Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Síða 2
TÓLFTU ALDAR SÖNGUR í HALLGRÍMSKIRKJU CODEX CALIXTINUS er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Hallgrímskirkju 29. apríl næstkomandi kl.16. Einsöngvarar verða Damien Poisblaud, Frederic Tavern- ier, Christian Barriere, Robert Pozarski, Frederic Richard og Marcin Bornus- Szczycinski. Þá syngur Karlakórinn Fóstbræður sem munkakór undir stjórn Árna Harðarsonar. Listrænn stjórnandi er Damien Poisblaud. Codex Calixtinus, einnig þekkt sem bókin um dýrlinginn heilagan Jakob, er tengd borginni Santiago de Compostela og dýrkun á heilögum Jakobi. Handritið, sem er frá Dómkirkjunni í Santiago og varðveitt þar, var skrifað á miðri 12. öld. Verkið lýsir goð- sögninni um líf og píslarvætti heilags Jak- obs, kraftaverkum hans og ímyndaðri pfla- grímsferð Karlamagnúsar og Rolands til Santiago. Codex Calixtinus þykir hafa einstakt sögulegt og tónlistarlegt gildi, m.a. vegna hins heildstæða og viðamikla safns helgi- söngva sem fluttir eru við nafntoguð hátíða- höld í Compostela. Flutningurinn á Codex Calixtinus í Hall- grímskirkju verður að mestu tónleika- uppfærsla, þó með ívafi af hinni upp- runalegu helgiathöfn. Tónleikaröðin er eitt af samvinnuverk- efnum menningarborganna árið 2000 og er unnin að frumkvæði Kraká í Póllandi. Verkefnið er einnig unnið í samvinnu við Kristnihátið. Miðasala hefst í Upplýsingamiðstöð ferðamála mánudaginn 10. aprfl kl. 13.00 en þá hefst einnig miðasala á tvo aðra stórvið- burði menningarborgarársins, Baldur eftir Jón Leifs og tónleika Radda Evrópu og Bjarkar. Síðustu nótur Bach London. Morgunblaðið. SÍÐASTA tónverk Johanns Sebastians Bach hefur fundizt í skjalasafni í Kiev. Þetta verk, sem er viðbót við sálm eftir frænda hans Johann Christoph Bach, samdi J. S. Bach fyrir útför sína. í frétt í The Times segir, að Christop Wolf, höfundur ævisögu Bach, sem kemur út hjá Oxford University Press síðar í mánuðinum, haldi því fram að ekkert yngra handrit sé til með rit- hönd Bach. Mönnum hafi láðst að skoða handritið vandlega og því ekki gert sér grein íyrir því, að þarna hefði Bach lagt hönd að verki. Það gerði hann fáum mánuðum fyrir dauða sinn 1750, en ekki var getið um hans hlut, þegar verkið var gefið út 1840. J. S. Bach Tónleikar Frímúrara- kórsins FRÍMÚRARAKÓRINN heldur árlega tónleika sunnudaginn 9. apríl kl. 17 í reglu- heimili Frímúrara við Skúlagötu. Efnis- skráin hefur að geyma bæði innlend og er- lend lög. Einsöng með kómum syngja Einar Gunnarsson, Eiríkur Hreinn Helgason og Friðbjöm G. Jónsson. Stjóm kórsins og undirleik annast Gylfi Gunn- arsson, Helgi Bragason og Úlrik Ólason. Frímúrarakórinn, sem skipaður er um 50 söngmönnum, var stofnaður árið 1993. Kórinn hélt sína fyrstu opinberu tónleika vorið 1997 í Kaupmannahöfn og síðan hafa verið haldnir tónleikar árlega bæði í Reykjavík og úti á landi. Viku eftir tónleik- ana halda söngmenn úr kómum ásamt eiginkonum í ferð til Egyptalands og ísr- ael. MINNINGARSÝNING BIRGIS ENGILBERTS MINNINGARSÝNING Birgis Engilberts verður opnuð í