Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Qupperneq 7
EINVALDISVIÐINSVIKUR EFTIRJIRÍK JÓNSSON Enginn íslenskur stjórnmálamaður fjórða áratugarins lagði Halldóri Laxness til meira efni í persónuna Pétur Þríhross en Jónas Jónsson frá Hriflu. Myndlýsing/Árni Elfar SÉRSTÆÐASTA persóna skáld- verksins Heimsljóss er tvímæla- laust Pétur Pálsson Þríhross, framkvæmdastjóri á Sviðinsvík undir Óþveginsenni: „[...] hinn innblásni vígreifi hugsjónamað- ur og sjálfgerði sósíalisti, ætt- jarðareigandi, siðbótarmaður heimsins, uppihaldsmaður andans, málsvari og athvarf sálarinnar [...]“ eins og Halldór Laxness lýsir honum í greininni „Bókin um skáldsnillíng- inn“ sem birtist í Gjömíngabók 1959. í riti Þórbergs Þórðarsonar: I Unuhúsi sem hann færði í letur 1922 eftir frásögn Stefáns skálds frá Hvítadal og Heimskringla gaf út 1962 segir frá prentara einum sem þar ber dulnefnið Guðmundur E. Bersason. Um hann segir þar meðal annars: „Yfirprentarinn í prentsmiðju Halldórs var Guðmundur E. Bersason. Hann drakk afskap- lega um þessar mundir [...]. Faðir Guðmundar var Bersi nokkur treihross, sem íyrst bjó uppi í Borgarfirði, en fluttist síðan til Reykjavíkur. I ölæðisköstunum þótti Guðmundi skömm til koma að kalla sig Guðmund E. Bersason. Talaði hann þá ýmist dönsku eða ensku, og væri hann spurður, hvað hann héti, var hann vanur að svara: „Mit navn er G.E.B. Treihross." í einu slíku drykkjukasti átti hann eitt sinn tal við Ward fiskkaupmann. Spyr þá Guðmundur: „Are you Ward?“ „Óyes,“ svarar Ward. Segir þá Guðmundur: „My name is G.E.B. Three Horses““(61). I öðru bindi Heimsljóss, HöU sumarlandsins, segir írá heimsókn Péturs Þríhross tii skáld- konunnar Hólmfríðar á loftinu. Þar verður Þríhross drukkinn og segir þá meðal annars: „Mitt nafn er Peder Pavelsen Three Horses [...]“ (1938,98). „Jeg er sgu fanden gale mig ingen Islands- mand, sagði Peder Pavelsen Three Horses“ (1938,98). „Kærleikurinn er það eina sem borgar sig. Mitt nafn er Three Horses" (1938,100). Síðar í sama kafla segir: „Þegar þeir voru komnir út greip Three Horses undir arm hans sér til stuðnings. Hann [...] talaði mestmegnis dönsku, svo Ólafur Kára- son skildi því miður ekki nema undan og ofan af‘ (1938,101). Þríhross Heimsljóss, Pétur Pálsson, minnir hér óneitanlega á Þríhross frásagnar Þórbergs Þórðarsonar, Guðmund E. Bersason. í ævisögu sinni, Grikklan dsárin u, greinir Halldór Laxness frá því að árið 1920 hafi móðir hans, sem þá var ekkja, tekið við dvalargestum úr Reykjavík og jafnvel leyft þeim að tjalda í hlaðvarpanum. Einn gestanna hefði þá haft út úr sér forláta hatt sem hann hafði þegið að gjöf frá fyrrnefndum prentara. Um það segir svo í ævisögunni: „Þetta höfuðfat var úr hárfínum grágrænum flóka, og börðin ca 35 cm í þvermál, en listfagurt merki parísartískuhúss innaní kollinum; og hafði geðbilaður maður skilið eftir hjá mér þessa gersemi þegar ég var dreingur; [...] Um hattinn voru ýmsar skoðanir uppi hér í tjaldinu, og þegar ég sagðist hafa þegið hann að gjöf frá geðbiluðum vini mínum, prentara