Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Qupperneq 5
p i' M/ I l(f" ■ w ? 1 1' 1 •! " ” H rfrniÉBB |j ' i, ÆM Anthony Eden, 1897-1977, einn þekktasti stjórnmálamaður Breta á löngu tímabili. Hann barðist í fyrri heimsstyrjöldinni og lagði síðan stund á austurlensk tungumál í Oxford. Fyrst kosinn á þing 1923, utanríkisráðherra 1935-38, aftur 1940-45 og 1951-55, forsætisráðherra 1955-57. Eden sagði af sér embætti utanríkisráðherra 1938 til að mótmæla linku Chamberlains gagnvart Hitler og Mussolini. Hann tók þó aftur við emb- ætti þegar heimsstyrjöldin hófst 1939 og þegar Churchill varð forsætisráðherra 1940, varð Eden utanríkisráðherra til stríðsloka og enn á ný 1951 eftir að íhaldsflokkurinn og Churchill endurheimtu völdin. Eden varð alvarlega veikur 1953 og náði aldrei fullri heilsu eftir það. Hann varð þó for- sætisráðherra eftir Churchiil 1955, en Súesdeilan 1956 varð honum að falli; hann baðst lausnar í jan. 1957. Um haustið voru almennar þingkosningar í Bretlandi. I kosningariti sem Ihaldsflokkurinn gaf út þá segir að Mr. Winston Churchill hafi „promised that the fishing industry, if the Conservatives were retumed to power, would be protected from unrestricted foreign dump- ing and that every effort would be made by int- ernational agreement to prevent overfishing". Þetta spáði nú ekki góðu og svo unnu íhalds- menn þessar kosningar og Winston Churchill varð forsætisráðherra og Anthony Eden utan- ríkisráðherra. Hinn síðarnefndi kom nokkuð við landhelgis- og landanamálið, eins og ég mun brátt víkja nánar að. Fyrst eftir að nýju reglurnar um fjögurra mflna landhelgina gengu í gildi um miðjan maí 1952 gerðist lítið annað í landhelgismálinu en að ríkisstjórnir Breta og íslendinga skiptust á nótum um hina nýju landhelgi. Fisklandanir gengu og snurðulaust að mestu, enda var ekki ýkja mikið um þær yfir sumarmánuðina. Þeg- ar leið að hausti tóku breskir togaraeigendur veralega að þjarma að löndunum íslensku fisk- iskipanna. Þórarinn Olgeirsson, vararæðismaður í Grimsby, hringdi til mín hinn 4. september og hafði þá frétt að færa, að Hull Exchange hefði samþykkt að lána engin áhöld, sem nauðsynleg væru við uppskipun á fiski, til hinna íslensku fiskiskipa þegar þau kæmu með fisk, og höfðu þeir fengið Grimsby Exchange til þessa sama. Astæðan fyrir því, að þetta hefði verið ákveðið, sagði Þórarinn, væri sögð sú, að ekkert svar hefði borist frá íslandi við síðustu mótmælan- ótu Breta. Þetta var að visu formlega rétt, en Þórarinn taldi litlar líkur fyrir því að svar frá íslandi mundi breyta nokkru um þetta bann. Ef íslendingar vildu kaupa uppskipunaráhöld mundu þau kosta um £80 þús- und. Annars fannst Þórarni sjálfsagt að íslensk fiskiskip yrðu látin koma svo séð yrði hvort alvara fylgdi máli, enda væri þá hægt að bera fram kvartanir opinberlega. Þessi válegu tíðindi símaði ég strax heim. Nokkrum dögum síðar- barst frétt um það, að samn- ingaumleitanir væru hafnar í Grimsby um landanir fimm þýskra togara í breskum höfn- um vikulega, þar af þrjár í Grimsby. Það var skoðun Þór- arins Olgeirssonar að Islend- ingar ættu að hefja samninga um fimm til sex landanir á viku. Þjóðverjarnir ættu að fá sams konar landanaréttindi og Bretar sjálfir hefðu og við ætt- um þá að krefjast hins sama. Ég símaði þetta heim og Þóra- rinn hringdi til FIB um það. Þegar utanríkisráðherra fékk símskeyti sendiráðsins um að ástæðan fyrir banninu við afnot af uppskipunaráhöld- unum væri sú, að íslenska stjórnin hefði ekki svarað bresku stjórninni, brá hann skjótt við og kvaddi fulltrúa breska sendiráðsins P.J. Lake á sinn fund. Þegar hann hafði rifjað upp málið og getið þess, að bresku togaramönnunum virtist gremjast að Islending- tbL — Laugardn~ur 11. oktébcr 1952 Prcntimiðja MargunblaSsina. Jovanka Tíló ae i-rlðja knru Titós roankálkv llún er 28 ára aömut oc majór í JúcóslavncHka licrnum. BreHkiff Sogaraeiges?