Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2000, Blaðsíða 4
MEINUTURMORARHJA ÞVÍSEMÁÐURVAR EFTIRVILMUNDHANSEN Draugar eru ekki lengur fastirryriroglíkamlegir, þeireruhættiraoríoa húsum, drepa skepnur og barnakonur.Þeirvirðast smátt og smátt vera að þynnast upp, verða að gufu og hverfg DRAUGAR eru sá hópur dá- inna manna sem fyrir ein- hverjar sakir ganga aftur. Þetta er allstór og mislitur hópur, s.s. svipir, afturgöng- ur, vofur, fylgjur, gangárar, staðárar og uppvakningar. Hér verður orðið draugur einungis notað um afturgöngur og uppvakn- inga, en þeir eru sá hópur framliðinna sem er hvað fyrirferðarmestur og hættulegastur. Þeir eru aðgreindir frá öðrum hópum framliðinna, á því að draugar er líkamlegir og bundnir við jörðina. Þeir svífa ekki í lausu lofti eða í gegnum veggi. Fylgjur, svipir og vofur eru loft- eða draumkenndar verur og virðast ótengdar efnis- líkamanum. Þeim verða ekki gerð skil hér um- fram það sem nauðsynlegt er til að varpa ljósi á drauga, þótt þess megi geta að draugar hafa komið fram í öUum þessum myndum. Megin- áhersla verður lögð á afturgöngur og uppvakn- inga. Reynt verður að sýna fram á tengsl þeirra við jarðlfkamann og þá staðreynd að draugar hafa dofnað og eru að lfkjast meira hinum loft- kenndu frændum sínum. Almennt um drauga Eiginlegir draugar skiptast í tvo hópa þ.e. afturgöngur og uppvakninga. Afturganga er draugur sem fer á kreik af sjálfsdáðum, en upp- vakningur er aftur á móti sá sem fyrir tilstuðlan annars manns eða manna er hrifinn úr gröf sinni til einhvers konar þjónustu. Þessir draug- ar eru nefndir sendingar. Báðar þessar gerðir drauga eru tengdir jarðlfkama sínum og koma fram í líkamlegu ástandi. Þjóðtrúin ætlar að sál- in sé tengd lfkama afturgangna, en hitt þekkist einnig að uppvakningar séu sálarlausir og sálin í himnaríkissælu meðan lfkaminn reikar. „Ótt- inn við að hinn látni gangi aftur virðist ekki hafa breyst mikið frá því að íslendingasögur voru ritaðar og til þess að þjóðsögum var safnað á síðustu öld. Einkum verður óttans vart í sögum sem greina frá því er setið var yfir Ifkum og saumað utan um hinn látna og lík hans búið til greftrunar."3 En þó að afturgöngur liggi kyrrar á Iíkbörunum eru þær með fullri meðvitund og geta látið í sér heyra, eins og sú sem sagði: Skemmtilegt er myrkrið. Það er svo ekki óhugsandi að menn sem taldir hafa verið látnir hafi risið upp á líkbörunum og hreinlega verið drepnir af hræðslu við að þeir væru að ganga aftur. Eins og nærri má geta er draugatrú nátengd kirkjugörðum og í þeim er margt á sveimi. „Þess er og getið í munnmælasögum að hinir dauðu gangi allir úr gröfum sínum á nýársnótt, og er það kallað að „kirkjugarður rísi". Hinir framliðnu koma þá upp í líkblæjum, ganga til kirkju og halda messugjörð og hverfa síðan."2 Sagt er að grafir þeirra standi opnar meðan á þessu stendur. Má á þessu sjá að þeir komast ekki upp í gegnum jarðveginn. í öllum kirkju- görðum er vökumaður, en svo nefnist fyrsti maðurinn sem jarðaður er í garðinum. Hann tekur á móti þeim sem síðar verða jarðaðir. Því var almennt trúað að vökumenn fúni ekki. Þeir eru sagðir lfkir öðrum mönnum en rauðir í framan og ófrýnilegir. Þess eru dæmi að ætt- ingjar hafi veigrað sér við að láta jarða skyld- menni sitt fyrsta í nýjum kirkjugörðum, til þess að koma í veg fyrir að þeir yrðu að vökumönn- • :. i^E Myndlýsing: Freydís Kristjánsdóltir í nokkrum sögum er þess getið aö draugur hafi getið barn með konu. Börn þessi áttu að vera einkar vel gefin og vanalega lærðu þau til prests. um. Afturgöngur eru ljósfælnar en uppvakn- ingar geta verið á ferli um bjartan dag. Afturgöngur Eins og fyrr segir þá eru afturgöngur draug- ar sem rísa úr gröf sinni af sjálfsdáðum. „Veru- lega rammar afturgöngur ganga aftur í and- látinu sjálfu, en margar þeirra liggja kyrrar, þangað til búið er að jarða þær, ef þær geta."1 Þeir sem helst gengu aftur voru menn sem áttu miklu heimsláni að fagna og gátu illa skilið síg frá því eftir dauðann. Einnig hráblaut börn sem borin voru út jafnskjótt og þau skruppu í heim- inn. En það eru þó ýmsir aðrir sem gengu aftur. Þeir sem létust með voveiflegum hætti og segja sumir að þeir séu