Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Qupperneq 8
+ SÍÐAN ERU LIÐIN TVÖ ÞÚSUND ÁR Munkurinn bróðir Angelico, eða hinn sæli Angelico eins og hann var síðar nefndur, málaði nokkr- ar myndir af boðun Maríu og í verkum hans tekur hún ævinlega auðmjúk á móti boðskapnum með krosslagðar hendur á brjósti. ■ Pl M'i jHI j|| -si í kirkjunni í Ögri er þessi mynd af boðun Maríu á hliðarvæng altaristöflunnar - hefðbundin mynd. Höfundur er ókunnur. VAR ÞAÐ BLÆRINN...? EFTIR VILBORGU HARÐARDÓTTUR SAGAN af boðun Maríu og mey- fæðingunni er ein af þeim sem orðið hafa kristnum mönnum hvað hugstæðastar af sögnum Nýja testamentisins. Og er um leið meðal þeirra sem einna erf- iðast hefur verið að trúa - af kristnum ekki síður en trúlaus- um. Ótal tilgátur hafa komið fram, - allt frá því, að þau Jósef og María hafi bara ekki staðist freistinguna fremur en ótal elskendur fyrr og síðar, til hins, að rómverskur setuliði hafi flek- að hana eða nauðgað. Um sannleiksgildi má lengi deila, bæði þess- arar sagnar og annarra í sömu bók, en skiptir ekki meginmáli. Aðalatriði kenninga kristinn- ar trúar hlýtur að vera kærleiksboðskapurinn sem kristnar þjóðir og þar á meðal við Islend- ingar hafa byggt siðalögmál sín á og mótað hafa menningu okkar, trúaðra sem trúleys- ingja, síðan við trúnni var tekið á Þingvöllum forðum. En víst er að sögnin um Maríu, þessa ungu stúlku sem óvænt var lagt á það erfiða hlutskipti að eignast bam með sjálfum Guði, hefur heillað margan listamanninn og getið af sér ótal fögur listaverk, hvort sem litið er til myndlistar, tónlistar eða skáldskapar. „Hvernig má þetta veroa?" Hvernig í ósköpunum varð henni við þegar Gabríel erkiengill kom og tilkynnti henni þetta? Og hún trúlofuð ungum manni sem hún ætlaði bráðlega að giftast! Hvað átti hún að segja honum? Lúkas guðspjallamaður segir þannig frá Boðun Maríu: „...var Gabríel engill sendur frá Guði til borgar í Galíleu, sem heitir Nasaret, til meyjar er var föstnuð manni sem Jósef hét, af ætt Davíðs, en mærin hét María. Og engillinn kom inn til hennar og sagði: „Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér.“ En hún varð hrædd við þessi orð og hug- leiddi, hvílík þessi kveðja væri. Og engillinn sagði við hana: „Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði. Þú munt þunguð verða og son ala, og þú skalt láta hann heita Jesú. Hann mun verða mikill og kallaður sonur hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa honum há- sæti Davíðs föður hans og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu og á ríki hans mun enginn endir verða.“ Þá sagði María við engilinn: „Hvemig má þetta verða, þar eð ég hef ekki karlmanns kennt?“ Og engillinn sagði við hana: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun og bamið verða kallað heilagt, sonur Guðs. Elísabet frænd- kona þín er einnig orðin þunguð að syni í elli sinni og þetta er sjötti mánuður hennar sem kölluð var óbyrja, en Guði er enginn hlutur um megn. “ Þá sagði María: „Sjá, ég er ambátt Drottins. Verði mér eftir orðum þínum.“ Og engillinn fór burt frá henni.