Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 15
Börn Óla Peter Blöndal póstritara: Anna Guðrún, Ingólfur og Hjálmar Jóhann, 1922 Ljósm. Sigríður Zoega. Hjálpræðisherinn. Frá vinstri: Harluck, Laufey Þóroddsdóttir, síðar Harluck, frú Gráslund, óþekkt kona og Major Sören Gráslund, 1918. tökur og læra af honum, annars setti hann henni fyrir verkefni sem hún átti að vinna uppá eigin spýtur meðan hann væri í burtu. Þannig leið tíminn og þegar Sigríður Zoega sneri aftur til Islands vorið 1914, var það vegna þess að ráðningartíminn hjá Sander var liðinn og hann búinn að kenna henni það sem þurfti. Aldrei kom annað til greina en að snúa heim og helst setja sjálf upp eigin stofu, en það kostaði mikla peninga. Niðurstaðan varð sú, að það voru foreldrar hennar sem útveguðu henni bankalán og áður en hún kveður Köln, hjálpar August Sander henni við að velja vél, linsur og ýmisleg nauðsynleg tæki sem til þurfti. Pappír og vökvar komu hinsvegar frá Kaupmannahöfn. Þetta var rétti tíminn til að setja upp nýja ljósmyndastofu í Reykjavík. Glæsileg ljós- myndastofa Péturs Brynjólfssonar var í lægð vegna óreglu eigandans og Pétur svo að segja hættur öllum rekstri. Enginn virtist ætla að taka við viðskiptum hans. Ekki voru margir ljósmyndarar starfandi í Reykjavík á þessum árum. Helsta má nefna Carl Ólafsson og Magnús Ólafsson, en sonur hans Ólafur Magn- ússon var nýkominn heim frá námi og voru þeir feðgar lengi meðal afkastamestu ljós- myndara í Reykjavík. Á fyrstu tuttugu árum aldarinnar þrefald- aðist íbúafjöldi Reykjavíkur og framkvæmdir voru miklar í atvinnulífinu. íbúarnir voru önn- um kafnir við að skapa nýtt borgaralegt sam- félag með þeim menningarbrag sem því fylgir. Þetta var tímabil vakningar og þjóðlegs metn- aðar bæði á sviði atvinnuvega og menningar. Ljósmyndastofa Sigríðar féll fullkomlega inn í þetta andrúmsloft og Sigríður fékk strax nóg að gera. Vinkona Sigríðar, Steinunn Thorsteinson, fór að vinna með henni á stofunni strax um haustið 1914. Því miður er lítið til af myndum frá þessu fyrsta starfsári og engar plötur, því ljósmyndastofan brann með öllu sem í henni var í Reykjavíkurbrunanum mikla aðfaranótt sunnudagsins 25. apríl 1915. „Ég var með lyklana að ljósmyndastofunni, og ætlaði að reyna að komast þangað upp, til að bjarga einhverju, eri það var ekki viðlit vegna reyks og hita... Ég var nýbúin að stilla nokkrum myndum út í sýningarkassa við Austurstræti, og þar á meðal var stór og falleg mynd af Sigurði Eggerz, sem hann var mjög hrifinn af... Ég hafði ekki hugsun á að bjarga myndinni, sem ég hefði þó vel getað gert. Eftir það reyndi ég mikið við að taka svipaða mynd af honum, en aldrei líkaði honum það eins vel og myndin, sem brann.“ Sigríður tapaði öllu. Myndavélinni og lins- unum sem keyptar höfðu verið í Þýskalandi, pappírsbirgðum og öllum ljósmyndaplötunum. Hins vegar var hún betur stödd en margir aðr- ir eftir brunann, því innbúið var tryggt og tryggingarféð gerði Sigríði kleift að byrja upp á nýtt. Skömmu síðar keypti hún ásamt Stein- unni Ijósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar við Hverfísgötu með öllum tækjum. Fljótlega komu þær sér fyrir í glæsilegu stórhýsi Garð- ars Gíslasonar við Hverfisgötu 4-6 og hið nýja fyrirtæki fékk nafnið Ljósmyndastofa Sigríð- ar Zoega og Co. Sigríður Zoéga var alla tíð fyrst og fremst stúdíóljósmyndari og vann þar af leiðandi nær eingöngu eftir pöntunum. Verkefni hennar voru aðallega myndir af einstaklingum, en einnig hópmyndir af fjölskyldum, starfsstétt- um, nemendum og myndir af