Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Síða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2000, Síða 17
I sem þau stunda nám í Listaháskólanum," seg- ir Kristján. En var bráðnauðsynlegt að stofna Listahá- skóla? Eru listamenn nokkuð betur settir með BA-gráðu upp á vasann, ekki síst í ljósi þess að íslenskir listnemar hafa hingað til átt greiða leið að erlendum háskólum í framhalds- nám? „Þessar breytingar eru í samræmi við það sem er að gerast annars staðar í heimin- um. Það er verið að breyta listaskólum og færa þá í auknum mæli á háskólastig. Víða er verið að leggja niður deildaskiptingu og það er eðlilegt að menn velti fyrir sér af hverju. Astæðan er að mínu mati m.a. sú að hver lista- maður notar í dag fleiri miðla en áður og með því að leggja niður sérhæfðar deildir er þar af leiðandi verið að færa skólaumhverfið nær starfsumhverfi listamanna, þ.e. nemendur geta unnið með og kynnst fleiri en einum miðli á námstímanum. Aðalatriðið er líka að með stofnun Listaháskólans erum við að búa til akademískt umhvei’fi fyrir listkennslu sem hefur ekki verið til hér á landi en það felur m.a. í sér rannsóknir og listsköpun kennara, eins og ég minntist á áðan. Það sem lýtur einn- ig að nemandanum er að það verða gerðar auknar kröfur til hans, m.a. um sjálfstæð vinnubrögð. Við megum heldur ekki gleyma því að það er ekkert því til fyrirstöðu að þessi skóli geti verið alþjóðlegur og að hingað sæki nemendur erlendis frá. Svo verður að hafa í huga mikilvægi þess að kerfi skólans verður að vera sveigjanlegt og þola breytingar, ekki síst í ljósi þess að lista- háskólar eru frábrugðnir öðrum háskólum. Auðvitað þarf að vera festa í skólastarfinu en starfið sem fer fram innan listaháskóla er oft tilraunakennt og ófyrirséð og kerfið verður að þola þá spennu sem fylgir listsköpun." í skýrslu Kristjáns og Valgerðar eru færð eftir- farandi „Rök fyrir kennslu á háskólastigi í myndlist". „Með tilliti til breyttra áherslna í myndlist á síðustu árum hefur í mörgum nágrannalönd- um okkar þótt nauðsynlegt að endurskipu- leggja starfsemi þeirra skóla sem sinna æðri menntun á sviði myndlistar. Tilhneigingin hefur verið sú að skapa þess- ari menntun umgjörð svipaða þeirri sem vís- indin njóta í hefðbundnu háskólaumhverfi, en um leið er þess kappkostað að hún fái að þróast samkvæmt eigin forsendum og þörfum. Þannig hafa t.d. fleiri og fleiri listaskólar tekið upp einingakerfi og prófgráður að fyrir- mynd venjulegra háskóla. Þá hefur listsköpun innan listaskólanna hlotið sambærilegan sess og rannsóknir hinna vísindaskólanna." Hert inntökuskilyrði Inntökuskilyrði í myndlistardeild verða hert frá því sem var og námskröfur auknar. Verður mikið erfiðara í'yrir fólk að komast inn í skól- ann? „Við komum til með að breyta inntöku- skilyrðum í áfóngum. Við erum að fara í gegn- um ákveðið aðlögunartímabil núna en breytum því smám saman og munum til dæm- is gera auknar kröfur til sjálfstæðra vinnu- bragða, að nemendur hafi bæði fræðilega og verklega kunnáttu. Einnig verður lagt sér- stakt mat á persónulega nálgun nemenda á verkefni almennt og skapandi hugsun. Eitt af markmiðum skólans er að skapa nemandanum umhverfi til að þroska og þróa sjálfan sig til að geta tekist á við framhaldsnám eða vinnu.“ Óttast ekki húsnæðisvandann Það er óneitanlega dálítið sérstakt að fyrir- tæki sé stofnað, í þessu tilfelli Listaháskóli ís- lands, án þess að neitt sé í raun tilbúið nema nafnið og rekstrargrunnur. Hefði ekki verið ráð að bíða og klára þá grunnvinnu sem vinna þurfti ásamt því að finna skólanum húsnæði þar sem öll starfsemin gæti verið undir einu þaki? Er þetta kannski dæmigert íslenskt vinnulag? „Það var alls ekki planið að gera þetta svona. Upphaflega var gert ráð fyrir meiri tíma til að byggja upp kerfi skólans en það sem gerðist var að við stofnun Listahá- skólann varð pressan frá nemendum, kennur- um