Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 15
VORIÐ SEM SKALDIÐ KOM Jón úr Vör á yngri árum. „Mér fannst hann sjá í gegnum holt og hæðir. Augun voru skýr og aðgætin. Gesturinn var rétt hjá okkur. Góðan daginn stúlkur, sagði hann.“ EFTIR INGUNNI ÞÓRÐARDÓTTUR „Ég greip andann á lofti. Þetta er Jón úr Vör, stundi ég uppnumin. Systir mín samþykkti, alvarleg á svip. Hann sagði „stúlk- ur7/ við okkur stelpurnar. Merkilegt. Hann sem yrk- ir Ijóð og býr til bækur. Aldrei höfóum við séð slíkan mann." ✓ G VAR vakin alltof snemma þennan tiltekna morgun. Fannst ég vera nýsofnuð. Við krakkarnir vorum í úti- leikjum í gærkvöldi og ég hátt- aði seint. Við settum ekki fyrir okkur þótt strekkingur væri af norðri, báran ólgaði úti fyrir og brimaði við ströndina. Þetta var á útmánuðum og vorið var á næsta leiti með langa daga og bjartar nætur. Því var gaman að vaka fram eftir og leika sér. Fullorðna fólkið hafði nóg að gera og allir hjálpuðust að við bústörfin. Okkur hinum yngri var einnig ætlað að aðstoða eftir getu við ýmislegt. Oft langaði mig að vera frjáls og fá að leika mér heldur en að þvo upp leirtauið, laga til eða gæta litlu systur minnar svo eitt- hvað sé nefnt. Nú vakti mamma mig og um- landi og geispandi leit ég í rúm eldri systur minnar í von um hjálp. Systir var árinu eldri en ég og miklu duglegri. Ég mátti vita það. Hún var farin á fætur og ekki var annað að gera en að staulast fram úr og tína á sig spjarirnar. Meðan við borðuðum hafragrautinn, ég lystarlaus á þessa fæðu að vanda, kom pabbi og messaði yfir okkur. Við áttum strax að fara niður í Nes og greiða úr netum. Hrogn- kelsaveiðin stóð sem hæst og vel veiddist í net bændanna. Síðustu sólarhringa var hvöss norðanátt svo ekki var hægt að vitja um fyrr en í gærkvöld og voru öll netin tekin í land í flækjubendu og full af þara og rusli. Nú lágu netin hans pabba og þornuðu í Nesinu. Við áttum að greiða úr þeim og hafa þau tilbúin sem fyrst. Bændurnir ætluðu að fara á bátum og leggja netin eftir hádegið því nú hafði lægt. Ég var ekki borubrött röltandi syfjuð og fúl á eftir systur minni niður í Nesið, full sjálfsvorkunnar og aumingjaskapar í góða veðrinu. Nú var logn og blíða. Þarna voru netadræsurnar tvær og ekki álitlegar. Við yrðum aldrei búnar að hreinsa þær hugsaði ég. Systir mín ákveðin skipaði mér að gera eitthvað. Byrja! Hún vissi strax þá að hálfnað er verk þá hafið er. Fyrst gekk verkið hálfilla. Við tog- uðumst á með annað netið og vorum ekki samtaka. Við vissum af fyrri reynslu að létt- ast er að halda þversum í netið hvor á móti annarri og tína aðskotahluti og greiða úr flækjunum jafnóðum með lagni. Strekkja það síðan á jörðina og setja smásteina á jaðra svo það hreyfðist sem minnst. Hugurinn reikaði. Ætli hinir krakkarnir séu komnir á fætur og farnir að púla eins og við? Ég vissi reyndar að ég var morgunsvæfust allra og lötust líka. Verst hvað verkið okkar systra var löður- mannlegt. Systir mín lét ekki deigan siga. Hún skipaði mér að hafa hugann við vinnuna, við yrðum bara að halda áfram og ljúka þessu einhvern tímann. Ekkert hangs og haltu í netið sagði hún ábyrgðarfull. Ég skammaðist mín dálítið undir þessum lestri og reyndi að herða mig. Við unnum og ræddumst lítið við. Ég var niðursokkin í starfið þegar ég heyrði skelli í mótorbát