Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Síða 12
Á kontórnum í Nordalsíshúsi. Jóhannes situr lengst til hægri. Ljósmynd/Loftur Jóhannes Nordal íshússtjóri ásamt Jóhannesi sonarsyni sínum. Með Indíánum Ein af bækistöðvum fjelagsins var fyrir norð- an Winnipegvatn. Par þurftu menn að hafa vet- ursetu til að hafa umsjón með verslunarhúsum og vörubirgðum svo Indíánamir færu ekki með alt saman. Þama var mikill sægur Indíána. Meðan veiðar stóðu yfír vom þama um 120 manns hjá fjelaginu. Indíánarnir höfðu þama kirkju fyrir sig. Jeg var oft í kirkju hjá þeim. Jeg vann oft með Indíánum. Þeir voru eins og hundar hræddir við okkur, en illa var þeim við okkur, þó þeir þyrðu ekki að æmta nje skræmta. Mjer líkaði vel að vinna með þeim, nema einu sinni, þegar einn þeirra ætlaði að drepa mig. Við voram þrír sendir út í eyju í vatninu, tveir Indíánar og jeg. Við áttum að höggva þar við og byggja kofa fyrir ísgeymslu, þ.e.a.s. þeir áttu að höggva viðinn og jeg átti að „kanta" hann. Þetta líkaði ekki öðrum Indíánanum. Hann kemur til mín og segir, að jeg eigi að bera timbrið með þeim. Jeg þvertók fyrir það með öllu, og sagði að það væri þeirra verk að bera trjen til mín. Þá reiddist Indíáninn þetta litla. Hann hafði hárbeitta skógaröxi. Hann reiðir exina til höggs og býst til að keyra hana í hausinn á mjer. En jeg bíð ekki boðanna, stekk í hann eins og kött- ur, skelli honum og lem hann miskunnarlaust. Þá kallar hann á fjelaga sinn og spyr, hvort hann ætli að horfa upp á það, að Islendings- forsmánin drepi sig þarna fyrir augunum á hon- um. Hann var seinn til. En jeg reif upp skamm- byssu og skýt rjett yfir hausinn á mótstöðumanni mínum. Þá ijetti hinn upp hendumar og bað Guð að hjálpa sjer. Þvi hann var kristinn og alt svoleiðis, það vantaði ekki. Þannig lauk þeirra viðureign og við bygðum ís- kofann. Indíánamir unnu vel og þorðu ekki ann- að, því jeg hótaði þeim, að annars myndi jeg klaga þá. I annað skifti lenti jegí tuski við Indíána. Það var í Selkirk. Jeg var þar hjá Ólafi bróður mín- um. Við voram þar einir 20 að spila einn dag í skúr frammi á hlaðinu. Það var að vetri til. Við sátum þama snöggklæddir og skemtum okkur vel við spilin. Þá kom Indíáni tii Ólafs bróður míns til að fá borgun hjá honum fyrir eldivið, er Óiafur hafði fengið hjá honum. Indíánanum sinnaðist við Ólaf, sagði að hann vanborgaði sjer viðinn, rjeðst að Ólafi og barði hann í andlitið, svo hann fjekk rokna blóðnasir. Jeg sá þetta út um glugga. Mjer Iíkaði það ekki að sjá svona farið með bróður minn, snaraði mjer út og í Ind- íánann og barði hann niður. Ekkert karlaraup Heyrðu góði. Þú mátt ekki halda, að jeg sje orðinn svo gamall, að jeg sje búinn að fá í mig karlaraup. En sem jeg er lifandi maður, þá hefi jeg ekki legið fyrir neinum - nema einum manni. Hann hjet Finnbogi. Hann var vestan úr Ólafsvík. Hann kom stundum niður í íshús til mín, við vorum svoh'tið að reyna okkur. En þú þarft ekkert að skrifa neitt sjerstaklega um það. Það segi jeg satt, sagði Tryggvi gamli einu sinni við mig, að aldrei hefi jeg sjeð svona lítinn mann vera eins hraustan eins og þig. Jeg var einu sinni að hjálpa honum að gera út skip, sem hann átti. Við voram niðri í bryggjuhúsi. Þar var akkeriskeðja uppi á loftinu, fantalega þung, eins og akkeriskeðjur era. Jeg fór upp á loftið til að ijetta hana fram af stigagatinu. Þá sagði Tryggvi: „Hvað er að sjá til þín, maður. Þú rek- ur þetta niður eins og snæri.