Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 9
Stofnfélagar Drengjakórs Laugarneskirkju með stjórnanda kórsins, Ronald Turner, og séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Myndin er tekin 1990. Úr Englandsferð Drengjakórs Laugarneskirkju. Myndin er tekin í London t»i i! lrtíi Sw m \: ' 'v MorgunblaðiS/Golli. Núverandi Drengjakór Laugarnesklrkju og deild eldri félaga ásamt stjórnanda sfnum, Friðriki S. Kristinssyni. velvild alla tíð. Þar með eru taldir sóknai’prest- ar Laugameskirkju, þeir Jón Dalbú Hróbjar- tsson, Olafur Jóhannsson og núverandi sóknar- prestur, Bjarni Karlsson. Þá hefur öflug og farsæl starfsemi Foreldrafélags DKL verið kómum ómetanlegur bakhjarl allt frá upphafi. Tíu ára afmælis Drengjakórs Laugarnes- kirkju verður minnst með ýmsu móti. Má þar nefna afmælistónleika, sem haldnir verða 18. mars nk. í Langholtskirkju, en þar munu ein- söngvarar og hljóðfæraleikarar koma fram með kómum. I júlí nk. er svo fyrirhugað að leggja land undir fót í fimmta sinn og verður haldið til Vínarborgar. Þar munu drengimir syngja í landi tónskáldanna, eins og Austurríki er oft nefnt. Höfundur er kennari. OG UPPHAF MENNINGARÁRS REYKJAVIKURBORGAR EFTIR ÖGMUND HELGASON „NÚ ER í Unuhúsi lokið gestaboði, sem stóð leingi; og í glugganum hjá Erlendi er ekki ljós í kvöld að létta gestum sporin upp mjósundið." Með þessum orðum hefst minningargrein sem Halldór Laxness rit- aði um vin sinn, Erlend Guðmundsson í Unuhúsi, er andaðist 13. febrúar 1947. Saga þessa reykvíska gestaboðs hófst eig- inlega með foreldrum Erlends fyrir alda- mót. Þau eignuðust fimm börn, og var Erlendur yngstur þeirra, fæddur 31. maí 1891. Hann missti föður sinn sjö ára og öll systkini sín innan sextán ára aldurs. Þess vegna var húsið kannski kennt við móður hans, þar sem þau mæðgin bjuggu síðan tvö saman. Una leigði herbergi og hafði fólk í fæði sér og syninum til framfæris. Þá fór Erlendur strax að vinna eins og kraftar leyfðu, fyrst sem vika- drengur hjá fisksala en seinna búð- arþjónn og bréfberi. Hún vildi hvers manns vanda leysa, og þeir voru margir sem leituðu skjóls hjá henni er hvorki áttu til fæðis né klæðis eða voru svokölluð olnboga- börn í þessari hörðu jarðvist. Ung- skáld eða félitlir skólastrákar komu einnig að hennai- borði, og þar myndaðist sú „akademía" sem upp úr spruttu ýmsir af helstu andans mönnum er settu svip sinn á bók- menntir eða aðrar listir, myndlist og tón- list, langt fram eftir öldinni. Erlendur missti móður sína árið 1924, en hús hans stóð áfram öllum opið sem þangað vildu sækja í ljósið. Þótt Erlendur væri óskólagenginn varð hann hámenntaður maður af sjálfs sín rammleik og akademíuhópnum eins konar Sókrates, því hann ritaði ekkert eigin hendi, en lét skoðanir sínar heyrast munnlega. Hann var hógvær en ekki framgjarn, prúðmenni í sjón og raun, ráð- hollur og hjálpsamur hverjum þeim sem til hans leitaði með vandamál líðandi stundar. Þegai- frá leið og eðliseiginleikar Er- lends komu í ljós tók hann að sér ábyrgð- armeiri störf, varð gjaldkeri hjá lögreglu- stjóra og enn síðar tollstjóra. Meðal þeirra, sem Erlendur kynntist, voru fjarskyldar frænkur hans, dætur Árna Arnasonar á Höfðahólum í Austur- Húnavatnssýslu, er flust höfðu hingað suður til Reykjavíkur. Ein þeirra, Áslaug, sem var starfsmaður á tollstjóraskrifstof- unni um langt tímabil, varð honum náinn vinur og hjálparhella. Og þegar hann lést kom í ljós að hann hafði gert hana að erf- ingja sínum. 3. mars árið 1967 - tuttugu árum eftir andlát Erlends - afhenti Aslaug Árna- dóttir Landsbókasafni mikinn innsiglaðan pakka til varðveislu í handritadeild, með efni, sem Erlendur hefði haldið til haga og þar ætti heima. Var áskilið að ekki mætti rjúfa innsiglið fyrr en árið 2000. Áslaug lést 23. ágúst 1996, og því veit nú Unuhús í Garðastræti. enginn með vissu hvað er í pakkanum, þótt vitaskuld sé hægt að geta sér til um það efni. Og það er einmitt þessi pakki, sem er undirrót þeirra skrifa sem hér fara á und- an. Ákveðið hefur verið að fyrsti viðburð- ur í dagskrá menningarborgar Reykjavik- ur verði að borgarstóri rjúfi umrætt innsigli kl. 8:15 að morgni þessa dags. Fer vel á því, ekki síst af þeirri ástæðu að í Unuhúsi kom saman fyrsta kynslóð skálda og listamanna sem hér fæddist eða settist að til langdvalar og ber því með réttu nafnið Reykjavíkurskáld eða Reykjavíkurlistamenn. Er sú von ekki síst bundin þessum gögnum að þar komi í ljós efni sem ef til vill birti nýja eða skýr- ari sýn á þá tíma sem hér um ræðir. Höfundur er forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns - Háskólabókasafns. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNiNG/LISTIR 29. JANÚAR 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.