Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Jim Smart Fjöldi manna kom að vígsluathöfninni en ó bak við þó sést glerlistaverk sem Davíð Oddsson forsætisróðherra afhenti kirkjunni að gjöf frá ríkisstjórn Islands. Leikur geisli um Grafarvog GRAFARVOGSKIRKJA var vígð við hátíðlega athöfn síðastliðinn sunnudag. Kirkjan er næststærsta kirkja landsins og þjónar hún fjöl- mennustu sókn landsins. Grafarvogskirkja er búin að vera í byggingu frá árinu 1991 en fyrri hluti hennar var vígður 1993. Kirkjan tekur um 250 manns í sæti en hægt er að stækka sal hennar með því að opna inn í safnaðarheimili hennar og bætastþá við um 1.000 sæti. Sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur við Grafarvogsprestakall, segir að athöfnin hafi í alla staði tekist vel en fjöldi manna kom að hcnni. Áætlaði er að kirkjugestir hafi verið um 1.200 og segir sr. Vig- fús að það sé fullskipuð kirkja. Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Islands, vígði kirkjuna og predik- aði við vígslumessu en sr. Vigfús Þór Árnason þjónaði fyrir altari. Davfð Oddson afhenti kirkjunni glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð en verkið er gjöf frá ríkisstjóm íslands og er hún sérstaklega tileinkuð æsku landsins. Glerlistaverkið er altarisgluggi sem jafnframt er altaristafla og sýnir kristnitökuna á íslandi árið 1000. MorgunblaSið/Jim Smart Við vígsluathöfnina var fluttur sólmur eftir sr. Sigurbjörn Einarsson biskup sem hann orti sérstaklega af þessu til- efni og færði Grafarvogsbúum að gjöf. Við athöfnina var fluttur vígslusálmur eftir sr. Sigurbjörn Einars- son biskup, I dag leikur geisli um Grafarvog, en sálminn ori,i sr. Sigur- björn sérstaklega fyrir tilefnið og færði Grafarvogsbúum að gjöf. Hanna Dóra og Vertavo á Reykholtshátíð FJÓRÐA Reykholtshátíðin hefst fostudaginn 28. júlí í Reykholti og stendur í tvo daga. Sér- stakir gestir hátíðarinnar verða Hanna Dóra Sturludóttir sópransöngkona og hinn kunni norski Vertavo-strengja- kvartett, en hann kemur fram á tónleikum föstudag- inn 28. júlí kl. 20:30. Bryn- dís Halla Gylfadóttir selló- leikari leikur ásamt kvartettinum kvintett í C- dúr eftir Schubert. jÆWk Vertavo-kvartettinn, sem J skipaður er fjórum konum, var stofnaður árið 1984 og hefur getið sér gott orð í Evrópu og unnið til fjöl- Hanna Dóra Sturludóttir margra verðlauna fyrir leik sinn og hljóðritan- ir. Þær hafa gefið út geislaplötur m.a. með verkum eftir Nielsen, Schumann, Brahms, Grieg og Debussy. Einnig hafa þær frumílutt mörg ný verk sem samin hafa verið fyrir kvart- ettinn. Hanna Dóra Sturludóttir sópransöngkona hefur átt velgengni að fagna sem óperu- og ljóðasöngkona í Þýskalandi og verið gestur virtra óperuhúsa m.a. í Bonn og Berlín. Frá 1998 hefur hún verið fastráðin í Neusterlitz og fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir söng sinn og túlkun á mörgum stórum hlutverkum óperubókmenntanna. Hanna Dóra mun koma fram á tvennum tónleikum, hinn 29. og 30. júlí, ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanó- leikara og strengjakvartett skipuðum íslensk- um flytjendum. Vertavo strengjakvartettinn MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Árnastofnun, Árnagarði: Hátíðarsýn- ing handrita. Opin alla daga í sumar, kl. 13-17. Til 1. okt. Ásmundarsafn: Verk i eigu safnsins. Sýning á verkum Ásmundar Sveinsson- ar. Til 1. nóv. Byggðasafn Árnesinga: Kirkjugripir og kirkjustaðir í Árnesþingi. Til 4. júlí. Kirknamyndir Jóns Helgasonar bisk- ups. Til 9. júlí. