Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 14
Siglingaleiðir frá íslandi og Noregi vestur með strönd Grænlands og þaðan til Labradorskagans og á þær slóðir sem nefndar voru Vínland. Myndin
er á sýningunni um landnám og Vínlandsferðir í Þjóðmenningarhúsinu.
UM VÍNLAND
EFTIR CARL J. EIRÍKSSON
Það glápa allir á mig.
Blessaður vertu nú ekki að hafa áhyggjur af
því, sagði ég. Ég er viss um að það tekur enginn
eftir þessu.
Heldurðu það? spurði hann vantrúaður.
Já það held ég. M gerir þetta bara svo lítið
beri á. Gengur yfir salinn eins og ekkert sé,
setur á þig gleraugun og bregður þér í skóna.
Er það ekki einfalt mál?
Ég veit ekki, sagði hann. Hvað heldurðu að
konumar hugsi sem sitja þama? Ha?
Þær taka ekkert eftir þessu. Þar að auki átt
þú hreinlega ekkert val. Nema þú viijir fara á
sokkunum suður og skiija bæði skóna og gler-
augun eftir héma?
Nei það er ekki hægt. En þetta er helvíti leið-
inlegt.
Og þar með lagði hann af stað.
Hann reis á fætur, strammaði sig af, og gekk
svo reikull í spori eins þvert yfir salinn og hann
framast gat. Þegar hann var kominn að borðinu
með burðarrúminu leit hann snöggt niður og
tók gleraugun og dagblað sem lá þar hjá. Svo
setti hann upp gleraugun og þóttist fara að
lesa. Þannig stóð hann fyrir framan konumar
tvær, sveigðist dálítið eins og grannt tré í stinn-
ingskalda, hélt á opnu dagblaðinu og þóttist
vera að lesa. Konumar horfðu undrandi á þessa
tilburði. Og ekki minnkaði undmn þeirra þegar
aumingja maðurinn tók til við næsta áfanga, að
ná skónum sínum aftur á sitt vald. Og reyndar
voru þær ekki einar um þá undrun.
Drukkni maðurinn var greiniiega ákveðinn í
því að enginn skyldi taka eftir honum. Hann
stóð og las. Svo fór hann að þreifa fyrir sér með
vinstri fætinum undir borðinu. Ekki hafði hann
augun af blaðinu meðan á þessu stóð. Þetta var
út af fyrir sig ekki óskynsamleg aðferð, ef jafn-
vægisskynið hefði ekki sett strik í reikninginn.
Manninum veitti nefnilega ekkert af því að
standa í báða fætuma. Nú stóð hann hins vegar
bara á öðmm fæti og teygði hinn inn undir
borðið. Við þetta breyttust hreyfingar efri
hluta líkamans þannig að líkingin um tré í vindi
átti ekki lengur við. Nú riðaði hann blátt áfram
til falls. Þetta var óneitanlega nýstárleg aðferð
við að lesa dagblað. Enda var nú svo komið að
allir í biðsalnum fylgdust spenntir með aðför-
um drakkna mannsins. Og það fór ekki framhjá
neinum hver tilgangurinn var. Og viti menn.
FJjótlega tókst honum að krækja með fætinum
í annan skóinn og draga hann til sín. Hann gat
meira að segja smeygt sér í hann án teljandi
áfalla.
En þá fór málið að vandast. Hinn skórinn var
nefnilega lengra innundir borðinu. Maðurinn
stóð og las blaðið af áfergju og þreifaði í ör-
væntingu með fætinum undir borðið. Þessu gat
auðvitað ekki lyktað nema á einn veg. Þar kom
að jafnvægisskyninu var ofboðið. Maðurinn
teygði fótinn of langt og tók nú að síga ískyggi-
lega. Það gerðist þó undarlega hægt. Hann
sleppti dagblaðinu, svo að það sveif út á gólfið,
náði með annarri hendi taki á borðbrúninni og
var nærri búinn að velta því um koll. Móðir
bamsins í burðarrúminu rak upp niðurbælt
skelfingaróp og kastaði sér yfir rúmið. Það
bjargaði borðinu og leiddi til þess að maðurinn
seig hægt og næstum því virðulega niður á gólf
og að nokkra innundir borðið. Þar fann hann
óðar skóinn sinn, þreif hann til sín sigri hrós-
andi og brá fætinum í hann. Svo staulaðist hann
á fætur og brölti yfir salinn til mín og settist
þunglamalega.
