Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Side 15
MARÍA SKAGAN Erró: ítalskar brúður. Þórarinn B. Þorláksson: Nfna á þríhjóli, stillt, líílaus en pen og áferðarfalleg. Mynd Jóns Stefánssonar, Níni á þríhjóli (án ártals), er þessu marki brennd og svipað virðist eiga við mynd Kristjáns M. Magnússonar, Blaðadreng- ur (1927), en sú mynd er haganlega gerð og tillit drengsins jaðrar við að vera strákslegt. Björn Th. Bjömsson segir að þegar litið sé yfir verk Kristjáns M. Magnússonar þá séu þau „oftast gerð af mikilli leikni, skólaðri kunnáttu, við- fangsefnin einfölduð eins og hin natúralíska endursögn þolir, drættimir ljósir, litir með þýð- um, áferðarfallegum blæ“. Alls þessa sér stað í þessari mynd. Hefði drengurinn fengið að vera svolítill prakkari hefði myndin öll lifnað við, fengið dýpt sem ekki er fyrir að fara í henni eins og hún er. Svipað gildir um mynd Birgis Snæbjöms, Drengur með veiðistöng (1994). Sú mynd er ágæt uppstilling og þjónar tilgangi sem slík en hún ljær okkur ekki sýn á æskuna. Verk Barböra Arnason, Börn að leik (1952), sem er skissa að veggmynd í Melaskóla, er við- leitni til að fanga börn í mynd en þess gætir nokkuð að hún verði form og útfærsla á formum fremur en athugun á bamssálinni. Hún er ekk- ert verri fyrir það og rétt er að ítreka þá skoðun sem sett var fram að ofan að ekki er hér verið að leggja mat á listrænt gildi verka heldur að skyggna þau út frá því sjónarhorni hvernig þau birti barnssálina. IV Þrátt fyrii’ það sem á undan segir teljum við að nokkur íslensk verk skeri sig úr fyrir skyggna og tæra sýn á bamæskuna. Leikir bama era ekki, fremur en störf þeirra, áberandi myndefni og j afnvel þegar það er valið er sjaldan reynt að túlka sýn barnsins sjálft á leikinn sem lifandi veruleik (sjá III). Vetur, börn að leik (1918-20) eftir Asgrím Jónsson er fágæt undantekning. Lýsing hans á glímu barnanna við snjóboltann, sem undið hefur upp á sig og orðið þeim ofviða, er mögnuð kviku lífi. Jafnvel stærð boltans er, á sinn hátt, afstæð við skynjun barnanna og hin kappsfulla áreynsla þeirra undirstrikar hlutverk leiksins sem þroskatækis: sem undirbúnings fyrir „verðugri viðfangsefni" síðar. Það er helst þetta verk As- gríms sem kemst í jafnkvisti við hinar þekktu leikjamyndir þýska expressjónistans Oskars Kokoscha, svo sem Börn að leik (1909), þar sem hispurslaust andrúm og brimandi óþol leiksins skilar sér til fullnustu - raunar svo mjög að hneykslaði góðborgara á sinni tíð þó að við eig- um nú örðugt með að skilja hvers vegna. Stóra systir og litli bróðir (1948) Kristjáns Davíðssonar eru ekki í leik en af þeim skín þó kankvísi, galsi og vaxtarmegin æskuáranna sem Kokoscha fangaði fyrr á öldinni. Sama má segja um Perlu (1998) Magdalenu Margrétar sem teygir sig og reigir rétt eins og hún sé að brjóta af sér ham bernskunnar til að geta flogið óþvinguð út í dulúðugan, ghmandi heim unglingsáranna. Þá hefur Jóhann L. Torfason gert athyglisverðar tilraunir til að staðsetja barnið í myndheimi nútímans, eða a.m.k. síns eigin nútíma sem barns, á krossgötum lopa- peysulegrar fortíðar og skjávæddrar samtíðar, svo sem í Islendingnum (1996). Engu að síður má deila um hvort Jóhanni hafi tekist að höndla sýn barnsins á veraleika sinn ellegar sýn full- orðinna á sýn barnsins. Sálarlífi bai’na, með lægðum sínum og hæð- um, era ekki gerð skil í mörgum íslenskum Ásmundur Sveinsson: Drengur. verkum, a.m.k. ekki þehra sem fylla geymslur listasafnanna stóra. Við höfum gert þá undan- tekningu að velja eina andlitsmynd, Barnshöf- uð (1926) eftir Kjarval, til að minna á ekki þarf meira en örfáa andhtsdrætti til að uppljóma lát- brigði barns. En þau tvö verk sem okkur þykja lýsa kenndum barnshugans hvað best, frá víð- ara sjónsviði, era annars vegar Rautt barn með bolta eftir Jóhann Briem (1963) og hins vegar Sitjandi stúlka (án ártals) Nínu Tryggvadóttur. Fyrri myndin minnir á hina djúpu einsemd barnsins þegar það er afskipt og yfirgefið. Ein- leikur er bami h'til fró til lengdar; félagi eða fullorðinn þarf að íþætta því til að leikurinn rísi undir nafni. Ekkert er bami einmanalegra en bolti sem