og umhverfinu svo mikil að ráðist var í að hefja kennslu á háskólastigi strax með því að yfirtaka Myndlista- og handíðaskólann. Þetta er erfiðari leið og auðvitað ekki sú sem maður hefði viljað fara. Ætli þetta sé ekki bara dálítið séríslenskt?" Umræðan um húsnæðismál Listaháskólans hefur staðið lengi, án þess að nokkur lausn hafi fundist. Síðan hús Sláturfé- lags Suðurlands í Laugarnesi var eyrnamerkt skólanum hefur það staðið að mestu autt og óinnréttað fyrir utan að Myndlistarskólinn hefur verið að fikra sig inn á jarðhæð hússins. „Ég óttast nú ekki húsnæðisvandann. Það er verið að vinna í húsnæðismálum skólans og stjórn skólans ásamt byggingamefnd sér um þau mál. Þessa dagana er verið að gera úttekt á húsnæðinu í Laugarnesi, hvað kostar að breyta því í listaháskóla, og hins vegar er ver- ið að athuga hvað nýbygging kostar. Þegar niðurstöður úr þessum tveimur könnunum liggja fyrir getur stjórn skólans tekið ákvörð- un um málið. Mér skilst að hægt verði að endurbyggja Laugarnesið eða byggja nýtt hús á 24 mánuð- um þegar ákvörðun um það hefur verið tekin.“ Vinnur úr ólíkum bakgrunni En hvernig tilfinning er það að taka þátt í að fóstra listaháskóla á Islandi á uppvaxtarár- um? „Þetta er bæði spennandi og krefjandi og það fer mikilll tími eðlilega í þetta. Ég lít samt fyrst og fremst á mig sem myndlistarmann og þetta sem tímabundið verkefni. Ég reyni að sinna listsköpun samhliða, þó óneitanlega eigi þetta forgang meðan á því stendur." Kristján er Akureyringur, fæddur árið 1957. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri og stundaði þar grunnnám í myndlist þar til hann flutti suður og hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árið 1977. ,AHs var ég í átta ár í listanámi. Ég út- skrifaðist frá nýlistadeild (síðar fjöltækni- deild) árið 1981 eftir fjögurra ára nám. Ég var nemandi Magnúsar Pálssonar en hann er án efa einn áhugaverðasti kennari sem ég hef haft á lífsleiðinni. Auk þess sem hann kenndi stóð hann fyrir því að hingað komu erlendir kennarar eins og Robert Filliou, Dieter Roth og austurríski gerningalistamaðurinn Her- mann Nitsch. I náminu gáfum við meðal ann- ars út hljómplötur og fórum í fræga hljóm- leikaferð um Evrópu með Hermanni Nitch sem Dieter Roth stóð á bakvið. Magnús Páls- son hafði mikil áhrif á mína kynslóð og meiri áhrif á íslenska myndlist en menn átta sig á í dag. Upp úr 1980 kom nýja málverkið og var fyr- ir okkur nemendur eins og frelsun. Okkur fannst vera kominn einhver leiði í listina og því var nýja málverkið kærkomið en í því var fólgin viss ögrun við ríkjandi ástand. Árið 1982 skipulagði ég samsýningu í Norræna húsinu sem var að ég best veit fyi’sta sýningin á nýja málverkinu á Islandi. Sýningin hét 7 ungir menn og á henni voru Tumi Magnússon, Daði Guðbjörnsson, Ómar Stefánsson, Tolli, Pétur Magnússon, Ragna Hermannsdóttir auk mín. Árið eftir, sama ár og ég fór í framhaldsnám til Hamborgar, var ég einn af aðalskipuleggj- endum stórrar listahátíðar sem bar heitið Gullströndin andar og var haldin í yfirgefnu húsnæði sem Sambandið átti við hliðina á JL- húsinu á Hringbrautinni. Þetta voru spenn- andi tímar þar sem rokki, skáldskap og myndlist var teflt saman.“ Eftir námið í ný- listadeildinni hélt Kristján til framhaldsnáms við listaháskólann í Hamborg og var þar í fjög- ur ár. „Þar fór ég í raun í málaradeild, sem var á margan hátt mjög ólíkt því námi sem ég var í hér heima. Það má því segja að bakgrunnur minn sé tvíþættur, annarsvegar hugmynda- listin hér heima en úti var ég í algleymi nýja málverksins. Mér finnst einhvern veginn að ég hafi verið að vinna úr þessum ólíka bakgrunni síðan.