íÍ£sr óftssDs* að ræðffl affsiánre baitsísÍESs — 'VsSsiss IbelafOT ræls frBðtiBsaB’lBBiiiBia j Fulilrúar FI3, Kjatlan Thers og Jón Axel Pélurison, ssgja frá viSraðum sínum í Lundúnum 1 GÆRKVÖLtlI boðaði Félau iMenxkra botnvörpuskipaci»«-nda blaflamcnn á fund þchra Kjartans Tlion, íormanns fcbgslnx. og Jóns Axrls Cétumonat, cn |>cir eru nýkomnir úr nretlandsíör, þax scra þeJr áttu viðraröur við ínlltnja íélags brcxkrn losantig- cmla vcjna töndunarbauns þe*s, er þcir hata lagt á llsk nr islrnsk- Hm togurum. Vtttadur l>cnsar fóru frani af fullrt rinurð' i báía bóga, rn brcakir tugaraciecmlur \ih!u bcJun unmvSunum að hL-uii jnýju vcrnrfarlinu umliverfis landið, scm fuiltníar Pclajcs nf. botn- vörimskipa-ÍRrmi.i vi.tuðu á buc, þar «ð það vrcrl raálcfni, sem clnKönxu rikitstjórnir lar.danna sa-'.u rastt. 1 samtali siuu við blaöamenn i trror Ivstu þclr Kjartan Thors og J/m ,U.1 hvi tflr ...A I-----I.-/ Löndunarbannid var hitamál á íslandi og sama dag og Agnar Klemens Jónsson sendiherra gekk á fund Edens utanríkisráð- herra var forsíðufrétt Morgunbladsins um blaðamannafund Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda, en forustumenn félagsins voru þá nýkomnir úr Bretlandsför. ar skyldu ekki sýna „some sort of gesture' minnti hann fulltrúann á, að hann hefði áður skýrt honum frá því, og einnig breska sendi- herranum Greenway að hann gerði ekki ráð fyrir, að orðsendingu bresku ríkisstjórnarinn- ar yrði svarað (þ.e. orðsendingin frá 18. júní 1952, sem er birt í hvítbókinni The Icelandic Efforts for Fisheries Conservation, bls. 41), þareð íslenska ríkisstjórnin gæti á engan hátt slakað til í landhelgismálinu, og svarið yrði því alveg negatíft, og að sumu leyti endurtekning á fyrri röksemdum Islendinga, en slíkt svar yrði sennilega einungis til þess að skapa meiri gremju í Bretlandi en orðið var. Mr. Lake samsinnti þessu og tók auk þess fram, að orð- sending Breta væri þannig orðuð, að ekki virt- ist beinlínis vera ætlast til þess, að henni yrði svarað (frásögn Péturs Thorsteinssonar af samtalinu). Þessar aðgerðir höfðu tvennar afleiðingar. í fyrsta lagi komu fulltrúar íslenskra útgerðar- manna, þeir Kjartan Thors og Jón Axel Pét- ursson til Englands til viðræðna við breska togaraeigendur og þóttu mér það góð tíðindi, að þessir aðilar gætu rætt saman um vanda- málin og í öðru lagi fékk ég bréf frá Hans G. Andersen um að Greenway sendiherra hefði lagt til að mér yrði falið að tala við Anthony Eden utanríkisráðherra um málið og væri Hans væntanlegur til London innan skamms til þess að aðstoða mig við undirbúninginn að því samtali. Bresku blöðin, en þau voru fyrst með frétt- ina um komu þeirra Jóns Axels og Kjartans, létu sér tíðrætt um komu þeirra og voru í því sambandi skrifuð mörg ónotaleg orð í íslands garð og ósanngjörn. Þeir félagar áttu svo fund með bresku togarareigendunum og höfðu Woodcock fiskifulltrúa okkar með sér. Þrátt fyrir alllangt fundarhald náðist ekkert sam- komulag milli aðilanna. Eftir fundinn komu þremenningarnir til mín og sátu hjá mér lengi dags þar sem við ræddum landanamálið án þess þó að komast að nokkurri niðurstöðu um hvaða ráðstafanir væri frekar hægt að gera. Um sama leyti og þeir Jón Axel og Kjartan áttu framangreind fundarhöld við hina bresku togarareigendur kom Hans G. Andersen til London. Við Hans fórum nú að undirbúa nótu þá sem mér var ætlað að afhenda Anthony Eden. Voru þeir Jón Axel og Kjartan Thors okkur til aðstoðar í því sambandi. Ég fékk samtalið við Anthony Eden hinn 11. október og fór Hans með mér til hans sam- kvæmt fyrirmælum að heiman. Paul Mason forstöðumaður Norður-Evrópu deildarinnar var þarna líka. Ég afhenti Eden nótuna sem hann las yfir eftir að ég hafði gert stuttlega grein fyrir henni og tilefninu til afhendingar- innar. I upphafi er vísað til þeirra nótuskipta sem fram höfðu farið fyrr á árinu eftir að fjögurra mflna stækkunin tók gildi og nokkur málefni sem ágreiningur var um talin upp svo sem það atriði að loforðið um að ræða um landhelgis- málið áður en til stækkunarframkvæmda kæmi hefði