“ Með handabandi En við voram að tala um Indíánana. Það var veturinn, sem jeg var þama á fiskstöðinni við verslunina og til að gæta húsanna, að tii mín komu á jólunum 30 Indíánakerlingar í einum hóp til þess að þakka mjer fyrir viðskiftin og lipra afgreiðslu. Þær höfðu valið sjer fyrirliða til að hafa orð fyrir þeim. Og þegar hún hafði lokið máli sínu, sveif hún að mjer og ætlaði að kyssa mig íyrir. En jeg bandaði henni frá mjer og hún varð að láta sjer nægja að þakka mjer með handabandi. Jeg sá það á eftir, að jeg hafði með þessu móðgað hana og þær allar, og sá eftir því. Nordal En jeg er annars að tefja þig með þessum út- úrdúram. Þetta fer að verða eins og sagan hans Hjalta. Hagalín hefir nú eflaust eitthvað fært hana í stílinn. Hann er talsvert pennafær, strák- urinn. - Var það í Ameríku, sem þú tókst upp Nor- dalsnafnið? - Jeg átti ekki upptökin að því, heldur var það Sigurður bróðir minn. Þeir vora tveir Sigurðar Guðmundssynir í Selkirk, sem altaf var brengl- að saman, og því tók bróðir minn upp þetta nafn og þeir bræður mínir, er vora komnir vestur á undan mjer. Og þegar allir vissu, að jeg var bróðir þeirra, þá varð jeg eðlilega lfka að heita Nordal. Jeg kom heim haustið 1894, með Thyra norð- an um land og var hálfan mánuð frá Akureyri til Reykjavíkur. Þá hitti jeg Ólaf vert á Oddeyri og tók hann mjer með mestu virktum. Þetta var af- bragðsmaður. ísfjelagið Þegar hingað kom átti jeg að fá fargjaldið borgað. En Tryggvi sveik það alt. Hann sagði, að Isfjelagið ætti ekkert. Þar væri ekkert nema skuldir. Og við það sat. En jeg hafði farið frá góðu kaupi fyrir vestan. - Hve mikið var stofnfje ísfjelagsins. - Jeg veit ekki hvað jeg á að segja um það. Það vora ekki miklir peningar manna á milli í þá daga. Stofnfje var safnað 10 þús. krónum. En það var mest í loforðum um fjárframlög. Hluta- bijefin hljóðuðu upp á 50 krónur hvert, og dreifðust þau milli margra. Og nokkuð var það, að altaf þegar það kom til orða með peninga, var sama viðkvæðið hjá Tryggva, að engir peningar væru til. En hluthafamir sumir vildu þó ráða ýmsu um rekstur fjelagsins. Jeg man t.d. eftir því, hve Magnúsi Stephensen landshöfðingja sárnaði við mig einu sinni út af smáatriði. Gull fyrir ís Svoleiðis var, að hingað kom enskur togari sem vantaði ís ofan á lestamar. Hann bað mig um 5 tonn af möluðum ís og jeg lofaði honum því. Þá kom landshöfðinginn til mín og spyr mig með þykkju, hvort jeg hafi lofað Englendingum 5 tonnum af ís. Já, sagði jeg, og ætla að enda það. Þá segir hann, að ef jeg selji þessum Eng- lendingum ísinn, þá segi hann sig úr ísfjelaginu. Þá segi jeg að það gildi einu, það muni aldrei svo mikið um þessar 100 krónur, er hann hafi lagt fram. Jeg sje opinberlega auglýstur íshús- stjóri og hann eigi ekkert með að taka ráðin af mjer í hverju smáatriði, sem honum þóknist. Hann segist þá fyrirbjóða mjer að selja ísinn, en jeg stend upp í hárinu á honum og segist gera eins og mjer sýnist. Hann gæti þá rekið mig, ef hann vilji. En bætti því við, að mjer þætti undarlegt, ef ætti