Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Qupperneq 3
LESBOK MORGIJNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 1 2. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR Nútíminn fór hjá garði í þriðja og siðasta þætti um byggð og nátt- úru í Hraunum fjallar Gísli Sigurðsson um jarðimar Þorbjamarstaði og Óttarsstaði og hjáleigumar Þýzkubúð og Jónsbúð. Svæðið er óskemmt vegna þess að nútíminn með jarðýtur sínar sneiddi hjá Hraunabæjunum. Einstök lífsreynsla er að vakna við furður frumskógarins á Bomeó, segir Sturla Friðriksson náttúm- fræðingur, sem þar var á ferð og upplifði mikið ríkidæmi í náttúranni, regnskóg og siglingu á fljóti með krókódílum, apa í tijám og svölur á fleygiferð inni í dimmum helli. Veðurmet I öðmm þætti sínum um íslensk veðurmet fjallar Trausti Jónsson um mesta hita í Reykjavík. Metið er frá 1976. Merkilegt er að hiti fór fjórum sinnum yfir 20 stig í Reykjavík sumarið 1991, en aðeins einu sinni síðan, sumarið 1995. Myndlistardeild er eina deildin sem tekin er til starfa innan Listaháskóla Isiands. I samtali við Þórodd Bjamason segir deildarforsetinn, Kristján Steingrímur Jónsson myndlistarmaður, frá framtíðarskipulagi deildarinnar, þýðingu Listaháskólans fyrir samfélagið og fleim. FORSÍÐUMYNDIN Á Borneó vex stærsta blóm jarðar, rafflesíublómið. Blómkróna þess getur orðið metri ó breidd. Þetta er sníkjuplanta, ón blaða og stönguls. Sjá nánar í grein um Borneó. BJÖRN HALLDÓRSSON FIMBULVETURINN Allt er að sökkva í köldiun klaka, karlarogmeyjar, saudir, ær; hamrammir vindar skafla skaka, skelfur tindur, en hristist bær. Grenjandi sjórínn landið lemur oglúinn Éynurafínrhljótt; náhljóð iír öJJuíd 1dettum kemur, erkróknarjörð á hefjamótt. Nú ætla flestirfimbulvetur á ferðum sé m norðurgeim; það er Ifklegt, og því er betur, þá styttist innínæsta heim. Það er víst betra þarað lifa, þarfestiraldreisnjóátún; gaman mun þarígrasi aðskrifa águllnartöflurhiminrún. Þá verðurallra hreta hljómur horfmníliðinstímadá, rétt eins og dauður drafnar ómur ídalaskjólilangtfrásjí Björn Halldórsson, 1823-1882, fæddist á Skarði í Dalsmynni, útskrifaðist úr prestaskólanum 1844 og varð prestur í Laufasi í Eyjafirði 1853 þar sem hann bjó til æviloka. Hann var eitt þekktasta sálmaskáld sinnar tíðar og lagði til 35 frumorta sálma í sálmabókina 188ó. EINGETIN BÖRN Á MÖMMU- MORGNUM? RABB AÐ viðhorf er enn furðuút- breitt að það sé ekki hlutverk karla að annast um korna- börn. Þetta birtist í ýmsu, t.d. í því að enn hefur ekki sézt karl eldri en átján mánaða í bleiuauglýsingu í sjónvarp- inu, markpóstur bleiu- og bamamatarframleiðenda er stílaður á mæður, bækur um umönnun smábarna eru skrifaðar í annarri persónu kvenkyni o.s.frv. Þetta fomeskjulega viðhorf kemur líka fram í nafngiftum eins og þeirri, sem sjá má í fyrirsögninni; enn kalla margar kirkjur það frábæra starf, sem unnið er á vegum safnaðanna í þágu smábama og heimavinnandi foreldra þeirra, mömmu- morgna eða mömmufundi. Þessi nafngift gefur ekki til kynna að aðrir en mæður með ungbörn séu velkomn- ir á þessar samkundur. A sínum tíma lét ég það ekki á mig fá og mætti með átta mán- aða gamla dóttur mína á „mömmufund“ í safnaðarheimili sóknarkirkjunnar minnar. Þetta var þegar þriggja mánaða heimavera okkar feðgina var nýhafín og við vorum að leita okkur að skemmtilegum sameiginleg- um viðfangsefnum. Ég var sannfærður um að samveran í safnaðarheimilinu yrði þroskandi fyrir okkur bæði; stelpan fengi tækifæri til að hitta jafnaldra sína og kút- veltast með þeim á gólfinu og ég gæti rætt smáatriðin í bamauppeldinu við fólk, sem væri í svipuðum sporum og ég. Strax á fyrsta fundi var okkur afar vel tekið, þótt reyndar mætti sjá ósvikinn undrunarsvip á andlitum mæðranna, sem fyrir voru í hópnum. Ég var fyrsti pabbinn, sem lét sjá sig á þessum samkomum, og það leiddi til þess að fyrsti fundurinn sner- ist upp í heitar umræður um jafnréttismál, fæðingarorlof feðra og fleira af því taginu, í stað þess að snúast einkum um praktísk at- riði varðandi brjóstagjöf, svefntíma og mataræði barnanna. Margar lýstu mömm- urnar ánægju með þessa breytingu og töldu feng að því að fá heimavinnandi, jafn- réttissinnaðan pabba í hópinn. Þegar ég mætti aftur viku síðar urðu sumar enn hissa, höfðu ekki gert ráð fyrir að ég léti sjá mig aftur. En við feðginin mættum á hverjum miðvikudegi í þrjá mánuði og höfðum bæði gagn og gaman af. Fljótlega varð ljóst að það þyrfti að laga dagskrána að blönduðum hópi og draga t.d. úr vægi fyrirlestra um brjóstagjöf. Það létu mömmumar ekki á sig fá og ég man að ein