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Vax- myndasýning. Til 30. sept. Galleri@hlemmur.is: Ragnar Gests- son. Til 16. júlí. Gallerí OneoOne: Fos. Til 27. júní. Gallerí Reykjavík: Halla Har. Óli G. Jó- hannsson. Til 2. júlí. Gallerí Sævars Karls: Húbert Nói. Til 29. júní. Gerðarsafn: Safn Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsd. Til 8. ág. Hallgrímskirkja: Karólína Lárusdóttir. Til 1. sep. i8, Ingólfsstræti 8: Tony Cragg. Til 2. júlí. Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. Garðhúsabærinn. Til 23.júlí. Listasafn Akureyrar: Ur og í. Til 25. júní. Listasafn ASÍ: Magdalena Margrét Kjartansdóttir og M. E. Prigge. Til 2. júlí. Listasafn Ámcsinga: Teglt í tré. Ymsir sýnendur. Til 6. júlí. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánud., kl. 14-17. Högg- myndag. oginn alla daga. Listasafn fslands: Lífið við sjóinn. Til 25. júní. Sumarsýning úr eigu safnsins. Til 27. ág. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listasalurinn Man, Skólavörðustíg: Elín G. Jóhannsd. Til 28. júní. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi: Salóme Guðmundsdóttir og Steinunn Guðmundsdóttir. Til 2. júlí. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Ragna. Til 20. júlí. Ljósaklif, Hafnarfirði: Halldór Ás- geirsson. Til 3. júlí. Mokkakaffi: Kristín Pálmadóttir. Til 10. júlí. Norska húsið, Stykkishólmi: Ema Guðmarsdóttir. Til 4. júlí. Norræna húsið: Flakk. Til 18. ág. Nýlistasafnið: Blá. Til 2. júlí. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Sex listamenn. Til 29. ág. Svava Bjömsdótt- ir og Myndlistarskólinn á Akureyri. Til 30. júní. Sjóminjasafn Isl. Hafnarf.: Jón Gunnarsson._Till.sep. Slunkaríki, ísafirði: Harpa Árnadóttir. Til 25. júní. Snegla listhús, Klapparstíg: Amfríður Lára Guðnadóttir. Til 4. júlí. Stöðlakot: Soffía Sæmundsdóttir. Til 2. júlí. Bubbi. Til 17. ág. Þjóðarbókhlaða: Verk Ástu Sigurðar- dóttur. Til 31. maí. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TONLIST Laugardagur Hveragerðiskirkja: Tríó Reykjavíkur, Auður Hafsteinsdóttir, Unnur Sveinbjarnardóttir og Georg Kleutsch. Kl. 17. Salurinn, Kópavogi: Brasilískir sellóleikarar: Marcio Carn- eiro, Matias de Oliveira Pinto og Peter Dauelsberg. Kl. 17. Sunnudagur Hveragerðiskirkja: Kristinn Sigmun- dsson og Jónas Ingimundarson. Kl. 20:30. íslenska óperan: Martinn Fröst, Þor- steinn Gauti Sigurðsson. Kl. 20.30. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Anna Guðný Guðmundsdóttir og Siurbjörn Bernharðsson. Kl. 20.30. Fríkirkjan í Reykjavík: Kammertón- listarhópurinn OCTO. Kl. 20:30. Fimmtudagur Norræna húsið: Copenhagen Saxo- phone Quartet. Kl. 22. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Kysstu mig Kata, lau. 24., sun. 25.júní. Loftkastalinn: Sjeikspír eins og hann leggur sig, lau. 24., fös. 30. júní. Iðnó: Björninn, mið. 28. júní. Hafnarfjarðarleikhúsið: „The Ham- mer of Thor“ lau. 24., sun. 25. júní. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. JÚNÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.