í merkri forlagsprentsmiðju, röktu fróðir menn gripinn til eiganda þessarar prentsmiðju, og um skeið hafði verið ráðgjafi íslands hjá d anakon- úngi og þá bendlaður við tilhneigingu til dul- klæðnaðar" (1980,47-48). Umræddur prentari vann í ísafoldarprent- smiðju frá árinu 1914 eins og heilsa hans leyfði (Bókagerðarmenn: 1976, 291-292). Prcntsmiðj- an var stofnuð 1877 af Birni Jónssyni sem síðar varð ráðherra. Eftir lát Bjöms 1912 var hún í eigu niðja hans. Orð Halldórs Laxness um að Björn Jónsson hafi verið „bendlaður við til- hneigingu til dulklæðnaðar" kunna ef til vill að eiga rót sína í atviki sem átti sér stað 1909 og frá segir í endurminningum Hannesar Þorsteins- sonar þjóðskjalavarðar. Hannes segir meðal annars frá för þriggja forseta Alþingis á kon- ungsfund 1909, þeirra Bjöms Jónssonar, Krist- jáns Jónssonar og Hannesar sjálfs. Frásögn Hannesar er á þessa leið: „Lá Björn oftast í káetu sinni mestalla leiðina og var lítt á flakki, en er talað var við hann, virt- ist hann vera allmjög utan við sig og úti á þekju, en um morguninn sama daginn sem við komum til Hafnar var Bjöm kominn snemma upp á þil- far og spígsporaði þar fram og aftur, klæddur selskinnsbrókum og með stóra selskinnnsskó á fótum eins og Eskimói, og sagði að sér hefði ver- ið gefinn þessi búningur. Spurðum við Kristján hann, hvort hann ætlaði að stíga á land í Höfn í þessari „múnderingu“, og kvað hann já við því“ (1962,308). Framþætti Péturs Þríhross virðist Halldór Laxness hafa þegið úr persónu þessa geðveila pi-entara. Eðlisþætti ýmissa kunnra manna frá ritunartíma skáldverksins, ýmist ýkta eða skop- stælda, hefur hann ofið í frammyndina og brætt þá saman af slíku listfengi að Pétur Þríhross býr yfir: ,,[...] þeim lífsanda að við mætum stundum smámyndum hans slagandi á götunni" (Sigurður Nordal: Tvær miklar skáldsögur. Lesbók Morgunblaðsins 24. nóvember 1940). I stuttri grein er ógemingur að draga fram allt það efni sem Halldór Laxness hefur nýtt við sköpun persónunnar Péturs Þríhross. Heildar- úttekt þess bíður betri tíma. Hér verður því fyrst bragðið á það ráð að rekja dæmi um að- fóng sem tveir menn hafa óbeðnir látið skáldinu í té í þessa táknmynd valdsins á Sviðinsvík undir Óþveginsenni. Árið 1933 birti síra Benjamín Kristjánsson grein í Lesbók Morgunblaðsins undir fyrirsögn- inni: „Fótatak manna. Nokkur orð um Halldór Kiljan Laxness". Þrátt fyrir ýmis viðurkenning- arorð um rithöfundarhæfileika og stílgáfu Hall- dórs Laxness sá höfundurinn ástæðu til að spyrja: „Til hvers er verið að þessu? Gerir höfundurinn sjer krók út að sorphaug- unum af þeirri einu svínsnáttúru, að hann hefur ánægju af að róta í þeim, eða vakir hjer á bak við einhver markviss tilgangur?