Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 10
EFTIR SOFFÍU M. GÚSTAFSDÓTTUR Tasmanía er suður af Ástralíu og ein syðsta byggð í heiminum. Þar höfóu frumbyggjar búið einangraðir um langan aldur, en þeim var útrýmt þegar eyjan varð bresk fanganylenda og meðal fanganna var Jörundur hundadaqakonungur. Greinarhöfundurinn kom til Tasmaníu 1991 og átti þar heima um tíma. Nú býr á eyjunni hálf milljón manna í „ólýsanlegri náttúrufegurð". EGAR ég var að alast upp við sundin blá í Reykjavík á sjöunda áratugnum, sat ég oft hugfangin og horfði til hafs. Ég lét mig dreyma um að feta í fótspor lang- afa míns, sem var norskur skip- stjóri á stóru skipi sem sigldi um suðurhöf árum saman. Hann dvaldist oft á tíðum langdvölum fjarri heimili sínu, ömmu minnar, í litlu norsku sjávarþorpi, en heimkomu hans var jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu, enda vitað, að þegar hann lagði skipi sínu í heimahöfn, fylgdi jafnan ævintýra- blær sem hann var vanur að miðla til heimilis- manna og þorpsbúa sem þyrsti í fróðleik frá ókunnugum heimi. Sögur langafa míns fylgdu ömmu minni og ég naut þeirra í æsku. I huga mér var virðulegi maðurinn í hvíta einkennisbúningnum, tákn ævintýranna. Sú saga sem var mér hvað eftir- minnilegust úr sögusafni langafa míns sem amma sagði mér, var um töfraeyjuna sem til- heyrði Astralíu, þar sem ávextirnir uxu á trján- um og regnskógamir teygðu sig til fannhvítra stranda við safírbláan sæ. Þangað dreymdi langafa minn um að flytja sig og fjölskyldu sína, enda sagði hann eyjuna svo undurfagra að ólýsanleg væri. Langafi minn sá þar tækifæri til að kaupa stórt landsvæði, og hafði löngun til að leggja undir sig eplarækt í stórum stíl og hafði trú á að þar gæti fjölskyldan lifað afar góðu lífi. En ævintýramennskan var langömmu minni ekki í blóð borin. Hún hafði áunnið sér virðing- arsess innan samfélagsins og var virt fyrir störf sín í þágu þeirra sem minna máttu sín. Hún var alls ekki tilbúin til að leggja land undir fót og sigla heiminn á enda og á vit hins ókunn- uga, með ungar dætur sem áttu framtíðina fyr- ir sér. En amma mín og nafna, erfði ævintýra- mennsku föður síns. Eftir að hafa trúlofast ein- um efnilegum norskum piparsveini, að áeggjan móður sínnar, stakk hún af frá öllu saman og réð sig sem hjúkrunarkonu eitt sumar á Siglu- firði. Þar kynntist hún síðan afa mínum og voru örlög hennar ráðin upp frá því. Þau byggðu sér hús við sundin blá og bjuggu þar til æviloka. Forlögin eru stundum undarleg og oft á tíð- um óútreiknanleg... Tasmanía er 68.000 ferkílómetrar, eða um það bll á stærð við írland. Þar er víða fjalllendi, en einnig sléttlendi og regnskógar. Stór hluti landsins er óbyggður og sum svæðí lítt könnuð. Eftir að hafa ferðast um heiminn og dvalist langdvölum erlendis, snéri ég heim til íslands, mettuð af ævintýraþrá til fjarlægra landa, að ég hélt. Fyrir mér var Island orðið að ævintýri þar sem hægt var að upplifa óbeislaða náttúru og njóta sagnasjóðs fortíðarinnar. Á köldum vetrardegi, þegar skammdegið lá eins og svört slæða yfir Fróni, kom atvinnu- tilboð sem ekki var hægt að neita frá Tasman- íu. Við gröf ömmu minnar fagnaði ég þessari til- viljun og tækifæri til að upplifa draum langafa míns að einhverju leyti, og taldi mér það nánast skylt að pakka saman mínum veraldlegu eigum og leggja land undir fót. Fara heiminn á enda, frá eyjunni í norðri til eyjunnar í suðri... pólanna í milli. Lítið vissi ég um eyjuna Tasmaníu