Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 10
Ljósmynd/Stofnun Árna Magnússonar. Jörðin og himinhvolfið - leiksvið goðsagna. Líkt og aðrar fornþjóðir hafa norrænir menn notað sögur af goðum og hetjum til að túlka þann veruleika sem við þeim blasti á hlmni og á jörð. Himinnlnn var bústaður goðanna og leíksvið atburða. Lengst í fjarska þar sem hann rann niður fyrir sjó og jörð voru skrímsli og tröll en hið næsta þreifst venjulegt mannlíf. Goðmögnin Sól og Máni voru á eilífri hringferð um dýrahringinn og stjörnumerkin sem hafa frá örófi alda verið túlkuð í tengslum víð at- burðl goð- og hetjusagna hverrar þjóðar. Bústaðir goða á himni eru tólf í Grímnismálum, eins og merki dýrahringsins, og um himinhvelfinguna liggur mikill mæniás sem líkt og ber hana uppi: Vetr- arbrautin. Hún gæti verið heimstréð mikla, askur Yggdrasils, sem Snorri segir í Gylfaginningu að standi „yfir himni“. SÝNING í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Á efstu hæð í Þjóðmenningarhúsinu er glæsileg sýning um menningu víkingg, landnóm íslands og Vín- landsferðir. Þar er beitt nútímatækni og verkkunnáttu til þess að gera þetta efni lifandi og skemmtilegt. AÐ SEM af er árinu hefur hver viðburðurinn rekið annan; sumir á vegum Listahátíðar, aðrir kenndir við menningarborgina, og jafn- framt er minnst þúsund ára af- mælis kristni í landinu og þúsund ára afmælis Vínlandsferða. Þetta er gífurlegt framboð, bæði á list- rænu efni og fróðleik, jafnvel offramboð, og þá er hætta á að eitthvað gott detti hreinlega upp- fyrir. Umfangsmikil sýning hefur verið sett upp úti í Viðey á öllu því sem vitað er um klaustur á íslandi. Við þetta bætist sýning sú í Þjóðmenn- ingarhúsinu, sem um verður fjallað hér: Land- nám og Vínlandsferðir. Bæði henni og hinum sýningunum er ætlað að standa lengi, enda ekki hægt að tjalda til einnar nætur þegar svo mikið er haft við. En sýningar og listviðburðir eiga að- sókn og athygli undir umfjöllun fjölmiðla og því er Landnáms- og Vínlandsferðasýningin tekin sérstaklega fyrir hér, að naumast hefur verið vakin á henni sú athygli sem hún á skilið. Þar er staðið að verki með ást á viðfangsefninu, en einnig þeirri tækni og kunnáttu sem nú er völ á. Gísli Sigurðsson, íslenzkufræðingur á Árna- stofnun, hefur unnið að þessari sýningu og feng- ið til liðs við sig Sigurjón Jóhannsson leik- myndahönnuð. Jafnframt hefur verið gefín út vönduð sýningarskrá þar sem í myndum og sam- þjöppuðu máli er rakin sú saga sem hófst með árás víkinga á Lindisfarne á austurströnd Eng- lands árið 793 þar til íslenzka þjóðarbrotið á Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Þjóðhildarkirkja. í Eiríks sögu rauða er sagt frá því að Þjóðhlldur, kona Eiríks, hafi látið refsa kirkju í Brattahlíð. Við fornleifarannsóknir á bænum fundust rústir kirkju frá fyrstu áratugum landnámsins og í garðinum umhverfis voru líkamsleifar nær hundrað manna, karla, kvenna og barna, sem höfðu öll verið grafin að kristnum sið. Eftirgerð kirkjunnar í fullri stærð, sem hér sést og er á sýningunni, styðst við teikningar arkitektanna Grétars Markússonar og Stefáns Arnar Stefánssonar. Að frumkvæði Vestnorræna ráðsins hefur verið unnið að endurbyggingu Þjóðhildarkirkju og bæjar Eiríks rauða í Brattahlíð í samvinnu við íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga. ístak hf. hefur séð um framkvæmd verkefnisins á Grænlandi. Því stjórnaði Árni Johnsen alþingismaður, en Víglundur Kristjánsson hleðslumaður sá um torfhleðslur. MorgunblaSið/Gísli SigurSsson Innbú og skálaviðir. Algengustu íveruhús að fornu voru skálar, ilong hús meo burðarvirkl ur timbri og torfþaki og torfveggjum utanmeð til einangrunar. Stóllinn sem hér er sýndur byggist á fyrirmynd frá síðari hluta 12. aldar úr Austurdal í Noregi. Form skálans átti sér fyrirmynd í Noregi og það var ráðandl í byggingum á Grænlandl. Þær byggingar sem hafa fundizt eftir norræna menn í L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi frá því um árið 1000 voru af sömu gerð og skálar á íslandi og Grænlandi. í öðrum sýningarbás, bak við stóllnn, má sjá fornan vefstað. Vínlandsmyndir á refll. Myndirnar eru eftír Sigurjón Jóhannsson og sýna atburði úr Vínlandssögun- um á sama hátt og þekkt er frá Bayeux-reflinum sem lýsir innrás Vilhjálms bastarðs i England árið 1066. Fyrst eru