Heyrðu vinur, sagði hann. Tók einhver eftir
þessu? Ha?
Ekki nokkurt kvikmdi, sagði ég.
Þaðvargott.
Og þar hefði þessum raunum mannsins átt
að vera lokið, ef hann hefði ekki uppgötvað, að
hann átti eftir að reima að sér skóna. Hann laut
frarn, og ég sá ekki betur en hann ætlaði að
steypast á hausinn í gólfið. Nú var ég farinn að
skammast mín dálítið, svo að ég greip í axlimar
á honum og tosaði hann aftur upp í sætið.
Á ég ekki að hjálpa þér að reima skóna?
spurði ég.
Jú þakka þér fyrir vinur, sagði hann.
Og þar með kraup ég á gólfið fyrir framan
þennan drakkna mann og reimaði að honum
skóna.
Þakka þér fyrir vinur, sagði hann þegar ég
var búinn. Þú ert ágætur strákur.
Litlu síðar var tilkynnt brottför. Drukkni
maðurinn studdist við mig út í flugvélina og
svaf til Reykjavíkur.
Ég hugsa að ég hefði fljótlega gleymt þessu
litla atviki, ef ég hefði ekki séð þennan mann
aftur fáeinum dögum síðar. Hann var á hraðri
göngu eftir Austurstræti. Hann var sem fyrr í
svörtum fotum, hvítri skyrtu og með svart
bindi. Og nú hélt hann þar að auki á svartri
skjalatösku. í sólskinshlýjunni undir vegg Ut-
vegsbankans sátu nokkur berfætt ungmenni á
gangstéttinni í snjáðum gallabuxum. Þau létu
ganga á milli sín flösku og hlógu dátt að sjálfum
sér og tilveranni. Þegar maðurinn gekk fram-
hjá unglingunum sá ég ekki betur en brygði
fyrir yfirlætisfyrirlitningu í svipnum.
En í þetta sinn var hann líka í skónum sínum.
Höfundurinn er prófessor við Hóskóla fslands.
FYRIR nokkru fékk ég í jólagjöf
bók Páls Bergþórssonar veður-
fræðings, Vínlandsgátuna, þar
sem hann tekur fyrir efni Eir-
íks sögu rauða og Grænlend-
ingasögu og ferðir manna til
Vesturheims um og eftir árið
1000. Þetta er að mínum dómi
hin ágætasta bók og vönduð og flestar
ályktanir Páls sem fram koma í bókinni eru
líklega réttar í aðalatriðum.
Mér brá nokkuð þegar ég sá nýlega langa
blaðagrein um Vínland og landafundina þar
sem flestu er snúið á hvolf í stíl Dagfara hjá
DV. Þetta finnst mér óviðeigandi, sérstak-
lega þar sem greinin er þannig frágengin að
margir lesendur sem ekki hafa kynnt sér
málin átta sig varla á því að verið sé að
hæðast - viljandi eða óviljandi - að umræð-
um um landafundina.
í Grænlendinga sögu er sagt um staðinn
þar sem Leifur Eiríksson reisti búðir:
„Meira var þar jafndægri en á Grænlandi
eða Islandi. Sól hafði þar eyktar stað og
dagmála stað um skammdegi." Þetta virðist
mér auðskilið ef enginn vafi leikur á því
hvað séu eyktar staður og dagmála staður
og ef átt er við mesta skammdegið, vetrar-
sólhvörf. „Meira jafnt“ er íslenskur talsmáti
sem þýðir að mismunur sé minni. Þetta þýð-
ir því einfaldlega að mismunur hafi jafnan
verið minni á lengd dags og nætur í Leifs-
búðum en á Grænlandi eða íslandi, m.ö.o.
landið var sunnar. Þar sást í sólina í
skammdeginu þegar hún var komin í stefn-
una 52,5 gráður fyrir vestan suður. Það var
ekki hægt í mesta skammdeginu (dekl.