börnum. Hún tók einnig, en í minna mæli, myndir á heimilum fólks og á vinnustöðum. Önnur myndefni telj- ast til undantekninga og má þar nefna nokkrar ljóðrænar útimyndir. Þær myndir tók Sigríð- ur á fyrstu starfsárum sínum og eru þær tekn- ar í öðru samhengi og með önnur markmið í Ljósm.Sigríöur Zoega. Frá heimili A. Oberhaupt, 1919. huga en aðrar myndir hennar. Liklega hafa þær verið hennar eina tilraun til skapandi ljós- myndunar utan stúdíóveggjanna. Á mynd af tveim stúlkum við Breiðafjörð, lætur hún vatnið og endurspeglunina skapa kyrrð og ljóðrænu á svipaðan hátt og norrænir landslagsmálarar gerðu á þessum árum. Án efa hefur það verið hið daglega amstur og mik- il vinna á stofunni sem kom í veg fyrir að hún héldi tilraunum sínum áfram. Fyrstu árin framleiddi Sign'ður mikið af hefðbundnum harðspjaldamyndum. Hún bryddaði einnig upp á ýmsum nýjungum bæði varðandi tökurnar sjálfar og frágang á mynd- um. Hún innleiddi rauðtónaðar myndir sem voru nýjung hér á landi, og ætíð er mikil vinna lögð í fallegan frágang og upplímingu. Við tökurnar notaði hún einfaldan og lát- lausan bakgrunn, stílhrein húsgögn og yfír- lætislausar uppstillingar. Hún gerði tilraunir með persónulegri uppstillingar en áður þekkt- ist, einkum þegar hún myndar ungt fólk. Til hennar sóttu viðskiptavinir bæði úr Reykjavík og utan af landi. Margir embættismenn, ungir nýstúdentar, lækna- og guðfræðinemar, konur neð börn sín og fjölskyldur. Einnig hópar, fé- lagasamtök, starfsstéttir, íþróttafélög, hljóm- sveitir og skipshafnir. Barnamyndir Sigríðar eru kapítuli útaf fyr- ir sig. Þar má greina sterkara samspil pg meiri nálgun en í öðrum myndum hennar. í barna- myndunum nær hún listagóðum samsetning- um og leik með uppsetningum þar sem hús- gögn, bækur, leikföng eða blóm verða hluti af myndbyggingunni og um leið hluti af eðlileg- um leik barnsins. Á fyrsta rekstrarári ljósmyndastofu þeirrar Sigríðar og Steinunnar, 1915-16, voru teknar 1.072 myndir. Tveim árum síðar hefur mynda- tökunúmerum fjölgað um helming og alls eru teknar 2.100 myndir. Þessi uppgangur hélst til 1920, en þá fór myndatökunúmerum að fækka. Velgengni stofunnar endurspeglar einfaldlega þann uppgang sem var í Reykjavík á þessum árum, þrátt fyrir stríðið mikla. Já, fyrri heims- styrjöldin var mörgum erfið hér á landi. Verð- bólga var mikil og vöruskortur, eldsneyti af skornum skammti og loks kom spænska veikin til landsins sem þyrmdi fáum fjölskyldum. Líf- ið gekk samt sinn vanagang og fólk vildi láta taka af sér myndir, þrátt fyrir alla þá erfíð- leika sem stríðið hafði í för með sér. Þetta tímabil, 1915-20, er blómaskeið ljósmyndastof- unnar og það er á þessum árum sem Sigríður tekur margar af sínum bestu myndum. Frá og með 1920 varð mikil fækkun á myndatökum og ljósmyndastofan náði aldrei aftur upp þeirri velgengni sem hún hafði á ár- um fyrri heimsstyrjaldarinnar. Nokkrar ástæður geta legið að baki þeim samdrætti sem varð á þriðja og fjórða áratugnum. Fyrst má nefna harðnandi samkeppni meðal ljósmyndara í Reykjavík. Bæði Ijósmyndastof- um og amatörljósmyndurum fjölgaði. Fram- farir í Ijósmyndatækni gerðu það að verkum að Ijósmyndun varð smátt og smátt aðgengi- leg almenningi og ljósmyndarinn var ekki jafn ómissandi og áður. Margir ljósmyndarar komu heim frá námi og settu upp sínar eigin stofur. Þar má nefna Jón Kaldal, Jón J. Dahl- mann, Loft Guðmundsson, Óskar Gíslason og fleiri. Sigriður brást við þessum erfíðleikum sem ljósmyndarar stóðu frammi fyrir, með því að aðlaga sig breyttum tímum og bjóða upp á nýja þjónustu. Árið 