að setja landshöfðingja- bann á það, að menn hefðu skifti á gulli og ís. Hann sagði þá, að þetta yrði til þess að hæna Englendingana að landinu. En jeg hjelt að þeir myndu hafa einhver ráð, ef þá vantaði ís, þó við neituðum að selja þeim. Jeg fór svo með peningana til Tryggva gamla og þótti honum þetta ágæt verslun og aurarnir koma sjer vel í tóman kassann. En landshöfðingja var illa við mig eftir þetta. Biskup og landlæknir - Komu ekki margir í heimsókn til þín í íshús- ið? - Það voru nú mest skipstjórar og aðrir sjó- menn. En ýmsir komu til mín aðrir. T.d. Hall- grímur Sveinsson biskup. Hann hafði ákaflega gaman af smíðum. Hann kom oft til mín til þess að skoða verkfæri sem jeg kom með að vestan og sem hann aldrei hafði áður sjeð. Hann var viðfeldinn maður. Og eins Jónassen landlæknir. Jeg hafði oft gaman af honum. Hann var svo ræðinn og skemtilegur, og altaf til í að segja sögur af sjer og öðrum. Einu sinni sagði hann mjer, hvemig hann hefði læknað mann með lungnabólgu. Þetta var drykkjumaður. Jeg læknaði hann með whisky, sagði hann. Jeg [jet karlinn taka inn whisky annanhvem klukkutíma, þangað til honum fór að skána. Þetta gekk svo tvisvar. En svo fjekk hann lungnabóigu í 3. sinn. Þá var jeg ekki sóttur. Þá kom annar læknir til hans. Og hvemig fór þá? spurði jeg. Iss-ss. Hann dó undireins. Gröndal - Þekktir þú ekki Gröndal vel? - Jú, jeg held nú það. Hann skifti altaf við mig og sendi pantanir sínar í ljóðum. Jeg á ein- hversstaðar talsvert af þeim „pöntunarseðlum“ frá honum. Hann sagðist myndi koma oftar til mín, ef ekki væru hestarnir í Zimsensporti. Honum var svo illa við hesta. En þó var honum ennþá ver við kýr og naut. Jeg sagði honum, að hestarnir væra svo meinlausir, að maður gæti skriðið undir kviðinn á þeim án þess þeim dytti í hug að slá mann. En það kom fyrir ekki. Hann forðað- ist í lengst lög að koma nálægt hestum. Og þess- vegna forðaðist hann Zimsensport og íshúsið. En honum var sjerlega vel við mig. Því jeg bölvaði Ameríkuagentum og vildi ekki sjá Am- eríku eins og hann, og hafði komið þaðan heim. Hann var hunangsmaður. - Hafðir þú ekki mikil skifti við Tryggva Gunnarsson? - Hvort jeg hafði! Jú, bæði í blíðu og stríðu. Mjer líkaði ekki altaf hans fjármálastjórn. En hann var besti náungi. Hann bjó í Hafnarstræti rjett hjá mjer, uppi á lofti, þar sem nú er Smjör- húsið. Jeg kom oft til hans. Einu sinni var jeg þar í hákarlsveislu með Eiríki Briem, Jóni foma og Birni Guðmun- dssyni timbursala. Tryggvi var altaf með þessar hákarlsveislur fyrir þá, sem þótti góður hákarl. Hákarlinn fjekk hann frá Guðjóni á Ljúfustöð- um. Við rifum í okkur hákarlinn, og Tryggvi hafði eina flösku af brennivíni með. Þegar minst varði var búið úr brennivínsflöskunni. Nú er jeg illa staddur, sagði Tryggvi. Jeg átti ekki nema þessa eina flösku. Jú, sagði jeg, jeg sá aðra til, þegar jeg kom. Hvar komstu auga á hana? segir þá Tryggvi. Hún stendur þama hjá kommóðunni. Nú, þú hefir þá komið með hana sjálfur, sagði hann. Það var gaman að heyra þá eigast við, Eirík og Jón foma. Þeii- vora að gera upp gamlar væringar, Jón með sinn liðuga talanda, en Eh-- íkur stirðmáll og stamandi. Tryggvi sagði um þá: En það er bót í máli, að það er þó altaf að gagni, það sem Eiríkur