Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Síða 16
Prisminn er í sjálfu sér litlaus, en endurvarpar Ijósinu í formi litgeisla alls samanlagðs litrófsins. AUGA OG ATHUGUN Alfræðibækur heimsins greina frá mörgum þáttum í lífi Goethes, eins mesta persónuleika sem lifað hefur á jörðinni, eins °g þar stendur iðulega, en lítið ( 3f nokkuð af rannsóknum hans á jósinu og litafræði nni. Skáldið gerði af tilviljun uppgötvun, sem 1 lann taldi afsanna eldri kenningar Newtons um eð iiii ta og hóf ævilanga baráttu gegn þeim. BRAGI ÁSGEIRSSQN hermir í seinni grein sinni fleira af pataldrinum og deilum sem staðið hafa í 200 ár og virðist lokið með sigri beggja. GOETHE taldi litina barn ljóss og myrkurs, hinna tveggja andstæðu skauta en samkvæmt kenningum Newtons innibar Ijósið litina. Tveimur árum eftir íta- líudvöl sína hafði Goethe , fest sér verk Newtons sem lutu að sjónfræð- inni og lesið þau af stakri athygli, líkt og annað sem hann nálgaðist og snerti fyrirbæri lífs og náttúru. Staddur í alhvítu herbergi janúardag nokk- urn árið 1790 varð skáldinu eitt augnablik litið gegnum glerstrending, prisma, sem hann hafði að láni. Það uppgötvaði sér til mikillar furðu og gegn öllum væntingum að hvíti veggurinn var áfram hvítur, - litimir birtust einungis þegar ljós og skuggi mættust við gluggalistann. Þar með hafði hann gert uppgötvun er fæddi af sér margar fleiri og áttu eftir að hafa drjúga þýð- ingu fyrir þróun málaralistarinnar. Jafnt van Gogh, málari áhrifastefnunnar, er var niðurs- okkinn í sálfræði litanna, og strangflatamála- rinn Auguste Herbin hagnýttu þær í málverki sínu, auk fjölda annarra. Með því að bera strending við mjóan Ijós- 4 geisla frá örlitlu gati á myrkvunartjaldi, hafði Newton slegið því föstu, að strendingslitirnir, þ.e. prismalitirnir, yrðu til við klofningu ljóss- ins. En þeirri túlkun var Goethe ósammála, því væri kenning Newtons rétt hefði hvíti flötur- inn einnig birst í lit. En þannig var það ekki, það væri fyrst þegar flötur mætir einhverju öðru, ljósara eða dekkra, að litir birtust.- Goethe ályktaði þar af leiðandi, að mörk ljóss og myrkurs væru nauðsynleg við tilorðningu litanna. Ljósið sjálft, sem er upphafsreitur allrar litakennslu, merkti þannig allt annað fyrir Newton en Goethe, þar sem þeir byggðu kenn- ingar sínar hvor á sínum grunni. Newton rannsakaði ljósið út frá nákvæmni eðlisfræð- ingsins, hér voru á ferð náttúruvísindaleg hagnýtissjónarmið, þar sem fullkomnun sjóna- ukans var hin eiginlega ástæða fyrir áhuga hans á ljósinu. Ljós og litafræði Newtons byggist á þeirri kenningu, að litimir búi í ljós- inu en verði fyrst sýnilegir þegar Ijósið brotnar eða klofnar. Ljós og litir væru þannig eðlis- fræðileg fyrirbæri, mælanlegrar birtingar- myndir greinanlegs orsakasamhengis, sem setja mætti í formúlur. Um leið og Goethe segir litina afkvæmi ljóss og myrkurs, auðgar hann þá af náttúruvísinda- legum heimspekilegum og skáldlegum vídd- um, - að hans áliti væri Ijósið táknræns eðlis. Hann áleit ljósið samkynja, einfaldasta og ósa- msettasta fyrirbæri undir sólinni. Það væri y ekki mögulegt að deila því, hvorki kljúfa né brjóta. Ljósið sjálft sjáum við ekki, aðeins myndir þess, litina. Ljósið getur ekki bæði ver- ið hreint og einslitt - og samtímis innihalda eitthvað annað - liti. Allt annað sem ekki til- heyrir ljósinu, er hluti myrkursins ... - Langt er síðan greinarhöfundur