Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGIJNBLAÐSEVS ~ MEXNINÍ. LISIIIÍ 24. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Landnám og Vínlandsferðir Hér segir af sýningu á efstu hæð Þjóðmenn- ingarhússins þar sem mikill fróðleikur er saman dreginn um siglingar norrænna manna á víkingaöld, landnám Islands og Grænlands og hinar ævintýralegu ferðir til Vínlands, sem Sigurjón Jóhannsson leik- myndahönnuður og Gísli Sigurðsson sér- fræðingur í Árnastofnun hafa sett upp í stíl við hinn fræga Bayeux-refil. Hér er brugðið upp nokkrum myndum og ítarlegum myndatextum. Stöðlakot við Bókhlöðustig var ein af þurrabúðunum í næsta nágrenni við Kvosina í Reykavík, en breyt.ing varð á þessari torfkofaþyrpingu 1772 þegar afgangsgijót úr Hegningarhús- inu var nýtt til að byggja steinbæ í Stöðla- koti. Hann stendur enn, enda frábærlega vel við haldið, og hefur lengi verið listhús. í Svarfaðardal Vilborg H. Júlíusdóttir fór í göngu- og ævintýraferð á vegum Ferðafélags Islands á liðnu sumri undir forystu Kristjáns Hjart- arsonar bónda á Tjörn. Leiðin lá í skálann uppi á Tungnahryggsjökli og þaðan í Kol- beinsdal, en hápunkturinn var söngur Tjarnarkvartettsins og móttaka í Tjarnar- kirkju hjá Sigríði Hafstað húsfreyju á Tjörn. íkonalist mun vera jafngömul kristinni trú en helgi- sagnir greina frá því að guðspjallamaður- inn Lúkas hafi málað fyrstu íkonana. Rússneskir íkonar og róðukrossar prýða nú veggi Viðeyjarstofu þar sem stendur yfir sýning á vegum þeirra Sigurbjargar Sverrisdóttur og Bimu Smith. Ikoninn á myndinni heitir „Boðun Maríu“ en þar má sjá heilagan anda svífa inn um glugga í líki dúfu til að segja Maríu hvað hún eigi í vændum. FORSÍÐUMYNDIN er af Stöðlakoti, steinbænum við Bókhlöðustíg sem lengi hefur verið listhús. Verkið utan dyra er eftir Grím Marinó Steindórsson. Það heitir Opinberun, 1998. Efnið er steinn og ryðfritt stól. YLVA EGGEHORN UÓÐ UM HVATIRNAR SEM FRÁ VAR VÍSAÐ HALLBERG HALLMUNDSSON ÞÝDDI María frá Magdölum, veistu að hvatirnar sem frá var vísað sitja hérna úti oggráta og biðja þess að fá að sækja veisluna. Allar hafa þær olíu á lömpum sínum; íhlýju, skuggsælu grófma íhnakkanum, á gljáandi kinnbeinin, ílvárið mjúka milli fóta þér. Vættu geirvörtwnar gleðinnar víni bragðandi af rúsínum, láttu þunga dúfnanna hvíla í hlýjum lófum hans. Þvotturinn í trjágarðinum setur gullsópunum segl - þeir leggja á hafl Þú ert nakin en aldrei framai• eins og þegarþú varst barn, hörundið er sprungið eins og árfarvegur á sumri afþrá, og aðeins sá sem snertir þig fær skilið hvernig voldug fjöll w'ðu eitt sinn til, afeldi. Hann sem elskar þig er ástríðufullur, þvíbíðurhann þar til þú ert hér. Ylva Eggehorn, f. 1950, er sænskt skóld og var kölluð undrobam í heimalandi sínu eftir fyrstu Ijóðabók sína sem hún gaf út aðeins 13 óra gömul. Hún hefur alls sent fró sér 11 Ijóðabækur. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók sem þýðandinn hefur þýtt úr sænsku. Hún heitir Aðventa og fleiri Ijóð. HVERNIG HUGSAR GUÐ? RABB T'lvera okkar í þessum heimi hefst með því að við erum einfrumungur. Þetta sýnist vera einfalt upphaf en þessi einfrumungur er samt allt of flókinn til þess að við skiljum hann. Hann breytist í mann. Hvemig getur slíkt gerst? Nú- tímavísindamaður heldur því fram nú í byrj- un þriðja árþúsundsins að hann sé um það bil að skilja þetta. Vísindamaðurinn gefur sér þær forsendur að í genum sé stafrænt forrit um hvaðeina sem gera þarf á leiðinni frá einfrumungi til manns. Genin, segirvísindamaðurinn, búa sjálf til þessi stafrænu forrit. Þegar hann sýnir fram á hvemig þessi forrit em er hann aðeins að lýsa því sem gerist. Hann telur sig oft vera búinn að svara spurningunni hvers vegna, með því einu að lýsa því sem gerist. Við sættum okkur við það. Við höfum fýrir löngu skilið að kenningar Darwins eru ónýt- ar til að litskýra orsök og gmndvöll. Það að skilja hvað gerist er viðfangsefni vísinda- manns og allar rannsóknir hans ber að virða og þakka. En þakklæti okkar ætti aldrei að breytast í vísindatrú. Vísindi dagsins bregð- ast okkur ekki síður en annað. Þeir sem best þekkja sögu fóstursins vita að við þekkjum ekki