Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 5
í Kolbeinsdal. Kristján með systrunum úr Hrísey. sér því vel þegar lagt var af stað frá Reykjum á tveim jafhflfotum skömmu síðar. Gengið var yfir Reykjaheiði sem er hluti af gömlu póst- leiðinni milli Siglufjarðar og Eyjafjarðar. Efst á heiðinni var farið gegnum mjótt skarð en þaðan sér vel yfir fjöllin við Ólafsfjörð. Nú gafst gott tækifæri til að rifja upp gömul ör- nefni og nafnaheiti úr Svarfdælu, Olafur úr Ólafsfirði, Héðinn úr Héðinsfirði og Böggvir, bardagahetjan og skáldið, frændi Þorsteins Svarfaðar, öðru nafni Klaufi, komu upp í hug- ann þegar ferðamenn klofuðu snjóinn í Böggvisstaðadal. Snjór var meiri en í meðal- ári; jók fjölbreytni í landslaginu og gerir ber- in líklega betri fyrir bragðið þegar halla tek- ur sumri. Sólveig Lilja, „fyrsti aðstoðar-aðalleiðsögumaður“, sá um að geng- ið væri jafnhratt og sá sem hægast fór. Sem íþróttakennari vanmat hún heldur ekki æf- inga- og ánægjugildi hvíldarinnar. Tómas, annar aðstoðar-aðalleiðsögumaður, af sviss- nesku bergi brotinn; þó meiri fslendingur en við hin, að Dananum Erik frátöldum, lumaði á fróðleiksmolum um landafræði og náttúrufar. Brátt eygðum við sundlaugina á Dalvík og þá hertist gangurinn; aðdráttarafl vatnsins og tilhlökkunin að flatmaga í heitum potti rak líklega aðra göngumenn áfram eins og mig. Þegar kvöldsett var settist hreinn og nýstrokinn gönguhópur að snæðingi og gæddi sér á lystugu matargerðinni hennar Guðbjargar; alltaf smakkast þessi aflgjafi lífs- ins betur eftir útiveru og puð í íslenskri nátt- úru. Tungnahryggsjökull Nýr dagur, út á hlað, andað djúpt að sér sveitaloftinu, hljómur borgarinnar alveg horf- inn úr hlust og skrokk, - sætur svarfdælskur ilmur tekinn við og áin hjalar í fjarska; ég horfi upp fjallið í vestur. Áður hét bærinn í túninu beint á móti Húsabakka Tjamargarðs- horn, þar byrjuðu áar mínir sín fyrstu bú- skaparár, seint á nítjándu öld - seinna fluttu þeir fram að Syðra-Garðshorni; kannski ber hugur og hjarta síns átthaga mót; sæi ég kannski hulin spor þeirra í túninu væri ég skyggn? Nú var hinsvegar enginn tími til að láta fortíðina og hina óræðu gátu tilverunnar fenna yfir sig, því framundan var tveggja daga ferð á sjálfan Tungnahryggsjökul. Kristján „göngubóndi" fékk Gunnhildi göngu- garp Ottósdóttur úr Hrísey sem aðstoðar- leiðsögumann. Ekið var fram Svarfaðardal og beint af augum tróndi Stóllinn, 1214 m hár yfir miðj- um dal, lengra sjónarhom til vinstri leiddi okkur inn Skíðadal þar sem úfinn Gljúfurár- jökull blasti við. Við bmnuðum fram hjá Gmnd, landnámsjörð Þorsteins Svarfaðar og áfram til vinstri; nútíminn stefndi fram Skíða- dal. Svarfaðardalur með sinni Kerlingu og jökulskál verður að bíða betri tíma; Tungur- nar líka þótt ættarþráðurinn togaði í Möggu. Hin eiginlega gönguferð hófst við Kóngs- staði. Þegar komið var að Stekkjarhúsum, gangnamannaskála skáldmæltra og söng- elskra Svarfdælinga, var staldrað við. Kristján „vísnabóndi“ kastaði fram vísu. Þarna var líka að finna vísnaefni á glámbekk sem gefur okkur innsýn í hugrænt andrúms- loft „gangnagaura" á þessum slóðum, ein er svona, eftir Hjört heitinn Þórarinsson á Tjörn, föður Kristjáns: Hér skal ætíð hafa völd hugur ofsakátur. Megi lifa um ár og öld og eilífð