1923 komu þær Sigríður og Steinunn á fót ljósprentunarstofu, samhliða Ijósmyndastofunni. Mun það hafa verið hug- mynd Geirs G. Zoéga, bróður Sigríðar, sem þá var vegamálastjóri. Eftir það varð Ijósprentun á verkfræðiteikningum æ stærri hluti af um- svifum fyrirtækisins. Greinilegt er að eftir að ljósprentunin hófst árið 1923, batnar hagur stoftmnar tímabundið, en síðan heldur tökum áfram að fækka og aukning verður engin fyrr en 1941 og helst þá í hendur við það góðæri sem varð almennt hjá öllum ljósmyndurum í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Ljósmyndaleg sérstaða Sigríðar er einkum áberandi í hópmyndum og felst í hæfileika hennar við að tengja persónurnar saman og skapa rými, eins og um leikræna uppsetningu á sviði væri að ræða. Ef til vill var þetta mynd- bygging sem hún lærði hjá August Sander, en hann lagði mikla áherslu á að uppstillingin væri þaulhugsuð áður en myndin væri tekin, og var þetta eitt af þeim atriðum sem hann lagði áherslu á við nemendur sína. v Þegar á heildina er litið virðist Sigríður hafa orðið fyrir talsverðum áhrifum frá lærimeist- ara sínum og eins og við má búast gætir þeirra áhrifa einkum fyrstu árin eftir að hún kom heim frá Þýskalandi. Ljósmyndastofan var skipulögð á svipaðan hátt og stúdíóið hjá Sander: Ljós veggur, einfold húsgögn og teppi á gólfinu. Ymislegt hafði hún lært varðandi uppstillingu og ljós. Ljósið er milt hjá báðum, aldrei neinir óþarfa skuggar, mikil áhersla lögð á formbyggingu og að sviðsetja persón- una í rýminu. Eins er fjarlægðin frá viðfangs- efninu svipuð, sjaldan þröngur rammi (aldrei close-up), og yfirleitt ljósmyndað frekar vítt. Sjónarhornið beint og fyrirmyndin yfirleitt látin horfa fram eða % eð alvarlegum svip. Sigríður heldur sig ætíð í hlutlausri fjar- lægð frá manneskjunni, upphefur hana ekki - en ljær henni ákveðinn virðuleik. Myndir hennar hafa til að bera þessa alvöru sem ein- kennir eldri ljósmyndir, og minnir á þann tíma þegar athöfnin sjálf fól í sér sterka félagslega skírskotun. Ekki þarf að fjölyrða um hversu merkar menningarsögulegar heimildir plötusafn Sig- ríðar hefur að geyma um íbúa Reykjavíkur í nær hálfa öld. Blómaskeið ljósmyndastofunn- ar rennur saman við tímabil framfara á öllum sviðum í bæjarlífinu. Myndirnar og starfsemi stofunnar í sjálfu sér eru samtvinnaðar at- virinu- og félagssögu landsins - og úr þeim má lesa sögu þeirrar borgarastéttar sem ný sam- félagsskipan fæddi af sér í Reykjavík. Ferill Sigríðar var hinsvegar fjölþættari en svo að einungis sé hægt að líta á myndir henn- ar sem sögulega heimild um veröld sem var. Sigríður sinnti starfi sínu af óvenjulega mikilli alvöru og vandvirkni. Hennar bestu myndir ber að skoða sem sjálfstæð verk gædd bæði listrænum og ljósmyndalegum eiginleikum. Þær eru margar þess fyllilega megnugar að lifa áfram sínu eigin lífi um ókomna tíð. Það er mjög ánægjulegt að Þjóðminjasafn- ið, Hafnarborg og Reykjavíkurborg skuli hafa ráðist í það verkefni að kynna almenningi þetta mikla og óþekkta plötusafn. Ég vona að sýningin á Ijósmyndum Sigríðar verði til að vekja áhuga landsmanna á ís- lenskri ljósmyndasögu og spái því að með tím- anum verði litið á myndir Sigríðar, sem og myndir ýmissa annarra íslenskra ljósmynd- , ara, sem hluta af verðmætum íslenskra sjón- lista. Höfundurinn er listfræSingur að mennt. Hún fjallar um ævi og störf Sigríðar Zoéga í Ijósmyndabók sem kemur út í tilefni sýningarinnar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 29. JANÚAR 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.