-23,44) á norðlægari breiddargráðum en
50,6N við láréttan sjóndeildarhring. Hér er
innifalin leiðrétting á þvermáli sólar, ljós-
broti og parallax. Þegar sólin var komin í
áðumefnda stefnu skv. Grágás var tími dags
sem var kallaður eykt.
Ef ekki væri átt við mesta skammdegið
eða því sem næst þá væri yfirlýsingin um
eyktar stað sólar í skammdegi undarleg því
að á Grænlandi og Islandi hefur sól eyktar
stað í skammdeginu í október og febrúar. í
Mýrdalnum t.d. á 63,5N alveg til 8. nóvem-
ber og aftur 3. febrúar og á Grænlandi á
61N tíu dögum lengur. Þetta sýnist mér því
ekki vera nein gáta og ótrúlegt ef margir
menn hafa glímt við þetta. Eyktar staður
sólar í mesta skammdegi var vísbending um
að menn væru í landi jafn sunnarlega og t.d.
syðst á Englandi. En af orðunum verður
ekkert ráðið um vestlæga lengd.
I Leifsbúðum, ef þær vora á 50,6N var
eykt kl. 15.59 að sólar- tíma við vetrar-
sólhvörf og það var við sólsetur. Rústimar
við L’Anse aux Meadows tala sínu máli, en
búðir eða hús vora trúlega fleiri og sunnar.
Ég nota sólartíma (LHA+ -180 gr.) í þess-
ari grein og kalla það dag þegar sést í efri
rönd sólar yfir láréttum sjóndeildarhring.
(Sólartími er tæpu korteri á eftir meðaltíma
um miðjan febrúar og rúmu korteri á undan
í byrjun nóvember, minni frávik á öðram
tímum.) Á íslandi (65N) var eykt kl. 15.19 á
vorjafndægri (15.26 að meðaltíma, sólarhæð
16 gr.), kl. 14.43 við sumarsólstöður (14.45
meðalt., sólarhæð 41 gr.) og kl. 15.19 á
haustjafndægri (15.11 meðalt., sólarhæð 16
gr.). Formúlurnar fyrir þessu eru þær sömu
sem finna stystu leið milli staða, t.d. stór-
baug frá Gerpi til Álasunds 540 sjómílur í
97,8 gr. réttv. frá Gerpi,- 295,4R frá Ála-
sundi.
Jörðin snýst um SJÁLFA SIG á sólar-
hring. Dægur er dagur eða nótt. Sólarhring-
ur er TVÓ DÆGUR, sjá orðabækur t.d:
„DÆGUR N. NIGHT OR DAY, 12
HOURS“. Tvö dægur munu einnig hafa ver-
ið í sólarhring skv. skilningi til forna, því að
í Heimskringlu segir að Þórarinn Nefjólfs-
son hafi siglt til Islands á átta dægrum í
hraðbyri og hafi skilið við Noregskonung
fjórum nóttum áður en Þórarinn kom til Al-
þingis. Fullyrðingar um að dægur sé 24 tím-
ar er hlægilegt dægurþras.
Frá Kristjánssundi, 63,2N 7,8A til Eyrar-
bakka era 794 sjómílur alls ef siglt er í
270R og fylgt breiddarbaug 63,2N allt til
19,0V, svo þaðan næstum því beint í 301,4R
til Eyrarbakka á 63,8N 21,2V. Nokkurn
veginn þannig hafa sumir trúlega siglt til
forna. Éf farinn var stórbaugur á lengri
leggnum verða sjómílurnar alls 789 og þá er
stefnan fyrst 282,0R og breytist smám sam-
an í 258,0R. Frá Björgvin, 60,4N 5,0A til
Eyrarbakka eftir leið að norðurodda Hjalt-
lands (60,9N 1,0V) og rétt fyrir sunnan
Færeyjar (61,3N 7,0V) eru 782 sjómílur en
ekki 1150. Þeir sem fóru frá Noregi til Aust-
fjarða sigldu leið sem var rúmum 200 sjó-
mílum styttri. Skip sem siglir eitt dægur á
6,5 hnúta hraða fer 78 sjómíiur en ekki 156.