“ íslenski veruleikinn Eftir námið úti flytur Kristján heim. „Þá tekur við þessi íslenski raunveruleiki, að vinna fyrir sér sem fyrir mér þýddi kennsla og stjórnunarstörf. Ég fór einhvern veginn mjög snemma út í félags- og menningarmál, og það hefur elt mig síðan. Ég var t.d. formaður stjórnar Nýlistasafnsins, formaður SIM og fulltrúi þeirra í Bandalagi íslenskra lista- manna. Ég sat í framkvæmdastjórn Listahá- tíðar í Reykjavík, varð svo deildarstjóri fjöl- tæknideildar MHÍ, og árið 1997-1998 tók ég að mér að vera skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík, en á þeim tíma var skólinn hús- næðislaus og ég stjórnaði kaupum á nýju hús- næði og uppbyggingu náms á nýjum stað, ásamt öðru góðu fólki.“ Að loknu einu ári í Myndlistarskóla Reykjavíkur sneri Kristján aftur til starfa í MHÍ í fjöltæknideild. „Þegar ákveðið var að stofna Listaháskólann sá ég fram á að verða atvinnulaus og sótti um stöðu deildarforseta eftir auglýsingu í Morgunblað- inu og í kjölfarið var ég ráðinn í stöðuna til þriggja ára.“ Félags- og stjórnunarstörf eru aðeins hluti af því sem Kristján hefur aðhafst í gegnum tíðina því enn er ótalinn fjöldi einka- sýninga á myndlist Kristjáns og samsýningar sem hann hefur tekið þátt í bæði hér á landi og erlendis. Þar á meðal eru sýningar í flestum helstu sýningarsölum á íslandi. Verk hans eru m.a. í eigu Listasafns Islands og Listasafns Reykjavíkur og starfslaun listamanna hefur hann fengið oftar en einu sinni. Er núverandi staða þín, deildarstjórn í Listaháskólanum, auk tækifæra á að vinna að myndlist samhliða, draumaaðstaðan? „Það er alveg ljóst að ef ég gæti sinnt listsköpun eingöngu þá væri ég í því. En eins og langflestir íslenskir listamenn gera þarf ég að vinna aðra vinnu til að geta séð fyrir fjölskyldunni. Ég er þó það heppinn að þau verkefni sem ég hef unnið hafa verið skemmtileg. Það á einnig við um þetta verk- efni. Ég er ráðinn til þriggja ára og þau taka enda. Það er Ijóst að uppbygging Listaháskóla Islands tekur mun lengri tíma, og hvort ég sinni því verkefni áfram eða einhver annar, verður að koma í Ijós. Von mín er bara sú að mér takist í samstarfi við aðra að byggja upp áhugaverðan Listaháskóla.“ AF GYLLTUM ÖP- UM OG MENN- INGARMAFÍUM I dag klukkan 15 opnar Daði Guðbjörnsson sýningu í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Daði sýnir þar teikningar sem hann hefur beðið með að sýna í ein tólf ár, segir 1 hann í samtali við ÞORVARÐ HJÁLMARSSON. Þá sýnir hann rýmisverk, þar á meðal apa einn gullinn sem kann að vera táknrænn f/rir sýn listamannsins á ofurvald menningarpostula samtímans. AÐ situr gylltur api á gólfinu og heldur á pensli svo þetta er vafalaust einhvers konar mál- ingarapi. Allt í kringum hann er hvítur hringur og apinn virðist við fyrstu sýn vera Búddalíkneski. Sólargeislam- ir sindra á hann og geisla af honum þessa síðdegisstund á háaloftinu í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Daði Guð- björnsson listmálari er að leggja lokahönd á sýningu þar sem hann sýnir rýmisverk og teikningar eftir sjálfan sig. Apinn gyllti er eitt rýmisverkanna, en fleiri verk gefur að líta þarna á háaloftinu. Rýmisverkin hafa orðið til á árunum 1989 til 2000, þau eru unn- in út frá hlutum sem fyrirfinnast í daglega lífinu en Daði reynir að vinna með eða úr eins og gert er í teikningum eða málverki. Teikningarnar eru flestar frá árinu 1988 og unnar á næstum ósjálfráðan hátt með sam- vinnu tilviljana og eins konar rökhugsunar með tilvitnun í aðferðir sálarfræðinnar, seg- fr listmálarinn Daði og fullyi-ðir að teikning- in sé undirstaða málaralistarinnar, með teikningu sé hægt að leita að nýjum mynd- rænum lausnum og kanna ýmis viðfangsefni með mun sjálfsprottnari hætti en til dæmis með olíulitum. En gyllti apinn, fyrir hvað stendur hann? „Ætli hann sé ekki myndlistarmaðurinn sem reynir að líkja eftir, apa eftir listamönn- unum,“ svarar Daði. „Það er salthringur í kringum hann sem myndar einhvers konar vörn fyrir hann, því salt er heilagt tákn, sam- anber salt jarðar. Rýmisverkin eru ekki dæm- igerð fyrir mig, ég geri fá svona verk og ef ég hefði þau fleiri yrði broddur þeirra marklaus. Þessi hugsun missir marks ef aparnir verða of margir. En um verkin gildir að ég geri þau af heilindum og kem minni persónulegu skoðun að. Þetta er einhvers konar uppreisn gegn fjöldaframleiðslu.