Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Page 3
LESBÖK MORCUNBLAÐSEVS - MENNEVG LISTIR 14. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Bréfasamband Ólafarog Þorsteins Á morgmi eru liðin 143 ár frá fæðingu skáldkonunnar Ólafar Sigurðardótlur frá Hlöðum og af þvítilefni skrifar Ema Sverr- isdóttir bókmenntafræðingur grein um Ólöfu sem var fyrsta yfirlýsta kvenréttinda- konan í fslenskri ljóðagerð. Brot af sögu hennar er að finna í Bréfasafni Þorsteins Erlingssonar en leiðir þeirra lágu saman á námsámnum í Reykjavík. Bréfasamband þeirra hófst 1883 og stóð til 1914. Hjá Nordal níræðum Jóhannes Nordal, löngum kenndur við Nor- dalsfshús sem hann átti og sljómaði, lærði kælitæknina í Kanada, en þangað fór hann ungur. Þess er minnst að í dag em Iiðin 150 ár frá fæðingu hans og af því tilefni endur- birtist 60 ára gamalt viðtal Valtýs Stefáns- sonar við Jóhannes á níræðisafmæli hans 1940. Agnar Klemens Jónsson var sendiherra í Bretlandi þegar Bretar beittu löndunarbanni 1952 í kjölfar stækk- unar á fslensku fiskveiðilandhelginni og það kom f hlut sendiherrans að ganga á fund Anthonys Edens utanríkisráðherra Breta. Frá því segir Agnar Klemens í end- urminningum sínum. Kaflar úr þeim em birtir í tilefni af 60 ára afmæli utanríkis- þjónustunnar. Catherine Yass opnar sýningu í i8 í dag. Hún er ein þeirra sem kom fram í kjölfar Freeze-hópsins margumtalaða með Damien Hirst í farar- broddi og segir sjálf að listsköpun þess hóps hafí valdið straumhvörfum í samtfmalist í Bretlandij sem allt í einu var tekin al- varlega. Á sýningunni veitir Yass okkur innsýn í það sem flestum yfírsést. FORSÍÐUMYNDIN í tilefni vorsins er mvnd af Leirvoqsó þar sem hún rennur niður af Mosfells- heiði ó hlýjum apríldegi. Ljósmynd: Gísli Sigurðsson. JOHANN P. TAMMEN DAGSDAGLEGA BALDUR ÓSKARSSON OG FRANZ GÍSLASON ÞÝDDU Engargleðir vatnið skjólufylli vís í lungum hans en fórástultum hæðnishlátri um landið hversvegna brenndi hann það sem hann festi á blað blýanti yddum oghvívarþá hver tónn svo mjór sem hjákátlegur vildi fá að hljóma hversvegna og hvað öskraði afkvíða alltumkring íkviðnum taldi hann þrettán vini enginn lifði af. Johann P. Tommen er þýskt skáld, f. 1944. LjóðiS er úr flokki sem nefnist „Hort- machers Launen", skáldið endurspeglar líf ungs fólks í Þýskalandi eftir stríð og viðhorf sömu kynslóðar sem miðaldra manna. GOLFSTRAUM- UROG HITAFAR RABB s IREYKJAVÍKURBRÉFI Morgun- blaðsins sunnudaginn 26. mars var varað við mengun gufuhvolfsins af völdum koltvísýrings og þeirri svo- nefndu gróðurhúsahlýnun sem mundi stöðva Golfstrauminn og koma okkur undir íshelluna miklu, á ísöldinni miklu í norðlægum lönd- um. Síðan var hvatt til þess að Islendingar kæmu þessum boðskap haffræðingsins Broeckers á framfæri við heimsbyggðina. Við þetta er ýmislegt að athuga. Eg er reyndar sammála því að það sé lífsnauðsyn að stöðva sem fyrst mengun gufuhvolfsins af koltvísýringi og öðrum efnum sem draga úr hitageislun frá jörð- inni en hindra þó ekki ylinn frá sólinni. Hlýnunin sem þegar er orðin af þessum völdum er augljósari og í miklu betra sam- ræmi við útreikninga loftslagsfræðinga en flestir vilja vera láta, og í rauninni er hún mjög hröð. Á systurstjörnu okkar Venusi hefur það gerst að koltvísýringurinn er alls ráðandi í gufuhvolfinu og veldur þar meira en 400 stiga hita niðri við yfirborð landsins, svo að blý bráðnar. Reyndar er ekki auðvelt að nota þá þekkingu beint til að spá um þróunina á jörðinni, meðal ann- ars vegna tilvistar sjávarins. En samt er augljóst að jafnvægið í hitafari jarðarinnar getur verið ákaflega viðkvæmt, og það var reyndar afar breytilegt áður en maðurinn fór að skipta sér af því. Það sýnir að jafn- vel lítil íhlutun í náttúruna gæti haft úr- slitaáhrif á örlög jarðarinnar. Þess vegna á að stöðva mengun og láta andrúmsloftið njóta vafans. En svo kemur alvarleg athugasemd: Hefði ekki í framhaldi af þessu verið ástæða að minnast á það að ríkisstjórn okkar skuli vilja fá alþjóðlega