úti á firðinum. Við eftirgrennslan sást í fjarlægð hvar bátur var á leið í áttina til okkar. Fyrst var hann eins og depill á sjónum en stækkaði óðara. Við viss- um að þar var bóndinn hinum megin fjarðar- ins á skektunni sinni. Hann flutti oft fólk og vörur yfir fjörðinn. Bifreiðir og akvegir voru ekki komin í byggðarlagið svo samgönguleið- ir voru á sjó og farið var á hestum eða fótgangandi á landi. Við systur horfðum for- vitnar á bátinn og sáum hann lenda við litlu bryggjuna sem var spölkorn frá okkur. Skyldustörfin gleymdust að mestu. Upp á bryggjuna sté karlmaður með litla handtösku en bóndinn veifaði og sneri bátn- um heimleiðis. Hinn nýkomni sem við vissum ekki hver var stóð um stund og horfði út á sjóinn. Við þóttumst vinna en fylgdumst samt með gestinum. Vissum að ljótt er að glápa á fólk en það var svo spennandi að sjá hver þetta var og í hvaða hús hann ætlaði að fara. Nú gekk hann hægt í áttina til okkar. Ungur maður fínt kæddur og bar sig vel. Nú settist hann niður í móana þar sem hann var staddur og horfði athugull í kringum sig. Mér fannst hann sjá gegnum holt og hæðir. Augun voru skýr og aðgætin. Gesturinn var rétt hjá okk- ur. Góðan daginn stúlkur, sagði hann. Við höfðum rétt rænu á að taka undir. Svo spurði hann eftir eldri konu sem við þekktum, en hún skrifaði minningabækur, og í hvaða húsi hún byggi. Systir mín svaraði því skýrt og skorinort. Ungi maðurinn þakkaði kurteislega fyrir og hélt áleiðis að ákveðnu húsi. Ég greip andann á lofti. Þetta er Jón úr Vör, stundi ég uppnumin. Systir mín samþykkti alvarleg á svip. Hann sagði „stúlkur" við okkur stelpurnar. Merki- legt. Hann sem yrkir ljóð og býr til bækur. Aldrei höfum við séð slíkan mann. Við sem bjuggum við lítinn bókakost Iásum því betur þær bækur sem bárust okkur í hendur, oftast lánsbækur. Nágranni okkar og góður vinur átti bækur og var áskrifandi að tímaritum og blöðum. Hann lánaði okkur oft vel þegið lesefni. í einu tímaritanna birtist mynd af ungu og efnilegu ljóðskáldi, Jóni úr Vör, rætt var um skáldskap hans og önnur störf. Skömmu seinna fengum við lánaðar tvær fyrstu bækur Jóns. Ég las þær spjald- anna á milli, skildi flest vel en sumt verr. Bækurnar heilluðu mig og lærði ég sum ljóð og stakar vísur, t.d. vísuna úr ljóðinu Heim, Ég ber að dyrum, útg. 1937: Nú hef ég dvalið vorið fyrir vestan vakað þess kvöld og stundum fram á nætur sólskin þess teygað, farið snemma á fætur fangað þá dýrð sem ég mun aldrei gleyma. Úr ljóðinu Vor, Stund milli stríða, útg. 1942: Ég heyri þegar grasið grær og gleymi stríði dags og önn. Og gömlu týndu gullin mín þá gref ég undan tímans fönn. Og nú vorum við systurnar upptendraðar að hafa staðið augliti til auglitis við þennan mikla mann og talað við hann þótt aðeins væru nokkur orð. Gesturinn hvarf sjónum okkar en ekkert var eins og áður. Undur hafði gerst. Sjálft skáld- ið ávarpaði okkur smástelpurn- ar. Netaverkið gekk betur en fyrr þótt við værum sem í draumi. Að lokum voru netin hreinsuð og tilbúin til lagninga. Við héldum ánægðar heim og hlutum hrós fyrir frammistöð- una. Þótt dagurinn virtist öðr- um líkur var hann í mínum huga sérstakur. ■ Vorið leið og sumar tók við, haust, vetur og aftur vor. Stundum rifjaði fólkið upp ýmislegt sem gerst hafði á liðn- um árstíðum. Það sagði kannski - í