verið efnt með samtölum þeim er fram fóru undir forustu Ólafs Thors í janúar- mánuði. Eins var lögð áhersla á rétt okkar að þjóðarétti til einhliða stækkunar landhelginn- ar. Þá var að því vikið að ástæðulaust hefði þótt að svara frekari skrifum Breta, þvi ekkert nýtt hefði komið fram í þeim og endurtekning- ar upp aftur og aftur gætu aðeins gert illt verra. I síðustu bresku nótunni hafði breska stjórnin áskilið sér rétt til bóta vegna tjóns er bresk veiðiskip teldu sig verða fyrir vegna stækkunar landhelginnar, en um það var ís- lenska stjórnin alveg ósammála þeirri bresku. Þá harmaði íslenska stjórnin að breskir tog- araeigendur ætluðu að reyna að þvinga íslensk fiskiskip burt frá fisklöndunum í breskum höfnum og var um það notað sterkt orðalag: ts RÆTT VIÐ GEORG VI UM ELDFJÖLL, HITAVEITU OG FISKVEIÐAR Agnar Kiemens fór utan til Englands í febrúar 1951 ásamt fjölskyldu sinni, og hóf þá strax störf í sendiráðinu. Hér segir hann frá því þegar hann afhenti konungi trúnaðarbréf sitt. Sir Guy Salisbury-Jones, siðameistari utanríkisráðuneytisins, var jafnframt starfsmaður hirðarinnar og hafði skrif- stofu í Buckinghamhöll. Hann heimsótti ég fljótlega eftir komu tuína til London til þess að ræða við hann um afhcndingu trúnaðarbréfs mms og til þess að fá upp- lýsingar um það á hvaða hátt athöfnin færi fram. Sir Guy, sem var fyrrverandi hershöfðingi (Major General) tók mér hið besta og skýrði inér rækilega frá athöfn- inni, scm var nokkuð flókin. Til öryggis hitti óg hann aftur á skrifst.ofu sinni nokkrum dögum seinna til þess að vera alvcg viss um, að ég gerði allt rétt, og æfðum við þá seremoníuna. En það varð því miður nokkur dráttur á því, að af- hending trúnaðarbréfsins gæti farið fram, og stafaði hann af veikindaforföllum kon- ungs. Hann var oft forfallaður af þessum ástæðum, enda átti hann þá ekki eftir að lifa neina tæpt ár. Það var ekki fyrr en hinn 14. mars að konungurinn, Georg VI, gat tekið á móti mér til afhendingar á trúnaðarbréfinu. Ég varð sjálfur að sjá mér fyrir farkosti í höllina, því gerður var greinarmunur á ininisters og ambassadors, og aðeins hinir síðarnefndu voru sóttir í bifreið frá höll- inni. Annars var leiðin ekki löng frá send- iráðinu yfir í Buckinghamhöll, nánast þvert yfir götuna, og hefði ég því alveg eins getað farið gangandi, en það hefði víst þótt skritinn sendiherra, sem hefði komið labhandi til hallarinnar með trún- aðarbréfið í hendinni! Ég komst klakklaust í gegnum ser- emóníuna. Konungur stóð í miðjum sal, allstórum, er ég gekk inn með bugti og beygingum. Við hlið hans, og þó einu skrefi aftar, stóð Sir William Strong, yfír- maður bresku utanrikisþjónustunnar, því það er ekki til siðs í Bretlandi að utanrík- isráðherra sé viðstaddur móttökur nýrra sendiherra. Georg konungur heilsaði mér alúðlega og bauð mig velkominn en ég af- henti honum trúnaðarbréfíð, sem hann samstundis afhenti Sir William. Konungur tók mig síðan tali og ræddum við saman í stundarfjórðung standandi, því ekki var boðið til sætis. Á yngri árum mun kon- ungur hafa verið málhaltur, en honum tókst að losna við þann leiða kvilla og var hann alveg laus við stamið. Hann talaði hægt og rólega, eins og hann væri að vanda sein best það scm hann vildi segja. Það var greinilegt að konungur hafði fengið einhverjar upplýsingar uni Island svo og um mig persónulega, því hann ræddi t.d. um eldfjöll og heita hveri sem við vorum farnir að hagnýta okkur til upphitunnr í höfuðborginni og ennfremur um fiskveiðar okkar og stækkun land- hclginnar. Uni fiskveiðar Breta við Island vissi hann líka töluvcrt. Samtal okkar gekk því liðugt og mér féll vel í geð hversu alúðlegur og blátt áfram konung- ur var í viðmóti. Svo kvöddumst við, og nú var þrautin sú að komast að dyrunum án þess að snúa bakinu að jöfri, því það inátti helst ekki samkvæmt siðareglum hirðarinnar. Tókst það sæmilega og ég hvarf út um dyrnar nieð djúpri hneigingu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.