undanþágu til að menga andrúmsloftið meira en aðrar þjóðir, og nota meira að segja til þeirrar mengunar hina hreinu vatnsorku sem for- sjónin hefur gefið okkur? Er líklegt að þjóð sem hagar sér þannig verði tekin trúanleg ef hún ætlar sér að hafa forystu um að vara heimsbyggðina við hættunni af gróðurhúsaáhrifum, eins og lagt er til í þessu Reykjavíkurbréfi? Önnur athugasemd: Mér finnst það vera ábyrgðarlaus og illa rökstudd skoðun í Reykjavíkurbréfinu að góðurhúsahlýnunin muni leiða til mikillar kólnunar, jafnvel ísaldar, á norðurslóðum. Færibandskenn- ing Broeckers nýtur alls ekki stuðnings allra loftslagsfræðinga. Hann leggur alla áherslu á að Golfstraumurinn stjórnist af niðurstreymi seltumikils sjávar á norður- slóðum. Vegna bráðnunar á hlýindaskeið- um verði sjórinn þar seltuminni og léttari og sökkvi síður í hlýindunum en ella og hægi þannig á Golfstraumnum. Broecker virðist gleyma þætti vindanna í hafstrau- munum. Sannleikurinn er hins vegar sá að til dæmis Golfstraumurinn lagar sig mjög vel eftir suðvestanáttinni á Norður- Atlantshafi og breytingum hennar. Það óhemju magn af söltum og hlýjum Atlantssjó sem streymir til norðausturs milli Skotlands og íslands ræðst þannig mjög af því hvað loftþrýstingurinn er að jafnaði miklu hærri yfir Skotlandi en Is- landi. Þess vegna verður sjórinn milli Nor- egs, íslands og Grænlands einstakur í sinni röð á jörðinni, miklu hlýrri en á nokkru hafsvæði svo nálægt heimskaut- um. Sjórinn hlýnar samt yfirleitt ekki til lengdar því að á móti kemur meiri hitaút- geislun og vindkælmg en annars staðar í höfum nálægt heimskautum. Og sjórinn safnast þar heldur ekki fyrir. Loftþrýst- ingur er að jafnaði mun hærri á Grænlandi en Islandi og af því leiðir mikið streymi af köldum sjó til suðvesturs út af Vestfjörð- um og það jafnar þannig metin að miklu leyti milli innstreymis og útstreymis úr þessu milda og merkilega norðlæga hafi. I þessu ljósi má hugleiða hvort gróður- húsahlýnun muni leiða af sér kólnun eða hlýnun í þessu norðurhafi. I Reykjavíkur- bréfinu er greint frá því að af þessum sök- um hafí bráðnun aukist og Færibandið misst fimmtung af krafti sínum, og þá á hafið væntanlega að vera farið að kólna sem þessu nemur á norðlægum slóðum. Þessu hafa aðrir andmælt, meðal annars í nýlegum sjónvarpsþætti, og sú vitneskja sem fáanleg er hér á landi bendir til þess að Broecker fari með rangt mál. Það skal nú rökstutt nánai'. Ég hef kannað hita og loftþrýsting á ís- landi í hálfa aðra öld. Þá kom í ljós að hve- nær sem hlýnar lækkar loftþrýstingur oft- ast, en þess gætir minna bæði í Skotlandi og á Grænlandi. Hlýnun leiðir þannig tiþ þess að þrýstimunur milli Skotlands og f s- lands eykst og þar með suðvestanáttin og hlýi og salti straumurinn inn í norðurhafið. Á sama hátt eykst þá norðaustanvindur og kaldur straumur milli Vestfjarða og Græn- lands. Með öðrum orðum: Meiri hlýr og saltur sjór inn, meiri kaldur sjór út, svo að selta og hiti ættu að aukast í norðurhafi vegna hlýnunar, þvert ofan í það sem Broecker heldur fram. Og hvað segja svo staðreyndirnar? Síð- asta áratug hefur verið jafn hlýtt í hafmu norður af Islandi og var á því einstaka hlý- indaskeiði 1930-1960. Að sama skapi hefur hafísinn auðvitað minnkað og þynnst. En þrátt fyrir þá bráðnun hefur sjávarseltan og sjávarhitinn norður undan aukist og er nú á þessu ári meiri en um langt árabil og minnir á það sem var á hlýindaskeiðinu um miðbik aldarinnar. Víst er málið flóknara er hér hefur verið unnt að rekja, en allt stangast þetta á við boðskap Broeckers. Nýlegar loftslags- breytingar styðja ekki kenninguna um að gróðurhúsaáhrifin dragi úr Golfstraumn- um og valdi ísöld á okkar slóðum. Hvatn- ingu til annarra þjóða að stöðva aukningu gróðurhúsalofts verður því að byggja á öðrum rökum, auk þess sem við þurfum að sýna betra fordæmi en við gerum í meng- unarmálum gufuhvolfsins ef einhver á að trúa varnaðarorðum okkar. PÁLL BERGÞÓRSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.