Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2000, Blaðsíða 11
Útsýni ofan úr brekkunni yfir Minjasafnsgarðinn, kirkjuna frá Svalbarði og tengst til hægri sést í Minjasafnið. Nýlega kom í Ijós við mællngar að tvö tré í garðinum, birki og reyniviður, eru hæstu tré á jsiandl, bæði á 15. metra. Leikfangahornið með þjóðlegum leikföngum eftir George Hollanders, Verzlunarvara frá miðöldum, skinn, vaðmál, korn og skreið þar á meðal. Kirkjuklukkur frá Þönglabakka í Fjörðum. Steinpottur sem fannst á landnámsbýlinu Granastöðum. Endurgerður ofn úr Jarðhýsi á Granastöðum. saumuð klæði. Kljásteinar fundust á Grana- stöðum; þar hefur verið vefstaður, en á sýn- ingunni hefur verið settur upp kljásteina- vefstaður sem Gunnar Bjarnason smíðaði eftir ýmsum fyrirmyndum og heimildum frá Þjóðminjasafninu, en Áslaug Sverrisdóttir vefnaðarkennari setti upp vefinn. Þessi iðnað- ur var í þeim mæli að vaðmál varð mikilvæg útflutningsvara á miðöldum. Á sýningunni er sagt frá verzlun lands- manna á miðöldum í stuttum textum og sýnis- horn eru af verzlunarvarningi frá þessu tíma- skeiði, þar sem m.a. eru ýmis skinn og 20 álnir af ofnu vaðmáli. Kirkju- og klaustradeiid Þetta er veigamikill hluti sýningarinnar um Eyjafjörð frá öndverðu. Enda þótt kirkjur væru forgengilegar hafa ýmsir góðir gripir úr þeim varðveitzt. Á sérstökum kristnitöku- standi er eftirgerð í réttri stærð af Krists- myndinni frá Ufsum í Svarfaðardal, unnin af Sveini Ólafssyni myndskera. Einnig kopar- bjalla úr bænhúsi á Öngulsstöðum í Eyjafirði og fer vel á því að hafa með henni brot úr Klukkukvæði Hannesar Péturssonar. Athygli vekja einnig tvær stórar kirkjuklukkur frá því um 1300, og þá ekki sízt fyrir að þær eru frá LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. MAÍ 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.