“ (Lesbók Morgun- blaðsins 3. desember 1933). Sama ár ritaði Halldór Laxness svargrein til síra Benjamíns sem hann nefndi „Bókmenntir og skóbætur". Greinin birtist síðar, 1937, í rit- gerðasafninu Dagleið á fjöUum. I henni er meðal annars að finna tilvitnunina hér að framan. I Höll sumarlandsins, 7. kafla, segir frá heim- sókn skáldsins Ólafs Kárasonar Ljósvíkings til Péturs Þríhross sem notar tækifærið til að segja honum hvernig skáldin eigi að yrkja vilji þau öðlast náð hjá valdhöfum kerfisins: „Skáldin eiga að vera heilbrigð; heilbrigð í gleði, heilbrigð í sorg. Ég viðurkenni ekki nema heilbrigð skáld. Ég viðurkenni ekki þessi svo- kölluð raunsæisskáld nútímans, eins og strák- djöfulinn í Skjólinu, sem gera sér krók út að sorphaugnum af þeirri einu svínsnáttúra að þá lángar til að velta sér upp úr skítnum" (1938,82). Enginn íslenskur stjómmálamaður fjórða áratugarins lagði Halldóri Laxness til meira efni í persónuna Pétur Þríhross en Jónas Jóns- son frá Hriflu. Hann var framkvöðull að stofnun Vökumannahreyfingarinnar og vann að stofnun félaga hennar í sumum héraðsskólum landsins. Árið 1938 hófu Vökumenn útgáfu tímaritsins Vöku undir ritstjórn Valdimars Jóhannssonar, síðar bókaútgefanda, þá kennara við Samvinnu- skólann sem Jónas Jónsson stýrði. Vökumanna- hreyfingin var, að mati Jónasar, stofnuð sem mótvægi við flokka sem hann taldi ættjarðar- lausa. Pétur Pálsson Þríhross fylkti einnig liði gegn þeim ættjarðarlausu á Sviðinsvík undir Oþveginsenni. I upphafi 8. kafla Húss skáldsins segir frá auglýsingu sem Pétur Þríhross lét festa upp ó símastaur á Sviðinsvík. I henni stóð: „Niður með þá ættjarðarlausu" (1939,103). Síð- ar í sama kafla segir: yFám dögum síðar var stofnað Félag Sannra Islendínga ó Sviðinsvík með almennri þátttöku" (1939, 107). Þessar tvær hreyfingar, Vökumannahreyfingin og „Fé- lag Sannra Islendinga" skyldu gegna líku hlut- verki. Hér er ekki unnt að rekja allt það efni sem Jónas Jónsson lagði Halldóri Laxness til í pers- ónuna Pétur Þríhross. Skerfur Jónasar í 5. kafla Húss skáldsins verður því aðeins rakinn. Auk þess verða sýnd dæmi um framlög tveggja ann- arra manna úr greinum þeirra í tímaritinu Vöku. í 5. kafla Húss skáldsins segir frá því að Pétur Þríhross er í heimsókn hjá Ólafi Kárasyni þegar hann kom heim af fundinum í húsi oddvit- ans. Árið 1939 ritaði Jónas Jónsson grein í jan,- mars-hefti tímaritsins Vöku, sem hann nefndi: „Hin heita lífstrú" en undir því kjörorði skyldi barátta Vökumanna háð. í greininni segir meðal annars um markmið Vökumanna: „Að gera íslendinga fijálsa. Að vemda frelsi þjóðarinnar. Að gera þjóðina heilbrigða, starf- sama og gagnmenntaða. Vökumenn boða að nýju hina heitu lífstrú Jónasar Hallgrímssonar, alefling andans og hið frjóa vekjandi starf' (Vaka 1939,47). Pétur Þríhross boðar einnig heita lífstrú og heilbrigt líf eins og Vökumenn: ,Aðalatriðið er að hafa hugsjón, ásamt brenn- andi ólgandi lífstrú maður. Vængjum vildi ég ber- ast kalli minn. Siðspeld nútímans heimtar ekki að- eins heilbrigt líf, heldm- heilagt líf eins og í fomöld, sálarþroska og \jós“ (1939,68). Ein af hugsjónum Vökumanna að sögn Jónasar var: „Að beijast á móti hinum ættjarðarlausu stef í efni var Pétur Þríhross framkvæmdastjóri engu minni baráttumaður: „Ættjarðarlaus kvikindi era of lífseig, það ó að reka þau öll út af bryggjunni, greip fram- kvæmdastjórinn fram í.