Krosshálshlátur. Þama hefur einhvem tíma verið glatt á hjalla; hægt að „handaborga það“ - eins og sagt er á þessum slóðum. Aftur var rölt af stað, himinninn heiður og voldug fjöll til beggja handa; Heiðinnamanna- fjall á vinstri hönd, Krosshólsfjall á þá hægri. Þarna í afréttinni var sannkallað hestaþing, ferfætlingamir nösuðu í bakpokana; fundu ilminn af brauðinu. Eitthvað hafði hin forláta trébrú yfir dalsána farið á flakk en sveitungar kunna handbragðið og ekki fitnaði „álfurinn með stóm augun og langa nefið“ undir brúnni í þetta sinn frekar en í ævintýrinu forðum. Tripp, trapp, tripp, trapp heyrðist reyndar í brúnni en þegar allir vom komnir yfir var haldið áfram í makindum fram Almenninginn og hægt og hægt varð kyrrðin dýpri. Ekki var jökullinn tekinn með áhlaupi enda kroppurinn farinn að lýjast. Nú var það gamla góða eljan ásamt jákvæðu tiltali sem gilti við innra þreyturausi. Eftir því sem hærra dró varð blástur Kára kröftugri og fjöllin Ingólfur og Steingrímur skuggalegri. Það glitti í bláan himininn milli hvítra skýja- hnoðra sem vom á fleygiferð undan þrótti vindsins. Ég hafði „tröllatrú" á leiðsögu- mönnunum, elti sporin að fjallahryggnum, yfir og hananú; þarna var hann þessi dásam- legi skáli uppi í óbyggðum í um 1200 metra hæð yfir sjávarmáli. Lifandi vitnisburður um afl og dug ferðafélagsmanna í Þorsteini Svörfuði. Þegar göngumenn höfðu kastað mæðinni og fóm að undirbúa kvöldmáltíð kom í ljós að menn höfðu axlað misþunga bakpoka, þar hafði Kristján vinninginn enda bar hann níðþungan gaskút þessa tíu tíma leið. Þrátt fyrir það dró ekki úr orðanna íþrótt, þannig fengu lúnir ferðalangar vísur og fleiri skemmtilegheit í meðlæti með mat- num þetta kvöld sem önnur. Já, í skálanum uppi á Tungnahryggsjökli var sannarlega „setinn Svarfaðardalur“ - tvímennt var í þröngum kojum og ekki bætti dýptin breidd- ina upp eins hjá Þórbergi forðum í íslenskum aðli. Þrátt fyrir þröngan stakkinn og lúinn skrokk virtist mannskapurinn vera alsæll. Brátt heyrðust hrotur upp á íslensku og dönsku en „ég læt sem ég sofi en samt mun ég vaka“. Kolbeinsdalur Með nýjum degi og stilltara veðri komu laun erfiðisins í ijós - útsýnið yfir fjöllin var stórfenglegt. Stuðlabergsmúrinn sem Krist- ján kallar „Kínamúrinn“ stendur eins og vörður um skálann og Hólamannaskarð minnir okkur á gamla alfaraleið frá Eyjafirði yfir í Skagafjörð. Göngumenn voru kátir og renndu sér á rassinum niður efstu snjóbreið- una á hryggnum. í botni Kolbeinsdals var undirlagið sannkallaður „leggjabrjótur" en allt fór vel og sjónarhornið fangaði langan og grösugan dal með endalausum hliðardölum, sýnilegum og ósýnilegum. Nú gafst góður tími til að rölta og rabba um allt milli himins og jarðar. Gærdagurinn sat þó í mann- skapnum og þreytan lagðist fyrr á hæla og iljar. Veðrið var „úr og í regngalla" en ósköp notalegt samt. Þegar mannskapurinn áði við gagnamannakofann á Fjalli og beið eftir að verða ferjaður yfir í Svarfaðardal sem leið liggur í gegnum Skagafjörð sungu Gunnhild- ur og Kristján lagið um „væna dalinn" þar sem „ilmurinn af lynginu er sætur“ en sex- fréttir í rútunni hrifsuðu mig aftur í menning- una. Á Húsabakka var farið í gufubað til að fá hita og mýkt í kroppinn. Erfiði dagsins blés mönnum kjark og gleði í brjóst. Grasaferð