Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 13
MAÐURINN OG SKÓRNIR
EFTIR NJÖRÐ P. NJARÐVÍK
»H leyrðu, sa gði hann.
Ég er ekki í neinum skóm.
Tónninn var í ikyndilega
breyttur. Það var k omið
eitthvert kvíðablandið
óöryggi í röddir ia.
Allt í einu f ór é9 að
i <enna í brjósti um
þennan mann."
/
Iágúst 1972 vann ég að gerð sjónvarps-
þáttar ásamt tveimur sænskum vinum
mínum. Meðal annars vorum við dag-
langt við kvikmyndun í Eyjafirði. Undir
kvöld ætluðu þeir austur í Mývatnssveit
en ég með flugi suður. Ég ákvað að sitja
í bílnum með þeim inn á flugvöll, þótt ég
yrði nokkuð snemma á ferð fyrir bragð-
ið, og þyrfti að bíða drjúga stund í flugstöðinni.
Hjá afgreiðslumanninum fékk ég að vita að vél-
in væri á eftir áætlun. Biðin yrði því enn lengri
en ég hafði gert ráð íyrir.
Ég settist gluggamegin í biðsalnum til að
njóta kvöldbirtunnar sem best, tók upp bók og
fór að lesa. Ég var einn í biðsalnum, og ekkert
sem truflaði lesturinn.
Eftir dálitla stund slangraði kófdrukkinn
maður inn um dymar. Hann leit út fyrir að vera
um fimmtugt, meðalmaður á hæð og fremur
gildvaxinn, rauðbirkinn og feitur í andliti með
svört homspangargleraugu. Hann var í svört-
um fötum, hvítri skyrtu með svart bindi og í
svörtum skóm. Buxurnar voru krumpaðar og
jakkinn velktur. Maðurinn slagaði að bekknum
við vegginn andspænis mér og hlammaði sér
þar niður þyngslalega. Hann hneppti frá sér
jakkanum, og ég tók eftir tveimur ókennilegum
blettum á skyrtubrjóstinu. Brúnt leðurbelti
stakk einkennilega í stúf við svartan klæðaburð
mannsins. Sem betur fór sá hann mig ekki,
enda efast ég um að hann hafi verið fær um að
veita nánasta umhverfi sínu mikla athygli.
Hann sat þama nokkum veginn kyrr með bak-
ið og hnakkann fast upp við vegginn, og humm-
aði og tuldraði eitthvað við sjálfan sig, sem ekki
virtist eiga sér neitt skynsamlegt samhengi. En
honum hætti til að síga saman í sætinu, og hak-
an sóttist eftir að leita hvfldar við bringuna.
Þegar svo var komið tók maðurinn á sig rögg
og rétti sig við með dálitlum hnykk. Brátt sótti
þó í sama horfið aftur. Þannig erfiðaði maður-
inn um sinn við að sitja í sæti sínu, uns einhver
dulin eðlisávísun langt innan við hugarþoku
áfengisvímunnar kom honum í skilning um, að
þetta væri vonlaust verk.
Þá gafst hann upp.
Sú uppgjöf átti sér merkilegan undirbúning
þótt erfiður væri. Fyrst laut hann fram og tók
sér fyrir hendur að losa um reimina á hægrifót-
arskónum. Þetta var ekki auðvelt verk, þar sem
efri hluti líkamans sýndist óskynsamlega þung-
ur miðað við ástand mannsins. Enda fór svo að
ennið skall óþyrmilega í lágt borð sem stóð
fyrir framan bekkinn. Við þetta var maðurinn
hugsi um hríð og virtist um það bil að hverfa frá
ætlunarverki sínu. En þá hlýtur að hafa runnið
upp fyrir honum úrræði sem vert væri að prófa.
Hann tók tveim höndum um kantinn á
borðplötunni og lagði ennið varlega á borðið til
að eiga ekki fleiri skelli á hættu. Þetta reyndist
mesta snjallræði. Þannig vó hann salt á enninu
á meðan hann leysti frá sér skóreimamar og
smeygði af sér skónum. Þá settist hann upp
aftur og blés mæðinni. Því næst tók hann af sér
gleraugun og lagði þau á borðið, losaði um háls-
bindið og hneppti frá sér flibbanum. Þá var
aftur kominn tími til að hvfla sig. Nú leið honum
sýnilega betur, því hann fór að raula lágt fyrir
munni sér og reri fram og aftur í sætinu. Hann
tók þó enga áhættu í róðrum sínum, og gætti
þess vandlega að misbjóða hvorki jafnvægis-
skyni né þyngdarlögmálinu. En fljótlega sótti
mikil syfja á manninn. Hann geispaði stórum
svo að sást bæði og heyrðist um allan salinn. Þá
mjakaði hann sér til í bekknum þannig að hann
gat sett báðar hendur aftur fyrir sig, hallaði sér
svo varlega aftur á bak og dró fæturna upp í
bekkinn. Ekki var hann fyrr lagstur en hann
sofnaði. Það gerðist meira að segja svo fljótt, að
hann hafði ekki tíma til að koma sér almenni-
lega fyrir. Þannig lá hann á hliðinni, en höfuðið
hvfldi ekki á bekknum eins og hefði mátt
ímynda sér, heldur stóð það beint út í loftið.
