Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 9
Ljósmynd/Guðmundur Gunnarsson
Gömlu túnin loga í sóleyjum. I baksýn sjást hin tignarlegu Drangaskörð.
MEÐ UTIVIST UM
HORNSTRANDIR
Ljósmynd: Guðmundur Gunnarsson
í ríki náttúrunnar á Hornströndum. Göngugarparnir Elísa og Kristinn huga að kríuunga.
Ljósmynd: Guðmundur Gunnarsson.
í Reykjafirði. Enn sjást á Hornströndum minjar um útræöi ogforna atvinnuhætti.
EFTIR
GUÐMUND GUNNARSSON
HORNSTRANDIR hafa öðl-
ast sérstakan sess í huga
útivistarfólks. Friðlýsing
svæðisins leiðir til þeirrar
sérstöðu að þar eru einung-
is gönguferðir, sem oftast
hefjast með stuttri siglingu.
Pað markar ákveðin skil frá
okkar daglegu veröld. Sífellt fleiri sækja þau
fáu svæði þar sem hægt er að ráfa um ósnortna
náttúru í hvíld frá hraða og firringu borgar-
samfélagsins, þar sem hver spilda hefur verið
skipulögð, umsnúið og
byggð mannvirkjum.
Ferð um Hornstrandir er
auk hvfldar frá hraða
borgarlífsins áskorun,
prófsteinn sem þú setur
sjálfum þér. Gróður er
ótrúlega kraftmikill og
fjölbreyttur, þar skiptir mestu að ekkert sauðfé
er á Homströndum. Fuglalíf er með fádæmum
fjölbreytt og oft sést til refa. Leiðin liggur oft-
ast um götur sem markast hafa á þúsund ára
veru forfeðra okkar. Bæimir lágu innst í
grunnum víkum með litlu undirlendi og götur
milli þeirra um sjávarbakka og yfu- fjallaskörð,
sem em oftast um 400 metra há. Við sjáum að
fæðuöflun hefur ekki verið í búfénaði, sumur
em stutt og grastekja of lítil til þess að hægt sé
að ná saman vetrarforða fyrir mikinn bústofn.
Matur var sóttur í miðin sem lágu stutt frá
ströndinni og í hinar ótæmandi matarkistur
mestu fuglabjarga í heimi. í umhverfinu má
lesa við hvaða aðstæður fólk lifði, þær em
nánast óbreyttar frá því land byggðist. Það var
svo í byrjun þessarar aldar að halla fór undan
byggðinni í kjölfar breyttra þjóðfélagshátta,
vélskipaútgerðar og iðnvæðingar. Unga fólkið
sætti sig ekki lengur við fmmstæð skilyrði og
flutti að heiman. Afkomendur hafa nú endur-
byggt sum bæjarhúsanna.
Utivist býður upp á fimm ferðir á Horn-
strandir í sumar. Fyrsta ferðin hefst með
stuttri siglingu frá ísafirði yfir Djúpið á Hest-
eyri, sem var eitt þriggja þorpa í Sléttuhreppi.
Þar var læknissetur, verzlun og símstöð. Fyrir
innan þorpið em leifar hvalveiðistöðvar sem
Norðmenn reistu og síðar var breytt í sfldar-
bræðslu. Við landtöku opnast heimur liðinna
alda, lítil hús sem kúra undir fjallshlíð, engir
vegir. Hesteyri er algengur upphafs- og enda-
staður ferða um Hornstrandir. Þar er val um
tvær leiðir yfir í Aðalvík og til Fljótavíkur eða
Kjaransvíkur og áfram um Atlaskarð í Horn-
vík. Einnig er leið inn fyrir Hesteyrarfjörð og
yfir í Veiðileysufjörð og þaðan inn Jökulfjörðu.
Til Sæbóls í Aðalvík er farið um Sléttuheiði sem
er auðveld yfirferðar með rólegri hækkun. Af
heiðinni er komið niður í kraftmikinn gróðurinn
fyrir ofan Staðarvatn. Farið er hjá kirkjunni að
Stað. Sæból er lítið þorp endurbyggðra húsa.
Upp fjallið fyrir ofan byggðina liggja ummerki
járnbrautar sem Bretar lögðu á stríðsámnum.
Á fjallinu em miryai- vélbyssuhreiðra og skála.
Gatan frá Sæbóh til Látra liggur um fjömna og
ÚTBVIST
í'ti H’tHft I .■*$ >t>
er gi-eið utan farartálma sem er Hyrningsgata
og fara verður þar um á fjöra til þess að komast
um Posavog. Á Látmm var allnokkurt þorp og
bjuggu þar um 1920 yfir 100 manns. Þorpið
liggur undir Straumnesfjalli. Þar uppi era
miklir skálar frá þeim tíma er Bandaríkjamenn
vora þar með fjarskiptastöð. Við Látra er flug-
völlur og frá honum liggur vegur upp á fjallið.