Enn einn dýrindisdagur í norðlenskri sveit og nú voru göngumenn að komast í æfingu. í dag skyldi haldið í grasaferð með Hjörleifi „blekbónda" á Tjörn, Sólveig var honum til fulltingis. Ekið fram að Steindyrum og geng- ið upp Steindyragil. Á milli þess sem Hjörleif- ur fræddi okkur um blóm, jurtir, mosa og grös tók hann sér skáldaleyfi og sagði sögur af „Bakkabræðrum" og fleiri skemmtilegar „skröksögur" fylgdu með, s.s. af sundæfing- um og fleiri afrekum sveitunga í Lómatjörn. Hýran skein úr andlitum ferðalanga eins og í grasaferð Jónasar forðum þegar horft var yfir dalinn og sveitina. Útsýnið sannar að ,;snertispölur er á milli bæja í Svarfaðardal“. I suðvestur blasir Látraströndin við og þarna í miðjum firðinum er Hrísey og fyrir miðjum dal austan megin sjást Rimar - önnur áskor- un um að koma aftur en fyrst er nauðsynlegt að tylla sér í jökulskálina í Kerlingadal, hún er eitthvað svo bjóðandi hér í fjallinu fyrir ofan bæinn Bakkagerði. Hópurinn gekk létt- ur í lundu út eftir Ásafjalli og Nykurtjöm sveitunga kom í ljós. En það var enginn vatnahestur sem tók á móti göngumönnum í fjallinu fyrir ofan Gmnd. Kristján, Friðrik og Tómas höfðu með fítonskrafti lóðsað tæki og tól upp í fjall og grillað „dalsins bestu“ handa mannskapnum. Vindurinn þagði, sólin skein og litadýrðin í náttúmnni var ótrúleg. Eftir makindalega hvíld var gengið snertispöl út fjallið og þá er komið að Sléttum sem eru líkastar náttúrlegu leiksviði. Göngumönnum var sagt að þar hefði forðum tíð verið sungið, dansað og leikið sér; okkur var hins vegar uppálagt að taka próf í grasafræði. Hjörleifur hlýddi yfir; Sesselja var drjúg, Kolbrún og Marsibil líka - flestir aðrir vom skussar. Á leiðinni niður hlíðina að Húsabakka varð á vegi okkar dágóð snjóbreiða, tilvalin til að sýna ferðalöngum svarfdælskan hlaupastíl; það var sól og sumar - mikið gaman og hlegið dátt. Sumir fótafúnari en aðrir en aldrei þessu vant fólst kaupauki í því - máttarstólp- ar sveitarinnar sýndu mikil tilþrif við björgunaraðgerðir; þeir fótafúnustu urðu svarfdælsku faðmlagi ríkari. Um kvöldið var hátíðarmatur á boðstólum og fór stemningin hóflega af stað eftir hlaup og ærsl dagsins. Aðstoðar-leiðsögumenn mættu í skemmtilegheitin og auðvitað Guð- björg matráðskona. Brátt tóku menn til við að syngja og spila með frjálslegri glaðværð. Hápunkturinn var þegar Tjarnarkvartettinn, að Rósu Kristínu undanskilinni, hóf upp raust sína og söng nokkur þjóðlög og alþjóðleg lög fyrir okkur hin. Eftirminnilegur var innilegur söngur Hjörleifs um „Raunatölur gamallar léttlætiskonu" eftir eitt af höfuðskáldum Frakka frá 15. öld í þýðingu Jóns Helgasonar. Já, það var notalegt að rölta í koju í næturkyrrðinni norður í Svarfaðardal þetta kvöld; sannkallaðri vöggu margvísleg- rar menningar. Sjötti og síðasti dagur ferðarinnar rann upp. Eftir sundsprett í dæmalaust skemmti- legum sundskála var gengið til kirkju - Tjarnarkirkju. Þar tók á móti okkur Sigríður Hafstað, húsmóðir á Tjörn og ritstjóri Norðurslóðar með meiru og sagði okkur frá því markverðasta í sögu kirkjunnar. Sigríður er glæsileg kona og það var virðuleiki og menningarlegt yfirbragð á frásögn hennar. Gluggar kirkjunnar eru fallega steindir; þeir eru eftir listakonuna Valgerði Hafstað, systur Sigríðar. Þórarinn