segir. Gr jófr fyrir peninga Einu sinni var jeg í kvöldboði hjá Þorsteini Erlingssyni með Þorvaldi á Þorvaldseyri. Þor- steinn hafði ákaflega gaman af að fá Þorvald til að segja eitt og annað, sem á daga hans hafði drifið. Hann sagði okkur meðal annars söguna af því, þegar timburskipið strandaði í Eyjum, og hann tók sig upp til að gera þar góð kaup, fylti hnakktösku sína af smá hellublöðum og ljet vaka yfir henni um nóttina áður en uppboðið var, svo allir hjeldu statt og stöðugt, að þetta væra peningar, en enginn þorði að bjóða á móti því auðvaldi, sem rogaðist með hnakktöskufyili af silfri eða gulli, svo hann fjekk góð kaup og gat bygt sitt landfræga Þorvaldseyrarhús úr ódýru timbri. Tölt Einu sinni átti að sekta mig, sagði Nordal, og sólskinsbrosið, sem er honum svo eðliiegt, færð- ist yfir alt andlitið, en hann lyfti sjer í sæti af ánægju yfir því, að fara yfir þá endurminningu í huganum. Það var Þorvaldur pólití sem klagaði mig fyrir, að jeg hefði riðið of hart eftir götun- um. Við voram nokkrir saman, sem fóram í reiðtúr, Guðmundur Olsen, Bernhöftsbræður Vilhelm og Daníel og Hannes Thorarensen. Við voram allir í besta skapi þegar við komum til baka og kláramir fjöragir eftir því. Daginn eftir gerði Halldór Daníelsson bæjar- fógeti mjer orð og bað mig að finna sig. Þú ert kærður, sagði bæjarfógetinn. Og fyrir hvað? spurði jeg. Fyrir að ríða oft hart eftir götunum. Hver hefir klagað mig? spyr jeg. Þorvaldur, hann sá það sjálfur, sagði Halldór þá. Reið jeg meira en tölt? spyr jeg þá bæjar- fógeta. Það væri annað mál, ef jeg hefði farið á stökki eða skeiði. Jeg skal spyija Þorvald, sagði bæjarfógeti. Síðan var Þovaldur kallaður. Jóhannes segist ekki hafa riðið nema tölt, segir hann við Þorvald. Það var alveg satt, segir Þorvaldur, hann var á tölti, en hann fór eins og örskot. Þá sagði jeg, að það þætti mjer helvíti hart, ef ætti að fara að sekta mig fyrir að fara tölt. Jeg mintist ekki á það, á hvaða gangi hinir fóra. En bæjarfógeti gekk inn á, að ekki væri hægt að kæra mann sem færi á tölti. Og með það slappjeg. Vantaði kraftaskáld - Hvemig gast þú slitið þig frá íshúsinu, eftir öll þessi ár, sem þú varst búinn að vera þar? - Það kom af sjálfu sjer. Mig vantaði eitt- hvert kraftaskáld til þess að yrkja úr mjer gigt- ina, sem alveg ætlar mig lifandi að drepa enn í dag. Svo sagði jeg við Þorleif Bjarnason einn dag, hann var þá formaður ísfjelagsins: Eigum við ekki að gefa strákunum íshúsið, sem búið er að pína í mörg ár með lágu kaupi, en hafa þó unnið vel og samviskusamlega, og eiga ekki nema skyrtuna utan á kroppinn, en nóg af krökkum. Þorleifur fjelst á það. Hann var altaf svo sanngjarn. Jegt sje ekki eftir því, að við gáf- um piltunum húsið. Þeir vora vel að því komnir. Heyrðu góði, nú fáum við okkur einn, sagði Jóhannes og helti í staupið með styrkri, óskjálf- andi hendi. Því hann er ekki enn orðinn skjálf- hentur. Nú drekk jeg ekki nema helminginn, sagði jeg, því nú þarf jeg að fara að sinna alvarlegum störfum. - Ekki nema helminginn! Ja, hafðu, það alveg eins og Guð heftr skapað þig, sagði Jóhannes, um leið og hann rendi út úr glasinu. Greinin birtist í Lesbók Morgunblaösins 14. apríl 1940. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.