“ Skáldin Ekki segir Lúkas frá sjálfum getnaðinum en bæði boðunin og getnaðurinn hefur orðið mörgum skáldinu yrkisefni, ýmist á róman- tískan hátt eða kersknislegan. Svona lýsir Tómas Guðmundsson því sem skeði: BOÐUN MARÍU Var leikið á sítar? Nei, vindurinn var það, sem rótt í viðinum söng og næturró minni sleit. Ég gat ekki sofið. Sál mín var dimm og heit. Sál mín var dimm og heit eins og austurlenzk nótt. Og ég reikaði þangað, sem döggin úr dökkvanum hló og á drifhvítum runnum hið gljúpa mánaskin las. Og ég lagðist nakin í garðsins svalandi gras. Sem gimsteina á festi nóttin stundimar dró. Svo nálgaðist sítarsöngurinn handan að, og senn var hann biðjandi rödd, sem við eyra mér kvað. Var það svefninn sem vafði mig draumi sínum? Og var það blærinn sem brjóst mín og arma strauk, og blærinn, sem mig í titrandi faðmi sér lauk, með sæluna, er lokaði lémapa aupm mínum? Baldur Óskarsson yrkir: TIL ÞÍN, MARÍA Lúðurhljómur um hánótt. - Er það höfuðengillinn Gabríel að básúna? Bregða norðurljósin á leik? María! Nú logar miðhiminn. Lúðurhljómurinn bylgjast ofan í djúpið. Á dökkum botni lifnar logasfli. Jóhannes úr Kötlum er á öðrum nótum með sitt astans en guðspjallamanninum Matteusi seg- ist þannig frá: „... María var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman reyndist hún þunguð af heilögum anda. Jósef, festarmaður hennar sem var mað- ur grandvar vildi ekki gjöra henni opinbera minnkun og hugðist skilja við hana í kvrrþey. Hann hafði ráðið þetta með sér, en þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: „Jósef, sonur Davíðs, óttastu ekki að taka til þín Maríu, heitkonu þína. Barnið sem hún gengur með er af heilögum anda. Hún mun son ala og hann skaltu láta heita Jesú, því hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.“ Allt varð þetta til þess að rætast skyldu orð Drottins fyrir munn spámannsins: „Sjá, mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel," það þýðir: Guð er með oss. Þegar Jósef vaknaði gjörði hann eins og engill Drottins hafði boðið honum og tók konu sína til sín. Hann kenndi hennar ekki fyrr en hún hafði alið son. Og hann gaf honum nafnið Jesús.“ MARÍUVERS Aftur fann hún það upp á víst: undur mjúklega á brjóstin þrýst, - öllu öðru hún gleymdi. Unaður, meiri en orð fá lýst. inn í skaut hennar streymdi. Blóðheit, frjósöm og fagurbyggð, fann hún komið við sína dyggð, - engan segginn þó sá hún. Heilögum anda yfirskyggð aftur á bak þar lá hún. Ástleitni guðsins ofurseld, ævintýrið það sama kveld syrgði hin sæla meyja: Almáttugur! Ég held... ég held... -hvaðskyldiJósefsegja? Ætlaði að skilja við hana Já, hvað sagði Jósef? Hans orða er hvergi getið. Lúkas segir ekkert um viðbrögð kær- Ave Maria gratia plena Avarp Gabríels „Heil vert þú sem nýtur náð- ar Guðs“ hefur orðið tilefni mikillar og fagurr- ar kirkjutónlistar og vart hægt að kasta tölu á allar Ave Maríurnar sem sungnar eru Maríu til vegsemdar. Við eigum okkar fögru Ave Maríu eftir Sigvalda Kaldalóns fyrir utan aðra dýrð- aróða til Maríu. Og sannarlega eru þau óteljandi, öll mynd- listarverkin sem sýna boðun Maríu. Þótt tilefn- ið sé hið sama er mjög ólíkt hvernig listamenn- imir túlka atburðinn og gaman að bera saman viðbrögð Maríu á myndunum. Hún tekur boð- skapnum auðmjúk, upphafin, glöð eða skelfd. Snýr sér undan, bandar frá sér, fómar höndum eða krossleggur þær á brjósti og lokar augun- um. Ymist situr hún eða stendur og Gabríel er stundum standandi, stundum á hnjánum eins og biðill og oft fljúgandi. Hann er með lilju- táknið í höndunum eða þeim er komið fyrir í vasa og mjög oft er María með bók, m.a.s. inn- bundna, þótt þess sé reyndar hvergi getið í Biblíunni að hún hafi kunnað að lesa. Oft er fuglinn með og skýtur þá geisla sínum beint í höfuð Maríu. Þeir sem skoða listaverk á söfn- um erlendis eða í kaþólskum kirkjum geta haft mikla skemmtun af að skoða þetta mótív. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.