fyllilega þessa sögu. Og jafnvel þó svo færi að hún yrði könnuð til fulls standa menn frammi fyrir nýjum vandamálum. Þetta er saga sem er sífellt að breytast. Umhverfið breytfr henni. Ovæntar stökkbreytingar breyta henni. Allar lífverar era að breytast, einnig maðurinn. Nýjar og fullkomnari tölvur gera mönnum auðveldara en áður að kanna mjög flókin kerfi. Afleið- ingin er sívaxandi upplýsingaflæði. Við þess- ar aðstæður er sennilega skynsamlegast og vænlegast til árangurs að gleyma þessari einu kenningu um þróun sem menn hafa hingað til notast við, þróunarkenningu Darwins. Darwin var uppi á árunum 1809 til 1882. Þekking okkar nú er ekki sú sama og þá. Gamlar kennisetningar geta orðið mönnum fjötur um fót þó að við þurfum að sjálfsögðu ævinlega að byggja á fyrri þekkingu. Við þurfum samtímis að fara margar þekkingar- leiðir sem síðar sameinast í einni niðurstöðu. Gen era ekki vélmenni sem hægt er að kanna eins og hjól í vél. Gen era skaparar. Það hefur verið sýnt fram á að sama gen getur tekið þátt í sköpun spendýrsauga og auga í flugu, þó að þessi augu séu gjörólíkr- ar gerðar. Flugan og spendýrið eiga að sjálf- sögðu sameiginlegan forföður. A sex hundr- uð milljón ára ferli sínum sýnir þetta gen hæfileika til að umbreyta og bylta tilverunni jafnvel þó að það geti liðið hundrað milljóna ára milli þess að það sýnir þessa óvæntu hæfni. Þetta umrædda gen hefur verið kall- að „lítið auga“. Það hefur verið tekið úr mús og sett í ávaxtaflugu á vissu þroskaskeiði. Þar hefur þetta gen verið gert virkt. Þegar það tekur til starfa gefur það ekki fyrirmæli um byggingu músarauga. Það gefru- íyrir- mæh um auga flugu, sem er samsett úr mörgum augum og gjörólíkrar gerðar. Albert Einstein er af mörgum talinn vitr- asti maður tuttugustu aldarinnar. Hann sagði eitt sinn: „Eg vil vita hvernig guð h ugsnr. “ Þetta er undarlega mælt. E f guð hugsaði væri hann einfaldlega ekki guð. Kári Stefánsson er af ýmsum talinn vitr- asti íslendingur okkar tíma. f viðtali við DV 27. júní 1999 segir hann: - „Eríðafræði og erfðalækningar eru í mín um h uga geysilega merkilegar vegna þess að þær beina sjónum okkar að því að grundvallareining lífsins er einfaldlega bútur af upplýsingum sem hægt er að skoða og vonandi einhvern tíma að ráða og skilja.“ - Þetta sýnist staðreynd hér ognú. En er það sjálfgefið að þetta sé framtíðar- sannleikur? Eg efast um að þriðja ár- þúsundið nægi til að svara þeirri spumingu. Við viljum öll vita hvað orð eins og grand- vallareining lífsins þýða í raun og vera. Menn geta nálgast skilning þessara orða með flatarmálsfræðilegri hugsun, plan- geometrískri hugsun rökfræðings, stærð- fræðings og gamaldags vísindamanns. En við getum líka nálgast þau með „dyna- mískri“ hugsun þar sem allt er á hreyfingu, allt er breytingum háð og hin hinstu rök óþekkt stærð. Gen er skapari. Gen hlýtur að hafa gegnt öðra hlutverki í fortíðinni. Gen hlýtur að gegna öðru hlutverki í framtíðinni. Genin sem skapa hönd mannsins og væng fuglsins eiga sér sama forföður. Höndin og vængurinn era ákveðin form. Hin stafrænu fonit, upplýsingamar, eru í sjálfu sér form- lausar. Þessi formlausu forrit eða upp- lýsingar geta geymst hundrað milljóna ára í genunum og geta eftir langan tíma, við nýjar aðstæður, skapað ný og óvænt form. Gen er fjallgöngumaður. Hið nýja sem það skapar verður að vera betra en það sem áður þekktist, í versta tilfelli skaðlaust. Ein- mitt þess vegna er hver breyting örstutt skref sem tekm’ mjög langan tíma. Gen er aldrei sjálfskapað, stýrir sér aldrei sjálft. Það er ævinlega gert virkt og því stjómað af einhverju öðru. Gen er ævinlega háð dyna- mík lífsins. Allar kenningar um hvemig það starfar í smáatriðum hafa orðið skammlífar, þó að þær hafi verið bomar fram af vísinda- mönnum sem telja sig vita. Sú vitneskja að í genum sé að finna þúsund milljón upp- lýsingar er aðeins toppurinn á ísjakanum. Eg á ekki von á því að þriðja árþúsundið verði nógu langur tími til að fá endanleg svör við hugtökum eins og lífi og vitund. G U N N A R DAL LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. JÚNÍ 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.