Skip sem siglir 80 sjómílur á dægri gengur
6,7 hnúta en ekki 3,3.
Deili maður 360 með 3 kemur út 120 en
ekki 12 og heldur ekki 180. Hvorki dagur né
nótt hafa fjögur jafndægri. Jafndægri tákn-
ar ákveðinn tíma á vori og hausti þegar dag-
ur er jafn langur og nótt en ekki ákveðinn
tíma sumars né vetrar. Sólin er ekki jafn
lengi á lofti frá degi til dags, lengdin breyt-
ist daglega, jafndægri getur ekki verið níu
tímar og var því ekki „9 tímar skammdegið
út“. í skammdegi er aldrei jafndægri. „Sól
hafði eyktarstað í dagmál" stendur hvergi í
sögunum tveim.
Kl. 9 að morgni eftir sólartíma í mesta
skammdegi með sól 30 gr. yfir sjóndeildar-
hring þýðir að fara verður á breiddargráðu
17,4 til að ná þessu. Fór Leifur Eiríksson
suður fyrir Puerto Rico? Er það skv. 24
tíma rökfræði? Á 50,6N í mesta skammdegi
kl. 9 var sólarhæð 6 gr. yfir sjóndeildar-
hring, stefna 139R. Sólarhæð kl. 12 var
15,96 gr. Lengd dags var 7 klst. og 59 mín.,
sólarapprás kl. 8:01 í 127,5R, (dagmála stað-
ur?) sólarlag kl. 15.59 í 232,5R = eyktar
staður.
Breiddargráðan er ekki 45N þótt sólin
lækki „sem nemur 3 tímum“ „sólbelti í há-
degi“? Á 45N var sólarhæð 21,56 gr. kl. 12 í
mesta skammdeginu og 30 gr. kl. 9 er því
fráleitt.
Engin leið var að mæla lengdargráðuna
nema Leifur hafi haft með sér nokkuð ná-
kvæma klukku. Sólúr dugði ekki, það gat
sýnt staðarsóltíma en ekki lengdargráðuna.
Fara þarf suður á 43N til að tímabilið frá
sólarapprás til kl. 12 sé 4 klst. og 30 mín. í
mesta skammdeginu. 43N er við Ports-
mouth New Hampshire. Tímabilið frá sólar-
upprás til hádegis segir alls ekkert um vest-
læga lengd staðar, 67,5 gr. vestur er því út í
hött. Með sömu rökum ætti Mongólía einnig
að vera á 67,5 gr. vestur. Staðurinn 43N og
67,5V er langt úti í hafi, þar voru engar
Leifsbúðir. Hvernig gat sólarhæð aukist úr
0 í 30 gr. frá kl. 7 til 9? Gekk sólin lóðrétt
upp þarna? Sólarapprás kl. 7 í mesta
skammdegi þýðir að breiddargráðan hafi
verið 32,7. Fór Leifur til Charleston í Suð-
ur-Karólínu? Ef mælt var við mn.mót nóv,-
des. (dekl. -21,75) þá er breidd 34,9N eða
rétt fyrir sunnan Cape Hatteras í Norður-
Karólínu. Voru Leifsbúðir þar? Sólarhæð 15
gr. kl.16 á mánaðamótum nóv.-des. þýðir
25,6N, nú er Leifur fyrir sunnan Miami.
Gömlu sögurnar tvær af ferðum Leifs
Eiríkssonar og landafundamanna voru ekki
ritaðar í vínlandi, heldur löngu seinna.
Leifur Eiríksson og aðrir þeir sem stjórn-
uðu landafundunum fyrir um 1.000 árum
voru hámenntaðir menn og frammámenn
þeirra tíma ef marka má sögurnar, sbr.
verkefnið sem Noregskonungur fól Leifi.
Þessir menn höfðu þekkingu til að sigla
skipum milli landa með aðferðum sem þykja
frumstæðar í dag.
Höfundurinn er rafmagnsverkfræðingur og með
hóskólapróf í siglingafræði.
1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. JÍJNÍ 2000