sagði mikilvægara að hafa bæði kynin á staðnum og þar af leiðandi fjölbreyttari umræðuefni og víðari „reynsluheim" en að talað yrði eingöngu um það, sem mömmur hefðu áhuga á. Jafnframt var nafngift sam- komunnar breytt í foreldrastund og þótti öllum það vel við hæfi. Þarna kom ég mér upp frábæru tengsla- neti; við bárum saman bækur okkar um hitt og þetta varðandi uppeldið, fórum saman á kaffihús með krílin og héldum auðvitað áfram að ræða jafnréttismálin, sem ég held að hafi satt að segja ekki verið ofarlega á dagskrá áður en mig rak á fjör- ur foreldrastarfsins. I gegnum þátttöku mína í foreldrastundunum fann ég meira að segja frábæra dagmömmu, sem tók stelpuna að sér þegar ég þurfti að fara aft- ur að vinna. Aukinheldur styrktust tengsl- in milli litlu fjölskyldunnar minnar og sóknarkirkjunnar, sem ég taldi ekki sízt um vert. Eftir að heimaveru minni lauk sóttum við áfram fáeina fundi þegar ég átti vaktafrí í þáverandi starfi. Svo skipti ég um vinnu og við urðum því miður að hætta að mæta í safnaðarheimilið. Um það leyti sem við feðginin byrjuðum að sækja foreldrastundirnar varð ég for- maður Karlanefndar Jafnréttisráðs. í hrifningu minni yfir ágæti foreldrastarfs- ins beitti ég_mér fyrir því að nefndin skrif- aði biskupi Islands og bað hann að hlutast til um að kirkjan hætti að kalla for- eldrastarfið mömmumorgna eða mömmu- fundi, vegna þess að með nafngiftinni væri gefið í skyn að pabbar væru ekki velkomn- ir. Ég benti á að það færðist í vöxt, þótt enn gæti það ekki talizt algengt, að feður væru heima hjá litlum bömum og ekki þyrftu þeir síður á liðsinni kirkjunnar að halda en mæður, vegna þess að félagsleg einangrun þeirra væri ef eitthvað væri enn meiri - eðli málsins samkvæmt eiga heima- vinnandi feður færri nána félaga, sem eru eða hafa verið í sömu sporum og þeir. Ég fékk nú aldrei svar viðþessu bréfi og ítrek- aði það nokkru síðar. Ég sá hins vegar seinna í Víðförla, fréttariti kirkjunnar, til- vitnun í bréfið og hvatningu til safnaðanna að breyta nafninu í foreldramorgna. Einhvern árangur hefur þetta borið; í kirkjustarfsdálkum Morgunblaðsins í síð- ustu viku auglýstu samtals 26 kirkjur starfsemi fyrir foreldra með ung böm, þar af sautján undir nafngiftinni foreldrastun- dir, fjölskyldustundir, fjölskyldumorgnar, opið hús fyrir foreldra og ung börn eða ein- hverri annarri, sem gefur til kynna að feð- ur kunni að skipta sér af uppeldi smábarna jafnt og mæður. Níu kirkjur notuðu hins vegar nafngiftina mömmumorgunn, mömmufundur eða samverustund fyrir mæður ungra barna. Á þessum bæjum hlýtur fólk ennþá að halda að barnauppeldi komi körlum ekki við, eða þá að í þeim sóknum séu lítil börn eingetin og eigi enga pabba. Þið getið rétt ímyndað ykkur vonbrigði mín yfir því að gamla sóknarkirkjan mín, þar sem við feðginin sóttum foreldrastund- irnar, er í síðarnefnda hópnum. Stuttu eftir að við hættum að sækja samkomurnar var nafninu breytt aftur til fyrri vegar, líklega vegna þess að enginn pabbi fetaði strax í fótspor mín. Heldur hefði mér nú þótt bet- ur viðeigandi að kirkjan breiddi út faðminn á móti pöbbunum og hvetti þá sérstaklega til að mæta, því að það eru ekki allir heima- vinnandi feður framhleypnir baráttumenn fyrir réttindum karla og tilbúnir að mæta galvaskir á einhverja samkomu, þar sem fátt bendir til að þeir séu velkomnir. Fólk getur sagt sem svo að enn séu heimavinn- andi feður svo fáir að ósennilegt sé að þeir slæðist inn á þessa fundi. En er nafngiftin mömmumorgnar líkleg til að stuðla að því að það breytist? Það eru líka margir pabb- ar, t.d. vaktavinnumenn, sem eiga heiman- gengt á þeim tíma sem þessar samkomur eru haldnar, þótt þeir séu ekki í fæðingar- orlofi eða heimavinnandi. Eftir að klausa birtist í safnaðarblaði gömlu kirkjunnar minnar sl. haust um þennan „vettvang fyrir mæður í sókninni til að koma saman með börnin sín og eiga samfélag hver við aðra um það mikilvæga málefni sem uppeldi er“ skrifaði ég tveim- ur prestum safnaðarins og bauðst til að skrifa sjálfur grein í safnaðarblaðið um já- kvæða reynslu mína af foreldrastundunum og hvetja þar feður í sókninni til að mæta með börnin sín. Engin viðbrögð hef ég enn fengið við því tilboði og þess vegna nota ég þetta tækifæri til að hvetja feður til að láta nítjándualdarviðhorfin sem vind um eyru þjóta og mæta á mömmumorgnana með börnin - það hafa allir gott af því; feður, börn og síðast en ekki sízt forsvarsmenn safnaðanna, sem enn halda í gamla nafnið. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARCH 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.