Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Blaðsíða 6
Ljósmyndir/Gísli Sigurðsson Forn hlööuveggur stendur enn, fallega hlaöinn og furðu heillegur þar sem Óttarsstaðabærinn eystri var áður en timburhúsið var byggt. Útieldhús frá Óttarsstöðum eystri. Veggirnir eru hlaðnir úr tilhöggnu grjóti og Hraunamenn nefndu þetta Gíslatóft. Rétt í landi Þorbjarnarstaða, hlaðin úr hraungrjóti og stendur enn að verulegu leyti. vör til að draga fisk úr sjó og eiga eitthvað í soðið. Og enginn horiir lengur út á flóann og hefur áhyggjur af því að Garðhverfingar séu rónir á undan Hraunamönnum eins og segir í húsganginum. Fátt stendur eftir annað en náttúran í allri sinni dýrð og fegurðin. Þeir sem fara með skipulagsmál í Hafnarfirði virðast ekki gefa mikið fyrir þesskonar landkosti. Að minnsta kosti var búið að gera ráð fyrir því á aðal- skipulagi frá 1997 að allt svæðið frá Straums- vík og vestur fyrir Óttarsstaði yrði gert að iðn- aðar- og athafnasvæði í tengslum við nýja höfn. Síðar hefur því lítillega verið breytt; meðal annars vegna vemdaðra fornminja á Óttarstöðum. Eftir stendur að megnið af svæð- inu á að eyðileggja; nútíminn mun um síðir senda sínar jarðýtur á hraunið nema einhver hulinn vemdarkraftur komi í veg fyrir það. HELZTU HEIMILDIR: Óprentuð örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar lögregluþjóns í Hafnarfirði. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Hraunin við Straumsvík, Kynningurbæklingur um útivistarsvæði í Hraununum. Útg. af Um- hverfís- og útivistarfélagi Hafnarfjarðar. Jónatan Garðarsson: Útivistarperlan í Hraunum, Náttúrufræðingurinn, 67. árg. 3.-4. hefti. 1998. Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson: Hraun í nágrenni Straumsvíkur, Náttúrufræð- ingurinn, 67. árg. 3.-4. hefti, 1998. Jóhannes Sturlaugsson, Ingi Rúnar Jónsson, Stefán Eiríkur Stefánsson og Sigurður Guðjóns- son: Dvergbleikja á mótum ferskvatns og sjávar. Náttúrufræðingurinn, 67. árg. 3.-4. hefti, 1998. Arnar Ingólfsson: Lífríki í tjörnum við Straum- svík. Náttúrufræðingurinn, 67. árg. 3.-4. hefti, 1998. Munnlegar heimildir: Ragnheiður Guðmunds- dóttir frá Óttarsstöðum. RÓSAB. BLÖNDALS MJÖL FRÓÐA GRÓTTASÖNGUR VIÐ HENGIFOSS Foss minn í Fenju stað Gættu þín gamla sveit, far þú að mala gull. gleðinnar frjálsu börn, Menja í mannsins stað Fossinn og Fögur-kinn mala þú líka gull. fái þau enga vörn. Mala þú, mala þú. Söngvar og sólskins lönd, seld fyrir þrælakvörn. Gef þú þitt gullna hár gefðu þinn hörpuslátt, Hverfur þú Hengifoss allt til að auka fár. hvítur við gljúfrið rautt? Urgar þú Grótti hátt. Harpa’þín horfín oss, Snú þújá snúðu nú, hljóðnuð oggilið snautt. snú þú við fallsins mátt. Yndið um aldir - dautt, afímikli hái foss. Mala þú, mala þú Menja þinn vítiseld. Hátt uppi’í hamrasal Mala að morgni dags, hæðin þín gleður oss. meir sést ei fagurt kveld. Fegursta fossa va 1, Feigur við fossins afl. fallið þitt hleður oss. Fróða er hönd þín seld. Utlöndum aldrei skal afíið þitt selja foss. Höfundurinn er skáld á Selfossi. HELGIINGÓLFSSON EINRÆÐUR MENELÁSAR Ég veitnú hvernig bjó við brjóst mér naðra... I bardögum égþótti mestur kappi, úr biðla röðum hrósaði ég happi er Helena mig valdi umfram aðra. Svo fagurt reyndist fijóð að guðir skópu hinn fyrsta bikar eftir hennar barmi. En sjá, hve fegurð holdsins veldur harmi! Éghefði átt að giftast Penelópu. í fyrstu fylgdi hjúskap okkaryndi og unaðssæla, rómuð víða um byggðir. Svo fæddist okkur dóttir, vænni vonum. Ég vissi ekki þá að flagðið myndi svo rækilega rjúfa heit og dyggðir. Hún reyndist engu skárri öðrum konum. Er snoppufríður kóngsson dyra knúði éjgkonunglega tókhonum á móti. I einfeldni ég treysti þessum þrjóti ogþvaðri hans sem nýju neti trúði. í snara för ég stuttu síðar sigldi, en sóðinn tæmdi hirslurnar á meðan. Og öllu verra: Er hann flýði héðan mín eiginkona mannfýlunni fyigdi. Svo lengi sem ég lifi mun ég minnast að meyjar gefast létt að framhjáhaldi. Hví falla konur fyrir slíkum bósum? Af fagurgala glepjast þær ogginnast. Égfyrtinn spyrhvað fári slíku valdi að fljóðin dyggðug verða öll að drósum. Fegurð Helenu Spörtuprinsessu var svo rómuð að Grikkir sögðu hið fyrsta leirker hafa verið mótað af brjósti hennar til að útskýra glæsileika grískrar leirkeralistar. Helcna átti sér biðla í röðum, en valdi kappann Menelás, sem tók við Spörturíki. Var hjónaband þeirra gæfuríkt ílOár ogeignuðustþau dóttur. Þá kom París Trójuprins íheimsókn, meðleyni- legt loforð frá ástargyðjunni Afródítu um aðhljóta fegurstu konu heims. Hinn grunlausi Menelás tók á móti svo tignum gesti með kostum og kynjum, en þegar konungur brá sér afbæ, lét París greipar sópa um fjárhirslur gestgjafans ognam á brott húsfreyjuna, sem Afródíta hafði hneppt í ástarfjötra. Leiddi það til Trójustríðs. Penelópa var hin dyggðum prýdda eiginkona Odysseifs Iþökukóngs, sem beið bónda síns Í20 ár, þótt hún væri umset- in vonbiðlum. Höfundurinn er rithöfundur í Reykjavík. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.