Leifur og aðrir Vínlandsfarar í allsnægtum fyrirheitna landsíns undir verndarhendi Drottins, lesa vínber af trjám, safna sjálfsánu hveftf og veiða stærrl laxa en þeir höfðu áður séð. Á næstu mynd hafa Þorvaldur, bróðir Leifs, og sklpverjar hans brotlð kjöl á skipi sínu, sem stendur reistur tfl hliðar og tekið það upp til viðgerða með samskonar tólum og aðferðum og lýst er á Bayeux-reflinum. Menn ræða sín á milli um hver hafi siglt skipinu í strand og neðst sjást Haki og Hekja hlaupa í landkönnun. MorgunblaSið/Gísli Sigurðsson Smíðatól víkingaaldar. Árið 1880 fannst eitt stærsta langskip sem varðveizt hefur frá víkingatím- anum í hauggröf frá síðari hluta 9.aldar við Gauksstaði á Vestfold í Óslóarfirði. Haugbúinn hefur þjáðst af fótarmeini og er talið að hann geti verið Ólafur konungur Geirastaðaálfur sem Þjóðólfur úr Hvini orti um látinn að hefði þjáðst af fótverk - að sögn Snorra í Heimskringlu. Við smíði skipsins hefur kjölurinn verið lagður fyrst og sést hluti hans á myndinni á bak við smíðatólin. Hann er á sýn- ingunni í fullri lengd. Við það verk hafa verið notuð samskonar tól og hér eru sýnd en þau hefur Gunnar Bjarnason smíðað eftir áhöldum sem vitað er að hafa verið notuð á víkingaöld. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Beinagrindur í óbyggðum Grænlands. ísienzk fornrit greina oft frá mannsköðum í óbyggðum Græn- lands þar sem menn leltuðu eftir verðmætri veiðlbráð, náhvals- og rostungatönnum, hvítabjarnar- skinnum og fleiru sem hægt var að koma í verð í Evrópu. Merkileg er frásögn í Grænlandsannál af starfi Líka-Loðins: „En sjálfs Grænlands ís að vestan er sem háir turnar eður borgir og mjög ósléttur og fylgir ekki selur. í þessum Norðurhafsbotna ís hafa flest skip forgengið altíð forðum, sem margt segir af í Tóta þætti, því að Líka-Loðinn tók þar af auknefni sitt að hann kannaði oft á sumrum norð- ur óbyggðir og flutti lík manna til kirkju er hann fann í hellum þar sem þeir höfðu af ísum eður skip- brotum komist. En hjá þeim láu jafnan ristnar rúnir um alla atburði þeirra ófara og kvalninga.“ Á þriðju myndinni (hér til vinstri) kemur loks að því að Karisefni og menn hans hitta innfædda og verzla við þá; kaupa grávöru en selja í staðinn rautt klæði og málnyt uns loks uppúr sýður og slær í bardaga. Á efri borðanum má Ifta brotna öxi sem innfæddir komust yflr en köstuðu frá sér og slógu þar með járnöldinni á frest um 500 ár í Norður-Ameríku. Á neðri borðanum sést einfætlingurinn sem ógnaðl mönnum Karlsefnis og hugmynd um sérstætt kastvopn sem lýst er í sögunum. Á fjórðu myndinni sést hvernig menn falla úr báðum liðum en indjánarnir hræðast naut og Freydísi, systur Leifs, sem berar brjóst sín og slær á þau með sverði. Innbyrðis átök kvenmannslausra skip- verja leiða sfðan til þess að þeir þola ekki við á Vínlandi og snúa heim með Snorra son Karlsefnis. Eiríksstaðir í Haukadal. Þar er sagt að Eiríkur rauði hafi búið fyrstu árin með Þjóðhildi konu sinni. Rannsókn Guðmundar Ólafssonar og Þjóðminjasafns íslands á því bæjarstæði sem talið er tengj- ast Eiríki hefur nú leitt í Ijós skála frá síðari hluta 10. aldar. Uppgröfturinn sýndi að þrátt fyrir tvö byggingarskeið var búseta á staðnum skammvinn og að þar var aldrei aftur reistur bær. Aurskriða hefur fallið á upphaflega húsið sem var reist aftur á sama stað með nokkrum breytingum. Svo virð- ist sem skálinn hafl verið endurbyggður skömmu áður en hann var yfirgefinn. Skammt frá skálatóft- unum að Eiríksstöðum í Haukadal hefur nú verið reist tilgátuhús. Vopn og verjur víkinga voru vönduð smíð og þróuð. Sverð voru eitt helzta vopn hvers manns og voru þau oft samsett úr silfur- og koparslegnum hjöltum frá Norðurlöndum og blöðum frá Frakklandi. Þar tfðkaðist að merkja sverðsblöðin og eru þau þekktustu úr smiðju Ulfberts en merki hans er á blöð- um víkingasverða frá liðlega 150 ára tímabili. Fáir hjálmar hafa varðvelzt frá víkingaöld og er talið að leðurhjálmar hafi verið algengir. Aðeins hafi höfðingjar vígbúizt með málmhjálmum og hringa- brynju. Þá börðust menn með spjótum, öxum, söxum, bogum og örvum og vörðust með leður- og járnvörðum skjöldum. I O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. JÚNÍ 2000 + LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. JÚNÍ 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.