Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Heilög Guðsmóðir með nýfætt Jesúbarnið. Frá miðri 19. öld.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Heilög Guðsmóðir frá Kazan. Frá miðri 19. öld. Margir íkonar eru verndaðir fyrir snertingu með
skrautbúnum málmhlífum eins og hér má sjá.
RÚSSNESKIR ÍKONAR Á SÝNINGU í VIÐEYJARSTOFU
„GLEYMISIÐUR TENGINGUNNI
VIÐ GUÐ í NÁVIST ÍKONA"
ASÝNINGUNNI í Viðey
eru um 35 rússneskir
íkonar og krossar sem
þær stöllur Birna Smith
og Sigurbjörg Sverris-
dóttir hafa flutt inn og
selja í umboðssölu. Um
er að ræða antikíkona,
þ.e. eldri en 100 ára, en elstu íkonarnir á
sýningunni eru frá því um 1700. „Til greina
kemur að fara með sýninguna til annarra
landa enda meiri antikmenning víða annars
staðar en á íslandi," segir Birna.
Leiðir þeirra Birnu og Sigurbjargar lágu
saman á námskeiði sem haldið var í Skál-
holtsskóla í apríl síðastliðnum en þar kenndi
Yuri Bobrov, prófessor í íkonafræðum við
Listaháskólann í Pétursborg, íkonagerð og
hélt fyrirlestra um íkona.
„Þar kom upp þessi hugmynd að fara
saman út og skoða íkona. Bobrov sagði okk-
ur að það væri bannað að flytja antikíkona
úr landi og Rússar ríghéldu í þá íkona sem
þar væru eftir en mikið af þeim var brennt
og eyðilagt á sínum tíma. Þá hvíslaði Sigur-
björg því að mér að hún væri komin í mjög
góð sambönd við rússneska aðila sem seldu
helgigripi. Það hefur hins vegar tekið lang-
an tíma og ómælda vinnu að byggja upp
þessi sambönd,“ segir Birna og leggur jafn-
framt áherslu á að flestum íkonunum fylgi
skjöl, þar sem vottað er hversu gamlir þeir
séu og að þeir séu rússneskir.
Yfirþyrmandi orka
Þegar þær Bima og Sigurbjörg fengu
loks að heimsækja söluaðilana í kjallarana
þar sem íkonarnir voru geymdir blasti við
sjón sem Birna segist aldrei gleyma. „Þegar
ég kom niður í kjallarann hörfaði ég til
baka. Orkan var svo yfirþyrmandi að ég
brast í grát og fegurðin var engu lik,“ segir
hún.
Blaðamaður spyr hvort þær stöllur hafi
í Viðeyjarstofu stendur nú yfir sölusýning á rússnesk-
um antikíkonum og róðukrossum. MARGRÉT SVEIN-
BJÖRNSDÓTTIR brá sér út í Viðey og skoðaði sýning-
una ásamt Birnu Smith, öðrum skipuleggjanda
sýningarinnar, auk þess sem hún heimsótti séra Ragn-
ar Fjalar Lárusson sem mun vera manna fróðastur
hér á landi um íkona.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Birna Smith skipulagði íkonasýninguna í Viðey ásamt Sigurbjörgu Sverrisdóttur.
ekki haft slæma samvisku yfir að flytja úr
landi þessa helgigripi. „Nei, tilfinningin í
mínu hjarta er gleði yfir að koma með þess-
ar helgimyndir til Vestur-Evrópu. Ég hef á
tilfinningunni að þarna séum við frekar að
brúa ákveðið bil. Kirkjurnar hafa áfram sína
íkona, við erum ekki að taka frá þeim,“ seg-
ir Birna.
Guðspjallamaðurinn Lúkas
málaði fyrsta kristna íkoninn
Á vef Þorgerðar Sigurðardóttur mynd-
listarmanns, á slóðinni www.centrum.is/
—thorgerd, er að finna mikinn fróðleik um
íkona en Þorgerður hefur fengist við íkona-
gerð og kynnt sér sögu þeirra. Grípum þar
niður: „Samkvæmt helgisögnum málaði guð-
spjallamaðurinn Lúkas fyrsta kristna íkon-
inn, af Maríu mey, og er hann verndardýrl-
ingur myndlistarmanna. Tæknin rekur rót
sína til Egyptalands. í grundvallaratriðum
hafa sami stíllinn, verkefnavalið og hand-
verksaðferðirnar verið allsráðandi í íkona-
gerð frá miðöldum fram á þennan dag.
Heitið íkon er dregið af gríska nafnorðinu
„eikon“ sem þýðir mynd og sagnorðinu „eik-
enai“, að líkjast. Samkvæmt skilningi aust-
urkirknanna eru maðurinn og konan íkon,
því Guð skapaði þau í „sinni“ mynd. Innan
þeirra er ekki litið á íkon sem mynd „af‘
einhverju, heldur raunveruleika. íkoninn er
andlegur gluggi, sá sem horfir á hann er tal-
inn vera „hjá“ persónunum og viðstaddur
atburðina. íkoninn á því rétt á sömu virð-
ingu og er heiðraður á sama hátt og pers-
ónurnar sem eru á honum. Hugmyndin lík-
ist að nokkru leyti því sem býr að baki
innsetningu, þeirri aðferð margra nútíma-
Iistamanna að búa til veröld eða atburð sem
þátttakandinn verður hluti af. Mörg krafta-
verk eru rakin til áhrifamáttar íkona og
sumir þeirra hafa orðið víðfrægir.
Algengustu íkonarnir sýna Maríu Guðs-
móður og skiptast i nokkrar megingerðir
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 24. JÚNÍ 2000
í. wrJiS H Íj'vJ > l /v uruOi A^tczj