enginn veltir. Mynd Nínu er gott dæmi um ríkan hæfileika hennar til að fanga í mannamyndum ekki einungis „samþjappaða ásýnd hins ytra borðs“ heldur flytja með sér þá „hugð, sem er handan við fyrirmyndina“, svo að enn sé vitnað í Bjöm Th. Björnsson. Myndin gerir heimtufreka kröfu á hendur áhorfandan- um um sálræna skýringu: Eftir hverju er stúlk- an að bíða? Hví veit hún ekki hvað hún á að taka sér fyrir hendur? Hverju sætir hinn djúpi tregi í augum hennar? Enginn nema barn horfir á mann slíkum augum og enginn nema skilvís mannþekkjari - bamsþekkjari - nær að tjá slíkan trega í mynd. V Með nokkrum undantekningum, á borð við þær sem nefndar vora hér að framan, virðist okkur íslensk myndsýn á bamæskuna, ekki síð- ur en sú „alþjóðlega", einkennast um of af tóm- læti og holhljómi. Hvað veldur? Máltækið segir að hver sé sínum hnútum kunnugastur. Ef við leyfum því máltæki að upplýsa hitt sem ritgerð þessi hófst á, um að enginn vilji sína barnæsk- una muna, er skýringin ef til vill fundin: Lista- menn era, að nævistum undanskildum, fullorð- Ljósmyndir: Hannes Sigurðsson. Bragi Ásgeirsson: Barnaárið, blönduð tækni. ið fólk sem glatað hefur sýn bernskunnar á veraleikann og ímynd barnsins í sjálfu sér. Alkunna er að reynsla kvenna af veraleikan- um fór ekki að skipta máli í orðræðu um mynd- list fyrr en með uppgötvun fyrri tíðar kvenlista- manna (svo sem Sofonisba Anguissola frá 16. öld og Constance Marie Charpentier frá 17.- 18.öld) og framgangi kvenlistamannanna sjálfra á 20. öld. Konur eins og Frida Kahlo, Georgia O’Keeffe og Cindy Sherman hafa í raun endurskapað kvenímynd myndlistarinnar í verkum sínum. Að breyttu breytanda mætti herma lýsingu okkar á börnum í myndlist sem englum eða púkum upp á hina hefðbundnu kvenímynd i myndlist þar sem konum var ein- att lýst sem gyðjum eða dræsum. Lærdómur- inn er þá sá að breytingar sé ekki að vænta fyrr en hinir „öðraðu og jöðruðu", svo að notast sé við umdeilt nútímaorðalag, fái sjálfir tauminn. Af augljósum ástæðum er þess naumast að vænta að upp rísi listamenn á barnsaldri sem, hliðstætt fyrrgreindum konum, bylti myndsýn á börn. Engu að síður er full ástæða til að gefa gaum að börnum sem listamönnum og sjálfs- tjáningu þeirra. í Vestursal Listasafnsins á Ak- ureyi-ar getur að líta afrakstur af listrænni vinnu barna sem fengu það verkefni, undir handleiðslu Rósu K. Júlíusdóttur myndlistar- konu að lýsa sjálfum sér í starfi og leik. Þessi sýning skapar fróðlegt mótvægi við Sjónauka okkar, um barnæsku í íslenskri myndlist, og við biðjum væntanlega áhorfendur að velta því al- varlega fyrir sér hvort það séu bömin sjálf eða hinir fullveðja listamenn sem trúverðugar fangi ímynd barnæskunnar. Höfundarnir eru deildarforseti, prófessor í heim- speki og kennari í listasögu við kennaradeild Hóskólans ó Akureyri. AÐ GENGNU SPORI Er þú stendur á þinni eigin strönd og horfír út á hafíð, hvort grunar þig ekki önnurlönd handan hafsins, lönd sem ef til vill er ekki að fmna á landakortinu en eru engu að síður raunveruleg því þú veist þú hefur verið þar áður ogmuntað gengn u spori hverfa þangað aftur. MINNING Litbrigðnum strengjum leika augu mín sólarlagið ájökulbogann bentan til himins Þaðhúmar Búin kvikum seglum norðurljósa ekur gullin skeið mánasigðarinnar reistu stefni myrkbláan marinn svo það gneista fíeygar stjörnur und kjölfarinu á himinfestinguna og í jarðbrjóstum vakna draumar vaka Höfundurinn er rithöfundur í Reykjavík. MATTI NOREMA STUNDUM Stundum fínn égsár þá veit ég að þetta er ekki draumur ég fínn oft eitthvað annað kannski erþetta ævintýri Ég er líkami, hluti af náttúru ég er sál, hluti afþér stundum færð þú mig til þess aðgleyma að ég er dauðlegur Þú hefur gert þetta í þúsund ár skáld, skák, listir fegurð, könnunarleiðangrar þú læturmanninn gleyma mörkum í gær vissi ég ekki, ég væri þinn í dag er ævintýri raunveruleiki á morgun get ég kannski gefíð ást líkt og skýrt er í biblíunni. Hvað erum við fyrir hvort annað þú gerir mig blindan þess vegna sé ég betur. Höfundurinn er finnskur verkamaSur, búsettur ó islandi síðan 1997. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.