Frá Látmm er um tvær leiðir að velja yfir Kjöl
í Fljótavík og auðfama götu um Stakkadal til
Hesteyrar.
Utivist býður einnig upp á ferð frá Hornvík
til Reykjafjarðar. Siglt er frá Isafirði til Horn-
víkur. Þaðan er farið að Hornbjargi og í Látra-
vík þar sem er hinn sérstæði Blakkibás og
Hornbjargsviti. Þaðan liggur leiðin í Barðsvík
og um Göngumannaskörð í Bolungarvík og til
Furufjarðar og svo um Svartaskarð í Þara-
látursfjörð og til Reykjafjarðai'. Þessi leið er
krefjandi með hæðarbreytingum og fjöragöng-
um þar sem sæta verður lagi sjávarfalla. Farið
er um gífurlega fjölbreytt og fallegt svæði.
Reykjaíjörður er ein af mestu útivistarparadís-
um Islands. Þar er sundlaug, flugvöllur og
nokkur hús fyrrverandi ábúenda sem nú dvelja
þar að sumarlagi. Þeir hafa af útsjónarsemi
byggt sögunarmyllu og krana til þess að lyfta
upp digmm rekaviðarbolum ættuðum frá
Síberíu sem safnað var saman frá ströndunum
og breytt í eftirsóttan smíðavið. Ögran er í ferð
á Hrolleifsbungu á Drangajökli og í lok göng-
unnar að láta líða úr sér í vel heitri sundlauginni
og rölta svo niður að fjömbáli. Ferð á Geirólfs-
hnjúk er skylduganga, þaðan má sjá norðurs-
tröndina allt til Skagafjarðar. Fjömganga fyrir
Þaralátursnes býður upp á beintengingu við ís-
lenska náttúm, selir á hverjum steini og mikið
fuglalíf. í Reykjafirði er gist í tvær til þrjár
nætur og síðan er gengið í Hrafnsfjörð um
Skorarheiði og siglt til ísafjarðar.
Þá er boðið upp á spennandi og krefjandi
ferð um eyðibyggðir Jökulfjörðu og yfir á
austurströndina til Reykjafjarðar. A fyrsta
degi er siglt yfir Djúpið og inn Jökulfjörðu í
Hrafnsfjarðarbotn og gengið til Bolungarvíkm-
og þá um Furufjörð til Reykjafjarðar. Þar er
dvalið í tvo daga og farið í dagsgöngur. Frá
Reykjafirði er farið um Skorarheiði í Hrafns-
fjörð þar sem bátur bíður þess að flytja hópinn
til Gmnnavfloir. Eftir að hafa skoðað Gmnna-
vík er siglt til Hesteyrar.
Fjórða ferð Útivistar hefst í Ingólfsfirði en
þaðan er siglt til Reykjafjarðar og gist í þrjár
nætur. Síðan er gengið í Bjamarfjörð, Dranga-
vík, Ófeigsfjörð og til Ingólfsfjarðar. í þessari
ferð er ekki mikið um hæðarbreytingar og fjör-
unni er fylgt að mestu. Svæðið er fjölbreytilegt
og farið er um hin stórfenglegu Drangaskörð.
Um verzlunarmannahelgina er siglt frá Isafirði
til Homvíkur og gist þar í tjöldum. I þessari
ferð er hægt að láta fara vel um sig og taka með
stórt tjald, sleppa þurrmatnum og taka með
ferskan mat og grilla. Farið er rólega yfir og
einungis gengið með dagpoka, þannig að flestir
eiga að geta tekið þátt í göngunum. Hornvak er
tvímælalaust einn af þeim stöðum á Islandi sem
allir verða að koma til. Fjölbreyttir möguleikar
em á gönguleiðum, ferð á Hornbjarg, Kálfstind
og svo að Hombjargsvita og Blakkabás er eftir-
minnileg og krefjandi dagleið en á allra færi.
Þægileg ganga er um Rekavík í Hælavíkur-
bjarg. Að lokinni ferð um Hornstrandir, þegar
siglt er til baka, sést hinn sérstaki sigurglampi í
augum fólks þegar það stendur við borðstokk-
inn og bendir í land; þarna fór ég. Streitan er
horfin og batteríin hlaðin, það tókst að lifa viku í
hjásetu frá lífsgæðakapphlaupinu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. JÚNÍ 2000 9