Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 16
LISTORKUVERIÐ A
SUÐURBAKKANUM
London hefur fengið nýtt kennileiti á suðurbakka
Thames. Þar sem áður var rafstöð er nú risið listasafn.
Með því stendur Tate-listasafnið í London traustum
f, 6tum báðum megin árinnar. Á gamla staðnum,
Millbank, er 1 brezk list nú ein um hituna en á Bankside
er komið al þjóðlegt n> 'listasafn, sem FREYSTEINN
JÓHANNSSON fór og skoðaði.
AÐ er tímanna tákn að í stað þess
að falla í mjúkan marmarafaðm
Kossins, eins og var þegar kom
inn í Tate-safnið á Millbank,
mætir manni nú í Nýlista-Tate
níu metra há könguló úr köldu
stáli. Hún gnæfir í salnum, þar
sem hverflarnir áður snerust til
rafmagns, og þessi stórskorna móðurmynd er
annað tveggja verka sem franska listakonan
Louise Bourgeois gerði sérstaklega í tilefni
opnunar safnsins. Hitt verkið er þrír níu metra
háir stáltumar sem listakonan nefnir; Eg geri,
Ég tek aftur, Ég geri upp á nýtt. Gestir geta
gengið upp í tumana og í speglum upplifað
sjálfa sig, aðra og umhverfið. Þessi verk munu
standa þama fram í nóvemberlok.
I ketilhúsinu við hliðina er safnið svo á sjö
hæðum og af þremur þeirra má horfa niður yfir
túrbínusalinn. Á tveimur neðstu hæðunum em
móttaka, snyrtiherbergi, verslanir, þ. á m.
stærsta listaverkabókabúð í Evrópu, veitinga-
staðir og kennslu- og fyrirlestrasalir, en sýn-
ingarsalimir era á næstu þremur hæðum; aðal-
sýning safnsins á þriðju og fimmtu hæð, en
sérsýning á þeirri fjórðu. A sjöttu hæðinni er
aðstaða fyrir félaga og skrifstofur en aðalskrif-
stofiimar era í viðbyggingu austan við safnhús-
ið. Á sjöundu hæð og þeirri efstu eru snyrtiher-
bergi og veitingastaðir. Þaðan er mikið útsýni
yfir London og næst á dagskránni er að gera
útsýnisstað efst í strompinum og má nærri
geta að ekki verður amalegt að horfa þaðan yfir
borgina á góðum degi.
Það var Henry Tate, hvers nafn lifir enn í
sykurfyrirtækinu Tate & Lyle, sem 1897 færði
brezku þjóðinni að gjöf listaverkasafn sitt og
byggði yfir það á Millbank, á norðurbakka
Thames. Safnið óx svo hröðum skrefum; 1909
vora því fengin til varðveizlu verk Tumers, um
300 olíumálverk og 20.000 vatnslitamyndir og
teikningar, og 1916 var því gefið safn franskra
nútímaverka sem leiddi til þess að ári seinna
var Tate falið það hlutverk að safna alþjóðlegri
nýlist. Mikið hefur verið byggt við uppranalega
safnhúsið á Millbank og Tate hefur opnað útibú
í Liverpool og St. Ives í Comwall.
Þrátt fyrir allar viðbyggingar átti Tatesafnið
í stöðugum vandræðum vegna skorts á sýning-
araðstöðu. í desember 1992 ákvað svo stjóm
safnsins að skipta safninu á tvo staði; brezk list
frá því um 1500 og fram á okkar daga skyldi
áfram hýst á Millbank en nýlistinni fundinn
annar staður. Fyrir valinu varð Bankside-raf-
stöðin sunnan Thames.
Kúpull og sfromp-
urinn horfast á
Bankside-rafstöðin var teiknuð af Giles Gil-
bert Scott, sem einnig teiknaði Battersea-raf-
stöðina, Waterloo-brú og rauða símaklefann.
Rafstöðin var aðeins rekin í 18 ár, 1963 til 1981,
og stóð svo ónotuð þar til nýlistin flutti inn.
Svissnesku arkitektamir Herzog & de Meuron
vildu láta rafstöðina halda múrsteinsáferðinni
og útlitinu og unnu með því alþjóðlega sam-
keppni um Tate-nýlistasafnið. Breytingar
þeirra á rafstöðinni í listasafn era í sjálfu sér
stórkostlegt listaverk; nýlist utan um nýlist.
Sýning á þessu verki Herzog & de Meuron er á
ellefu stöðum í safninu og mun hún standa til
26. nóvember.
Nýtt þak með 524 glerrúðum var sett á túr-
bínuskálann, sem er 155 metra langur, 23
Ljósmynd: Mark Heathcote.
Tvö verk eftir Naum Gabo og málverk Piet
Mondrian gefur að lita í þessari svipmynd.
Verkin eru öll í eigu Tate-safnsins.
Brezk samtímalist á Millbank eftir Mona Ha-
toum. Fyrirmyndin er frönsk grænmetiskvörn.
metra breiður og 35 metra hár, og ketilhúsið
var klætt innan og ofan á það bætt tveggja
hæða glerbyggingu, sem gefur húsinu svip,
gestunum útsýni og veitir birtu niður í sýning-
arsalina. Breytingunum var að mestu lokið í
júlí 1999, en kostnaður við framkvæmdina nam
um 135 milljónum punda. Elísbet II opnaði
Nýlista-Tate á Bankside 12. maí sl. Sunnan við
trúrbínusal Nýlista-Tate er bygging, þar sem
1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 24. JÚNÍ 2000
Ljósmynd: Marcus Leitfi
Nýlista-Tate á Bankside. Nýtt þak með 524 glerrúðum var sett á túrbínuskálann, sem er 155
metra langur, 23 metra breiður og 35 metra hár, og ketilhúsið var klætt innan og ofan á það
bætt tveggja hæða glerbyggingu, sem gefur húsinu svip, gestum útsýni og veitir birtu í salina.
Ljósmynd: Marcus Leith
í einu horninu eru verk eftir Anselm Kiefer, Georg Baselitz og Richard Hamllton. Fyrstnefnda
verkið er fengið að láni frá Froehllch Foundation í Stuttgart, en hin eru i eigu Tate.
enn er rekin rafmagnsstjómstöð en fyrirheit er
um að einn góðan veðurdag renni sú bygging
líka til safnsins.
Nýlista-Tate stendur andspænis Pálskirkj-
unni þannig að strompur þess og kúpull
kirkjunnar horfast á yfir Thames. Nú hefur
verið byggð göngubrú yfir ána, sem tengir City
og Bankside, og er það fyrsta brúin á Thames í
miðborg Lundúna síðan 1894, þegar Tower
Bridge var gerð. Göngubrúin reyndist hins
vegar einum of sveigjanleg þegar til kom og
var aðeins opin í tvo daga. Hún stendur nú lok-
uð meðan sérfræðingar leggja höfuðið í bleyti
og freista þess að ráða bót á vandanum. Þessi
nýja brú tengir stórkirkju trúarinnar norðan
Thames og musteri lista í Tate og Globe-leik-
húsinu sunnan ár.