á sveimi svo lengi sem þeim var ætlað að lifa, þeim sem þótti fara illa um sig í gröfinni og ýmiss konar illmenni. Galdramenn þóttu mjög varasamir og þurfti oft að beita brögðum svo að þeir gengu ekki aftur. Flestar afturgöngur eru þó hrein fúlmenni sem ganga aftur af heift og hefndarhug. „Gat þá verið um að ræða fyrirfram gerða áætlun, heitingu, eða þá að eitthvað hafði verið hinum látna svo kært að hann hafði fyrir þá sök ekki frið í gröf sinni."3 Dæmi um afturgöngur af þessari gerð eru (m) aurapúkar sem elskuðu fé sitt svo mikið að þeir gátu ekki skilið sig við það. Stundum virðast þeir nauðugir að vitja um fé sitt, og einn draug- ur vitjaðist vini sínum og bað hann í öllum bæn- um að losa sig undan þessari ánauð. En í flest- um tilfellum verja þeir féð að fullum krafti. „Ef menn geta tafið fyrir fédraugum, þangað til dagar, verða þeir að sleppa þeim, því að ekki geta þeir þá lengur verið ofan jarðar, þeir verða þá að fara í gröf sína. Á þeim sögum er einna áþreifanlegast, hve afturgöngur eru líkamleg- ar, því að svo er að sjá, sem það sé beinlínis lfkið sjálft, sem gengur lifandi aftur, og líkamleikinn kemur bezt fram í þessu heljarafli, sem draug- um er eignað, því að aflið er hið sama hjá aftur- göngum og uppvakningunum, tvöfalt eða meira en það, er menn höfðu í lifanda lífi."8 Sagan um djáknann á Myrká sýnir draug sem þráir unnustu sína svo mikið, að hann rís úr gröf sinni og ríður hesti til að sækja hana og flytja yfir móðuna miklu: Máninn h'ður, dauðinn ríður; sérðu ekki hvítan blett í hnakka mínum, Garún, Garún? Afturgöngur náðu stundum að koma fram vilja sínum í þessum málum sem öðrum. f nokkrum sögum er þess getið að draugur hafi getið barn með konu. Börn þessi áttu að vera einkar vel gefin og vanalega lærðu þau til prests. Þegar prestur sá messaði í fyrsta sinn sökk kirkja í jörð með söfnuði og öllu saman. Á Prestbakka í Hrútafirði barnaði eitt sinn draug- ur prestsdóttur. Stúlkan hélt faðerninu leyndu fyrir föður sínum og varð sveinbarnið síðan að- stoðarprestur. En það fór fyrir honum eins og öðrum draugssonum sem ætla að messa, hann sökk í jörðu en banakringlan varð ein eftir. Sumar afturgöngur, eins og Eyjaselsmóri urðu svo magnaðar að þær réðust á menn, skepnur og brutu hús. „Móri gekk nú ljósum logum í Eyjaseli, svo að nær óskyggnir sem skyggnir sáu hann. Það var Ifkast því sem geð- bilaður maður gengi um og fremdi illvirki á skepnum. Stundum hófust kindur í háaloft og komu niður steindauðar, aðrar fundust háls- brotnar, sligaðar, hengdar eða beinbrotnar. Margir þóttust heyra í honum sköllinn í fjárhús- unum, þegar hann var að drepa fénaðinn."1. Uppvakningar Uppvakningar eru draugar sem vaktir eru upp af lifandi mónnum til að þjóna ákveðnum tilgangi, oftast til illverka. Það er því ekki að undra að þótt þeir séu bæði skapvondir og úrill- ir, þegar verið er að raska ró þeirra sem liggja í friði. Ekki eru allir sammála um hvernig vekja skal draug en í þjóðsögum Jóns Árnasonar má finna eftirfarandi lýsingu. Fyrst skal þess að gætt að það sé gert að nóttu til, sem er milli föstudags og laugardags og það sé milli 18. og 19. eða 28. og 29. mánaðardags, það er sama í hvaða mánuði eða viku það er. Særingarmaður- inn skal kvöldið áður hafa snúið faðirvorinu öf- ugt og skrifað það á blað eða skinn með keldu- svmsfjöður úr blóði sínu sem hann tekur úr vinstra handlegg. Einnig skal hann rista rúnir á kefli. Fer hann svo með hvort tveggja út í kirkjugarð um miðnætti og gengur að því leiði sem hann hefur valið. Þykir ráð að vetía fremur hin minni. Leggur hann keflið á leiðið og veltir því fram og aftur og þylur öfugt faðirvorið ásamt töfraformúlum. Þegar leiðið fer að ókyrr- ast, birtast ofsjónir á meðan draugurinn er að mjakast upp. Uppvakningar eru sárnauðugir að hreyfa sig og gengur þetta því seint fyrir sig. Draugurinn biður særingarmanninn að leyfa sér að liggja í friði, en ekki má særingarmaður- inn gefa undan né láta sér bregða við ofsjónirn- ar. Hann skal halda áfram við gjörninginn uns draugurinn er kominn hálfur upp. Þegar draug- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 29. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.