Galleríi Reykjavík í dag kl. 16. Birgir, sem lést fyrir ári, var kunnur sem leik- ritaskáld og leikmyndamálari en málverk hans þekktu afar fáir. Birgir lét fáeinar myndir frá sér til ættingja og vina en að öðm leyti flíkaði hann þessum verkum alls ekki. A sýningunni verður úrval verka hans sýnt. Hluti þeirra er búninga- og leiksviðsteikning- ar. Einnig er þar að finna fjölmargar myndir sem gerðar eru með klippi-, sprautu- og lita- tækni og mynda eina samfellda heild. Þeir sem þekkja leikrit Birgis munu eflaust kannast við ýmsar hugmyndir þessara verka en í veröld þeirra koma þær fram í alveg nýju Ijósi. I grein sem Sveinn Einarsson ritar í sýning- arskrá segir: „En hvað eiga þá rithöfundurinn og myndlistannaðurinn Birgir Engilberts sameiginlegt? I leikritunum er mjög áberandi tilfinning fyrir hinu myndræna ekki síður en hinu leikræna, enda dylst ekki, að höfundurinn er heimamaður í leikhúsinu og þekkir vel tján- ingarmeðöl þess. Myndirnar hér á sýningunni eru þó af ýmsum toga. Þær elstu eru svolítið í ætt við verk frændans, en brátt kveður við persónulegri tónn, oft með súrrealískum blæ og stundum ógnvekjandi. Sumar myndimar sækja efni sitt í leikhúsið eins og t.d. myndin úr skipinu og myndirnar úr Gosa, aðrar eru á sömu slóðum og grunnhugmyndin í Hvers- dags-draumi. Og 1991 er hann orðinn upptek- Ein af myndum Blrgis Engilberts sem verður á sýnlngunnl. Spraututækni, 1982. inn af veröld dansarans." Sýningin stendur í tvær vikur. Hún er opin alla virka daga frá 10-18, laugardaga frá 11-16 og sunnudaga frá 14-17. Vortónleikatíð í Ými KVENNAKÓR Reykjavíkur og eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur hefja tónleikavertíð- ina í Ými á þessu vori. Alls munu á annan tug kóra halda tónleika í Ými í apríl og maí. Auk Karlakórs Reykjavíkur og allra kóra innan Kvennakórs Reykjavíkur munu sex innlendir og tveir erlendir kórar halda tónleika í hús- inu. Kvennakórinn ríður á vaðið með tónleikum í Ými í dag, laugardag, kl. 17.00. Yfirskrift tónleikanna er „Vorkvöld í Reykjavík". Kór- inn flytur blöndu af norrænum vor- og sumar- lögum. Stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir, undirleikari Þórhildur Björnsdóttir og gestur á tónleikunum er Szymon Kuran fiðluleikari. Tónleikamir verða endurteknir í Langholts- kirkju þriðjudaginn 11. apríl. kl. 20.30. Tónleikar eldri félaga Karlakórs Reykja- víkur verða sunnudaginn 9. apríl kl. 20.30. Stjórnandi er Kjartan Sigurjónsson, ein- söngvari Jónas Guðmundsson. Meðal þeirra laga sem kórinn syngur er Kvöldið er fagurt, Sjá dagar koma og Tarantella auk syrpu af lögum Arna Thorsteinssonar. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Akureyrarkirkja: Tíminn og trúin. Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Ásmundarsafn: Steinunn Þórarinsdótt- ir. Til 14. maí. Verk í eigu safnsins. Bflar og list: Lilja Kristjánsd. Til 29. apr. Galleri@hlemmur.is: Bjargey Olafs- dóttir. Til 23. apr. Gallerí Fold: Sigríður Anna E. Nikulás- dóttir. Til 16. apr. Gallerí List: Æja. Til 14. apr. Gallerí Reykjavfk: Birgir Engilberts. Til 16. apr. Gallerí Sævars Karls: Blaðaskopteikn- arar. Til 13. apr. Gerðarsafn: Islenskar kirkjur í Vestur- heimi. Til 25. apr. Gerðuberg: Sjónþing Önnu Líndal. Til 19. apr. Til 21. apr. Hallgrímskirkja: Sigurður Örlygsson. Til 1. júní. i_8: Catherine Yass. Til 7. maí. íslensk grafík: Arnannguaq Hpegh. Til 9. apr. Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. Veg(g)urinn: Gunnar Örn. Til 27. apr. Listasafn Akureyrar: Bamæska í ís- lenskri myndlist. Til 7. maí. Listasafn ASÍ: Kjartan piason, Ás- mundarsalur og Þórarinn Óskar Þórar- insson, Gryfju. Til 24. apr. Listasafn Einars Jónssonar: Opið lau. og sunnud. kl. 14-17. Höggmyndagarð- urinn opinn alla daga. Listasafn Islands: Jón G. Árnason. Til 9. apr. Þrír málarar á Þingvöllum. Til 14. apr. Listamenn 4. árat.Til 14. maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi: Sossa og Gyða L. Jónsd. Til 16. apr. Listhúsið Laugardal: Les Femmes Fatales, ERRÓ. Til 17. apr. Mokka: Láms H. List. Til 8. apr. Norræna húsið: Terror 2000. Til 14. maí. Nýlistas.: Hvítari en hvítt. Til 16. apr. Ófeigur: Harri Syrjánen. Til 19. apr. Safnahús Reykjavíkur: Ungt fólk í Reykjavík á 20. öld. Til 15. maí. Slunkaríki: Birgir Andr. Til 30. apr. Stofnun Áma Magnússonar: Handrita- sýning þri-fös kl. 14-16. Til 15. maí. Stöðlakot: Daði Guðbjömsson. Til 9. apr. Þjóðarbókhlaða: Stefnumót við íslenska sagnahefð. Til 30. apr. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Kirkjuhvoll: Hermann Baumann, Gerr- it Schuil og Sigrún Eðvaldsdóttir. KL17. Salurinn, Kópavogi: Gradualekór Langholtskirkju. Kl. 16. Ýmir: Kvennakór Rvíkur. Kl. 17. Sunnudagur Salurinn: Caput. Kl. 20:30. Fríkirkjan: Borgarkórinn. Kl. 20:30. Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur ásamt Finni Bjamasyni. Kl. 20. Neskirkja: SÁ. Kl. 17. Regluheimili frímúrara við Skúlagötu: Frímúrarakórinn. Kl. 17. Ýmir, Skógarhlíð: Eldri félagar Karla- kórs Reykjavíkur. Kl. 20:30. Menntaskólinn við Hamrahlíð: Kór MH og Hamrahlíðarkórinn. Kl. 14 og 16. Mánudagur Hafnarborg: Borgarkórinn. Einsöngv- arar era Sigurður Skagfjörð og Helga Magnúsdóttir. Kl. 20:30. Þriðjudagur Langholtskirkja: Kvennakór Reykja- víkur og Szymon Kuran. Kl. 20:30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Hægan, Elektra, lau. 8. apr. Komdu nær, lau. 8. apr. Glanni glæpur, sun. 9. apr. Abel Snorko, sun. 9. apr. Vér morðingjar, lau. 8. apr. Borgarleikhúsið: Kysstu mig Kata, lau. 8., fim. 13., fös. 14. apr. Afaspil, sun. 9. apr. Fegurðard. frá Línakri, sun. 9. apr. íslenski dansfl. Goðsagnir, sun. 9. apr. Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, lau. 8., mið. 12. apr. Leikir, fim. 13., fös. 14. apr. Leitum að ungri stúlku, sun. 9. apr. Loftkastalinn: Panodil, fös. 14. apr. Jón Gnarr, lau. 8. apr. Islenska óperan: Haukurinn, jau. 8. apr. Möguleikhúsið: Hugleikur: Ég sé ekki Muninn, sun. 9. apr. Draumasmiðjan: Ég sé............., sun. 9., þrið. 11. apr. Hafnarfjarðarleikhúsið: Salka, lau. 8. apr. Júlíus, sun. 9., mán. 10. apr. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.