Mér fannst þetta furðulegt og undraðist að
maðurinn skyldi geta sofnað með höfuðið svona
hvfldarlaust. Ég hugsaði sem svo að hann hlyti
að fá ægilegan hálsríg. Þetta virtist þó ekki
angra manninn því brátt ómuðu friðsamlegar
hrotur um biðsalinn. Svo er sagt, að ef mikið
drukkinn maður nær að sofna á annað borð, þá
sé fátt sem geti raskað ró hans. Þessi kenning
sannaðist hér í eitt skipti fyrir öll.
Ég hafði truflast í lestrinum við þessa
óvæntu sýningu eins og gefur að skilja. Við
vorum ennþá einir í salnum, og háttbundnar
hrotur mannsins höfðu smitandi áhrif á mig.
Ég var farinn að geispa. Kannski hef ég verið
ögn dasaður eftir sólskinsbjarta fegurð Eyja-
fjarðar og allt útiloftið. Ég hristi þó af mér
slenið og hélt áfram að lesa. Bókin náði aftur
tökum á mér. Ég hætti að heyra hrotumar og
hreinlega gleymdi drukkna manninum, þangað
til hann minnti aftur á tilveru sína.
Enda þótt ég léti það ekki trufla lestur minn
að neinu ráði, þá varð ég þess var að fólk tók að
berast inn í salinn. Þetta var hvorki hávaða-
samt né fyrirferðarmikið fólk, en ég fann
fremur en sá, að komið var töluvert marg-
menni. Það hefur sennilega verið liðið að hinni
upphaflegu brottför kvöldvélarinnar.
Þá vaknaði drukkni maðurinn.
Hann vaknaði snöggt eins og barn og settist
upp með rykk. Það var engu líkara en ég hefði
verið það fyrsta sem hann kom auga á. Að
minnsta kosti spratt hann á fætur og skálmaði
þvert yfir gólfið í áttina til mín. Á leiðinni greip
hann báðum höndum um hálsinn og gretti sig.
Hálsrígurinn var greinilega farinn að segja tfl
sín. Ég bölvaði í hljóði þegar ég sá til hans. Mig
langaði svo sannarlega ekki til að hafa þennan
mann röflandi yfir mér, þangað tfl flugvélin
færi. En nú var augsýnilega engrar undan-
komu auðið. Ég einsetti mér þess vegna að vera
þurr á manninn og afundinn, og reyna þannig
að fæla hann frá mér án þess að vera beinlínis
ókurteis.
Hann hlammaði sér niður við hliðina á mér
og sleikti á sér varimar með áfergju. Hann hef-
ur líklega verið orðinn skijáfþurr í munninum
eftir svefninn. Og svo stóð ekki á orðræðunni.
Ég hlustaði ekki á hann og þóttist ekki sjá hann
heldur lést vera niðursokkinn í bókina.
Svo einfalt herbragð dugði auðvitað skammt.
Hann greip blátt áfram í handlegginn á mér og
laut að mér til að ná athygli minni. Nú gaus yfir
mig andfýla ásamt orðavaðlinum.
Hamingjan sanna, hugsaði ég. Hvernig á ég
að snúa mig út úr þessu?
Ég reif lausan handlegginn, lyfti bókinni til
að undirstrika lesturinn og sagði heldur
höstuglega:
Hvað er þetta maður. Sérðu ekki að ég er að
lesa? Hvurs konar háttalag er þetta eiginlega?
Þetta hafði ekki nokkur minnstu áhrif. Hann
tók bara um handlegginn á mér aftur og hélt
áfram þar sem frá var horfið: ... og svo gekk
hún beint þangað sem öll klámblöðin eru og fór
að blaða í þeim hérna svona eins og enginn ætti
að sjá það og fór svo til að borga sko, og þá
sagði ég, hvort að ég ætti ekki bara að sýna
henni þetta sjálfur, lia. Hahaha - gæti lært
miklu meira hjá mér, ha. Var þetta kannski
ekki gott há mér vinur, ha?
Ænei, sagði ég. Þetta var ekkert gott hjá
þér. Og leyfðu mér nú að lesa í friði.
Aftur reif ég lausan handlegginn og þóttist
halda áfram að lesa.
Nú þagnaði maðurinn við, pírði á mig augun
og svo leit hann allt i einu snöggt á fæturna á
sér.