fyrrasumar, í fyrravetur, síðastliðið haust og í fyrravor eða vorið í hitteðfyrra. Við systur litum þýðingarfullu augnaráði hvor á aðra ef minnst var á liðin vor og ég sagði lágt: Já, það var vorið sem skáldið kom. Systir kinkaði kolli. Við áttum eitthvað út af fyrir okkur. Minningu um skáldið sem kom af sjó, spurði til vegar og ávarpaði okkur eins og stórar stúlkur. Síðan þetta gerðist eru liðin mörg ár og ekki hefur dálætið á Jóni úr Vör minnkað í tímans rás. Ljóðabækur hans eru orðnar tólf og á ég þær flestar áritaðar af skáldinu. Þær eru mér dýrmætar. Þorpið útg. 1945 hlaut hylli flestra, einnig mína. Bókin Mjallhvítarkistan útg. 1968 var gjöf frá bróður mínum í tilefni jóla það ár og fæðingar fyrsta barns okkar hjóna. Ljóðið Hljómurinn er í þeirri bók: Skáldið oghinngóðilesandi mætast andartak á undarlegri strönd í annarlegum hljómi, semhvorugurveit hver hefur slegið. Jón úr Vör er liðinn, látlaus og tær orðsnill- ingur sem hlaut virðingu og þakkir þjóðar sinnar fyrir verk sín. Við systur erum aðeins lítið dæmi um þakkláta njótendur listar hans. Ég lýk þessum fátæklegu orðum um lista- manninn sem kom af hafi með vorið og vonina í líf fávíss telpuhnokka við flóann með ljóði úr síðustu ljóðabók hans, Gott er að lifa útg. 1984, Ekkert nema skáldskapur: Líf mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagar mínir stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki. Höfundurinn er hjúkrunarfræðingurog húsmóðir í Reykjavik. JÓHANNA F. KARLSDÓTTIR KONAN VIÐ SÍKAR- BRUNNINN Ég sótti vatn í Síkarbrunn - hvern dag þá sömu leið éggekk um hæðar- drag og skjólu mína fyllti sérhvert sinn, ég síðan kélt til baka’ í hús mitt inn. Þá sá ég, dag einn, sitja gyðing þar og sveittur móður hann mig ávarpar, hann bað um vatn - af undrun ég varð stanz - ég átti von á fyrirlitning hans. Hann sagði margt sem undrun olli mér: „Sjá, ég vilgefa lífsins vatnið þér ogþigmun aldreiþyrsta framar -meir, en þorsti heims í sálu þinni deyr. “ Hann sannleikann mérsagði’ um lífmitt þar. Af svörum hans mjög gagntekin ég var. - Éghljóp ogsagði öllum öðrum frá þar út að koma Messías að sjá. Ogsíðan þá er þorstinn horfínn braut, en þennan dag éggæfu mína hlaut. Ég fínn í minni sálu lífsins lind, er lífsins herra burttók mína synd. Ég fínn að lindin svellur mér í sál það sigurlíf er heilagt kærleiksbál. Hve sæl ég vildi segja öðrum frá að sonur Guðs hann fyllir hjartans þrá. Höfundurinn er eldri borgari og fyrr- verandi skrifstofumaður ó Skattstofu Reykjanesumdæmis. HÖRÐUR HARÐARSON REYKJAVIK Ó Reykjavík, égróma fegurð þína með reisn þú geymir barnaskarann þinn ég unna mun þér alla daga mína í örmum þínum öryggi égfínn. Það eru fagrar fíestar götur þínar og falleg hús í röðum prýða þær, ó borg, þú geymir æskumyndir mínar sú minning vermir alltaf huga skær. Þú geislar eins og gull um sumar- nætur erglitra bæði húsin þín ogstræti þáljóma afgleði þínarglæstu dætur oggumar vart sér kunna fyrir læti. Þú skalt dást að draumum þinna sona á dugnað þeirra misstu aldrei trúna, ó Reykjavík, ég ætla rétt að vona aðþú reynist alltaf eins ognúna. Höfundurinn býr ó Siglufirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. JÚNÍ 2000 1 5 0005* MUl SlTEUVOHiiHkOAA - cMI^QAJfiHUÐíÍOM^OðSiLi ^ ii

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.