“ Nú ert þú kunnur fyrír olíuliti þína enda einn af forvígsmönnum nýja málverksins svokallaða. Teikningarnar sem þú sýnir hér eru þó flestar komnar til ára sinn a ? Hvað veld- ur þvíaðþú sýnir þær fyrst núna? „Ein teikninganna er ný en hinar eru allar frá 1988. Ástæða þess að ég hef ekki áður sýnt teikningar frá þessu tímabili er sú að ég fann aldrei rétta tímann og dró mig í hlé, vildi frek- ar sýna ólíumálverkin en teikningarnar. Á þessum árum réð ákveðin menningarmafía hér ríkjum sem andsnúin var hefðbundinni myndlist, málverkum og teikningum. Þess vegna er ég forvitinn að vita hvernig þessu verður tekið í dag, þótt ég viti ekki af hverju ég er að þessum fjanda, en það er hluti þess að vera listamaður að hafa þor. Ef maður gerir þetta ekki er maður eitthvað annað en lista- maður. Ég átti þó ekki hugmyndina að sýning- unni, Hulda Jósefsdóttir hér í Stöðlakoti bað mig um sýninguna með stuttum fyrirvara. 01- íumálverkin sem ég er að gera í dag passa ekki vel inn í þetta húsnæði en ég sá í hendi mér að teikningarnar og rýmisverkin myndu sóma sér vel í þessu húsi svo ég lét slag standa.“ Þú segist nota aðferðir sálfræðinnar og myndirnar verða fyrir vikið að nokkurs konar sálarspeglum. En hvernig verða þær til? „Ég nota blekklessu og liti sem ég set á blað og pressa síðan blaðið saman, út kemur sam- hverfa, eitthvað lífrænt. Þetta eru aðferðir sem ég hef séð í bíómyndum þar sem sálfræð- ingar láta sjúklinga sína gera þetta sama og reka síðan útkomuna framan í þá og nota nið- Morgunblaðið/Golli Daði Guðbjörnsson myndlistarmaður. urstöðurnar við sálgreininguna. Hjá mér er þetta sennilega vonlaus sálkönnun. Mín eigin sálkönnun! Það má vel orða það sem svo að mér þyki sem ég hafi óskaplega spennandi sál- arlíf. Arið 1980 gerði ég mörg svona verk. Eru listamenn hvort sem er ekki alltaf að opinbera fyrir öðrum afurðir sálarlífs síns? Ég get verið hæstánægður með mitt. Að minnsta kosti vilja margir kaupa þessar afurðir sálar minnar og hengja þær upp á vegg hjá sér.“ Vonlaus sálkönnun segir þú! Af orðum þín- um má ráða að þú sért ekki yfir þig hrifínn af samtímanum? „Mér finnst mikið af því sem er gert í sam- tímanum svo óskaplega leiðinlegt eins og þessi sýning sem er uppi í Nýlistasafni núna. Hún er galtóm og gjörsamlega innihaldslaus formal- ismi. Það er sama sem ekkert í flestum her- bergjunum nema þrjú biluð myndbandstæki og geislaspilarar með hljóðtruflunum. Ég vona að ég standi fyrir eitthvað annað en þetta.“ Nýja málverkið vakti athygli á sínum tíma. Hvað olli því eiginlega? Hvað þótti svona merkilegt við unga menn ogmálverk? „Ástæðan er ef til vill sú að ákveðin menn- ingarmafía var búin að finna það út að olíumál- verkið væri loksins dautt. Um 1980 þegar ég var í námi var allt álitið leyfilegt. Kennari minn í nýlistadeildinni hvatti okkur til að nota öll þau efni sem okkur dytti í hug við listsköp- un okkar en um leið og við tókum upp pensla og olíuliti og byrjuðum að mála setti hann upp hundshaus. Að mála er orðið úrelt, það er betra að nota efni sem tengist iðnaði, ljós- myndir og eitthvað því um líkt. En þessir menn hafa rangt fyrir sér! Málning er mikið notuð í iðnaði. Hún er sú iðnaðarvara sem hef- ur lifað hvað lengst. Annars eru hlutirnir alltaf að breytast. Hugmyndafræðingur menningar- mafíunnar, sem afneitaði málverkinu forðum daga, Kristján Guðmundsson, sem reyndar virðist fastur á sjöunda áratugnum, getur ekk- ert gert núna nema það sé málverk. Er nokkur furða að menn setji hljóða? Ég botna ekkert í þessu!“ «r * LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. MARS 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.