Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 20
SUMARSYNINGI LISTASAFNIISLANDS
• ÁGRIP ALDARINNAR
Svavar Guðnason: Gullfjöll, 1946.
Jón Stefánsson: Sumarnótt, Lómar við Þjórsá, 1929.
I Listasafni Islands verður
opnuð í dag sýning á úr-
vali íslenskra verka í eigu
safnsins undir yfirskrift-
* inni Islensk myndlist á 20.
öld. Sýningin er í öllum
sölum safnsins.
ISAL 2 eru verk málaranna Þórarins B.
Þorlákssonar (1867-1924) og Ásgríms
Jónssonar (1876-1958). Þessir tveir
málarar hófu brautryðjendastarf sitt í
byrjun þessarar aldar og lögðu grunn
að íslenskri landslagslist. Eru flest
verkin á sýningunni af íslensku lands-
lagi.
í sal 1 eru verk listamanna sem áttu þátt í að
ryðja nýjum listviðhorfum braut í íslenskri
'-f myndlist. Þar getur að líta landslagsmyndir
Jóns Stefánssonar (1881-1962), hraunmyndir
og náttúrufantasíur Jóhannesar S. Kjarval
(1885-1972), málverk Júlíönu Sveinsdóttur
(1887-1966) frá Danmörku, Við Þvottalaugarn-
ar eftir Kristínu Jónsdóttur (1888-1959),
expressjónískar og kúbískar abstraktmyndir
Finns Jónssonar (1892-1993) sem hann vann á
námsárum sínum í Þýskalandi og höggmyndir
Asmundar Sveinssonar (1893-1982), Helreið-
ina og Ráðskonuna. I miðrými salarins er hið
mikla málverk Gunnlaugs Schevings (1904-
1972) Hákarlinn tekinn inn og við hlið þess
Sumarnótt, tvö af öndvegisverkum þessa mál-
'r ara. Enn fremur eru sýnd verk málara sem
ásamt Scheving áttu þátt í að ryðja módern-
ismanum braut hér á landi á 4. áratugnum.
Það eru þeir Snorri Arinbjarnar (1901-
1958), Jóhann Briem (1907-1991), Jón Engil-
berts 1908-1972 og Þorvaldur Skúlason (1906-
1984). Meðal annars eru sýnd málverkin Kvöld
í sjávarþorpi eftir Engilberts og Komposition,
Höfnin eftir Þorvald sem bæði voru á svo-
nefndri Gefjunarsýningu sem haldin var í háð-
ungarskyni árið 1942.
Geómetríska stefnan
í sal 4 eru verk nokkurra helstu fulltrúa ís-
lenskrar abstraktlistar sem var ríkjandi í ís-
lenskri myndlist á 6. og fram á 7. áratuginn. í
miðrými salarins gefur að líta verk eftir helstu
fulltrúa hinnar geómetrískru stefnu í íslenskri
myndlist sem var ríkjandi á 6. áratugnum.
Þetta eru verk eftir Þorvald Skúlason, Hörð
Ágústsson (f. 1922), Karl Kvaran (1924-1989),
Hjörleif Sigurðsson (f. 1925) og Gerði Helga-
dóttur (1928-1975). í hliðarrými eru verk
helstu fulltrúa abstrakt-expressjónisma og
ljóðrænnar abstraktlistar, en sameiginlegt
með mörgum þeirra eru einhvers konar tengsl
við náttúruna. Meðal verkanna eru málverk
Svavars Guðnasonar (1909-1988), Islandslag
frá 1944 og Gullfjöll frá 1946, sem teljast til
öndvegisverka í norrænum abstrakt-expressj-
ónisma, abstrakt-expressjónísk málverk
Kristjáns Davíðssonar (f. 1917) frá síðustu ár-
um og málverk Nínu Tryggvadóttur (1913-
1968), Gos, Saga, og Abstrakt. Af ljóðrænni
toga eru verk Hjörleifs Sigurðssonar Regn,
Landnám Jóhannesar Jóhannessonar (1921-
1998) og Málverk Guðmundu Andrésdóttur (f.
1920). I salnum er einnig jámskúlptúr Sigur-
jóns Ólafssonar (1908-1982), Andans beina-
grind frá 1961 og Bárur frá 1977 eftir Guð-
mund Benediktsson (1920-2000).
I sal 3 eru sýnd verk listamanna sem í lok 6.
og byrjun 7. áratugarins komu fram með verk
þar sem hugmyndum abstraktlistarinnar um
myndlistina sem hreint form án skírskotana til
ytri veruleika var hafnað. Þar getur að líta
verk eftir Braga Ásgeirsson (f. 1931) og hin
pólitísku verk Errós (f. 1932), American Inter-
iors frá 1967-68 og National Museum, Wash-
ington frá 1979 þar sem fígúratíf frásögn með
' skírskotunum til samtímaatburða birtist. Þar
♦ eru enn fremur verk helstu fulltrúa konseptl-
istar í íslenskri myndlist og þeirra sem tengd-
ust SÚM-hópnum, meðal annars objekt Jóns
Gunnars Árnasonar, verk Magnúsar Pálsson-
ar, ljósmyndaverk Hreins Friðfinnssonar og
Sigurðar Guðmundssonar, hugmyndaverk
Magnúsar Tómassonar og mínímalísk verk
Kristjáns Guðmundssonar.
í sal 5 eru sýnd grafíkverk eftir íjórar lista-
konur, Ragnheiði Jónsdóttur (f. 1933), Dröfn
Friðfinnsdóttur (1946-2000), Magdalenu
Kjartansdóttur (f. 1944) og Valgerði Hauks-
dóttur (f. 1955).
í tengslum við sýninguna verða daglega
myndbandasýningar í sal 5 kl. 14. Þar má m.a.
sjá nokkrar kvikmyndir um íslenska listamenn
eins og Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Jón
Gunnar Arnason, Þorvald Skúlason, Erró o.fl.
Eftirtaldir höfundar eiga verk á sýningunni:
Ásgerður Búadóttir, Ásgrímur Jónsson, Jón
Stefánsson, Ásmundur Sveinsson, Júlíana
Sveinsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Karl Kvaran,
Brynhildur Þorgeirsdóttir, Dröfn Friðfinns-
dóttir, Kristín Jónsdóttir, Erró, Kristján Dav-
íðsson, Finnur Jónsson, Kristján Guðmunds-
son, Georg Guðni Hauksson, Eiríkur Smith,
Gerður Helgadóttir, Magdalena Kjartansdótt-
ir, Guðmunda Andrésdóttir, Magnús Pálsson,
Guðmundur Benediktsson, Magnús Tómas-
son, Gunnlaugur Scheving, Nína Tryggvadótt-
ir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hjörleifur Sig-
urðsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Hreinn
Friðfinnsson, Sigurður Guðmundsson, Hörður
Ágústsson, Sigurjón Ólafsson, Jóhann Briem,
Snorri Arinbjarnar, Jóhannes Jóhannesson,
Nína Sæmundsson, Svavar Guðnason, Jó-
hannes S. Kjarval, Valgerður Hauksdóttir,
Jón Engilberts, Þorvaldur Skúlason, Jón
Gunnar Árnason, Þórarinn B. Þorláksson,
Valtýr Pétursson, Sigrid Valtingoyer og Haf-
dís Olafsdóttir.
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. JÚNÍ 2000