miðlaði nemendum í fomámsdeildum Myndlista-og handíðaskóla íslands einum og öðrum fróðleik um litakerfíð, að meginhluta upp úr fræðum Johannesar Itten (1888-1967), lærimeistara við Bauhaus í Weimar, sem var þar helstur rannsakandi lita og heimskunnur sem slíkur. Hann skipti litahringnum í tólf hluta, markaði skilning sinn á litasamræmi út frá þríhljómi og fjórhljómi. I fyrra fallinu með samsetningu þriggja lita í jafnri fjarlægð í litahringnum en fjögurra í hinu seinna. Fræðilegi grunnurinn hafði á námsárum mínum mætt nokkrum af- gangi, þótt sitthvað lærðu menn í þeim efnum í listaskólum og listaháskólum, aðallega þó grunnlögmálin. Fyrrum var öllu meira stflað á áhuga, frumkvæði og sjálfnám en nú gerist, þótt kennararnir gaukuðu að okkur ýmsum staðreyndum í litafræðinni í samræmi við það sem við vorum að fást við hverju sinni. Maður hafði þetta þannig einhvern veginn á tilfinn- ingunni líkt og málarar fyrri tímaskeiða höfðu gullna sniðið eins og innbyggt í sér, þótt það gæti vafist fyrir þeim að útskýra lögmálin eins og þau leggja sig. Ætli það sé ekki nokkum veginn þrír á móti fimm, sagði málarinn Jón Stefánsson eitt sinn við mig hugsandi, og var hann þó allra manna fróðastur á fræðin og rök- fimastur íslenzkra myndlistarmanna um sína daga. Og mörgum finnst alveg nóg að hafa þetta innbyggt í sér, í öllu falli hefur það nægt til mikilla afreka, þótt fyrri tíma málarar hafi verið hér nokkuð fróðari sem og um alla þætti efnafræðinnar og handverksins. Mikilvægt er að sá er les geri sér þetta ljóst, því skynræn síþjálfun er í sjálfu sér fullgild þótt viðkomandi hafi ekki þekkingu á fræðun- um, og er svo er komið þykja kenningar Goethes um skynrænu hliðina jafn mikilvægar vísindalegum staðreyndum Newtons, þótt lengstum hafi vafist fyrir mörgum að skilja þær og meðtaka. Einnig má vera gerlegt að út- skýra tónlist vísindalega, en síður mögulegt að kortleggja tón-og brageyra því hér er um með- fædda eiginleika og þroskaatriði að ræða. Flestir vita svo, að það er mögulegt að þjálfa tónnæmi, en færri gera sér ljóst að á nákvæm- lega sama hátt er hægt að þroska litnæmi með þjálfun sjónarinnar og hér er um mjög van- rækt svið að ræða. Þó er mjög auðvelt að sanna þetta með ýmsum æfingum tónstigans frá hvítu í svart og hér er reynsian að ungir taka furðu fljótt við sér í eigin vinnu. Hins vegar er ekki mögulegt að framkalla þessa sérstöku skynrænu lifun á sama hátt í tölvu, þótt henni sjálfri takist að töfra fram margfalt fleiri blæbrigði en maðurinn. Maðurinn upplifir en tölvan ekki, reglustrikan framkallar þráðbeina línu en skynjar ekki. Nú um stundir er svo komið að menn hafa enn fjariægst skynræn lögmál litafræðinnar, og þannig les maður jafnvel í skrifum lærðra, að málarar hamist við að setja fallegan lit við lit, það sé þeirra ær og kýr og þykir þeim lítið til koma og hugmyndafræðina skorta. En slík- an framslátt má jafna við að reglustrikan fái mál og telji sig gædda skapandi kenndum og hönd mannsins verkfæri sitt. Hið fræðilega var og er kennt í vísindum sögu og heimspeki en ekki þjálfun skynrænna kennda gagnvart fyrirbærum listarinnar né lífsins og þessvegna væri raunhæft að ætla að Newton hefði átt jafn erfitt með að sætta sig við kenningar Goethes, og Goethe við hinn einsýna og afmarkaða fræðilega grunn Newtons. Goethe var maður 1 6 LESBÓKMORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.