Hjartarson söng síðan lag föður síns „um fjöllin, sumarið, sólina og hin gullnu ský yfir Skíðadal sem faðminn breiða mót hverjum gömlum vin“. í Hánefsstaðareit var grillað því ekki máttu gestir fara svangir af bæ. í þessu skjólsæla skógarrjóðri sem byggt var upp af Eiríki Hjartarsyni fengu ferðalangar afhent viðurkenningarskjal, þar sem staðfest var að með göngu sinni á Tungnahryggsjökul gætu þeir státað af viður- nefninu ,járnkarl“ eða ,járnkona“ sem vakti að sjálfsögðu mikla kátínu. Nú var komið að kveðjustund. Margir í hópnum höfðu ferðast víða; innanlands og um lönd og álfur. Ekki var að heyra annað en að í þetta sinn færu ferðamenn heim með góðar minningar, aukna vitneskju um sögu og stað- hætti í farteskinu; ferðin var íslenskri ferða- þjónustu til sóma. Jafnframt einsettu menn sér að koma aftur; seinna. Höfundurinn er hagfræðingur. HELGIINGÓLFSSON ÞERSÍTES Á TRÓJUSTRÖNDUM Með þúsund gnoðir þeystum við á sjá og þutum upp á Trjójustrandar hleinar. Af vígamóð við sóttum, vógumst á, en vei! - Því ekki fengust lyktir neinar. Er kurrinn jókst, þá kóngar yggldu brá og kenndu mér um sífur þess sem veinar: „Hann Þersítes, sem kýtir, nöldrar, kveinar.“ Ef færi gefst ég horfi hafið á og hugsa um hvað verði mér til bjargar, því allir sína heimahaga þrá, að hitta konu, syni, dætur margar. Ef hef ég máls, þá hermenn segja já, en höfðingjarnir neita eins og vargar: „Það er bara hann Þersítes sem þvargar.“ Með árum urðu feyskin reiði og rá, í regni þóttu’ oss vesælastir dagar, á höfðum urðu hárin fól og grá, og hungrið svarf oft að, já, tómir magar. Þeir tóku mig, sem tæpti raunum á, sem talsmann fyrir heybrækurnar ragar: „Hann Þersítes sem kvabbar, möglar, klagar.“ Ég horfi út á höfin tær og blá. Mig hryllir við er sé ég fjörur rauðar. Ei neinn af oss vill bera beinin á svo blóðgum ströndum ókunnugrar hauðar. I níu ár má níða, drepa og slá, en nóg er komið - margar kempur dauðar: „Hann Þersítes sem kvartar, þrefar, nauðar.“ Þeir höfðingjamir hyggja best að ná í herfang sem á fjörur þeirra skolar: Allt gull og vín og fegurst fljóðin smá, en fleygja í oss hrati, þessir svolar. Hve lengi er hægt að hrekja menn og hrjá, er hrjóta’ af borðum kónga skitnir molar? „Nei, Þersítes, hann þusar, rausar, volar.“ f Trójustríði var Þersítes fulltrúi hins óbreytta hermanns, sem mátti berjast ára- langt fyrir málstað kónga. í Ilíonskviðu, þegar liðið var á tíunda ár stríðsins, stóð hann uppi í hárinu á Agamemnon konungi, hæddi hann og sakaði um græðgi í her- fang, en hvatti hermennina tU að snúa heim. Að launum hlaut hann snuprur og bar- smíðar hjá Odysseifi. Hómer, höfundur kviðunnar, er augtjóslega á bandi konung- anna og telur Þcrsítes lítilsigldan: „Hann kom maður Ijótastur til Ilíonsborgar; hann var kiðfættur og haltur á öðrum fæti; herðamar hoknar, og beygðust saman á bringunni; höfuðið uppny ótt og gisið strý á.“ (Þýð. S.E.) Þersítes var síðar veginn af Akkillesi fyrir að hæðast að ást hins síðamefnda á hinni follnu Penþesileiu. Höfundurinn er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 24. JÚNÍ 2000 5 + ______________________________________________________________________________________________________________________________________

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.