Heyrðu, sagði hann. Ég er ekki í neinum
skóm.
Tónninn var skyndilega breyttur. Það var
komið eitthvert kviðablandið óöryggi í röddina.
Allt í einu fór ég að kenna í brjósti um þennan
mann. Og um leið var ég farinn að hafa ofurlítið
gaman af honum, þótt það sé nú kannski ekki
beinlínis til íyrirmyndar.
Hvurnin getur staðið á þessu? Ha? Ég skil
þetta ekki, sagði maðurinn furðu lostinn. Svo
greip hann allt í einu með báðum höndum fyrir
augun. O-og ég er ekki heldur með gleraugun
mín. Ha.
Hvað segirðu? sagði ég. Varstu í skóm? Og
líka meðglcraugu?
Jájá. Eg geng alltaf í skóm. Og gleraugu. Ég
er alveg ómögulegur maður nema ég hafi glera-
ugun. Ha.
Það var nú verra, sagði ég.
Já, sagði hann. Hvumin á ég nú að fara að?
Ha? Ekki get ég farið á sokkunum suður. Og
gleraugnalaus. Hvað heldurðu að verði sagt?
Ha?
Það eru nú margir gleraugnalausir, sagði ég
af fullkomnu miskunnarleysi.
Já ég veit það, sagði hann. En ekki á sokkun-
um. Það nær ekki nokkurri átt. Ha.
Nú, þú hlýtur að hafa týnt þessu einhvers
staðar, sagði ég.
Týnt þessu? Maður týnir nú varla skónum af
löppunum á sér.
Ekki nema maður fari úr þeim, sagði ég. Og
gleymi þeim einhvers staðar.
Fari úr þeim? Fari úr skónum sínum? Ha.
Hver heldurðu að geri það?
Það veit ég ekki, sagði ég.
Ég skotraði augunum yfir salinn, þangað
sem maðurinn hafði legið og sofið. Þar voru
komnar tvær konur með bam í burðarrúmi.
Þær litu út fyrir að vera móðir litla bamsins og
amma. Og burðarrúmið höfðu þær látið á borð-
ið framan við bekkinn. Gleraugun höfðu ýst hér
um bil alveg út á borðbrúnina. Skórnir voru á
sínum stað undir borðinu.
Heyrðu, sagði ég við dmkkna manninn.
Undir borðinu þama hinum megin í salnum,
þar era skór. Og það er enginn í þeim.
Hvað segirðu, sagði hann. Era þeir svartir?
Ekki sé ég betur.
Nú kannski þetta séu skórnir mínir, sagði
hann. Ha? Era nokkur gleraugu þama?
Gleraugu? Ja, ég sé ekki betur en það séu
reyndar gleraugu þama á borðbrúninni við
hliðina á burðarrúminu.
Era þau líka svört? Ha?
Já svei mér þá. Ég held þau séu svört.
Nú kannski þetta séu þá gleraugun mín. En
hvað á ég að gera við burðarrúm? Ha?
Það væri nú ekki vanþörf á því, sagði ég. En
þú gætir hugsanlega tekið gleraugun og látið
burðarrúmið eiga sig.
Drakkni maðurinn þagði stundarkom og var
áhyggjufullur á svipinn.
Ósköp ertu eitthvað niðurdreginn, sagði ég.
Ég hélt þú værir himinlifandi feginn að vera
búinn að finna bæði skóna þína og gleraugun.
Það er auðvitað ágætt, sagði hann vondauf-
ur. En nú á ég eftir að ná í þetta.
Afturþögn.
Svo horfði hann á mig stóram gráum augum
og sagði með alvöra og eftirvæntingu í senn:
Heyrðu vinur. Viltu nú ekki ná fyrir mig í
skóna og gleraugun? Ha?
Nei, sagði ég. Það dettur mér ekki í hug.
Drukkni maðurinn stundi við. Svo stakk
hann hægri hendinni í jakkavasann og tók upp
handfylli sína af peningaseðlum. Hann bauð
mér ekki peningana beinlínis heldur otaði að
mér hnefanum sem krepptist utan um seð-
lahrúguna.
Svo sagði hann:
Heyrðu vinur. Náðu nú fyrir mig í gleraugun
og skóna.
Nei, sagði ég. Það dettur mér ekki í hug.
Af hverju ekki? Ha?
Það er afskaplega einfalt mál, sagði ég. Ef
maður hefur komið sér í eitthvert klandur á
maður að leysa það mál sjálfur. Það er hreinn
aumingjaskapur að ætla að láta aðra bjarga sér
úr sinni eigin skömm. Og þetta geturðu vel gert
sjálfur og hjálparlaust.
Já, sagði drakkni maðurinn. Þetta er víst al-
veg rétt hjá þér. Þetta er bara svo leiðinlegt.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. JÚNÍ 2000 1 3