annað en að þar væri mikla náttúrufegurð að finna, mér var jafnframt kunnugt um óhugnanlega fortíð hvíta mannsins sem stofnaði þar nýlendu fyrir um það bil 150 árum. Það ríkti vetur í Tasmaníu þann 13ánda dag júlímánaðar þegar ég gekk niður landganginn úr flugvél ástralska flugfélagsins Ansett Air- lines, á Hobart-flugvelli. Mér fannst ég vera komin á hjara veraldar, á lítinn flugvöll umkringdan snævi þöktum fjöll- um og grænu skóglendi þar sem fagrir haustlit- ir stungu sér niður svo úr varð hið fegursta málverk meistarans. Ég skalf úr kulda þar sem ég stóð í vetrarsólinni og beið bílstjóra míns, íklædd stuttbuxum og þreyttum gönguskóm eftir frumskógarráp í hitastækju Indónesíu. Kuldinn kom mér gjörsamlega á óvart, því hjá svo mörgum var Astralíuímyndin sveipuð heitri sól og sífelldu sumri. Ég heilsaði bílstjór- anum með glamrandi kveðju. Hann brosti, og virtist ekki hissa á að sjá fáklæddan og átta- villtan „útlending" með spurningarmerki í and- liti. „G’day mate“ sagði hann eins og ekkert kæmi honum á óvart og bar pjönkur mínar í fararskjótann, ástralskan Ford-pallbíl sem á var tjóðraður fjárhundur, Blue healer, ástr- alskt hundakyn, sem er í miklu eftirlæti hjá þeim sem unna landi sínu og eiga kannski nokkrar rollur upp á grín. Flugvöllurinn er staðsettur skammt frá höf- uðborginni Hobart. Ég gleymi því seint er við keyrðum í gegnum borgina sem minnti helst á „villta vestrið" með gömlum byggingum og ruggustólum á hverri verönd. Garolar dúggur rugguðu rólyndislega í höfninni í miðbæ Hob- art og ég hafði aldrei séð annað eins safn af fornbílum í umferð. Hafði ég kannski farið í tímavél og horfið á vit fortíðarinnar? Það tók ekki langan tíma að keyra í gegnum Hobart, því hvergi var umferðarteppa né annað sem truflaði för okkar og fyrr en varði vorum við umlukt skógi með himinháum trjám. Kengúra hljóp skyndilega fram á veginn og virtist bíl- stjóranum hvergi bregða og fór að telja upp öll dýrin sem finna mætti dauð í vegarkanti eftir nóttina. Þau kæmu úr skóginum og blinduðust í ljósum bílanna. Gangur lífsins. Ég var berg- numin. Bílstjórinn fræddi mig á að húsakostur minn væri á syðsta hluta eyjarinnar og hló þegar hann sagði að það væri jafnframt syðsta byggða ból jarðarinnar og í um 40 mín. keyrslu frá Hobart. Við tóku blómlegir dalir með eplat- rjám eins langt og augað eygði. Við vorum komin á eplasvæði Tasmaníu, þar sem hundruð býla rækta epli til útflutnings og alls staðar sá ég lítil skilti við veginn þar sem epli voru boðin til sölu á 40 krónur kg. Mjólkurpallar eins og ég Höfuóborgin Hobart er sunnarlega á eyjunni. Á myndinni sést yfir borgina af fjallinu Mt. Nelson. í Hob; löglega spilavítið í Ástralíu opnað 1973. Afurðir Tasmaníu eru margvíslegar. Þar er mikið framboð á sjáv- arfangi, en landið gefur af sér margvíslega ávexti. Vínrækt er þar, hunang og súkkulaði framleitt og hægt er að fá innlent lambakjöt. Nyrst á Tasmaníu eru þessi hvassbrýndu fjöll, Cradle Mountain. Hér er einn þjóðgarðurinn og þar er ein vinsælasta gönguleiðin á Tasmaníu. Á norðvesturströnd Tasm- anu skagar klettahöfði út í hafið. Hann heitir The Nut og þykir erfiður uppgöngu, en hægt er að komast upp með kláf. Undir höfðanum stendur bærinn Stanley. í Freycinet-þjóðgarðinum á aus náttúrufegurð eins og myndin gef lass-flóa, eru vins; Launceston á norðurströnd 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. JANÚAR 2000 C

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.