjúpa Kristi í skandinavískum skógarjaðri. Hér er líka mynd Bandaríkjamannsins Henry Ossawa Tanner af boðun Maríu, þar sem eng- illinn birtist henni í mikilfenglegum ljós- stólpa. Hér er líka Kristur á krossinum og stytta af Maríu mey, sem Bretinn Alfred Gil- bert vann í bronz. Samtíminn ó altarinu I tólfta salnum eru fjögur þrískipt verk, en margir listamenn um 1900 notfærðu sér þetta altaristöfluform fyrir samtímamyndir. Port- úgalinn António Teixeira Carneiro og Leopold von Kalckreuth lýsa mannsævinni hvor með sínum hætti; sá fyrrnefndi notar ímyndaðan ævintýraheim meðan Þjóðverjinn heldur sig við jörðina og sýnir með raunsönn- um hætti þrjú skeið úr ævi sveitakonu í Bæj- aralandi. Hin verkin eru sama heims og Bæj- arakonan; þetta eru sveitafólk við sjóinn eftir Frakkann Charles Cottett og námumenn Belgans Constantin Meunier. í fyrsta salnum er þrískipt altaristafla eftir Þjóðverjann Fritz von Uhde, þar sem efnið er hin helga nótt. I þrettánda sýningarsalnum og þeim síð- asta eru sjálfsmyndir. Og eins og önnur list- málaranna verk eru þau hvert með sínu sniði. í leiðarvísi segir, að úr sjálfsmyndinni megi sjá yfirbragð annarra verka viðkomandi; *' þannig fari fjarrænt yfirbragð sumra saman við þá sýn, sem lesa megi út úr málverkum þeirra, meðan t.d. sjálfsmynd svissneska list- málarans Hodler sé gædd sömu skýru birt- unni og baði Alpana í landslagsmálverkum hans. Og svona til að minna okkur í lokin á tím- ana tvenna í mannsævinni horfir Auguste Renoir til okkar þreyttur og þjáður, en landi hans, Raoul Dufy, er uppmálað sjálfsöryggi hins unga manns. Stórt spannað Með þessari sýningu í Royal Academy er-T stórt spannað. Þarna er stefnt saman ólíkum listamönnum og ólíkum stefnum, þarna hanga verk þekktra listamanna, heimsfrægra og gleymdra, hlið við hlið. Þetta er listrænt hlað- borð, þar sem allt er í einum graut. En þegar allt kemur til alls gerir það ekkert til, því hann er veizla fyrir augað. <• LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.