Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 4
4
í fjallinu fyrir ofan Húsabakka; Hrísey, Látraströndin og fjöllin í Fjördum.
FÓLK OG FAGUR DALUR
____________Æ-------.------------"y—*. •• ■■____________________—51.______ - ... t”< ,
Vid skálann á Tungnahryggsjökli. Sitjandi frá vinstri: Vilborg, Sesselja, Gunnhildur (fararstjóri). Aftari röd frá vinstri: Kristinn, Marsibil, Kristinn,
Elín, Kolbrún, Örn, Hrönn, Kristján (fararstjóri), Stefán og Ingibjörg.
EFTJR
VILBORGU H. JÚLÍUSDÓTTUR
Ferðin var á vegum
Ferðafélags Isiands og
henni var heitið í Svarf-
aðardal. Þettavarð
7/gönguferð og ævin-
týradvöl í faðmi hinna
svarfdælsku Alpa" undir
forystu Kristjáns Hjartar-
sonarbóndaáTjörn.
SÍÐASTLIÐIÐ sumar lagði ég land undir fót
eins og svo oft áður og fór í ferð á vegum
Ferðafélags Islands. f þetta sinn var ferðinni
heitið í Svarfaðardal; í „gönguferð og ævin-
týradvöl í faðmi hinna svarfdælsku Alpa“,
undir forystu Kristjáns Hjartarsonar bónda á
Tjöm með fulltingi heimamanna. Strax fyrsta
kvöldið mátti heyra undirtón ferðarinnar;
hann var falslaus og hljómaði vel - það vel að
ég stóðst ekki mátið að stinga niður penna og
ýta við öðrum íslenskum göngugörpum.
Áður en hin eiginlega ferðasaga hefst þarf
að koma fram að þrátt fyrir að Svarfaðardal-
ur búi yfir mikilli náttúrufegurð og veðurguð-
imir hafi verið okkur hliðhollir er það mann-
skapurinn í ferðinni sem gerir hana ekki
síður eftirminnilega. Skipulag og leiðsögn var
alfarið í höndum heimamanna og þar fór vel
saman hæfilegt líkamspuð og ríkulegur
menningarhöfuðstóll; sveitungar léku sér
með okkur á göngu, í fróðleik, í söng og spili.
Reykjaheiðin - gömul póstleið gengin
En nú er mér ekki lengur til setunnar boð-
ið - þetta fyrsta kvöld var farið snemma í
koju - vaknað í dásamlegu veðri. Bærinn í
túninu beint á móti Húsabakka heitir Lauga-
hlíð og þar steinsnar frá er Laugarskáli, elsti
sundskáli landsins enda skorti ekkert á sund-
fimi heimamanna. Gamlar sundkempur máttu
sín lítils nálægt svarfdælskum jötnum með
sundfit á milli tánna. Á fyrsta degi var ferð-
inni heitið yfir að eyðibýlinu Reykjum,
fremsta bænum í Ólafsfirði. Ekið í gegnum
Dalvík, áfram út Ufsaströnd og í gegnum
Ólafsfjarðargöng. í myrkvuðum göngunum
sagði „sagnabóndinn" Kristján okkur söguna
af Málmeyjarbóndanum sem trúði ekki á
hindurvitni og tapaði fyrir bragðið konunni í
hamrabergið í Olafsfjarðarmúla þrátt fyrir
björgunartilraunir Hálfdáns prests. í fram-
haldi af því hóf hann upp raust sína og fór
með erindi úr „Áföngum“ Jóns Helgasonar;
„Ærið er bratt við Ólafsfjörð, ógurleg kletta-
höllin“ svo hrikti í beinum; broddstafir komu
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 24. JÚNÍ 2000
J