“ (1939,69). I Vökugreininni kemst Jónas Jónsson þannig að orði um þá „ættjarðarlausu“: ,Að lífsskoðun era hinir sanntrúuðu í þessum söfnuði fyrst og fremst þegnar í veldi Rússa, en þar næst íslendingar" (Vaka 1939,46). Pétur Þríhross er andvígur þegnum í veldi Rússa: „Nútíminn, það er ekki að vera rússi“ (1939, 66-67). Jónas frá Hriflu taldi að Vökumenn myndu brátt sameina lýðræðissinnaða æsku: „Og þá byrjar æskan að fylkja liði um hin sameiginlegu áhugamál okkar íslendinga, sem eiga ættjörð" (Vaka 1939,48). Pétur Þríhross hefur sérstakan skilning á skyldum þeirra sem „eiga ættjörð“: „Nútíminn, það er þegnskapur, það er að eiga ættjörð til að svelta íyrir og drakna fyrir ef at- vinnuvegirnir lírefjast" (1939,66). í samtalinu við Ólaf Kárason skynjar Pétur Þríhross einskonar enduróm þeirra skoðana sem fram komu á fundinum í húsi oddvitans: „Það leynir sér ekki hvar þú hefur alið mann- inn í kvöld. Andi rússa segir til sín. Það er frosin í þeim sálin“ (1939,66). Síðasta málsgreinin í þessari tilvitnun vísar til greinar sem Jónas Jónsson frá Hriflu ritaði í Tímann 29. ágúst 1939 og nefndi: „Hraðfrysting mannssálarinnar". Hér verður ekki getum að því leitt hverra sálir Jónas taldi hraðfrystar. 17. janúar 1937 ritaði Jónas Jónsson grein í Nýja dagblaðið sem hann nefndi: „Tóbakseitur, áfengiseitur, ofbeldiseitur“. Þessar eiturtegun- dir vora Jónasi ekki að skapi. Pétur Þríhross hafði einnig andúð á þeim. Þegar heitkona Ólafs Kárasonar afsakar að hún eigi ekki kaffi að bjóða honum era viðbrögð hans þessi: „Svei öllu eitri, sagði Pétur Pálsson fram- kvæmdastjóri og bandaði frá sér með viðbjóði" (1939,60). Síðar um kvöldið ítrekaði Pétur Þríhross þetta álit sitt: „Við eigum að hafa hugsjónir í staðinn fyrir tóbak. Við eigum að vera ættjarðarvinir en ekki tóbaksmenn“ (1939,62). I Vöku, tímariti Vökumanna kom fram vilji þeirra til að koma á þegnskylduvinnu. Á vaðið reið Runólfur Sveinsson, þá skólastjóri á Hvanneyri, síðar landgræðslustjóri. Runólfur gerði það að tillögu sinni í jan.-mars-hefti Vöku 1939 að piltar og stúlkur á aldrinum 16-21 árs skyldu vinna kauplaust hjá ríkinu hluta úr ári. Piltar við vegagerð en stúlkur við garðrækt og skógrækt. Undir þessa tillögu tók ritstjóri Vöku, Valdimar Jóhannsson, kröftuglega í grein sem hann nefndi: „Um þegnskylduvinnu" og birti í júlí-sept-hefti Vöku sama ár. Þar kom fram að Valdimar taldi að tillagan myndi sæta andbyr. Um það sagði hann meðal annars: „Hitt er jafn trúlegt, að einhverjir föður- landslausir lýðskramarar muni andmæla henni [...]“ (Vaka 1939,169). Hann var þó í engum vafa um að málinu myndi lykta með sigri Vökumanna: „Enda væri Islendingum þá illa í ætt skotið, ef þeir vildu ekki nokkuð á sig leggja til að geta verið frjálsir menn í frjálsu landi“ (Vaka 1939, 169). Pétur Þríhross boðaði einnig þegnskyldu- vinnu á Sviðinsvík: „Það sem atvinnuvegirnir heimta er þegn- skylduvinna, en ekki daglaunavinna þar sem fólkið venm’ sig á ættjarðarlaust kjaftæði, og LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.